15.6.2012 | 15:11
Kjarkmiklir ungliðar.
Þeir þora að segja hinum gjörspilltu sannleikann í sinni nöktustu mynd.
Á mannamáli sögðu þeir við Kristján Þór og Tryggva Þór að þeir hefðu svívirt stefnu flokksins, brugðist skyldum sínum gagnvart þjóðinni og sýnt með hegðun sinni einbeittan brotavilja gagnvart eðlilegum leikreglum siðaðs samfélags.
Það er mjög leitt að þurfa að segja þetta því Kristján Þór er mjög hæfur þingmaður og hefur haft manndóm til að berjast gegn Hrunöflunum innan flokksins um réttlæti heimilum landsins til handa.
Svo lætur hann Kristján Möller eyðileggja æru sína á einni nóttu stjórnsýsluspillingarplottinu um ríkisfjármögnun Vaðlaheiðarganga.
Ríkisfjármögnun verður ekki einkaframkvæmd við það eitt að vera kölluð einkaframkvæmd og exellygi verður ekki staðreynd þó einhverjum aðila sé borgað fyrir að hagræða forsendum til að hægt sé að færa rök fyrir að hugsanlega einhvern tímann borgi göngin sig til baka.
En lygin og stjórsýsluspillingin er ekki stærsti glæpurinn, heldur sú gjörð að hafa eyðilagt samgöngubótina, göng í gegnum Vaðlaheiðina með því að gera hana að sérstaka skattþúfu ofurskattasinna.
Samgöngubót á að efla mannlíf og draga úr kostnaði við ferðast milli byggða, kallast gróska sem skilar sér í auknum hagvexti. Tollhlið vinna gegn þessum markmiðum og útiloka fyrirfram þá möguleika sem hefðu getað skapast því þau gera ekki nýsprotum kleyft að vaxa og dafna. Um þau fara aðeins hið fyrirfram þekkta og þá aðeins arðbæri hluti þess. Rínar og Rhur héruðin fóru til dæmis fyrst að dafna þegar miðstýringin reif niður tollhliðin sem heftu samgöngur um fljótin.
Meira mein er ekki hægt að gera einu samfélagi ein að skapa höft í stað frelsis, að hefta í stað þess að stuðla að grósku. Þetta vita ungliðar Sjálfstæðisflokksins og því bregðast þeir svona hart við svívirðingunni sem ríkisfjármögnun Vaðlaheiðarganga er.
Og aum eru rök ungliðans sem þorir ekki að fylgja sannfæringu sinni heldur beygir sig fyrir valdinu, valdinu sem þingmenn kjördæmisins hafa innan flokksfélaganna fyrir norðan og austan.
Hann hefur ekki vit á að þegja eins og til dæmis sveitarstjórnarmenn flokksins í Fjarðabyggð, hann reynir að verja hið óverjanlega með hraklegum árangri þess sem á engin rök.
Hvalfjarðargöngin voru ekki einkaframkvæmd segir hann því opinberir aðilar stóðu að baki hlutafélaginu Speli.
Eigendur hlutafélagsins hafa ekkert með það að gera hvort samgönguframkvæmd er einkaframkvæmd eða ríkisframkvæmd. Það er fjármögnun framkvæmdarinnar og tekjuöflun sem sker úr um það. Spölur fjármagnaði Hvalfjarðargöng og rekur þau fyrir eigin reikning.
Vaðlaheiðargöng eru fjármögnuð af ríkinu og meginhluti af kostnaði við þau mun falla á ríkissjóð segir ríkisábyrgðarsjóður.
Þau skapa vinnu segir ungliðinn og afhjúpar algjörlega tómhyggjuna í röksemdarfærslu Vaðlaheiðarmanna. Það er eins og að önnur mun brýnni jarðgöng skapi ekki vinnu, að einu jarðgöng í heiminum sem skapi vinnu sé göng í gegnum Vaðlaheiði.
En ungliðinn er ekki einn um þessa tómhyggju. Einu rökin sem meirihluti fjárlaganefndar notar til a réttlæta ríkisfjármögnunina er "samfélagsleg áhrif" Vaðlaheiðarganga og vísar þá sérstaklega í fyrirhugaða meinta atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum.
Það er eins og þetta blessaða fólk sem er á launum hjá þjóðinni, viti ekki að þessi atvinnuuppbygging hefur þegar átt sér stað á Mið Austurlandi og þá lofaði ríkisvaldið að fylgja henni eftir með nauðsynlegum samgönguúrbætum því enginn byggðarkjarni á Austurlandi er það stór að geta verið bakland stóriðju af stærðargráðu Fjarðarálsverksmiðjunnar.
Vanhæfnin er sem sagt algjör. Fólkið veit ekki einu sinni hvað hefur gerst á landinu síðustu ár.
En íslenska þjóðin er líka orðin fórnarlamb tómhyggjunnar, það eitt skýrir að hinir gjörspilltu skulu komast upp með svívirðu sína. Að taka atkvæðasnap fram yfir líf og limi fólks.
Hvað þarf til að fólk vakni?? Að það sjálft verði fórnarlamb hinna gjörspilltu???
En er Hrunið mikla 2008 ekki einmitt afleiðing þess að snúast ekki til varnar gegn hinum gjörspilltu??? Þá var okkur talið í trú um að það væri eðlilegt í okkar litla samfélagi væru menn svo snjallir að þeir ættu skilið að hafa hundruð milljónir í laun á ári, og ef eitthvað þá ættu þeir að hafa milljarða í laun eins og þeir ofursnjöllu á Wallstreet. Og að það væri sjálfsagðasti hlutur í heimi að fémenn sýndarhagkerfisins gætu keypt upp öll fyrirtæki raunhagkerfisins. Með þeim afleiðingum að þeir komu þeim öllum í þrot á innan við 4 árum.
Nei við erum öll fórnarlömb hinna gjörspilltu og við þurfum að rísa upp og mótmæla. Eins og við séum lifandi fólk en ekki varnarlaus fórnarlömb sem endalaust má svína á í þágu gróða og sérhyggju.
Þess vegna eiga ungir Sjálfstæðismenn allt hrós skilið að hafa þennan kjark, að segja satt um gjörðir þingmanna sinna í NorðAusturkjördæmi.
Þeir mega líka hrósa þeim þingmönnum flokksins sem þorðu að segja Nei, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, margir af þeim eins og til dæmis Pétur Blöndal og Birgir Ármannsson ásamt Ásbirni Óttarssyni héldu upp miklum vörnum á þingi gegn hinum gjörspilltu.
Það þarf kjark til að rísa upp og segja satt.
Þann kjark hafa Ungir Sjálfstæðismenn.
En þjóðin þegir.
Hún virðist kunna vel við sig í hlutverki fórnarlambsins.
Kveðja að austan.
Ósammála ályktun SUS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 662
- Sl. sólarhring: 747
- Sl. viku: 6246
- Frá upphafi: 1400185
Annað
- Innlit í dag: 604
- Innlit sl. viku: 5368
- Gestir í dag: 575
- IP-tölur í dag: 563
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og ég sagði áður á þínu bloggi. Þá virðist þjóðinni líða vel þegar spillingin og ósóminn flæðir yfir.
Ekki stuna né hósti frá almenning. Þrælslundinn er skynseminni og réttlætinu sterkari og
því fer sem fer. Þeir fáu sem reyna að benda á þessa "gjörspilltu" sem er eitt besta nafn
á þetta hyski, eru óðum að fækka, því fleiri og fleiri eru að gefast upp og fara erlendis
vegna aumingjaskapar þessarar þjóðar, sem n.b. stærir sig á því að vera komin af víkingum..!!!!
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 16:35
Já, þetta er ekki félegt Sigurður.
En þá er um fátt annað að ræða en að styðja gott fólk til breytinga.
Fólk með gott hjarta sem vill vel. Og vill byggja upp Nýtt og betra Ísland.
Það þarf að finna þetta fólk og styðja. Hvar sem það er, í hvað flokki sem er.
Annars breytist ekki neitt og skuldánauð barna okkar er staðreynd.
Ánauð sem þau munu rísa upp gegn.
Þess vegna verðum við sem eigum líf sem þarf að vernda, að hópa okkur saman, og skipuleggja andóf sem dugar gegn öflum siðblindu og græðgi.
Og það eina sem ég veit, er að við erum fleiri en okkur grunar.
Miklu fleiri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.