ESB hótar og hótar.

 

En íslenski evrópusambandsaðildarsinninn segir, að sambandið meini ekkert með hótunum sínum.  Þær séu aðeins til að róa og er þá lítlega átt við að verði menn mjög æstir, þá verði þeir látnir róa, hvernig sem það er svo sem gert á fundum. 

En hótanir ESB þarf ekkert að óttast.

Þess vegna um að gera að halda áfram að ræða við þá fyrirhugaða aðild að sambandinu.  

Láta eins og ekkert sé.  

 

Hinsvegar virðist enginn spyrja sig hvernig ríkjasamband það er sem beitir hótunum sem samningatækni.  Ekki efnisatriðum málsins, ekki fyrirliggjandi rökum, ekki vilja til að ná viðunandi lausn fyrir báða deiluaðila.

Heldur hóta smærri aðila ef það fær ekki sitt fram.  

Er þetta lýðræðisleg vinnubrögð eða er þetta eitthvað sem smáþjóðir heimsins upplifðu á fjórðaáratugnum??

Með öðrum orðum vinnubrögð einræðisríkja, einræðisstjórna, valdaríkja sem aðeins notuðu vald, sem aðeins skildu vald.

 

Í ljósi þess að það á að fórna lýðræðinu í Evrópu í þágu evrunnar þá ætti vinnubrögð ESB í makríldeilunni ekki að koma á óvart.  Lýðræði er ekki í hávegum haft í Brussel í dag.

Og sama hvað menn mútaðir af sjóðum ESB tala hér um að svart sé hvítt, þá er svart svart, og ESB er alvarleg ógn við lýðræðið og lýðræðisleg vinnubrögð í Evrópu.  Það lýtur fástjórn þar sem takast á annarsvegar skrifræði Brussel og valdakjarni Berlínar.  

Einu áhrif sem önnur ríki hafa er að veðja á annan hvorn hestinn eða skapa sér þá stöðu að í stuðning þeirra sé boðið.  Annar valkostur er ekki í stöðunni.  

 

Það að umræðan á Íslandi snúist um Evrópusambandið eins og það var á uppgangsárum þess sýnir mátt peninga.  Mátt gullasnans sem klýfur hæstu borgarmúra og veikir varnir verjanda.  

Þess vegna var gaman að hlusta á Boga Ágútsson hæðast að Evrunni og leiðtogafundi ESB sem á að vera í dag, í morgunútvarpi Rásar 2.

Skýr dómgreind fjölmiðlamanns er svo sjaldgæf að það er eins og öðlast óvænt 21 ára gamlan Skota að verða vitni að henni.  

Líklegast er þarna verkefni fyrir gullasnann, Ruv getur ekki verið þekkt fyrir að rétt sé sagt frá um málefni evrunnar og getuleysi leiðtoga Evrópusambandsins við að kljást við vanda hennar.  

 

Hvað sem öðru lýður þá er alltí góðu útí Brussel og ekkert að marka hótanir sem þaðan berast.  

Og Ólaf þarf að hrekja frá Bessastöðum fyrst hann er svo ósvífinn að tala um lýðræði og rétt almennings að hafa áhrif á örlög sín. 

Hvort gullinu takist það er spurning en það mun þá aðeins finna sér nýja leið.

 

Því Ísland skal í ESB með góðu eða illu.  

Líklegast illu ef Bessastaðir verða ekki keyptir.  

 

En sjáum til.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Óttast ekki refsiheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 60
  • Sl. sólarhring: 608
  • Sl. viku: 5644
  • Frá upphafi: 1399583

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 4815
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband