Hagfræði auðnar og dauða.

 

Þessi sem er langt komin með að rústa efnahagslífi Evrópu segir að það kosti að svelta ekki gamalt fólk. Segir að það kosti marga milljarða.  Gefur jafnvel í skyn í þessari frétt  að um kosningasukk sé að ræða.

Eitthvað sem sterkt stjórnvald geri ekki.  

 

En hagfræði dauðans áttar sig ekki á að þessi sanngjarna breyting kostar ekki krónu, að því gefnu að skriffinni Seðlabankans fái hvort sem er kaup þegar hann millifærir þessa peninga úr prentvélinni yfir í hagkerfið.

Það er slaki, fólk hefur ekki vinnu, mörg þjónustan berst í bökkum.  Það er mikill afgangur af utanríkisviðskiptunum og krónan þolir alveg meiri umsvif. 

Meiri umsvif lifandi fólks.

 

Á meðan það er slaki þá kostar svona aðgerð ekki neitt.

Hún eykur hins vegar umsvif og grósku.

Hún skapar þá tilfinningu að ríki þjóð hafi efni á að hugsa um eldra fólk á mannsæmandi hátt. 

Hún er allt það sem skynsamt stjórnvald gerir.

 

Og fyrir hana á ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hrós skilið.

Það er þó einhver ærleg taug til í þessu fólki.

 

Allavega árið fyrir kosningar.

Kveðja að austan.


mbl.is Breytingar kosta marga milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 344
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 6075
  • Frá upphafi: 1399243

Annað

  • Innlit í dag: 292
  • Innlit sl. viku: 5147
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband