18.6.2012 | 17:48
Sorgardagur í sögu þjóðarinnar.
Landsbyggðin er þriðja flokks á Íslandi í dag.
Á henni má troða, hagsmuni hennar má hundsa, og arðræna atvinnulíf hennar.
Hrunið var notað sem afsökun til að vega að spítölum hennar. Meint gróðurhúsáhrif voru notuð sem afsökun til að skattleggja sérstaklega flutning á vörum og þjónustu. Og 101 Reykjavík kaus sjálft sig á stjórnlagaþing til þess að afleggja þingmenn hennar.
Loks má nefna Vaðlaheiðargöng sem dæmi um hina algjöra mannfyrirlitningu þegar atkvæðasnap var notað til að koma í veg fyrir að ráðist væri í brýn lífsnauðsynleg jarðgöng í Fjarðabyggð. Að ekki sé minnst á samgöngur fyrir vestan þar sem jarðgöng geta ráðið úrslitum um hvort byggð haldist á Vestfjörðum.
Viðhorfið sem við íbúar landsbyggðarinnar mætum frá 101 er að við séum svo fá og smá, að við eigum engan rétt, nema að borga skatta og gjöld, og þiggja síðan brauðmola af nægtarborðum valdsins.
Samt var það útflutningshagkerfi landsbyggðarinnar sem bjargaði íslensku þjóðinni þegar sýndarhagkerfi fjármálabraskarana hrundi haustið 2008.
Og slíkt má bara ekki gerast aftur, annars er ekki hægt að segja landið til sveitar hjá ESB eins og markmiðið var hjá gömlu valdaklíkunni strax eftir Hrunið mikla.
Þess vegna var gerð bein aðför að atvinnulífi landsbyggðarinnar og lýðurinn æstur upp til óhæfuverka. Fólkið var talið í trú um að það væri að eltast við sægreifa sem sætu á sjávarauðlindinni þegar sannleikurinn er sá að sægreifarnir eru farnir úr greininni með auðlinarentuna til London, en eftir situr ofurskuldsett atvinnugrein sem hefur ekki getað nýsmíðað skip í hátt í 2 áratugi.
Miðað við skuldirnar ætti hvert skip að vera úr gulli og af 2015 árgerðinni. En sannleikurinn er annar, hérna á Neskaupstað kom síðast nýsmíði 1974 eða svo. Flestar útgerðir hafa þurft að gera sér að góðu skip sem Færeyingar og Norðmenn eru að skipta út.
Kvótaframsalið skapaði vissulega hagræðingu, en auðlindarentan var jafnóðum tekin út úr greininni og fyllti vasa manna sem ekki eru í útgerð í dag. Eða bankanna sem fjármögnuðu kvótakaupin.
Afleiðingarnar sjást á landsbyggðinni, í sjávarplássum landsins hafa varla verið byggð hús í 30 ár, fólki hefur fækkað og fyrirtæki endalaust barist í bökkum.
Núna þegar loksins birtir til og lífæðin, sjávarútvegurinn hagnast, og er farinn að dæla þeim hagnaði út í nærsamfélögin, þá sameinast 101 um ofurskattlagningu sem jafnvel sjálfur Stalín hefði veigrað sig við.
Allt á að gera til að hindra að landsbyggðin rísi uppá ný og atvinnulíf hennar nái að blómstra og dafna.
Orðalepparnir í kringum þetta sæma ekki vitibornu fólki.
"Að láta þjóðina njóta arðs af auðlindinni" er sá allra heimskasti.
Nýtur ekki þjóðin arðs af sjávarútveginum??? Hvaða önnur atvinnugrein heldur uppi lífskjörum þjóðarinnar. Hver fjármagnar innflutninginn??? Hvaða atvinnugrein hefur haldið sínu þrátt fyrir kreppuna í Evrópu??? Skilja menn ekki hvaða einstaka afrek það er að halda verðum á tímum sem menn eru farnir að líkja við heimskreppuna miklu á fjórða áratugnum???
Af hverju eiga að gilda aðrar skattreglur um þessa atvinnugrein umfram aðra??? Vita menn ekki að engin önnur þekkt dæmi er um slíkt á Vesturlöndum, eða frá því að þau voru nýlenduveldi og beittu ýmsum bolabrögðum til að arðræna nýlendur sínar????
Vita menn ekki hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir hinar dreifðu byggðir, halda menn að útvegsmenn reyni ekki að bregðast við þessu. Til dæmis með nýrri öldu meintrar hagræðingar sem er annað orð yfir aðför að byggð í landinu.
Eða hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir lífskjör í landinu til langs tíma. Að ofurskattleggja hagnað er aðeins ávísun á eitt, það er klippt á alla framþróun í greininni, hún dregst smán saman aftur úr, bæði í innlendum samanburði og ekki hvað síst gagnvart ríkisstyrktum sjávarútvegi i öðrum löndum.
Þetta gerist ekki strax, ekki á morgun, en mjög fljótlega hættir gæsin að verpa gulleggjum, þau breytast í silfur og að lokum aðeins verðlaust látún.
Hin yfirgengileg heimska mun að lokum bitna á allri þjóðinni.
En það er ekki hið sorglegast heldur sú staðreynd að meirihluti landsmanna telji það alltí lagi að ofsækja minnihlutann, arðræna hann og kúga.
Að rústa tilverugrundvelli hans tekk í trekk. Fyrst með því að afhenda sægreifum lífæðina, svo með því að ofurskattleggja hana þegar hún er loksins farin að skila arði til fólksins.
Samþykkt auðlindaarðránsins staðfestir að tvær þjóðir byggja í þessu landi, og hagsmunir þeirra fara ekki saman.
Í gegnum tíðina hefur slíkt aðeins þýtt eitt, að fólk rís upp. Það slítur tengsl við ranglátt stjórnvald sem engu eirir.
Og þetta mun líka gerast hér ef ekki kemur til grundvallarbreyting hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. Að þeir hætti að styðja lýðskrum og þvætting valdagíruga manna sem etja fólki saman til að ná fram markmiðum sínum.
Í den vildu þessir menn komast yfir kvótann, í dag vilja þeir koma landinu í ESB.
Og sundurlyndið er þeirra vopn.
Það er sorglegt að svona skuli vera komið fyrir þjóðinni.
Hafi þeir skömm sem ábyrgðina bera.
Kveðja að austan.
Veiðigjöld verða 12-13 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 66
- Sl. sólarhring: 598
- Sl. viku: 5650
- Frá upphafi: 1399589
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 4820
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 55
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var 8 vasaklúta blogg- dálítið fyndið en samt á sinn hátt sorglegt að landsbyggðarfólk stilli þessu máli upp sem höfuðborgin versur landsbyggðin. Afhverju getur þú ekki skilið að það er eingöngu verið að skattleggja ofsagróða EIGENDA útgerðanna ? Þetta skiptir hinn venjulega landsbyggðalaunþega ekki nokkru máli nema ef vera skildi að það fjármagn sem næst inn með þessu alltof hóflega veiðigjaldi rennur sennilega að mestuj eða öllu leiti til landsbyggðarinnar - annars færi það eingöngu í vasa sægreifanna!
Ómar þessir andskotar eru að fela milljarða í skattaskjólum erlendis, ekki rennur það fé til landsbyggðarinnar. - en sveitavargurinn lætur sem hann sjái þetta ekki. Varla verða menn svona heimskir á því einu að fæðast utan höfuðborgarsvæðisins, það bara getur ekki verið.
Óskar, 18.6.2012 kl. 17:57
Vil bæta því við að árið 2010 högnuðust útgerðirnar um 46 milljarða. Um 3,6 milljarðar af þessum hagnaði fór til ríkisins í formi veiðigjalda og skatta. Ef mönnum finnst þetta ásættanlegt að 70 fjölskyldur fái 40 milljarða í vasann þá er eitthvað að .
Óskar, 18.6.2012 kl. 17:59
Óskar minn, ósköp ertu bilaður (ekki illa meint).
Þú vilt svo vel en fellur alltaf fyrir röngum málstað. Þú varðir aðför breta að íslenskum almenningi, þú varðir aðför búrókratanna að sjúkrahúsum okkar, og núna verð þú aðför að erfiðsfólki sem hefur ekkert gert þér.
Það eru skýringar á því að tekjuskatturinn er ekki hærri, og þær eru tvennskonar. Sú fyrri er uppsafnaður taprekstur sem kemur til frádráttar, og gilda þær reglur um allar atvinnugreinar. Sú seinni er skattprósenta tekjuskatts fyrirtækja, þeim var breytt á góðæri frjálshyggjunnar og máttu alveg lækka, því þær hömluðu frumskyldu fyrirtækja, að fjárfesta í framþróun, en ekki niðurskurði.
En ef hún er of lág í dag og þá er ósköp eðlilegt að breyta henni.
En ofurskattur á eina atvinnugrein er siðleysi í sinni tærustu mynd, það er arðrán, sem er uppspretta ranginda og fátæktar, hvar sem slíkt er látið viðgangast.
Það eru engin þekkt dæmi um annað, þú getur ekki týnt til eitt einasta dæmi um þar sem ofurskattlagning hafi haft eitthvað gott í för með sér fyrir viðkomandi atvinnugrein eða þau samfélög sem verða fyrir barðinu á henni.
Skiptir ekki máli hvað menningarríki heims þú tekur, og á hvaða tíma, þeim hefur öllum hnignað eftir að einvaldar þeirra gengu of langt í skattheimtu sinni.
Þess vegna er þetta svo heimskt, svo innilega heimskt, að ætla sér að rífast við staðreyndir sögunnar, sem eru staðreyndir því ofurskattlagning leysir úr læðingi ferli hnignunar og samdráttar. Aðeins eitt form skattlagningar er heimskulegra, og það er það sem frjálshyggjan kennir við uppboð á gæðum eða atvinnuréttindum ýmiskonar.
Hvað ert þú að rugla um sægreifa Óskar, áttar þú þig ekki á því að þeir hafa ráðið ríkjum frá því snemma á níunda áratugnum þegar landsbyggðin var ofurseld braski og geðþótta örfárra einstaklinga, og afleiðingin var ofurskuldsetning, hnignun og afturför byggða.
En það náðist jafnvægi, í dag er uppistaðan alvörufólk sem rekur fyrirtækin, og er allt að glíma við skuldsetningu kvótakerfisins. Og arðurinn er að koma, fólk fær hærri laun, samkeppnisfær laun, líka í landi.
Og fyrirtækin eru að greiða upp skuldir sínar. Hvað er að því????
Kaupa þjónustu á heimaslóðum, hvað er að því???
Hvað er að því að arðurinn dreifist um byggðirnar sem lifa á sjávarútvegi???
Og ef þig vantar sægreifa til að hengja, þá skal ég glaður gefa þér upp nöfn og heimilsföng hjá nokkrum sem þú getur byrjað á. En láttu fórnarlömb þeirra í friði, loksins þegar þau eru að rétta úr kútnum.
Og hjálpaðu okkur til að breyta kerfinu áður en nýtt kvótakapphlaup byrjar, einu sinni var of mikið.
En þú færð plúss fyrir hvað þú varst snöggur að lesa pistilinn, það máttu eiga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2012 kl. 18:22
Óskar er með þetta alveg á hreinu. Heldur að málin séu á svörtu og hvítu en svona honum að segja þá þekki ég marga útgerðamenn og allir þeir menn eru meiri menn og betri en þessi blessaði Óskar því honum virðist bara ríkja öfund ef menn leggja eitthvað á sig. Óskar hefur væntanlega aldrei migið í saltan sjó og spurning hvort hann viti yfir höfuð nokkuð um fisk. Auðlind hans? Íslendinga? Held ekki því Íslendingar eru of góðir með sig til að vinna í greininni og vilja frekar vera atvinnulausir á bótum á spena skattborgara. Kannski að Óskar sé einn af þeim :)
Ég (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 18:34
Góður pistill Ómar...
Góðar kveðjur austur....
Halldór Jóhannsson, 18.6.2012 kl. 18:51
Gott hjá 'Eg´ að punda á þessa andsk.. Annars væri fróðlegt að fá umræðu um sölu á veiðikvótum. Bendi á að lesa grein eftir Kristinn H Gunnarsson um veiðigjaldið í VISI í dag
Veiðigjaldið kom fyrir löngu
Kristinn H. Gunnarsson
Björn Emilsson, 18.6.2012 kl. 20:13
Hér er lykkjan http://visir.is/veidigjaldid-kom-fyrir-longu/article/2012706189953
Björn Emilsson, 18.6.2012 kl. 20:15
Góður þessi Ég - rífur kjaft eins og ekkert sé en ekki hugaðri en svo að þora ekki að koma fram undir nafni. Fullyrðir svo að ég hafi ekki starfað við sjávarútveg sem er reyndar bull, því ég vann árum saman í fiski og þekki greinina varla minna en "ég" hinn huglausi. Ekki var nú svarið það málefnalegt að hægt sé að svara því á málefnalegan hátt enda afskaplega erfitt að svara bulli. - Nei "ég" ég hef aldrei þegið bætur af neinu tagi en hinsvegar er landsbyggðinni mikið til haldið uppi af skattfé Reykvíkinga ef þú vilt ræða meira um bætur. Hvað fara margir tugir milljarða árlega í óarðbæran landbúnað ? - Ég hef meiraðsegja búið úti á landi og mórallinn á þeim stöðum var yfirleitt þannig að sveitavargurinn vildi helst ekkert fá að sunnan, - nema peninga.
Ómar þér finnst það of mikið greinilega að útgerðin borgi 12 milljarða í veiðigjald af 40 milljarða hagnaði. Þú vilt greinilega frekar að kvótaeigendurnir haldi áfram að safna peningum á Kýpur og kaupa sér þyrlur. Afsakaðu en sérð þú eða landsbyggðin eitthvað af fjármagni sem er falið í skattaskjólum ? Heldur þú að þessu fé væri ekki betur varið í sameiginlegum sjóðum landsmanna heldur en hjá nokkrum útgerðarfjölskyldum sem meiraðsegja leggjast svo lágt að fela ofsagróðann í skattaskjólum ?
Óskar, 18.6.2012 kl. 20:56
Frábær pistill. Heimurinn hefur lagst í hernað gegn íslenskri landsbyggð. 101, Bretar og Hollendingar reyndu að þvinga Icesave upp á hana, en Óli reddaði því (í bili) og nú ætlar lattéliðið að hirða allan arðinn af útgerðinni sem landsbyggðin nýtur öll svo dægilega dag út og dag inn. Hélt reyndar að launþegar þessa lands streðuðu við það að borga skuldir útgerðarinnar, því króna fellur og fellur, launin lækka og lækka, lánin hækka og hækka og verðið á þorskkílóinu með. En það er auðvitað bara eitthva lattérugl, því að það er svo dásamlega gott að eiga þessa krónu eins og allir vita. Svona á meðan ég blæs á lattéið mitt, hefur einhver reiknað hversu mikið hefur runnið úr launaumslögunum okkar til, tja ekki sægreifanna, því þeir eru allir fluttir, heldur þá landsbyggðarinnar (?) vegna gengislækkana á undanförnum árum? Held nefnilega að lattébollinn hafi hækkað eitthvað örlítið í verði síðan 2008 ... En það er jú allt árás á landsbyggðina og segi bara: Áfram kristsmenn krossmenn og drekkjum þessu 101 liði úr slor áður en það nær allt í dróma að drepa!
Pétur (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:07
Óskar gott hjá þér að hafa migið í saltann sjó! Vitið hefur sennilega runnið með hlandinu.
Ég (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 21:28
Takk fyrir að skemmta mér strákar með líflegri umræðu.
En Óskar, ég á nöfn og heimilsföng, og svo skal ég safna í púkk ef þú vilt elta þessa gaura út til Kýpur, Tortilla eða hvar sem þú heldur að gróðinn sé falinn.
En láttu venjulegt fólk í friði, það bað ekki um sægreifana, en það situr uppi með þá. Mundu það, félagi í byltingunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.6.2012 kl. 21:39
@Óskar:
Þú lætur eins og gróði sé slæmur? Hvaða tilkall á almenningur til gróða þeirra sem hafa fyrir því að ná í fiskinn í sjónum? Útgerðarmenn hafa ráðist í fjárfestingar og tekið persónulega áhættu til að ná í fiskinn og eiga auðvitað að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það á enginn fiskinn í sjónum, hugtakið "þjóðareign" hefur enga lagalega merkingu. Gróði er góður, gróði þýðir að fólk missir ekki vinnuna, gróði þýðir að fyrirtæki geta fært út kvíarnar. Þeir sem hatast út í gróða skilja ekki mikilvægi hans í efnahagslífinu.
Auðlindin skilar þjóðinni þegar arði, útgerðin hefur tekjur sem hún greiðir skatta af. Fólk vinnur við sjávarútveg og fiskvinnslu greiðir af því skatta til opinberra aðila sem sóa þeim fjármunum í tóma dellu. Fólk vinnur við að selja útgerðinni vöru og þjónustu og greiðir af því skatta og skyldur til opinberra aðila. Þjóðin fær sitt þó ekkert veiðigjald væri. Tal um að fá "rentu" af auðlindinni er lýðskrum eitt og sýnir í reynd hve lítið menn skilja.
Ef útgerðin hagnaðist um 40 milljarða og ríkið ætlar að taka 12 milljarða, af hverju ekki að taka 15 milljarða? Hví ekki 25 milljarða. Má ekki alveg eins taka 35 milljarða? Veiðigjald á að leggja af svo hægt sé að greiða hærri laun í greininni og fjárfesta svo fyrirtæki verði hagkvæmari. Hið opinbera tekur nú þegar of stóran hluta til sín og er það rót okkar vanda.
Vandinn við þetta allt saman er að um leið og opinberir aðilar fá einhvern tekjustofn láta þeir hann aldrei af hendi því stjórnmálamenn vilja auðvitað endurkjör og láta skattgreiðendur fjármagna endurkjör sitt með alls kyns verkefnum. Mikil er ábyrgð þeirra sem samþykktu þetta slæma mál.
Ég vona að þeir sem með einum eða öðrum hætti hafa lifibrauð sitt af sjávarútveginum muni hverjir samþykktu þetta frumvarp og kjósi þá sem komu þessari óáran á út í hafsauga næst.
Helgi (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 08:48
Mér er skapi næst að hvetja útgerðarmenn að sigla í land og leggja flotanum í 2 mánuði. Það þarf almennilega og ábyrga umræðu um þetta stóra mál sem veiðigjald Ríkisstjórnar er um.
Eggert Guðmundsson, 19.6.2012 kl. 11:47
Eggert, það alvarlegast er að stór hluti þess fólks sem vill ekki fjórflokkaspillinguna, það sér ekkert athugavert að koma fram við okkur íbúa landsbyggðarinnar eins og við værum ómálga smábörn.
Við þurfum að ná arðinum heim, frá London og Flórída, en þetta er sammannlegt vandamál, að sá sem á, má haga sér eins og svín gagnvart því samfélagi sem arðinn skóp.
Vissulega þarf einhver að reka, en það er aðeins eitt skilyrði af mörgum, það að gefa þeim sem á, alræðisvald, endar alltaf í ósköpum.
Ósköpum sem við öll upplifum í dag þegar arðbærum fyrirtækjum er lokað fyrir þrælaverksmiðjur Kína.
Það er ekkert að því að eiga, en það þarf að vera í sátt og samlyndi við samfélagið. Við erum ein heild, og enginn má níðast á öðrum, eða skemma fyrir hinum.
Lykilorðið er samfélagsleg ábyrgð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2012 kl. 16:17
Blessaður Helgi.
Þetta er slæmt, en það er líka slæmt að upplifa eyðingu byggða eftir tilviljanakenndum geðþótta. Og að allur arður fari úr landi til fyrstu handhafa kvótans eða þeirra fjármálastofnana sem lánuðum mestu gömblurunum.
Til dæmis er engin forsenda fyrir kvótakaupum Guðmundar vinalausa, önnur en þau að flokkurinn lét lána honum. Allur arður að kvótaeign hans rennur í vasa lánardrottna hans, og til hvers er þá leikurinn gerður??
Til að endurvekja Stalín???
Eignarréttur er nauðsynlegur, en arðrán uppboðsins er ekki hluti af heilbrigðum kapítalisma, það er ávísun á að mestu fíflin reka fyrirtækin.
Og skilja eftir sig auðn og dauða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2012 kl. 16:21
@15:
Sæll.
Það er lang best að láta markaðinn um þetta án nokkurra afskipta stjórnmálamanna. Þau eru alltaf slæm - alltaf.
Það sem slær mig er að enginn hefur réttlætt þessa breytingu með nokkrum hætti nema með þvaðri um að þjóðin þurfi að fá sína rentu. Þjóðin fær sína rentu með núverandi veiðigjöldum og fengi rentuna án veiðigjalda. Stjórnarliða vantar einfaldlega peninga til að eyða í alls kyns gæluverkefni til að geta setið á þingi í næsta kjörtímabil og þann pening á að taka frá vinnandi fólki. Stjórnaliðum er greinilega sama þó fólk missi vinnuna og fyrirtæki fari á hausinn í geiranum.
Varðandi það að fífl reki fyrirtæki er það auðvitað svolítið huglægt mat. Ef fífl reka fyrirtæki fara þau einfaldlega á hausinn. Fíflið verður þá sjálfsagt fyrir fjárhagslegu tjóni eins og vera ber en lífið heldur áfram. Ef arðbært er að reka fyrirtækið taka einhverjir aðrir við.
Annars langar mig að bera nokkuð undir þig: Fólk ber litla virðingu fyrir alþingi og skil ég það vel enda finnst mér þorri kjósenda og þorri þingmanna hafa afar takmarkaðan skilning á efnahagsmálum og ekki einu sinni hafa dug í sér til að lesa sér til til að fylla í eyðurnar. Hvernig væri að meta þingmenn eftir því hvort þeir fengju vinnu í einkageiranum á sambærilegum launum og þeir eru á í dag? Ætli einhver einakaaðili myndi ráða Jóhönnu í vinnu fyrir milljón á mánuði? Hvað með Steingrím? Hvað með Sigmund Davíð og Bjarna svo einhver dæmi séu tekin? Það sem ég er að ýja að er að margir þarna gera hvað sem er til að vera þarna áfram því þeir eru skiljanlega að verja sitt lifibrauð. Margir þarna skilja ekki hvernig hinn venjulegi heimur virkar.
Gott dæmi um árangur hjá manni sem ekki er í þessu vegna þess að hann getur ekkert annað er Luis Furtuno ríkisstjóri Puerto Rico. Hann kom úr einkageiranum og hefur staðið sig mjög vel sem ríkisstjóri enda skilur hann hvernig einkageirinn virkar og hvað hann þarf. Hann gerir það sem þarf að gera því hann veit að hann á starf víst ef honum er velt úr embætti í kosningum, hann þarf því ekki að vera hræddur um lifibrauð sitt og gerir það sem hann er að gera af hugsjón. Við þurfum svona fólk í embætti ráðherra og sem þingmenn - fólk sem hefur sannað sig, ekki fólk eins og Jóhönnu og Steingrím sem hafa unnið nánast allt sitt líf fyrir opinbera geirann.
Helgi (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 08:55
Blessaður Helgi.
Það þarf minni brú en þig grunar til að brúa gjána sem er á milli skoðana okkar. Forsenda heilbrigðs samfélgs og góðs mannlífs, er frjáls markaður og frjáls viðskipti, þannig var það í árdag áður en milliliður höfðingja og ræningja fóru að skipta sér af málum.
Fólk skipti á vörum vegna þess að það hafði hag af.
En markaðurinn er dauður, hann hugsar ekki.
Ef þú hefur ekki stýringu miðstjórnarvalds, þá fylla aðrir uppí tómarúmið.
Og nýta markaðinn til að skara eld að sinni köku.
Í gamla daga var það aðall og þar áður héraðshöfðingjar, stór jarðeigendur og svo framvegis. Afleiðingin var rán og höft á markaðsviðskipti.
Ofstjórn miðstýringar hafði sömu áhrif. Miðstýring sem skyldi gildi markaðar og þekkti sín takmörk, hún gat af sér sterkasta markaðinn, mestu velmegunina, öflugasta atvinnulífið.
Í dag höfum við ræningjatrúarbrögð kennd við Nýfrjálshyggju sem tala gegn stjórnmálamönnum, sem tala gegn miðstýringu. Sem telja fólki trú um þá bábilju að hinn dauði markaður geti stýrt sér sjálfur.
Sem hann getur náttúrulega ekki gert, því hann er dauður.
Enda er það ekki markmið Nýfrjálshyggjunnar, hún spilar á frjálslyndi til að afregla markaðinn, svo "útgerðarmenn" hennar, stórkapítalið fylli uppí tómarúmið og komist í þá aðstöðu að sníkja og ræna markaðinn.
Gömul saga og ný.
Afleiðingin er veikara atvinnulíf, veikari markaður.
Þjóðfélagsleg ólga, átök, og að lokum gjörðeyðingarstyrjöld því hinir arðrændu og kúguðu rísa alltaf upp.
Sem þeir gera náttúrlega líka gagnvart ofstjórn.
Svo ég dragi mitt langa mál saman, þá eru markaðsmenn góðir, ef þeir lúta leikreglum samfélagsins og átta sig á, að markaðurinn er þjónn samfélagsins, ekki drottnari. Hann fer eftir leikreglum, hann setur ekki leikreglur.
Því framtíð okkar er komin undir "sam", ekki "sér". Sem er til dæmis ekki flókið fyrir kristið fólk að skilja, grunnhugsun Jesú var þetta "sam", að forsenda réttláts samfélag væri að þú gættir bróður þíns, að þú gerðir ekki öðrum það sem þú vildir ekki að þér væri gert og svo framvegis.
Þið frjálshyggjustrákarnir eru misnotaðir af öfgaöflum sérhyggjunnar, sem hafa rústað þjóðfélögum Vesturlanda og er langt komin með að starta þriðju og síðustu styrjöld heimsins.
Samt er það fyndið að hér á Íslandi, að þegar stórkapítalið gerði út stjórnmálamenn til að þrælka þjóðina, með ICEsave og krónubraskaraláninu, að þá voruð það þið sem risuð upp, og töluðu fyrir frelsi og jafnrétti.
Sem segir mér það Helgi að við tölum um sama hlutinn, en notum mismunandi tungumál.
Stríðið er hafið, lokaorrustan um Ísland er framundan. Ég pistla um það á morgun og starta fljótlega eftir helgi bloggi um Hreyfingu lífsins sem eina von okkar gegn ógnaröflum ræningja og þjófa, sem öllu í Hel vilja koma.
Á einhverjum tímapunkti mun ég fjalla um nauðsyn heilbrigðs markaðars og þá í samhengi við samfélag fólks. Ef þú lest þann pistil, þá veit ég að þú munt allavega vera sammála mér um markaðinn.
Því þar liggja skoðanir okkar algjörlega saman.
Svo bíðum og sjáum til.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 21.6.2012 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.