15.6.2012 | 18:35
Sjúkt réttarkerfi lætur saklausan taka á sig sök.
Vegna þess að hann uppfyllir formið, að játa á sig ranga sök.
En lætur um leið þá seku sleppa því þeir eiga pening til að kaupa sér þjónustu siðlausra lögfræðinga sem nýta sér lagaflækjur til að glæpamenn, húsbændur þeira geti stundað iðju sína því sem næst í friði.
Sjúkt þjóðfélag lætur fjárglæframenn sleppa vegna þess að þeir hafa efni á að kaupa sér "rétta" niðurstöðu dómsstóla, eða hagstæða löggjöf löggjafans eða jákvæða hegðun framkvæmdavaldsins.
Og lætur síðan almenning borga skuldir þeirra.
Og þessi sýki er í boði almennings, við látum allt yfir okkur ganga, jafnvel skuldaánauð barna okkar því við nennum ekki að standa á rétti okkar. Eða höfum ekki kjark til þess, eða eitthvað.
Þess vegna er ályktun Ungra Sjálfstæðismanna gegn hinum gjörspilltu í Vaðlaheiðarstjórnsýsluspillingunni svo merkileg því þar segja ungliðarnir sannleikann um hegðun sinna eigin þingmanna.
Hingað til hafa flokksapparat þagað þegar þeirra menn eiga í hlut en gjammað þegar aðrir tengjast svívirðunni. Eða þá gert lítið úr hlut sinna manna eins og þeir hafi bara gert þetta óvart eða þá verið undir slæmum áhrifum hinna.
Núna var sannleikurinn sagður undanbragðalaust, að Vaðlaheiðargöng væru atkvæðasnap sem kostaði 8,3 milljarða. Og þeirra menn voru gerðir ábyrgir fyrir svívirðunni.
Enda taka menn fyrst til hjá sjálfum sér áður en þeir taka til hjá öðrum.
Félagshyggjufólk hefur hæðst að Ungum Sjálfstæðismönnum út í eitt gegnum tíðina, og það oft af gefnu tilefni.
Samt hafa ungliðahreyfingar þeirra þagað þunnu hljóði um gjörðir hinna gjörspilltu. Eins og spilling sé ekki spilling nema hægt sé að tengja hana við íhaldið og þá sérstaklega Davíð Oddsson. Eða sægreifa eða aðrar grýlur í hugarheimi vinstrimanna.
Með hverjum deginum verður það alltaf ljósara og ljósara að vinstri flokkarnir hafa glatað siðferðislegum viðmiðum sínum og kyngja öllu ef glæpurinn er framinn af þeirra fólki.
Ef þeirra menn loka spítölum, þá er það alltílagi. Ef þeirra menn vilja skuldaþrælka þjóðina, þá eru það hægriöfgar að standa á móti eins og við ICEsave andstæðingar fengu oft að heyra.
Rithöfundar vinstri manna standa naktir á víðavangi valdsins, og skrifa gegn almenningi í þágu peningaafla. Réttlæta alla viðurstyggðina með því að það sé verið að bjarga almenningi inní himnaríki evrunnar.
Þeir segja ekki orð þegar atkvæðasnap er tekið fram yfir líf og limi fólks.
En þeir segja mörg orð þegar á að koma nytsömum sakleysingja á Bessastaði svo öruggt er að ICEsave svikin hin fjórðu komist í gegnum löggjafarvaldið.
Hvenær breyttist heimurinn svona??
Að íhaldsdrengir virðast þekkja muninn á réttu og röngu en vinstrimenn þegja þunnu hljóði nema þegar peningavaldið byður þá um að gjamma.
Að börn séu látin taka á sig glæpi dópsala með vitneskju og vitund réttarkerfisins sem fær svo væna fúlgu að blóðpeningunum í sinn vasa.
Að börn séu borin út af heimilum sínum á 21. öldinni vegna fjármálahamfara hinna ofurríku.
Hvenær urðu við Íslendingar svona, að við létum allt yfir okkur ganga???
Að við hættum að sýna bróðir okkar í neyð samúð okkar???
Því sjúkleikinn á sér aðeins eina skýringu, og skýringin er við.
Og það er tími til kominn að við áttum okkur á að það erum við sem þurfum að breytast, ekki stjórnmálamenn okkar.
Þeir eru eins og þeir eru, því við gerum engar kröfur, setjum engin viðmið.
Við látum bjóða okkur allt, kyngjum öllu.
Það gerðist eitthvað í aðdraganda Hrunsins, eða eftir Hrun.
Það er eins og þjóðin hafi glatað sálu sinni og samkennd með öðrum.
Þess vegna á svona sjúkum fréttum eftir að fjölga.
Því miður.
Kveðja að austan.
Taka á sig sök vegna skuldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 495
- Sl. sólarhring: 713
- Sl. viku: 6079
- Frá upphafi: 1400018
Annað
- Innlit í dag: 451
- Innlit sl. viku: 5215
- Gestir í dag: 433
- IP-tölur í dag: 428
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilldargrein hjá þér að venju!
"Að taka á sig sök" buisnessinn er blómstrandi atvinnuvegur og hjálpað mörgum fátækum fjölskyldum úr fátækragildrunni þegar "fyrirvinnann" dær gott "verkefni", Mér finnst að "atvinnufangar" eða "atvinnu innisitjarar" eigi að stofna stéttarfélag um hagsmuni sína svo þeir fá betur borgað fyrir að sitja af sér refsingu annara,...gangsterar eru stundum hroðalega nískir...
Það sem er áhugavert er að það er talað um þetta eins og fyrirbærið sé að detta ofan úr himninum sem eittjvað nýtt af nálinni. Ef það er þagað yfir bransanum gagnvart flestum öðrum brotum, af hverju er verið að amast við þessu þegar kemur að fíkniefnabrotum?
Annars er það að frétta af ræktunarmálum á Íslandi að einhverra hluta vegna er alíslenskt mariuana vinsælt og eftirsótt um öll norðurlönd fyrir gæði...enda gengur útflutningur vel enn innalands er þetta tómt vesen með yfirvöld...
Mæli með www.leap.cc til að skilja þessi mál betur...
Óskar Arnórsson, 15.6.2012 kl. 23:07
Þú segir það Óskar, þetta með atvinnufangana. Hvernig skyldu "atvinnurekendum" þeirra bregðast við verkfalli???
En án gríns, þetta er eiginlega hætt að vera fyndið hvernig við samdaunumst öllu misrétti og viðbjóði.
Siðferðisgrunnur þjóðarinnar molnar hægt og bítandi og eftir stendur þjóð í tómi.
Og í ánauð áður en yfir líkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 23:58
... þetta verður allavega ekki lagað lögreglu og dómstólum...
Siðferðið á Íslandi byggir á eigandarétti sem gerir fjármálakerfið að "heilagri kýr". Þar með byggir "siðfræðin" okkar á fjármálakerfinu. Það er að vísu mikil framför síðan siðfræðin var tengd kirkjunni og prestunum...
Eigum við ekki bara að vona að fólk fari að vakna úr þessu spillingamóki ...
Óskar Arnórsson, 16.6.2012 kl. 05:33
Grunnur siðfræðis er að þekkja muninn á réttu og röngu og reyna að breyta rétt. Þannig þokast mál áfram. Og smátt og smátt verða samfélög okkar betri. Og þátt fyrir allt þá hefur margt batnað frá því á steinöld.
Vandinn í dag að mínu dómi er að fólk horfir framhjá þessum grunni, það vill vel en hin góða breytni þess byggist á rangindum.
Og stóri vandinn er tómhyggjan, að of margir vita ekki að til sé eitthvað sem heitir siðleg breytni og sofna ef slíkt er fært í tal.
En það hefur verið sáð, og uppskeran er í námd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.6.2012 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.