Er ESA að ná jarðsambandi???

 

Ef marka má þessa frétt Morgunblaðsins þá virðist Eftirlitsstofnun EFTA, ESA hafa gefist fyrirfram upp í málatilbúnaði sínum fyrir EFTA dómnum.  

"Krafa ESA er aðeins sú að Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggi innstæður upp að 20.887 evrum".

Það stendur skýrt í lögum um  Tryggingasjóð innstæðueiganda að hann ábyrgist innstæður upp að 20.887 evrur. 

ESA virðist gera kröfu um að það sem standi skýrt í lögum, standi.  Og ESA gerir ekki kröfu um að það sem stendur ekki, að ríkissjóður ábyrgist Tryggingasjóðinn, að það standi.  Aðeins fulltrúar ESB haldi sig við slík fáráð.  

 

Eftir stendur sú spurning, til hvers er þá ESA að stefna íslenskum stjórnvöldum, fyrst stofnunin viðurkennir skýran lagatexta???

Í fréttinni er vikið að einhverju sem kallast mismunun, og þá að íslensku neyðarlögin hafi mismunað einhverjum innan evrópska efnhagssvæðisins.  Málið er að EES samningurinn er skýr um neyðarrétt ríkja til að bregðast við aðstæðum eða atburðum sem ógna tilveru þeirra, og slíkur neyðarréttur er í höndum sjálfstæðs ríkisvalds EFTA ríkjanna.  

Sé neyðin viðurkennd, þá getur enginn dómsstóll dæmt gegn þeim gjörðum sem ríkisvaldið telur nauðsynlegt til að bregðast við viðkomandi neyðarástandi.  Þess vegna er broslegt að halda fram einhverri óvissu gagnvart hugsanlegum dómi EFTA dómsins varðandi skýrum ákvæðum ESS samningsins um neyðarrétt þjóða.  

Það er augljóst að dæmi EFTA dómurinn gegn slíkum rétti, og gegn skýrum ákvæðum EES samningsins, þá er hann að dæma EES samninginn ógildan, að hann sé marklaust plagg sem enga lagþýðingu hefur.  Eða með öðrum orðum, hann dæmir gegn þeim samningi sem löghelgar dóminn.

Slíkt er rökleysa sem þjónar engum tilgangi.  Aðeins geðþóttarvald einræðis myndi reyna slíkt.

 

Það er því ljóst að ESA ætlar ekki að axla ábyrgð á röngum dómi, stofnunin er alveg hætt að reyna að ljúga í ICEsave málinu. 

Það er ekki ríkisábyrgð í ICEsave, ekki vegna þess að það stendur ekki í viðkomandi reglugerð, heldur vegna þess að ESB hefur ekki réttarheimild til að ákveða slíka ríkisábyrgð fyrir einstök aðilidarríki hins evrópska efnahagssvæðis.

Falli dómur um annað, þá er það ekki rangur dómur, heldur algjör lögleysa, á sér enga tilvísun í lög og reglur réttarríkisins.

 

Það alvarlegasta í þessari frétt Morgunblaðsins er sú fullyrðing að "Þegar spurt er um hugsanlega niðurstöðu er talað varlega. ,,Sá sem segist vita það, veit ekki hvað hann er að tala um,“ eru einu svörin sem fást.".  

Á bak við þessa heimsku er hin algjöra uppgjöf tómhyggjunnar að vald ákveði niðurstöðu dómsstóla í réttarríki, ekki lög og reglur.  

Þetta er eins og að segja að morð og rán séu háð eftirátúlkun framkvæmdarstjórarn ESB, ef það henti Brusselvaldinu, til dæmis að fjarlæga Jón Bjarnason eða Daryl Hannah, að þá megi drepa þá ef vísað er í stöðugleikasáttmála evrunnar.  

Að allt megi, ef Brussel valdið segi svo.  

 

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það sé til svo heimskt fólk sem gerir staðleysu að hugsanlegri staðreynd með því að tengja við hana óvissu með tilvísan að ekkert sér skýrt í lögum og reglum, að allar hugsanlegar niðurstöður séu líklegar í dómsmálum.

Líka þær röngu.  

Að þú megir keyra yfir á rauðu eða drepa mann. 

Þetta sé allt spurning um fjármuni þína, hvað þú hafir efni á góðum lögfræðing, eða hagsmuni þína, að ef lögbrot þitt þjónar valdi eða kerfi, að þá sé það aðeins forgangsatriði að dæma í málinu. 

Vegna þess að valdið eða peningar, hafi alltaf réttinn sín meginn.

 

Ef við lifum í skáldskap, ef MBl.is er hugverk einhverra manna, þá má afsaka svona framsetningu.

En í raunheimi afsakar ekkert svona tómhyggju. 

Vissulega ljúga fjölmiðlar eins og Fréttablaðið eða Ruv, en það er vegna hagsmuna eiganda eða stjórnenda þeirra.  Það ætlast enginn til að ríkisfjölmiðill Norður Kóreu segi satt um ástandið í landinu, það ætlast enginn til að auðmiðlar Íslands segi satt í málefnum sem tengjast Evrópusambandinu.

En slík hagsmunatengsl eru ekki til staðar hjá Morgunblaðinu, þess vegna er svo grátlegt að lesa svona heimsku.

 

Að það ríki óvissa um skýr lög og reglur.

Og þegar jafnvel ESA er búið að ná vott að jarðtengingu, þá er virkar þessi frétt Morgunblaðsins ennþá meir út úr kú.

Þó Kim Il Sung geti flogið samkvæmt ríkisfjölmiðlum NorðurKóreu, fyrir eigin vöðvaafli, þá er það ekki frétt í fjölmiðli sem heldur sig við staðreyndir óháð hagsmunum þess sem þarf að ljúga.  

 

Það ríkir engin óvissa um EFTA dóminn.

Eina óvissan er hvort um dómsstól er yfir höfuð að ræða eða hvort dómurinn er annað birtingarform Framkvæmdarstjórnar ESB.

Um þá óvissu má fjalla, og útskýra.  

En að láta eins og skýr lög séu ekki skýr, það er heimska sem bæði niðurlægir Morgunblaðið sem fjölmiðil sem og lesendur blaðsins.  

Eitthvað sem maður hélt ekki að Mogginn myndi ekki gera, ekki fyrir ESB.

 

Vonandi nær Mogginn líka jarðsambandi. 

Nógu margir hafa glatað æru og tiltrú vegna ICEsave fjárkúgunar breta.

Og reyna jafnvel að endurheimta æru sína, líkt og ESA virðist vera gera fyrir EFTA dómnum.

 

Við höfum Jóhönnu, við höfum Steingrím. 

Er það ekki nóg????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Snýr að lágmarkstryggingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband