Varsjárbandalagið lifir ennþá.

 

Varsjárbandalagið dó ekki við fall Sovetríkjanna.

Vissulega féll ríkjabandalagið sem ægivald rússneskra skriðdreka hélt saman, en andi þess lifir enn, hann tók sig upp frá Kreml og barst með vestan golunni inní hjarta Evrópu, og festir rætur í skrifstofubyggingu mikilli í Brussel, þar sem fyrir var andi frjálsrar Evrópu, friðsamar Evrópu.

Sá andi vék fyrir skrifræði og valdbeitingu, fyrir anda hins sovéska einræðis og kúgunar.

 

Varsjárbandalagið átti sér fallegan stofnsáttmála, og hugsjón þess var góð. 

Í stofnsáttmála þess var kveðið á um rétt aðildarríkja, til dæmis til að yfirgefa bandalagið ef þau töldu hag sínum betur borgið utan þess.

Í þann rétt vísaði Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands, þegar hann vildi að Ungverjar segðu skilið við handleiðslu Rússa, og um það var ekki deilt að lögin voru skýr.

En dómsstóll Varsjárbandalagsins dæmdi ekki eftir lögum, heldur eftir valdi og beiðni Ungverja var synjað, skriðdrekar sáu um að framfylgja þeim dómi.

 

Í dag er þessi dómur valdaelítu Varsjárbandalagsins fordæmdur, og til dæmis er fyrrum innanríkisráðherra Ungverjalands lögsóttur í dag fyrir að fara eftir honum.  Kúgunin og lögleysan, sem þá réði, er fordæmd í dag.

Í dag er annar dómur, andsettur af þeim anda sem fór með vestan vindinum allaleið til Brussel, að taka afstöðu til sömu kúgunar og valdbeitingar og átti sér stað í Ungverjalandi 1956.

Núna, eins og þá, eru lögin skýr, þjóðir hafa rétt og sjálfstæði til að glíma við sín innri mál, en líkt og þá, vill valdið hafa sinn gang.

Núna eins og þá, er öflugur hópur innlendra kvislinga sem vinnur að framgangi kúgunar og yfirgangs hins yfirþjóðlega valds, sömu rökin, sama ómennskan tröllríður ríkisfjölmiðla hins ofsótta ríkis.  

 

En þá var dóm valdsins framfylgt með aðstoð skriðdreka, í dag notar valdið aðeins huglæga ógn, ógn um viðskiptaþvinganir, um útskúfun valdaelítunnar frá kokteilboðum Brusselvaldsins, jafnframt því að ómældum fjármunum er varið í að múta fjölmiðlum, kjaftastéttum og skriffinnum stjórnkerfisins.

Með öðrum orðum, skriðdrekar eru úreltir og það má ekki beita atómbombum.

Valdið þarf að notast við lygar, mútur, hótanir, ógnir.

 

Andi Varsjárbandalagsins lifir, en aðeins sultarlífi, þökk sé lýðræðislegu stjórkerfi sem fordæmir beina valdbeitingu.

Þess vegna er glæpurinn öllu alvarlegri, til að ná fram röngum dómi er  sjálft réttarkerfi Evrópu lagt undir.

Forsendur hinnar röngu ákæru er algjör hundsun á réttarhefð og réttarvenjum vestrænna lýðræðisþjóða.

Í ákæru valdsins er hvorki vísað í lög og reglur, aðeins eftirá lögskýringar sem henta fyrirfram ákveðnum niðurstöðum þess.  

 

Alvarleiki málsins er að til sé Evrópudómur sem tekur málið fyrir.  

Vegna þess að ákæra hins illa anda byggist ekki á grunnforsendu réttarins, að til sé lagaheimild sem réttlætir lögmæti ákærunnar.  

Regluverk ESB getur aldrei einhlið ákveðið meinta ríkisábyrgð einstakra aðildarþjóða EES samningsins, hvorki EFTA ríkja eða þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu.

Það er ákært fyrir brot á reglum sem eiga sér enga stoð í Evrópskum rétti.  

 

Eitthvað sem jafnvel Rússar þorðu ekki að gera þegar þeir kúguðu einstakar þjóðir Varjárbandalagsins. 

Öll kúgun þeirra átti sér tilvísun í lagaákvæði sem aðrar þjóðir Varsjárbandalagsins höfðu skuldbundið sig að hlíta.

Þeim datt aldrei í hug að samþykkja lögin eftir á.

 

Í dag upplifir íslenska þjóðin því hinn illa anda kúgunar og ofríkis á þann hátt sem engin þjóð Evrópu hefur upplifað áður í nútíma sögu.  

Að lög séu samin eftir á til að réttlæta kúgun og ofríki.

Í stað skriðdreka er innlend hjörð mútaðra kvislinga notuð til að ná fram markmiðum valdsins.

ICEsave dómurinn er því einstakur, aldrei áður hefur réttarríki Evrópu fyrirfram ákveðið að lög gildi ekki, að vilji valdsins ráði úrskurði dómsstóla.

 

Og aldrei áður hefur örlög einnar þjóðar ráðist styrk kvislingahjarðar hennar.

Dagurinn í dag er því sögulegur.

Hann er upphaf nýrrar Evrópu.

 

Og mótspyrna íslensku þjóðarinnar mun móta þá Evrópu.

Okkar Nei, er Nei gagnvart lögleysu og kúgun.

Okkar Nei er upphaf viðnáms almennings gagnvart ofurvaldi auðmanna og auðfyrirtækja sem ráða öllu og vanvirða bæði lýðræði og lýðréttindi almennings.

Okkar Nei er vonarljósið sem mun lýsa upp mótspyrnu hins venjulega manns gagnvart þjófunum sem rændu þjóðfélög Vesturlanda.

Okkar Nei er mótspyrna lýðræðisins gagnvart einræði auðs og auðvalds sem stýrir Evrópusambandinu í dag.

 

Okkar Nei mun kveða endanlega í kútinn anda bóndans í Kreml, sem í lifandi lífi var kvöl og pína hins venjulega manns, og enginn grét þegar hann féll frá.

Anda sem átti að deyja, en dó ekki.

Anda kúgunar og ofríkis.

Anda ICEsave og evru.

Anda ofstjórnunar og ráðríkis.

 

Anda sem lifir því enginn hefur sagt Nei, enginn hefur sönglað drápu sem festir hann endanlega í gröf sinni.

ICEsave er slík drápa.

ICEsave er upphaf af endi Brussel valdsins.

 

Endi sem allir þrá.

Nema þjónar auðs og þrælar valds.

Og íslenskir kvislingar, sem sögðu Já við ICEsave.

 

Farið hefur fé betra.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Málflutningi í Icesave-málinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 18
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5602
  • Frá upphafi: 1399541

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 4775
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband