18.6.2012 | 08:10
Leppstjórnir eru ekki nýtt fyrirbrigði í Evrópu.
Þegar kort af Evrópu er skoðað frá því um 1810 sirka þá fylgir sú skýring um mörg ríki, til dæmis hertogadæmið Warsjá, að þau væru leppríki Frakka.
Eins má nefna Evrópa 1942, þá var sagt um til dæmis Rúmeníu og Ungverjaland að þau væru hliðholl Þýskalandi, sem þýddi í raun að ef þau hlýddu ekki Berlín, þá var í besta falli skipt um stjórn, en annars hernumin líkt og gert var við Júgóslavíu þegar ríkisstjórn hliðholl nasistum var hrakin frá völdum af heimamönnum.
Bæði þessi dæmi má rekja til hervalds, það var beint hervald sem réði því hverjir stjórnuðu viðkomandi löndum.
Í dag sjáum við leppstjórnir á Ítalíu, á Spáni og ekki á Grikklandi. Grikkland er í svipaðri stöðu gagnvart Berlín og Vichy stjórn Frakka var á stríðsárunum. Ræður engu, hlýðir aðeins.
Í dag er hervaldi ekki beitt til að leppa þjóðir og undiroka heldur er fjármagni beitt til að kúga þær til hlýðni.
Grimmdin og eyðingin er hins vegar ekki síðri.
Vissulega er fólk ekki aflíðað ennþá, enda slíkt sjaldan gert í upphafi hernáms, það er aðeins þegar fólk rís upp sem valdið deyðir.
Hins vegar er eyðing grísks samfélags í dag margföld á við það sem var við hernám Þjóðverja á sínum tíma. Einna helst má finna samsvörun í þeirri þrælkun sem nasistarnir ætluðu slavnesku nágrönnum sínum en vannst ekki tími til að framkvæma vegna stríðsins.
Sjúkrahús voru til dæmis starfandi í Póllandi, þeim var ekki lokað eins og AGS/ESB ógnarvaldið skipar að skuli gert í Grikklandi. Í Frakklandi voru innviðir samfélagsins ekki skemmdir á nokkurn hátt, en ESB/AGS ógnarvaldið hefur kurteislega beðið spönsku leppstjórnina að hefjast handa um slíka eyðingu.
Það er því miður þannig að margar samsvaranir má finna milli þess sem er að gerast í Evrópu í dag, og í Evrópu 1936-1945. Þessar samsvaranir þola ekki ákafir Evrópusinnar, þeir froðufella og ná að spýta út úr sér, "en hvað um útrýmingarbúðirnar" eins og allt annað sé réttlætanlegt, að kúga og undirokar þjóðir og eyðileggja innviði samfélaga þeirra, bara ef menn gæta þess að reisa ekki útrýmingarbúðir.
En þeir gleyma að allt á sitt upphaf og það voru engar útrýmingarbúðir 1936, 1937, 1938, 1939, jafnvel 1940 má tala um fangabúðir en ekki útrýmingarbúðir.
En ekkert sem gerðist eftir 1936 var réttlætanlegt á nokkurn hátt og siðuðu fólki, siðuðum samfélögum fólks bar að snúast gegn því. Það voru ekki rök í málinu að það þyrfti ekki að snúast gegn mannhatri nasismans vegna þess að það væri ekki búið að reisa útrýmingarbúðir.
Þú leyfir einfaldlega ekki einum að níðast á öðrum vegna þess að níðingsháttur er sýki sem breiðist út og endar alltaf með ósköpum stríða og átaka. Og með allri þeirri skelfingu sem níðingar eru færir um að fremja.
Afskipaleysi gagnvart níði er aldrei valkostur, að lokum dúkkar það upp í bakgarðinum heima hjá þér og mér, og okkur hinum sem höfum ekkert annað gert en að lifa í sátt og samlyndi við náungann.
Níðið dreifist út eins og svarti dauði, það er faktur, það er staðreynd sem við hinu afskiptalausu, ættum að hafa í huga þegar við horfum uppá þjáningar grísku þjóðarinnar án þess að lyfta upp minnsta putta henni til varnar.
Það er þannig að það er enginn munur á mannhatri nasismans og mannhatri Nýfrjálshyggjunnar sem stjórnar öllu í Evrópu í dag í krafti fjármagns.
Þó er illska Nýfrjálshyggjunnar ennþá sjúkari ef eitthvað er, nasisminn réttlæti sig með hugmyndafræðilegum öfgakenningum kynnþáttahyggju og kynþáttahaturs en Nýfrjálshyggjan réttlætir allt með botnlausri illsku, í nafni gróða má gera öðrum allt, þar á meðal eyðileggja líf fólks, heimili, atvinnu, samfélög, þrælka það og kúga og það njóti engra réttinda, það er ekki fólk, það er kostnaður.
Kostnaður sem má missa sig og það er hið endalega markmið hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar.
En afleiðingarnar eru þær sömu, kúgað fólk snýst til varnar.
Í þeim skilningi erum við stödd einhvers staðar í árslok 1937 eða í upphafi árs 1938.
Illskan hefur þegar hernumið eitt land, Grikkland og leppar hennar stjórna nokkrum öðrum.
Innviðir samfélaga eru skipulega eyðilagðir í nafni "nauðsynlegs" niðurskurðar, skuldum sýndarhagkerfisins er komið yfir á almenning, framleiðsla Vesturlanda er markvisst flutt í þrælabúðir fátækra landa, við blasir auðn atvinnuleysis, skulda, þrældóms.
Og átök eru óumflýjanleg.
Nema Hreyfing lífsins, sem hefur skotið rætum hér og þar og alls staðar, nái að stöðva hið fyrirsjáanlega.
Því það er þannig að þó ekkert sé nýtt undir sólinni, og að núverandi átakaferill er þrautprófaður í sögu mannsins, að þá allt sér sitt upphaf.
Og í dag lifum við slíkt upphaf.
Upphaf þess að hinn siðaði maður tekur völdin af villimanninum.
Vegna þess að lífið mun alltaf finna sér leið til að lifa af.
Leppstjórnir, kúgun og þrælkun manna og þjóða er ekki nýtt fyrirbrigði.
Átökin sem þeim fylgja eru ekki nýtt fyrirbrigði.
En Samstaða um lífið, það er nýtt.
Og í henni er von og framtíð mannsins fólgin.
Kveðja að austan.
ESB og AGS munu styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 370
- Sl. sólarhring: 658
- Sl. viku: 5376
- Frá upphafi: 1401203
Annað
- Innlit í dag: 311
- Innlit sl. viku: 4652
- Gestir í dag: 297
- IP-tölur í dag: 290
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.