Glæpurinn mikli.

 

Er  þegar íslenskur almenningur kóar með Óberum AGS sem sömdu við íslensku stjórnmálaelítuna haustið 2008 um eyðingu íslenska velferðarkerfisins.

Eyðingin gekk ekki eftir, STRAX, vegna þess að íslenskur almenningur sagði Nei við ICEsave.  

Sagði Nei gegn stjórnmálamönnum, sem allir sem einn studdu AGS samkömulagið kennt við ICEsave, gegn Samtökum atvinnurekenda, gegn Alþýðusambandi Íslands, gegn Bestvisserum Háskóla Íslands, gegn öllu "Góða fólkinu" sem íslenskir fjölmiðlar kalla "Álitsgjafa".

Eftir hið sögufræga Nei, þorði AGS ekki að þrýsta um of á íslenska leppa sína, það þyrfti fyrst að kjósa.

Þess vegna fengu krónubraskararnir, kenndir við aflandskrónur, ekki greiddar út "inneign" sína með risaláni AGS og meintra vinaþjóða okkar á Norðurlöndum.  Þess vegna var ekki gengið að eignum íslensks almennings (sbr. frestun á beiðnum um gjaldþrota), þess vegna var ekki íslenskt eignarhald á atvinnufyrirtækjum gert upp að hætti AGS, þess vegna voru íslensk orkufyrirtæki ekki seld erelendum fjárfestum.

 

Vegna þess að íslensk stjórnskipan gerir ráð fyrir að valdi fólksins, valdi sem  kallast lýðræði.

Og fyrir auðmenn og AGS, er slíkt mikið vandamál, í þeirra huga hefði franska stjórnarbyltingin ekki átt að eiga sér stað.

 

En gegn þessari ógn, vilja fólksins, á valdaelítan sér eitt svar.

Að eyða samfélaginu hægt og rólega.

Að skera niður, að gera innviðum samfélagsin ókleyft að starfa.  

 

Ein birtingarmynd þess er "Dröbbun" Landsspítala Íslands.

Dröbbun, sem er svo alvarleg, að það þurfti að borga Böðlinum sérstaklega fyrir böðulsverk sín. 

Afleiðingin er "Húsnæðið drabbast niður, tæki eru ekki keypt og álag eykst." svo vitnað sé í Formann Læknafélags Reykjavíkur.

 

Fórnalömb þessarar "Dröbbunar" er ekki íslenskir auðmenn, ekki íslenskir stjórnmálamenn, heldur íslenskur almenningur, sá hinn sami og sagði Nei við ICEsave glæp fjórflokksins.

Það er eins og íslenskir kjósendur eigi hvorki líf sem þarf að vernda, eða líf sem þarf að þakka.  

Fyrstu fórnarlömb niðurskurða AGS er gamla fólkið sem fær ekki áður sjálfsagðar aðgerðir.  En til lengri tíma litið er þetta eins og gott fiskiskip sem fær ekki viðhald, það hættir að sækja björg í bú, að lokum  sekkur dallurinn, vegna riðs og fúa.  

Vegna Dröbbunar og niðurnýslu.

 

Þetta er Glæpur, glæpur í boði íslenskra kjósenda.

Þeirra sem eiga líf, og eiga foreldra og afa og ömmur sem gerðu allt þetta sem við eigum í dag, mögulegt.

En gera ekki neitt, ekki einu sinni þegar Böðullinn fær risalaunhækkun, vegna hinnar miklu skilvirkni sinnar við að eyða starfsemi Landsspítalans.  

 

Skilja svo ekkert í þegar allt hrinur.

Og hin sjálfsagða heilbrigðisþjónusta sem var, er ekki lengur til staðar.

 

Þetta er Glæpurinn mikli.

Glæpur sem gæti aldrei átt sér stað í lýðræðisþjóðfélagi, ef vitiborið fólk myndi þekkja muninn á réttu og röngu.

Og segði Nei við þjófnað og arðrán sníkjudýra kennda við útrás og auðmenn.

Segði Leppum þeirra upp, ræki þá á dyr Alþingis.

 

Ástandið í dag er ekki glæpmönnum útrásarinnar að kenna, hvað þá þeirra mannaumingja sem framkvæma stefnu AGS.

Ástandið er okkur að kenna.

Vegna þess að Ísland er ekki einræðisríki.  Það eru engir skriðdrekar sem tryggja völd Steingríms, Jóhönnu og Bjarna Ben.  

Fólkið, sem samdi um eyðingu innviða samfélags okkar, það stjórnar í okkar umboði.

Óhæfuverk þess eru í okkar umboði.

 

Það erum við sem eyðum samfélaginu.

Það erum við sem verndum ekki framtíð barna okkar.

 

Hættum að kenna öðrum um.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Reiðin á spítalanum alvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki eitthvað sjúkt við það samfélag sem æmtir ekki í blöðum eða samskiptafefjum eftir að ráðherra hælir sér á eldhúsdegi af endurreisninni sem veki heimsathygli "þrátt fyrir að hafa hlíft velferðarkerfinu?"

Árni Gunnarsson, 18.9.2012 kl. 21:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Árni.

Jú, það er helsjúkt, án framtíðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.9.2012 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 624
  • Sl. viku: 5635
  • Frá upphafi: 1399574

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 4806
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband