Loksins kom orð af viti frá Merkel.

 

Það er rétt hjá henni að ekki væru til fljótlegar eða einfaldar leiðir á skuldavanda Evrópuríkjanna.  Og það þarf að takast á  við vandann frá grunni ef það á að sigrast á honum.

Þetta er kannski ekki mikil speki, en þar sem höfuðvandi Evrópu í dag liggur í afarheimskum stjórnmálamönnum sem hafa ekki vott af sens fyrir þeim vanda sem álfan glímir við þá út af fyrir sig er um stórfrétt að ræða.

Það að Merkel segi eitthvað af viti.  

 

Það eitt og sér dugar ekki, hún þyrfti að segja af sér strax á morgun og hleypa vitibornu fólki að stjórn mála.  Það hlýtur til dæmis að vera einhvers staðar í Þýskalandi bóndi á eftirlaunum sem gæti tekið að sér að benda á hið augljósa.

Að niðurskurður á bústofni leiðir alltaf til þess að bóndi bregður búi, það er ef hann er ekki dauður úr hungri áður.  

Og hann myndi líka benda á að það sem drepur þrótt úr búfénaðinum, minnkar afurðir og veldur ótímabærum dauða, að það þurfi að fjarlægja, jafnvel þó það sé vottað af færustu sérfræðingum. 

Búvit er nefnilega ekki kennt í skóla, til að búa þarf búvit, annars lenda menn í að þurfa að bregða búi.

 

Þessi einfalda skynsemi er stjórnmálamönnum Evrópu ofviða.  

Hvort heimska þeirra sé meðfædd eða keypt af þeim sem maka krókinn á kreppunni er ekki gott að segja, líklegast er þó að peningar og hagsmunir komi við sögu.

Vandi Evrópu er ekki skuldavandi, heldur gjaldmiðilsvandi.  Álfan notast við gjaldmiðil Þýskalands og hann er að drepa niður allt mannlíf í álfunni.  Það eyðir jú mannlífi að eyða innviðum samfélaga með stöðugum niðurskurði.  

Vandi Evrópu er ekki leystur fyrr en evrunni er kastað, en það eitt og sér dugar ekki til.  Frjálst flæði fjármagns úr einu hagkerfi í annað, sem skilur eftir sviðna jörð í því landi sem það yfirgaf, mun eitt og sér alltaf valda ólgu og upplausn því fólk sættir sig ekki við hina sviðnu jörð.  Nítíu og níu prósent almennings sættir sig ekki við þetta ægivald hinna eitt prósentu.  

Síðan er sjálft kerfið rangt, kerfi sem lágmarkar kostnað endar alltaf með því að það er enginn kostnaður.  Og þar með ekkert mannlíf, og þar með engin framleiðsla því neitandinn er dáinn, var skorinn niður sem óþarfa kostnaður.  

 

Hugsanlega veit gamli bóndinn þetta ekki en hann er skynsamur og mun sjá þetta um leið og honum er bent á samhengi hlutanna. 

En hann myndi leggja niður evruna á morgun og fara svo í smiðju hagfræði lífsins til að græða aftur upp efnahaginn og mannlífið.  

 

Merkel mun aldrei skilja þetta.  Enda er hún frumvandi þess sem veldur kreppunni miklu í Evrópu.

Henni þarf að skipta út.

Strax.

Annars munu vopnin tala á morgun eða hinn. 

Því fólk lætur ekki rústa samfélögum sínum án þess að verja sig og sína.  

 

Nema jú kannski á Íslandi, við ætlu að kjósa aftur yfir okkur Hrunstjórn Sjálfstæðisflokksins því við vorkennum svo froðukrónueigendunum.  

En við erum líka dálítið spes við Íslendingar.  

 

Við vorkennum auðmönnum.

Þeir eiga svo bágt greyin.

Kveðja að austan.


mbl.is Engar „töfralausnir“ til, segir Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 42
  • Sl. sólarhring: 625
  • Sl. viku: 5626
  • Frá upphafi: 1399565

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4799
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband