Aðför að landsbyggðinni.

 

Í boði hvers???

 

Þetta er ekki fyrsta aðför að landsbyggðarfólki sem sagan greinir. 

Í bókinni "Ég kaus frelsið" eftir Victor Kravchenko má lesa um eina slíka aðför og líkindin eru sláandi.  

Þá var magnað upp fár gegn svokölluðum kúlökkum sem voru smábændur sem höfðu keypt jarðir sínar frá því að bændaánauðin var formlega aflögð í Rússlandi seint á nítjándu öld.  Þeir voru ekki allslausir, þeir áttu skuldirnar og þeir voru sjálfstæðir.  Arðurinn af búskap þeirra rann hins vegar að mestu til gömul landeigendanna sem höfðu selt þeim fyrrum ánauðsjarðir á uppsprengdu verði. 

Líkt og má segja um íslenskan sjávarútveg, megnið af arði hans fer í vexti og afborganir vegna kvótakaupa, og þá til fyrrum kvótaeiganda og bankanna sem áttu veðin í kvótanum.  

Gegn þessum smábændum magnaði Stalín upp mikið fár.  Hann sendi þúsundir ungmenna út í sveitirnar til að ræna framleiðslunni og svo lítið var skilið eftir að þessir smábændur og fjölskyldur þeirra féllu í, ekki þúsunda tali, ekki tugþúsunda, ekki hundruð þúsunda heldur í milljóna tali.  

Unga fólkið trúði því að það væri að glíma við gömlu landeigendurna, þessa sem höfðu farið illa með bændur og búfénað í gegnum aldirnar og ættu því skilið þá meðferð sem þeir fengu.  Nema að málið var að gömlu landeigendurnir voru löngu flúnir land, það er þeir sem sluppu frá aftökusveitum bolsévika.  

 

Það var þetta gap milli raunveruleikans og hins tilbúna áróðurs sem opnaði augu Victors og hann flúði landi og sagði frá reynslu sinni í bókinni sem ég vitna í upphafi þessa pistils.  Þegar gúglað er uppá þessa bók má finna tilvísun í grein eftir Brynjólf Bjarnason, alþingismaður þar sem hann segir að bókin  ,„,Ég kaus frelsið" eft- ir Victor Kravchenko er meðal leiðinlegustu og ónierki- legustu bóka sem ég hef lesið".

Brynjólfur vildi trúa áróðrinum, hann gat ekki viðurkennt að Stalín ofsótti ekki þá sem höfðu ofsótt í gegnum aldir, heldur þá sem voru ofsóttir í gegnum aldir.  Fólkið sem yrkti jörðina.  

 

Sömu viðbrögð fáum við sem bendum á að það er ekki verið að ofsækja sægreifina, það er verið að ofsækja fólkið sem situr uppi með kerfi þeirra.  Við erum bara útsendarar CIA nútímans, LÍÚ, og þegar við mótmælum meðferðinni á okkur, þá er það vegna þess að sægreifinn skipar okkur svo.  

Fólk segir þetta í fullri alvöru og skilur ekki hvað það er orðið sjálfhverft í ofsóknaræði sínu.   Það skilur ekki lítilsvirðinguna sem felst í þeirri skoðun að fólk á landsbyggðinni mæti á fundi vegna ótta við meintan sægreifa.  

Hvernig ætti sægreifi að ógna fólki á landsbyggðinni??, allir búandi út í London, Flórída eða á öðrum stöðum þar sem gott er að eyða blóðpeningum fólksins í landinu.  

 

Hláleikur áróðursins birtist skýrast í nágrannabyggð minni, Eskifirði.  Tveir erfingjar Alla ríka hafa tekið sinn eignarhlut út úr Eskju, alls rúmlega 4 milljarða, á genginu fyrir Hrun.  Eftir sat sá þriðji með skuldirnar, hann skuldsetti Eskju til að geta borgað þá út.  Blóðpeningar, en þannig er kerfið.  

En hann gat líka farið til London eins og hinir tveir.  Það þurfti bara að selja kvótann burt, að eyða byggðinni, að þakka þannig dyggum starfsmönnum Alla ríka þjónustuna, "farið suður frá verðlausum húsum", en hann gerði það ekki.  Hann uppfyllti skyldur sínar fyrir samfélagið.

Og núna, loksins þegar lífróðrinum er lokið, þá kemur rothöggið, ofurskatturinn.  

Eina svarið er náttúrulega að selja kvótann, ef þá einhver vill kaupa.  

 

Ef einhver vill kaupa.  

Þar með er komið svarið við því hverjir standa að þessari aðför að sjávarútveginum, það er ekki Stalín, hann er  dauður en arftakar hans, þeir sem sjá sér hag í byggðareyðingu, fingraför þeirra má finna í miðju fársins.  

Hver kaupir ofurskuldsettan sjávarútveg sem getur ekki staðið í skilum með ofurskattinn eða hefur ekki nokkra möguleika að glíma við "nýja" þegar kvótaupptakan skilar sér í kvótauppboði???

Jú, það er hinn sjávarútvegurinn, þessi ríkisstyrkti, í Evrópusambandinu.  

 

Það er aðeins eitt afl sem hefur hag af því að rústa byggðum landsins með tilheyrandi afleiðingum fyrir efnhagslíf landsins og það er aflið sem ætlar að koma landinu með illu í ESB.  

Til þess þarf að gera undirstöðuatvinnuvegina gjaldþrota og þar með er mótspyrnan engin gegn gylliboðum byggðarstyrkja og aumingjaframfærslu.  

Herfangið er svo fiskimið landsins.  

 

Greindu hagsmuni og þá finnur þú drulluna sem knýr ófögnuðinn áfram.  

Eina spurningin er af hverju íslenska Andófið lætur smala sér saman í bása ófögnuðisins???  Af hverju fyrirlítur það samlanda sína svo mikið að það getur ekki hlustað á sjónarmið þeirra.  Að landsbyggðin situr uppi með kvótakerfið og það er ekki henni í hag að því sé rústað á þann hátt að byggð þrífist ekki í landinu.  

Hefur andófsfólk til dæmis ekki heyrt um hugtakið "samfélagsleg ábyrgð", þar sem vel rekin fyrirtæki borga góð laun og dreifa arði sínum út um samfélagið sem þeir eru hluti af???  

Samfélagsleg ábyrgð er forsenda Nýs og betra Íslands en hvernig henni verði viðkomið í sjávarútveginum (mörg fyrirtæki uppfylla þessa ábyrgð) er flókið mál og er efni í sérpistil.  Sem verður skrifaður þegar Bylting lífsins kemst á flug.  

En málið er að þú lagar ekki það sem miður fer með því að gera vont verra eða hreinlega eyðileggja það sem þú þóttist vera að laga.  

Andóf sem skilur þetta ekki, er ekki Andóf, það er aðeins kosað útbú frá því fjármagni sem sér hag af fárinu og aðförinni.  

 

Það eru öfl á Íslandi, froðukrónurnar sem eiga allt sitt undir að skapa hér upplausn og glundroða og þau kosta slíkt ástand miskunnarlaust.  

Lokaorrustan um Ísland er hafin, það á að knésetja þjóðina, það á að koma skuldum sýndarhagkerfisins á almenning.  

Um það ætla ég að pistla í næsta pistli og síðan hefja vegferð byltingarinnar, byltingar hins venjulega manns gegn þeim öflum sem vilja þrælka hann og undiroka.  

Byltingarinnar sem ég kalla byltingu lífsins.  

Hún er eins svarið, eina vonin sem við höfum.  

 

Vonin um Nýtt og betra Ísland.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Frumvarp um veiðigjöld samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna á útgerðin að greiða hátt auðlindagjald, en t.d. ferðaþjónustan greiðir ekkert auðlindagjald? Njóta ekki báðar þessara atvinnugreinar auðlinda Íslands?

Hverjum dettur í hug að ÞJÓÐIN eigi fiskinn í sjónum, sem syndir frjáls þangað sem straumar og lífsskilyrði eru best? á ekki Guð almáttugur einfaldlega fiskinn í sjónum?

Hver vill svara þessum spurningum?

óli (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 14:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er málið óli, af hverju???

Er ekki til dæmis verslunarpláss í Kringlunni eða á Laugarveginu takmörkuð auðlind???

Eða hvað er ekki takmörkuð auðlind???

En aðalatriðið er að loksins þegar sjávarútvegurinn varð sjálfbær, og ungt fólk vildi aftur mennta sig til starfa, þá átti að aflífa hann að hætti Stalíns.  

Með sömu afleiðingum,  Auðn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2012 kl. 16:13

3 identicon

Ég kæri mig kollóttan um þessa samsærismunnræpu í þér en hvar er frelsið í núverandi kerfi? Ef það er ekki Stalínískt eins og það er hvað er það þá? Á hvað leigir Eskja þorskígildistonnið frá sér - og með hvaða rétti?

Var það ekki sjávarútvegurinn sjálfur sem skapaði froðukrónurnar og er ekki búið að koma skuldunum yfir á almenning?

Eitt lítið dæmi: Móna- dótturfélag Skinneyjar-Þinganes fékk nokkra milljarða afskrifaða en móðurfélagið boðar nú byggingu íþóttaaðstöðu handa Hornfirðingum. Er það sú samfélagslega ábyrgð sem þú ætlar að skrifa um næst?

Hvaða boðskap áttu handa íbúum sjávarplássa, sem settu sig þar niður vegna nærliggjandi fiskimiða, en voru ekki eins heppnir með samfélagsábyrgðarmenn? Varðstaða fjórflokksins um skipan mála og afrakstur svokallaðrar byggðarstefnu þeirra hefur raunar hrakið þá flesta í Breiðholtið. Kvótinn hefur hinsvegar safnast í 101 og nokkrir greifar farið út í að kaupa sér aðgang að verslunarplássi í Hringlunni (fyrir aðgang að auðlindinni- kaupóðir Íslendingar- þarf nefnilega að greiða -eins og þú náttúrulega veist).

Óli S (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 17:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óli.

Þú ert heppinn, átt þér söguleg dæmi um fólk sem ófsótti saklausa með tilvísun í meint ranglæti fortíðar.  

Hinir rússnesku smábændur gátu ekkert að því gert að þeir þurftu að kaupa jarðnæði sitt á uppsprengdu verði af landeigendum sem fluttu fé sitt jafnóðum í banka í Sviss eða London eða París.  Hefði Stalín sent ungmennin þangað til að sækja féð, þá hefðu þau ekki verið sek um voðaverk múgsins sem lét lýðskrum spila með sig upp úr skónum.  

Hvar last þú í þessum pistli að kvótakerfið væri réttlátt eða að við íbúar strandbyggðanna hefðum beðið um það. ???

Er ofstækið svo mikið að þú gleymdir að lesa Óli minn???  Ég vona það því mikil skömm væri fyrir þá sem menntuðu þig að hafa aðeins kennt þér að skrifa en ekki lesa.  

Þess vegna ætla ég að peista nokkur brot um það sem ég sagði um kvótakerfið.

"Líkt og má segja um íslenskan sjávarútveg, megnið af arði hans fer í vexti og afborganir vegna kvótakaupa, og þá til fyrrum kvótaeiganda og bankanna sem áttu veðin í kvótanum.  

Að landsbyggðin situr uppi með kvótakerfið og það er ekki henni í hag að því sé rústað á þann hátt að byggð þrífist ekki í landinu.  

Hefur andófsfólk til dæmis ekki heyrt um hugtakið "samfélagsleg ábyrgð", þar sem vel rekin fyrirtæki borga góð laun og dreifa arði sínum út um samfélagið sem þeir eru hluti af???  

En málið er að þú lagar ekki það sem miður fer með því að gera vont verra eða hreinlega eyðileggja það sem þú þóttist vera að laga."


Eða sem ég sagði í fyrri pistlum.

"Þess vegna var gerð bein aðför að atvinnulífi landsbyggðarinnar og lýðurinn æstur upp til óhæfuverka.  Fólkið var talið í trú um að það væri að eltast við sægreifa sem sætu á sjávarauðlindinni þegar sannleikurinn er sá að sægreifarnir eru farnir úr greininni með auðlinarentuna til London, en eftir situr ofurskuldsett atvinnugrein sem hefur ekki getað nýsmíðað skip í hátt í 2 áratugi. 

Núna þegar loksins birtir til og lífæðin, sjávarútvegurinn hagnast, og er farinn að dæla þeim hagnaði út í nærsamfélögin, þá sameinast 101 um ofurskattlagningu sem jafnvel sjálfur Stalín hefði veigrað sig við.  

Allt á að gera til að hindra að landsbyggðin rísi uppá ný og atvinnulíf hennar nái að blómstra og dafna.

Vita menn ekki hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir hinar dreifðu byggðir, halda menn að útvegsmenn reyni ekki að bregðast við þessu.  Til dæmis með nýrri öldu meintrar hagræðingar sem er annað orð yfir aðför að byggð í landinu.  Að rústa tilverugrundvelli hans tekk í trekk.  Fyrst með því að afhenda sægreifum lífæðina, svo með því að ofurskattleggja hana þegar hún er loksins farin að skila arði til fólksins.".

Þú bætir ekki böl eins og bjáni Óli, það skilja allir nema þeir hafa hagsmuni að því að gera illt verra.

Ertu þú umboðsmaður útgerðar skráða á Spáni????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2012 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 496
  • Sl. sólarhring: 711
  • Sl. viku: 6080
  • Frá upphafi: 1400019

Annað

  • Innlit í dag: 452
  • Innlit sl. viku: 5216
  • Gestir í dag: 434
  • IP-tölur í dag: 429

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband