14.6.2012 | 20:04
Smán Alþingis er algjör.
Lægra hefur ekkert þing í sögu þjóðarinnar lotið.
Sú gjörð að taka atkvæðasnap fram yfir líf og limi fólks á sér engin fordæmi í sögu íslensku þjóðarinnar. Ekki heldur þegar myrkur einvaldsins var sem mest.
Margt miður gott hefur stjórnvald þessar þjóðar staðið fyrir í gegnum tíðina, en haft sér til afsökunar tíðaranda og þau sannindi að þau vissu ekki betur.
Engin dæmi eru áður um að lífnauðsynlegar framkvæmdir hafi verið settar til hliðar til að þóknast óeðli spillingar og hagsmunapots.
Jafnvel þegar Danakonungar voru sem geðveikastir þá lögðust þeir ekki svona lágt.
Það eru jú takmörk fyrir allri lágkúru hins gíruga manns.
Samt skal því haldið til haga að 11 þingmenn greiddu ærlegt atkvæði og létu ekki stjórnsýsluspillinguna þvinga sig til óhæfusamþykktar.
Og því skal líka haldið til haga að á Akureyri og nærsveitum býr ekki bara fóður hinna gjörspilltu, mörgum er ofboðið, margir skammast sín fyrir að vera bendlaðir við stuðning við smánina.
Þetta fólk þekkir muninn á réttu og röngu, það hlaut siðað uppeldi. Það þiggur ekki hvað sem er, það styður ekki hvað sem er. Ekki ef það er rangt, ekki ef það er gjörspillt.
Ekki ef það bitnar á lifi og limum náungans, sem er jú forsenda siðmenningar okkar.
Spyrja má af hverju fleiri rísa ekki upp, af hverju flytja fjölmiðlamenn fréttir af óhæfunni.
Hver eru mörkin, yfir hvað brýr þarf óeðlið að fara til að þeim svelgist á??
Hvað með aðra landsmenn, af hverju þegja þeir???
Halda þeir að þessi spilling hinna gjörspilltu sé einstök, að hún kalli ekki á annað fóður og bitni þar með ekki á öðru fólki???
Eða má allt nema maður sé útrásareitthvað????
Munum að hinir gjörspilltu myndu ekki reyna slíka óhæfu ef almenningur stæði vörð um réttlæti, sanngirni og þau grundarlögmál siðmenningarinnar að láta ekki náungann þurfa að þola óhæfu á meðan við hin sleppum.
Smánin er því í boði þjóðarinnar, ekki hinna gjörspilltu.
Þeir eru eins og þeir eru og hjá öðrum þjóðum væri þeim ekki falin nein völd, enga ábyrgð.
Því engin siðmenntuð þjóð hefur líf og limi þegna sinna í flimtingum.
Nema á Íslandi má allt, af því skilyrðu gefnu að þingmenn allra flokka sameinast um óhæfuna.
Þá þegir þjóðin en skilur samt um leið ekkert í hvernig fyrir henni er komið.
Og mun aldrei skilja fyrr en hún hafnar þeim sem taka rangindi fram yfir rétta gjörð.
Það eru kosningar að ári.
Ærleg þjóð kýs ekki hina gjörspilltu. Hún hafnar þeim því sá sem níðist í skjóli valds á hinum smáa, hefur ekki siðferði til að leiða fjöldann.
Því framkoma okkar við hinn minnsta bróðir sýnir okkar innri mann.
Og hann er ekki fallegur hjá þeim sem samþykktu Vaðlaheiðargöng.
Kveðja að austan.
Vaðlaheiðargöng samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað meinarðu Ómar með að lífsnauðsynlegar framkvæmdir hafi verið settar til hliðar? Þú myndir kannski útskýra það aðeins...
Stefán Stefánsson, 14.6.2012 kl. 20:17
Stefán, á Íslandi eins og í öðrum siðmenntuðum löndum gild ákveðnar leikreglur fyrir stjórnsýslu og framkvæmdavald um hvernig mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Reynt er að taka þær á faglegum forsendum út frá ákveðnum fyrirframgefnum forsendum en ekki eftir geðþótta framkvæmdarvaldsins á hverjum tíma.
Á Íslandi nota menn samgönguáætlun til að raða niður verkefnum eftir mikilvægi þeirra. Ef menn telja sig þurfa breyta forgangi einstakra verkefna, og geta aflað því meirihluta á Alþingi, þá endurskoða menn samgönguáætlun, en menn sniðganga hana ekki með blöffi og blekkingum.
Vaðlaheiðargöng, eins ágæt og þau eru, eru ekki efst á forgangi jarðganga á Íslandi. Þess vegna voru þau tekin út úr samgönguáætlun og reynt að ná sátt og samstöðu um einkaframkvæmd þeirra.
Það mistókst vegna þess að enginn einkaaðili vildi sjá um framkvæmd þeirra og fjármögnun og því var leitað til ríkisins um fjármögnun.
Og þar með þurfa þau að lúta sömu leikreglum og aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins.
Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng, göng um Fjarðaheiði eru talin brýnni framkvæmd samkvæmt samgönguáætlun.
Um bæði Oddskarð og Fjarðaheiði er ekki um aðrar leiðir að ræða fyrir viðkomandi byggðarlög og við viss skilyrði á vetrarlagi þá eru vegfarendur í lífshættu.
Svo einfalt er það.
Fari eitthvað úrskeiðis í hálku, þá fá menn ekki annað tækifæri.
Það er hægt að fresta þeim framkvæmdum með þeim rökum að ekki sé til peningur, en þegar peningurinn fannst, þá er ekkert sem réttlætir töf þeirra.
Nema, jú maður sé siðblindur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 20:35
Sæll Ómar.
Mikið rosalega er ég sammála þér. Þetta er algjör svívirða. Ég er sjálfur hættur að skilja almenning á þessu landi sem lætur bara allt ganga yfir sig. Því spilltara sem það er og ófyrirleitið, heyrist alltaf minna og minna frá almenning.
Þrælslundinn er slík, að það er nánast hægt að bjóða þjóðinni uppá næstum hvað sem er. Hún tekur því möglunarlaust og úr því að svo er, þá á hún ekkert betra skilið.
Sést best á kommentinu frá Stefáni Stefánssyni. Honum finnst greinilega allt í lagi með þessa ósvífni og reynir að hengja sér í einhverja fáránlega athugasemd í stað þessa að blöskra yfir því sem hefur verið gert. Það er svona fólk sem ríkisstjórnin treystir á í næstu kosningum, enda var þessi fram kvæmd gerð til þess.
Hið nýja Ísland, er verra heldur en nokkru sinni fyrr. Óheiðarleiki, lýgi,ógegnsæi og svik við kjósendur er merki þessarar ríkisstjórnar. Allt svikið. Því miður.
En þetta virðist þjóðin vilja. Því miður.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 20:38
„Því engin siðmenntuð þjóð hefur líf og limi þegna sinna í flimtingum.“
Hvort ætli hafi tekið fleiri mannslíf Oddsskarð eða Víkurskarð?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:03
Ekkert er spilltara en einræði kommúnistana! Engin fyrirlítur alþýðu fólks eins mikið og þeir sem segjast ganga fremstir í baráttu fyrir alþýðu og öreigum!
Sólbjörg, 14.6.2012 kl. 21:04
Algjörlega sammála þessu Ómar þetta er algjörlega óþolandi og ekki gleyma þeim sem sátu hjá þeirra er ekkert síður skömmin. Samkomulag um niðurstöðu að mínu mati. Ja svei því bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 21:09
Want some cheese with that whine
Annann eins grátpóst hefi ég ekki séð síðan Sjálfstæðismenn grétu yfir ákærunni á Geir H. Haarde.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:09
Skemmtilegt að sjá hve menn geta verið naív og kjánalegir og gjörsamlega án þess að sjá punktinn. Það er von að spillingin grósseri þegar fólk sér hana ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 21:14
Vaðlaheiðargöng eru ekki að tefja neinar aðrar framkvæmdir og er allur málflutningur í þá veru fáránlegur.
Þau verða í einkaframkvæmd og munu greiðast með veggjöldum, en lán fást ekki án ábyrgðarmanna eins og hlutverk ríkisins er í þessu tilfelli.
Þessi framkvæmd var tekin út úr samgönguáætlun út af því að hana á að vinna í einkaframkvæmd, en Oddskarðsgöng samkvæmt vegaáætlun.
En hins vegar er ég sammála því að Oddskarðsgöngin séu algjört forgangsatryði í vegamálum hér á landi og til skammar að ekki sé byrjað á þeim nú þegar.
Það er bara sitthvort einkaframkvæmd eða ríkisframkvæmd.
Stefán Stefánsson, 14.6.2012 kl. 21:15
Þessi göng verða á ábyrgð ríkisins og það verðum við sem komum til með að greiða þau. Það þarf ekkert að ræða það meira, það hefur verið reiknað út að þau geti ekki borgað sig. Þannig að Norðfjarðar og Dýrafjarðargöng munu frestast sem því nemur. Það eru engir peningar til og verið að skera niður allstaðar, mest hjá þeim sem minnst mega sín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 21:18
Svartsíni er slæm, það er ekki verið að fresta neinum framkvæmdum. Ég geri mér allveg fulla grein fyrir að Oddskarðsgöng eru nausin og veit ekki betur en þau séu á vegáætlun og ef þið viljið flíta þeim þá farið þið í einkaframkvæmd eins og er með Vaðlaheiðagöng og var gert með Hvalfjarðargöng.
Gísli Einarsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:24
Já og peningar vaxa á trjám ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 21:31
Ásthildur, ég er alveg fullviss um það að veggjöldin borgi þessi göng þó að einhverjir misvitrir spekulantar hafi reiknað út að þau borgi sig ekki.
Við erum að tala um mjög fjölfarna leið og mikilvæga tengingu til staða austan Akureyrar. Svo má ekki gleyma því að Vaðlaheiðargöng munu gegna mikilvægu hlutverki í fyrirhugaðri atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslu.
Svo vil ég ítreka það enn og aftur að ekki er verið að fresta neinum öðrum framkvæmdum vegna Vaðlaheiðarganga.
Stefán Stefánsson, 14.6.2012 kl. 21:49
Mér skilst að þetta sé ekki mikil stytting og leiðin um Vaðlaheiði sé bæði falleg og eftirtektarverð alla vega á sumrum. Ég óttast að þetta verði til þess að fresta bæði Norðfjarðar og Dýrafjarðargöngum. Þessi gjörð alþingismanna sýnir að mínu mati algjöra glámskyggni og spillingu. Þegar verið er að skera niður allt sem hægt er að skera niður svo fólk fær ekki lifað sínu lífi af öryggi, þá er ráðist í þessa vitleysu. Þú fyrirgefur vonandi en fyrir mér er þetta algjör óráðsía sem ekki er hægt að réttlæta á nokkurn einasta hátt. Og ég er með nöfn þeirra sem sögðu já og þeirra sem sátu hjá skrifuð hjá mér og þau ætla ég að muna í næstu kosningum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 22:00
já:
nei:
Baldvin Jónsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þór Saarigreiðir ekki atkvæði:
Auður Lilja Erlingsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðrún H. Valdimarsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður Ingi Jóhannssonfjarvist:
Atli Gíslason, Þuríður Backmanfjarverandi:
Árni Johnsen, Ásmundur Einar Daðason, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Lúðvík Geirsson, Mörður Árnason, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur JónassonPétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 22:58
Blessaður Sigurður.
Því miður áttar fólk sig ekki á samhenginu, að spilling þrýfst á fóðri. Þetta er svipað að fordæma þjófnað en gera góð kaup á þýfismarkaði.
En ég held að hinn þögli meirihluti fyrir norðan sé jafn hryggur yfir ósvinnunni og við.
Og hann vill samgöngubætur, ekki samgönguhindranir veggjaldanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 23:03
Stefán, það voru misvitrir spekulantar sem héldu að Vaðlaheiðargöng myndi borga sig með veggjöldum! En þetta kemur allt í ljós, og þá munt þú væntanlega útskíra það!Eða hvað??
Eyjólfur G Svavarsson, 14.6.2012 kl. 23:05
Blessaður Þorvaldur.
Það virðist eitthvað hafa skolast til hjá þér skilgreining á hættulegum vegum. Fjöldi banaslysa er ekki talinn heldur eru allar aðstæður vegnar og metnar. Þú ættir að vita að vegrið eru til dæmis sett þar sem mikill bratti er á vegkanti eða annað sem veldur stórhættu þegar bílar fara út af.
Fyrstu viðbrögð við banaslysum er ekki að mæta með vegrið.
Það er til tölfræði yfir hættulegustu vegi landsins, Víkurskarð er númer 71 minnir mig, ef það þá nær því en Oddskarð trónir á toppnum.
Vegurinn yfir Víkurskarð er nútímavegur sem er ætlaður fyrir umferð allt árið um kring, breiður og með vegriðum.
Vegurinn yfir Oddskarð er barn síns tíma og liggur í um 600 metra hæð. Og hann er ekki ætlaður fyrir daglegar samgöngur á vetrarlagi. Hann er einfaldlega of hættulegur til þess. Mjög víða á honum ert þú einfaldlega dauður ef þú ferð út af.
Eins og með aðrar hættur þá passar fólk sig og hingað til hefur þetta farið vel, til dæmis fór Alcoa rútan út af á eina staðnum á löngum kafla þar sem líkur var á að fólk slyppi vel. Rétt fyrir neðan hefði hún fokið niður hlíðina því þar er engin slétta sem stöðvar bíla sem fara út af. Rétt fyrir ofan eru hamrar og það er ekki hollt að fjúka fram af hömrum í rútu.
Þetta eru aðeins spurning hvenær alvarlegt slys verður, lánið er ekki ótæmandi.
Þetta veit siðað fólk, siðað fólk ver ekki gjörspillingu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 23:17
Jón Ingi, þar sem ég veit að þú ert ekki að austan, þá hlýtur þú að vera tengdur Dýrafjarðargöngum, þú lætur eins og fífl til að sverta málstað Vaðlaheiðargangamanna.
Lætur hann líta ennþá aumari út en hann í raun er.
Sbr. að tilgangurinn helgar meðalið.
Nú, ef þú ert ekki að vestan, sem líklegast er ekki mjög líklegt, eiginlega alveg útilokað, þá veit ég ekki hverra manna þú ert.
Gætir þó hugsanlega verið ættleiddur frá Wall Street, kannast eitthvað við tóninn.
Það er alltaf svona þegar lágkúran kemur manni á óvart, maður spáir alltaf í hvort hún sé í raun ekta.
Ég skil svo sem þá sem láta svona fyrir atkvæði eða pening, en hvaða hvatir aðrar reka menn áfram þegar þeir réttlæta hið lægsta af hinu lægsta með aulahúmor????
En það þýðir víst ekki að spyrja þig Jón Ingi, þú heldur víst að allir séu svona.
Sumt er manni ekki ætlað að vita.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 23:25
Eyjólfur, ég er þess fullviss að veggjöldin muni borga göngin eins og ég sagði hér áður og þurfi því ekkert að útskýra.
Umferð mun aukast en ekki minnka eins og var í einni hrakspánni hjá einum útreiknaranum.
Þar var t.d. ekki gert ráð fyrir þeirri atvinnuuppbyggingu sem fyrirhuguð er í Þingeyjarsýslu sem mun stórauka umferð.
Styttingin er að mig mynnir 11 kílómetrar og verður meiri stytting í tíma og mun hagkvæmari fyrir stóra bíla og gerir því vöruflutninga hagkvæmari.
Þeir dagar sem ófært hefur verið yfir Víkurskarð hafa verið færri undanfarna vetur en áður fyrr vegna þess að þeir hafa verið snjóléttir.
En þegar lokast stoppast allir flutningar með nauðsynjavörur og annað.Ekki hægt að sækja mjólk til bænda o.s.frv.
En samt sem áður er oft bandbrjálað veður að vestanverðu þó ekki sé ófært og oft má mjög litlu muna.
Stefán Stefánsson, 14.6.2012 kl. 23:29
En varðandi hættulega vegi er það alveg ljóst í mínum huga að þar trónir Oddskarðið á toppnum og alveg til skammar að ekki sé löngu búið að gera úrbætur þar.
Stefán Stefánsson, 14.6.2012 kl. 23:34
Stefán, opinber framkvæmd verður ekki að einkaframkvæmd við það eitt að vera kölluð einkaframkvæmd. Til þess að svo sé þá verður hún að vera fjármögnuð og framkvæmd af einkaaðilum sem taka alla áhættu af framkvæmdinni.
Það að vegfarendur séu gerðir að féþúfu og látnir borga veggjöld, þá hefur það ekkert með einkaframkvæmd að gera. Landsspítalinn er ekki einkaspítali þó hann innheimti komugjöld.
Um þetta er ekki deilt nema af þeim sem sjá ávinning af lyginni.
En þið sem fallið í þann fúla pytt að verja stjórnsýsluspillinguna, líklegast vona ég ykkar vegna að það sé vegna þess að þið vitið ekki betur, skautið algjörlega framhjá að rökin fyrir frestun Norðfjarðarganga, sem væru komin í notkun ef staðið hefði verið við samgönguáætlun, var skortur á peningum.
Það að ríkið láni núna þessa peninga, sem það þóttist ekki eiga til þegar það frestaði Norðfjarðargöngum, er hámark siðleysis atkvæðasnapsins. Það er ekki deilt um forgang Norðfjarðarganga, það er ekki deilt um að þau væru þegar komin ef Hrunið mikla hefði ekki átt sér stað, því var aðeins haldið fram að það væru ekki til peningar.
Þegar þeir fundust, þá áttu menn að virða leikreglur stjórnsýslunnar og fara eftir lögum en ekki sniðganga þau.
Það heitir spilling á öllum byggðum bólum hvar sem er í heiminum.
Og Stefán, það kallast líka spilling á Akureyri.
Varðandi þetta með fáfræðina um að Vaðlaheiðargöng seinki ekki öðrum framkvæmdum þá liggur fyrir að vegagerðin mælir ekki með öðrum jarðgangaframkvæmdum á sama tíma, og það liggur fyrir að önnur mjög brýn göng í Norðvesturkjördæmi kalla á framkvæmdir.
Litlir kallar væru þingmenn Norðvesturkjördæmis ef þeir samþykktu tvenn göng í sama kjördæmi á sama tíma.
Vissulega getur allt gerst, en til þess að þetta gangi eftir þarf mikinn vilja. En þingmenn Norðausturkjördæmis sýndu vilja sinn í verki með því að brjóta öll lög og reglur sem gilda um ríkisframkvæmdir, í þágu atkvæðasnaps, en ekki jarðganganna sem þola ekki bið.
Mikið mega menn vera auðtrúa ef þeir trúa því.
Sem minnir mig á sveitunga minn sem reif sig upp á hárinu og komst þannig uppá fimmtu hæð. Ég veit að það hefur verið gert áður, það var einhver barón sem sagði frá því, en þessi var sko nauðasköllóttur.
Geri aðrir betur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 23:45
Gísli, af hverju kallar þú ekki þessa Vaðlaheiðargöng ekki bara flugframkvæmd, það gilda engin lög um slíkar framkvæmdir, þar með eru þær hvorki skilgreindar eða þörf á að sniðganga lög á allan þann hátt til að koma Vaðlaheiðargöngum fram yfir aðrar framkvæmdir sem eru miklu brýnni.
Sting þessu að þér svo þú virkir trúverðugari næst þegar þú tjáir þig um jarðgöng.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 23:49
Sæll Ómar.
Þú spyrð í þinni ágætu grein hvað öðrum landsmönnum þyki um ákvörðun Alþingis varðandi Vaðlaheiðagöng. Mitt svar er einfallt, ég er þér í öllu sammála um þann gerning, þó ég eigi kannski ekki neinna hagsmuna að gæta, enda búsettur á Akranesi. Um þetta mál hef ég bloggað nokkuð.
Svo ég fari í stuttu máli yfir minn þankagang í þessu máli, þá er hann eftirfarandi:
Vegaáætlun tekur á mikilvægi framkvæmda viðvegakerfið. Þar eru tekin inn í dæmið þjóðhagsleg hagkvæmni byggð út frá ýmsum þáttum og er umferðaröryggi einn mikilvægasti þátturinn. Varðandi gangnagerð eru Norðfjarðargöng þar efst á blaði, en Vaðlaheiðagöng mun aftar. Því hlýtur þjóðhagsleg hagkvæmni Vaðlaheiðagangna að vera tiltölulega lítil, þó auðvitað alltaf sé hægt að benda á einhverja hagkvæmni.
Norðfjaðargöng brúa það bil sem er milli stæðsta vinnustaðar á Austfjörðum og þess sjúkrahúss sem er ætlað þeim landsfjórðungi. Sem fyrrverandi starfsmaður í stóriðju þekki ég hættur þær sem á slíkum vinnustað eru og að vita til þess að fara þurfi yfir hættulegann fjallveg með slasaða á sjúkrahús, ef slys verða, er hugsun sem erfitt er að hugsa. Slys gera nefnilega ekki boð á undan sér, slys verður ekki bara að sumri til! Af þessari ástæðu einni er réttlætanlegt að fara í þau göng og ætti í raun að vera fyrir löngu búið að gera þau. Norðfjarðargöng áttu að vera fullbúin þegar álverið tók til starfa. Fyrir utan þetta eru svo fjöldamörg önnur rök til, eins og þú veist auðvitað.
Gerð Vaðlaheiðagangna er sögð einkaframkvæmd. Það er eins og hvert annað bull. Ríkið á meirihluta í því sýndarfyrirtæki sem stofað var um gerð gangnanna og ríkið tekur alla ábyrgð á kostnaði og fjármögnun verkefnisins. Þetta er ekki einkaframkvæmd, ekki einu sinni dulbúin ríkisframkvæmd. Þetta er bein ríkisframkvæmd.
Aðstandendur Vaðlaheiðagangnanna, þingmennirnir 29-31 sem hana samþykktu, halda því fram að engin áhætta sé við gerð gangnanna. Að þau muni borga sig að fullu og gott betur. Ef þessi framkvæmd er svona örugg, bæði verklega séð sem og rekstrarlega, hvers vegna berjast þá ekki fyrirtæki landsins og fjármálamenn um að fá að fjármagna og bora gatið yfir í Fnjóskadalinn?! Það er ekki eins og fyrirtækin séu að sligast undan verkefnum þessa daganna og ekki hefur fjármálamönnum gengið vel að fá að festa sitt fé í framkvæmdir hér á landi, þökk sé ríkisstjórn Jóhönnu. Staðreyndin er einföld, öryggið við gerð gangnanna og reksrarlegur grundvöllur þeirra er ekki meiri en svo að enginn þorir í þessa framkvæmd nema í nafni og á ábyrgð ríkisins. Því var sýndarfyrirtækið Vaðlaheiðagöng stofnað. Minnir nokkuð á aðferðir útrásarguttanna fyrir hrun, ekki satt!
Þetta er svona kjarninn í því sem mér þykir um gangnagerð og forgangsröðun þeirra. Eins og ég sagði í upphafi hef ég kannski ekki mikilla hagsmuna að gæta varðandi þessi tvenn göng, vegna búsetu minnar. En kannski einmitt þess vegna get ég skoðað málið með öðrum augum en þeir sem búa næst þessum stöðum, skoðað málið útfrá skynsemi, ef hægt er að segja svo.
Því hefur verið haldið fram á Alþingi síðustu daga að hægt verði að byrja á Norðfjarðargöngum á næsta ári, en einungis með því að samþykkt verði frumvarp um ofurskatta á útgerð í landinu. Maður veltir fyrir sér hver þörf verður á Norðfjarðargöngum ef það frumvarp nær fram að ganga. Þá væri nóg að leigja nokkra vöruflutningabíla austur, til að flýta fyrir flutningum fólks frá Norðfirði. Skattinn sem ríkisstjórnin fær svo, reyndar einungis í skamman tíma, eða þar til öll útgerð hefur lagst af, geta þinmenn svo notað til atkvæðaveiða sinna!!
Gunnar Heiðarsson, 14.6.2012 kl. 23:50
Takk svo fyrir innlitið þið hér að ofan og ónefnd í fyrri athugasemdum mínum.
Við vitum að gjörspillt hugarfar byggir ekki upp nýtt Ísland.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 23:51
Mér finnst að þú ættir að fara að róa þig í þessari umræðu Ómar!
Þú talar um lágkúru og að hinir og þessir séu siðblindir og spilltir. Þú ættir kannski að fara skoða eigin garð, miðað við margt af því sem þú hefur skrifað um þessa framkvæmd og þá sem að henni standa.
Ég hef lesið alla pisltlana þína um þessa framkvæmd og ég er eiginlega alveg orðin orðlaus.........
Ég vona að þegar verður farið í Norðfjarðargöng, verði ekki svona ömurleg umræða um þá framkvæmd, tek það fram að ég er mjög fylgjandi því að það verði næstu jarðgöng á Íslandi.
Styttingin er 16 km. Stebbi ;)
Ingvar Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 23:53
Takk fyrir þitt góða innslag Gunnar. Var að sjá það.
Það er ekki miklu við að bæta, það er eins og fólk átti sig ekki á því að það hefur þegar verið byggt upp atvinnulíf hér fyrir austan án þess að nauðsynlegar samgöngubætur fylgi í kjölfarið.
Síðan er þessi siðlega nálgun að ríkt samfélag líður ekki dauðagildrur ef það á fjármuni til að bæta úr þeim.
Ég er alveg sammála þér þetta með ofurskattinn, hann er röng nálgun á "eignarvandann" í sjávarútveginum. Og þegar ég heyrði það fyrst að göngin okkar átti að verða beitan þá spurði ég hvort við þyrftum nokkur göng ef leiðin væri að drepa sjávarútveginn fyrst.
Vil svo minna á hin sígildu sannindi sem ég benti á í fyrsta pistli mínum um þessa stjórnsýsluspillingu, að "Menn skera niður kreppur með því að vinna sig út úr þeim, menn skera ekki niður þjóðfélag til vinna sig út úr kreppum.". Núna er lag að framkvæma, við eigum til tæki og mannskap, en hugmyndafræði dauðans, Nýfrjálshyggjunnar hefur meinað okkur að nýta tæki og tól til góðra verka.
Samgöngur stuðla að grósku, gróska er forsenda hagvaxtar og velmegunar.
Við eigum því að hætta þessari togstreitu og byrja að bora. Og ekki hætta fyrr en allt er borað sem þarf að bora.
Kallast nútími.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 00:04
Mikið erum við sammála þarna Ómar/Kveðja að sunnan!!
Haraldur Haraldsson, 15.6.2012 kl. 00:16
Ingvar, eini óróinn í þessari umræðu er kringum kaunin á þeim sem héldu að þeir kæmust upp með óhæfuna.
Spilling er skilgreint orð, í Wikipediu er talað um frávik frá hinu rétta. Og ríkisábyrgðarsjóður sagði einfaldlega í umsögn sinni að Vaðlaheiðargöng skorti allar forsendur til að teljast einkaframkvæmd, hún væri fjármögnuð af ríkinu og myndi falla á ríkið.
Með öðrum orðum hún er frávik frá hinu rétta.
Í Vísbendingu má finna þessa ágætu skilgreiningu á spillingu; " það er um meðvitaða mismunun í þeim tilgangi að færa verðmæti eða hlunnindi í hendur óverðugra viðtakenda á kostnað annarra." Það er verið að færa fjármuni úr brýnum verkefnum til óverðugra vegna atkvæðasnaps.
Siðblinda er skilgreind samkvæmt Wikipediu sem tómlæti eða frávik eða lítilsvirðing gagnvart siðferðislegum viðmiðun. Lítilsvirðing gagnvart lífi og limum fólks er dæmi um siðblindu á alvarlegu stigi, og fyrst við landsbyggðarmenn höldum uppi háskólanum á Akureyri með sköttum okkar þá væri ykkur norðanmönnum nær að nýta þjónustuna og taka svo sem eitt námskeið í grunnforsendum siðlegrar hegðunar áður en þið geysist fram á ritvöllinn og kallið rökstuddar skoðanir óróa.
Það er enginn órói í réttarsal þó dómari dæmi nauðgara í langa fangelsisvist, það er gjörð hans, glæpurinn sem er orsök hinna þungu orða.
Hér er ekkert sagt annað en að benda á hvað svona gjörðir heita á mannamáli, því miður varðar þessi óhæfa ekki við lög, en ef svo væri þá myndi varnarlögfræðingur hinna gjörspilltu ekki tala um óróa þó saksóknari krefðist þyngstu refsingu. Hann væri aðeins að lesa uppúr lögbókinni.
Hér er heldur ekkert fullyrt sem ekki er hægt að standa við, öllum augljóst sem lesa rök ykkar norðanmanna. Þið eruð alblóðugir á hausnum við að lemja hann utaní staðreyndir málsins með orðaleppnum einkaframkvæmd þegar verið er að ræða um ríkisfjármögnun á þessari framkvæmd.
Dettur ykkur virkilega ekkert annað í hug en að bulla???? Berið þið enga virðingu fyrir ykkar eigin vitsmunum????
Ég skal viðurkenna að ég hef enga formlega rannsókn að vitna í þegar ég fullyrði að hinn þögli meirihluti Akureyringa skammist sín fyrir að vera bendlaður við málið. Að hinir gjörspilltu skuli nota þá sem skálkaskjól.
Líklegast svíður þeim mest að þeir skulu opinberlega taldir slíkir vitleysingar að þeir muni eyða tíma við gjaldhlið til að borga 1.000 krónur fyrir nokkra mínúta tímasparnað. Líkt og þeir séu allir með skjalatösku útrásarinnar á leið í einkaþotu.
Það eina sem ég hef fyrir mér er kynni mín af Akureyringum sem eru venjulegt fólk eins og við hin. Venjulegt fólk þekkir muninn á réttu og röngu, og venjulegt fólk bíður ekki í biðröð til að borga skatt ef það er ekki neytt til þess.
Mig minnir líka að Gleráin renni til sjávar líkt og annars staðar á landinu.
En ég ætla ekki að vera leiðinlegur við þig Ingvar, vil hugga þig með að umræðan um Norðfjarðargöng verður ekki bendluð við stjórnsýsluspillingu og atkvæðasnap. Bæði þekkjum við íbúar Fjarðabyggðar muninn á réttu og röngu og erum því ekki fóður fyrir hina gjörspilltu, sem og hitt að skattgreiðslur okkar fjármagna þessi göng, og það aftur og aftur.
Við förum aðeins fram á það sem rétt er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 00:41
Takk Haraldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 00:42
nenni ekki að lesa þetta allt, en er sammála um að þessi göng eru "píkuskrækir" og undra mig yfir að vegurinn til Baldurs á Barðastönd er nákvæmlega eins og fyrir 90 árum síðan!?
Fögnum komandi ferðamönnum og túrhestum til Akureyrar, en það er svo sjúklegt hvernig Norðlendingar og Austfirðingar geta ekki unnt Vestfirðingum, ekki ísfjarðar- og Bolungarvíkur-vestfirðingum, heldur okkur hinum góðs? Látrungum, Bildudölingum, Patreksfirðingum og Rauðasandsfólki vegar, eða ganga?
Eftir allan þennan sögulega tíma?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.6.2012 kl. 01:05
Þakka þér Ómar, þú hefur sagt öll orðin, en það sorglega er að þau virka ekki á siðblinda og þess vegna ættum við öll að hafa svona minnisblað við höndina eins og hún Ásthildur er með þegar við næst fáum til þess færi að raða á lista í prófkjöri eða kosningum.
Mér er svo spurn, tilhvers andskotans eru svona hérar láta kjósa sig á þing sem ekki þora að taka afstöðu til einfaldra mála? Þessháttar prikhænur eru óþarfar með öllu á Alþyngi, því þar á að taka afstöðu en ekki bara að sitja á priki og velta haus og segja gogg, gogg, gogg .
Hrólfur Þ Hraundal, 15.6.2012 kl. 07:12
Hugarleti er annar frjór akur hinna gjörspilltu.
En hvað hefur þú fyrir þér í því að Norðlendingar og Austfirðingar uni ekki Látrungum, Bildudölingum, Patreksfirðingum og Rauðasandsfólki vegar, eða ganga???
Án þess að ég ætli að hrósa vestfirskum vegum þá eru þar nýgerðir vegir og væru fleiri ef þið gætuð komið ykkur saman um hvar vegirnir ættu að vera.
Sem minnir mig á að sú Sýn að sjá ekkert út fyrir rassinn á sjálfum sér er annað fóður fyrir hina gjörspilltu.
Einnig fólk sem bakkar alltaf upp gjörðir þeirra, sama hverjar þær eru, því það stendur alltaf með sínum mönnum.
Og skilur svo ekkert í af hverju þjóðin var rænd og svívirt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 07:16
Þetta innslag mitt að ofan spratt út frá meintri tómhyggju Önnu.
En blessaður Hrólfur.
Þó þetta Vaðlaheiðargangadæmi sé ekki stórt mál miðað við stóru tölur ríkisfjármála, þá er það grundvallarmál og því sorglegt að sjá ungt vel meinandi fólk annað hvort styðja, hvort sem það er með Já-i eða hlutleysi. Ég hélt til dæmis að Sigmundur Davíð væri meiri bógur en þetta en á móti kom mér gleðilega á óvart að Ólöf Nordal skyldi standast þrýsting kjördæmaspillingarinnar og segja Nei.
En sorglegust eru viðbrögð Akureyringa, að þeir skulu ekki rísa upp gegn þessu liði sem hefur af þeim æru og sóma.
Já Hrólfur, núna eru tímarnir til að gera upp við það sem miður fór, og miður fer. Annars breytist ekki neitt, nema jú að við missum sjálfstæði okkar og tilverugrundvöll.
ICEsave, Vaðlaheiðargöng, krónubraskaralánið, þetta er allt af sama meiði, spilling þar sem almenningur er skotmarkið.
Það er tími til kominn að flokkarnir þjóni almenningi, ekki fámenningi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 07:44
Nauðsyn þess að sjóða skerið saman í eitt kjördæmi kristallast í umræðunum hér að ofan!
Haraldur Rafn Ingvason, 15.6.2012 kl. 09:07
Nauðsyn þess að þekkja muninn á réttu á röngu kristallast í umræðunni hérna.
Fórnarlömb hinna gjörspilltu er íbúar sama kjördæmis þar sem sá stærri telur sig geta svívirt þann minni.
Í einu kjördæmi yrði kúgun hins stærri á hinum smærri algjör, það er ef fólk hefur ekki það siðferði sem þarf til að höndla vald.
Sem er svo ávísun á uppreisnir hinna kúguðu, hinna afskekktu. Ísland gæti átt sitt 1776 ef fólk tekur sig ekki taki og virðir hvort annað.
Við smáu, þó smá séum, eru samtals 90 þúsund manns, og það er svipaður fjöldi og hóf þessa vegferð 1918.
Það er ekkert náttúrulögmál að landsbyggðin lúffi endalaust, eða sætti sig við nagið um brauðmolana.
Samgöngur eru forsenda byggðar, byggðin er forsenda þjóðfélagsins.
Borgríkið eitt og sér er ekki sjálfbær, en landsbyggðin er það, hún aflar tekna fyrir öllum sínum útgjöldum.
Og meira til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 10:25
eru allir austfirðingar svona tregir?
veistu hvað gerist ef veggjöldin borga sig ekki upp á x mörgum árum? jú þá verða veggjöldin í x mörg ár í viðbót
þetta getur ekki fallið á ríkið því þau eru innheimt með veggjöldum.já þú ert að lesa rétt, orðið er veggjöld!
það mun engin fara víkurskarið lengur þegar göngin koma, sá vegur er úr sér gengin, þröngur og brattur
þetta sparar talsverðann tíma og eldsneytiskostnað fyrir alla og þar á meðal fyrirtæki
og má ég líka minna á að þessi umræða kemur alltaf upp þegar göng er boruð að þau falli um sjálf sig, engin keiri þau, verði tap og bla bla bla
héðinsfjarðargöng eru með 100 % meiri umferð en var áætlað og siglufjörður blómstrar sem aldrei fyrr......skrítið, sömu snillingar reiknuðu þau göng út og reikna að vaðlaheiðargöng borgi sig ekki..þeir höfðu víst rangt fyrir sér
sama sagan með hvalfjarðargöngin víst líka....
en þetta skiptir ekkert engu máli því þeir sem eru svona á móti þessu skilja ekki umræðuna og neita að taka á móti rökum en sem betur fer er nægilegt magn af skynsömu fólki á þingi sem er annars algerlega ónothæft
vil taka það fram líka að ég vil að borað sé í gegnum alla hóla og hæðir og það strax í dag.........þá hef ég líka næga atvinnu þar til ég verð orðinn eldgamall í gangnavinnu :)
Gunnar Þórólfsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 10:41
Út af seinustu málsgrein!!! Ef þrengjum þessa umræðu í,,eins dauði er annars brauð.. Gunnar þú færð að öllum líkingum vinnu, en maðurinn sem keypti veghefil og hefur haft atvinnu af að halda Víkurskarði opnu,mun ekki fagna.
Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2012 kl. 13:19
Blessaður Gunnar,
ég var að spá í hvort ég ætti að leyfa innslagi þínu að vera lokainnslag þessa þráðar því það vill svo til að þessi bloggsíða er lesin að fólki sem þekkir rök versus órök. Það er þannig að manni líður líkt og maður væri staddur í sælgætisbúð og tæki alltaf nammið af krökkunum eftir að þau hefðu keypt það. Eins og þú veist er slíkt ekki falleg framkoma og það er heldur ekki fallegt af mér að benda á hvað þið fóðrið fyrir stjórnsýsluspillinguna misbjóðið vitsmunum ykkar með því að reyna að verja það sem ekki er hægt að verja.
Þið hafið ekki einu sinni vit á að halda ykkur frá staðreyndum málsins og láta hálfsannleik um meintar samgöngubætur ykkur til handa duga í stað þess að hamra á að ríkisframkvæmd sé einkaframkvæmd og að víst muni einhver borga 1.000 kall fyrir að keyra 8 kílómetra jarðgöng í þrengslum og myrkri uppá tímasparnað sem nemur mestalagi 2-5 mínútur.
Það mætti halda að þið hafið aldrei í jarðgöng komið.
Hafðu svo vit á að halda þig frá algebru þegar þú hefur ekki forsendur til að skilja einföldustu atriði hennar. Ef x-ið sem þú talar um, dugar ekki fyrir kostnaði við innheimtu og vöxtum af lánum, þá eykst tapið á y löngum tíma, og á það bendir ríkisábyrgðarsjóður.
Það þarf ákveðna umferð um samgöngumannvirki til að innheimta veggjalda borgi sig, og umferðin um Vaðlaheiðargöng eru þar á mörkunum. Í Noregi er það' þekkt að innheimtuhlutfallið af tekjum geti farið yfir 60% og þar er uppi hávær umræða um að hætta þessari vitleysu. Það er notkunin á samgöngumannvirkjum sem borgar þau upp, ekki skattlagning umferðar, því hærri skattur, því minni umferð sem eykur svo samfélagslegt tap á framkvæmdinni.
Önnur rök þín eru eftir þessu. Örugglega eru til nýrri vegir en vegurinn um Víkurskarð, en þeir eru miklu fleiri sem er eldri og úreltari. Við hér fyrir austan eigum einn veg sem er sambærilegur, nýja veginn milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Aðrir eru mjórri og krókóttari.
Það eru ekki rök í málinu að tala niður veginn um Víkurskarð eða ljúga uppá hann slysum, tölfræðin afhjúpar þann málflutning, ykkur til háðungar.
Miðað við 1.000 króna veggjald er meintur sparnaður enginn, þvert á móti, þetta eykur kostnaðinn fyrir vegfarendur.
Og þessi göng eru ekki á neinn hátt sambærileg við Hvalfjarðargöngin og Héðinsfjarðargöngin.
Og það veistu vel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 15:36
Frosti Sigurjónsson hefur skrifað mjög góða grein um málið:
Vond fjárfesting á versta tíma
"Einhverjir þingmenn og örfáir vinir þeirra hafa þá lífskoðun að það taki heilum níu mínútum of langan tíma að aka Víkurskarð. Þrátt fyrir að leitun sé að fallegra útsýni en ber fyrir augu í þessar níu mínútur, eru þessir menn ekki ánægðir og vilja aka um jarðgöng hvað sem þau kosta.
Samgöngubætur geta vissulega verið mjög arðbærar en þá aðeins ef tilkostnaðurinn er minni en ávinningurinn. Vaðlaheiðargöng munu kosta níu milljarða að minnsta kosti en munu aðeins spara ökumönnum níu mínútur og vegegerðinni einhvern snjómokstur nokkra daga á ári.
Til að sýna fram á hagkvæmni af göngunum hafa menn gefið sér afar lítinn fjármagnskostnað (3,7%) þótt enginn fjárfestir hafi reynst tilbúinn til að veita lán til verksins á slíkum kjörum. Ætluð arðsemi byggir líka á þeirri óvissu forsendu að meira en 90% ökumanna kjósi fremur að borga gjald fyrir að aka um dimm og daunill jarðgöng en að njóta eins besta útsýnis sem gefst.
Grísku bókhaldi er beitt til að láta sem framkvæmdin sé í raun einkaframkvæmd. Eigið fé verður samt ekki nema 7% og verkefnið fjármagnað að mestu með láni sem ríkið útvegar eða ábyrgist. Það er því augljóst að lítið má út af bregða til að framkvæmdin lendi í fangi ríkisins.
Þegar kemur að ríkisútgjöldum og forgangsröðun verkefna hjá skuldugri þjóð þá er vandséð að það sé skynsamleg ráðstöfun að leggja núna stórfé í jarðgöng sem spara 9 mínútur. Slík ákvörðun er einmitt til þess fallinn að auka á vanda þjóðarinnar sem er ærinn fyrir.
Valið stendur ekki bara á milli jarðgangna um Vaðlaheiði eða brýnni vegabóta einhverstaðar annarstaðar. Valið stendur í raun um hvort skera skuli skuli enn frekar niður í nauðsynlegri þjónustu við veikt fólk, gamalmenni og börn. Þingmenn sem kjósa með göngum eru að kolfalla á prófinu um forgangsröðun í þágu almannahagsmuna.
Það sem verra er, þessi jarðgöng verða ekki gerð með íslensku hráefni og vinnuafli. Megnið af kostnaði verður í gjaldeyri til að kaupa inn olíu, járn, steypu, þekkingu og bortæki. Vissulega skapast einhver störf fyrir íslensk verktakafyrirtæki en mjög fá störf til framtíðar og óverulegar gjaldeyristekjur til framtíðar.
Vonandi hefur þjóðin einn góðan veðurdag efni á því að kaupa sér göng um Vaðlaheiði, en sá tími er alls ekki kominn. Sú bjarta framtíð mun tefjast til muna ef stjórnvöld velja núna að steypa þjóðinni í enn meiri skuldir til að setja fé í óarðbært gæluverkefni.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 15:43
Kjördæmapot er til stórskaða - sérstaklega fyrir landsbyggðina. Ef landið væri eitt kjördæmi krefðist það heildstæðrar hugsunar og stefnumótunar. Auðvitað er rétt hjá síðuhaldara að þetta krefðist þess að valdhafar tileinkuðu sér siðferði... sem yrði vissulega breyting frá núverandi ástandi.
Haraldur Rafn Ingvason, 15.6.2012 kl. 15:52
Takk Jón Jón, ég las þessu góðu grein Frosta í dag.
Haraldur, versta kjördæmapotið er þegar allt skattfé sem við landsbyggðarmenn borgum í ríkiskassann, er kallaður kostnaður þegar það skilar sér til baka.
En útgjöld þegar því er eytt í Reykjavík.
Það er kúgun meirihlutans á minnihlutanum sem er vandamálið, og verður fyrst að vandamáli þegar landið er eitt kjördæmi.
Því vandinn er hugarfarslegur, ekki stjórnarfarslegur.
Það er meinið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2012 kl. 18:44
4flokkurinn er siðspillt og valda-kerfislægt og hugarfarslegt krabbamein.
En bótin í því máli er einföld, að roðfletta viðurstyggðina, ferfalda í roðinu.
Að hugsa út fyrir ramma 4flokksins og virkja heilabúið, okkur öllum til hagsbóta. Allur dilkadráttur til vinstri, til hægri og til miðjumoðs, er markviss aðferð fjárhirðanna til að sundra okkur sauðunum. Af-sauðumst og stöndum saman gegn dilkadrætti 4flokksins, þá mun okkur vel farnast.
Við búum í gósenlandi, samt hefur misskiptingin vaxið ár frá ári, á vakt einkavinavæðingar-, hruns- og helferðar-4flokksins. Þessi misskipting er beinlínis aðför að okkur öllum, óbreyttum og venjulegum saklausum sauðum. Þetta helvíti gengur ekki lengur. Af-sauðumst.
Til hamingju allir sem segja sig úr 4flokknum, því hann vinnur beinlínis
gegn öllum almannahagsmunum okkar, hann sundrar okkur og rænir, skattar og valdnauðgar. 4flokkurinn skammtar sjálfum sér ríkisfjárveitingar upp á hundruðir milljóna til þess eins að viðhalda valdi sínu. Ríkis-kerfið er rotið, en við getum breytt því, okkur öllum til hagsbóta.
Eitt lítið skref er upphafið, að segja sig úr 4flokknum og hefja ferðalagið saman.
Við erum ríkið, en ekki rotið hræ 4flokksins. Megi það hrynja, daunillt og freta sínu síðasta sem fyrst. Svo kjósum við til lýðræðis og velferðar okkar ... okkur öllum til hagsbóta, svo býlin okkar mörgu og smáu dafni.
Treystum hvert öðru, án boðvalds 4flokksins að ofan. Virkjum lýðræðislegan rétt okkar til að velja vegferð okkar til velferðar okkar allra saman.
Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.