Sumt skilur maður ekki, og þó.

 

Viðurkenni að landsbyggðarmenn erum fáfróður skríll sem aðeins vill hafa atvinnu og tækifæri til að búa á heimilum sínum.  Enda engin Harpa, engin bíó og engir undirheimar dóps og örbirgðar.  

Aðeins sú vinna sem landið gefur.  

En ég sé ekki samhengið milli ofurskatta kommúnista og uppbyggingu vega. 

Hjá Stalín voru vegir ekki góðir, en hann drap allt í dróma þjóðnýtingar og ofurskatta.  Margir dóu við að greiða þá skatta.  En vegirnir voru hrein hörmung, líka 40 árum eftir að Stalín dó.  

 

Á Íslandi voru hins vegar lagðir vegir, og landið allt komst í byggð. 

Þó dafnaði sjávarútvegur á landsbyggðinni og hann greiddi ekki ofurskatta hinnar kommúnísku hugsjónar að við skulum öll sameinast í örbirgð dauðans.  

Ég skil rökin að drepa atvinnulíf, sérstaklega ef það blómstrar og er undirstaða atvinnu og velmegunar.  Það er jú ljóst að frjálst fólk gengur ekki í þrælabúðir evrunnar.  

 

En að tengja það við samgöngur, það er mér ofviða að skilja.  

Við vorum fátæk í gamla daga, en það var atvinnulíf.  Fólk hafði vinnu, og samfélög þess áttu von um betri tíð.  

Og það voru lagðir vegir og byggðar brýr.  Það er alveg satt, það voru lagðir vegir og byggðar brýr.  

Samt lifði sjávarútvegurinn, samt lifðu byggðir landsins.  

 

Sú gjörð að skattleggja landsbyggðina til dauðs er því mér ofvaxið að skilja.  Það er ef það tengist vegalagningu og öðrum samgöngumannvirkjum.  

Ég skil að það er nauðsynleg forsenda til að brjóta þjóðina niður svo innganga í ESB sé hennar eina lausn.  

En að það sé uppbygging og sérstaklega uppbygging samgöngumannvirkja, það fatta ég ekki. 

 

Þetta hlýtur að vera matnum að kenna, það vantar svo mörg aukaefni í hann.  Svo er vatnið ómengað eftir að nýja vatnsveitan var lögð.

Allavega skil ég ekki samhengið.  

Þó veit ég að tveir plúss tveir eru fjórir.  

En ekki á Alþingi Íslendinga.  

 

Þar er dauði líf.  

Þar er auðn byggða forsenda samgöngumála.  

 

En ég spyr, fyrir hverja???

Sægreifan útí London??, eða okkar sem  misstum vinnuna í hendur hins ódýra vinnuafls sem hið frjálsa flæði örbirgðar EES útvegaði þrautpíndum útgerðum landsins.

Til hvers þarf þetta fólk vegi og göng???

Þarf það ekki aðeins mat og von um að sleppa úr þrælabúðum Nýfrjálshyggjunnar, eða fyrigefið, var það þrælabúðum kommúnista???

Skiptir það máli???

Er þrældómur ekki alltaf þrældómur??? 

 

Ég bara skil þetta ekki.

Ég meina það, ég bara skil þetta ekki.  

 

En það hlýtur einhver visk að búa að baki umræðunnar.  Þetta hefur jú tröllriðið samfélagið síðustu vikur.  

Hvernig var það aftur með krónubraskarana???

Eða ICEsave???

 

Býr það að baki hinnar algjöru heimsku???

Ég bara spyr.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Segir samgöngumál velta á veiðigjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef enginn er vegurinn kemur enginn gámur og enginn fiskur úr landi. Byggðin leggst af.

En eitt skil ég ekki.

Ef að ég þarf að fara á Grundartanga eða Akranes frá Reykjavík skal ég punga út 2000 krónum í vegagjöld (Hvalfjarðagöng) Hvað er mikið rukkað milli byggðarlaga fyrir vestan og norðan???

Óskar Guðmundsson, 14.6.2012 kl. 18:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Óskar, ég skil það ekki heldur. 

En ég hef aldrei heldur skilið í að gott og heiðarlegt íhaldsfólk hafi fallið fyrir siðleysi Nýfrjálshyggjunnar.  

Ég skildi kröfuna um mótvægi við ofreglun og skaðskatta kratismans en að fara úr slæmu í helvíti lífs og siðmenningar, það fatta ég ekki.  

En Hreyfing lífsins mun taka á þessu Óskar, hún þekkir muninn á Heli og Grósku.  

Hún rukkar ekki fyrir samgöngubætur, hún fagnar þeim og leggur áherslu á þær.  

Hún vill 0 krónur fyrir austan og vestan og hún greiðir út fjármagnið sem gróf út Hvalfjörðinn.  

Sem er ekki mikið mál, eru ekki öll lánin endurgreidd?????

Allavega veit ég að við Jón Þorláksson skiljum ekkert í þessu.  

Við þekkjum forsendur hagvaxtar og velmegunar.  

Við borum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 771
  • Sl. viku: 5559
  • Frá upphafi: 1400316

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 4776
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband