13.6.2012 | 16:28
Siðblinda á áður óþekktu stigi.
Og er þá mikið sagt eftir atburði síðustu ára.
Vaðlaheiðargöng eru gæluverkefni gjörspilltra stjórnmálamanna úr Norðausturkjördæmi á atkvæðaveiðum.
Á sama tíma er það óumdeilt að Norðfjarðargöng þola ekki bið.
Bæði er að göngin sjálf eru að hruni komin og væru hvergi í notkun í siðmenntuðum löndum sem og hitt að vegurinn yfir Oddskarð er stórhættulegur lífi og limum fólks við ákveðin veðurskilyrði. Þetta er fjallvegur sem var aldrei hugsaður fyrir daglegar samgöngur á vetrarlagi.
Íbúar Fjarðabyggðar hafa ekki valkost að sleppa því að ferðast þegar veður eru válynd. Þeir sækja atvinnu milli byggðarkjarna og á Neskaupstað er aðalsjúkrahús fjórðungsins. Á fjallvegi í 600 metra hæð breytist veður skjótt og þó lagt sé á stað í þolanlegu veðri getur það fljótt breyst í kolvitlausan byl.
Það eru víða hættulegir kaflar á vegum landsins en vegurinn upp Oddskarð frá Eskifirði er aðeins mishættulegur. Þegar rútan sem flutti starfsmenn Fjarðaáls frá vinnu fauk útaf þá var það guðslán að hún fór útaf á eina kaflanum á mörg hundruðum metra vegarkafla þar sem ekki voru líkur á stórslysi. Fyrir ofan voru brattir klettahamrar, fyrir neðan langur kafli fyrir ofan Eskifjörð þar sem rútan hefði runnið niður bratta hlíðina og endað niður í fjöru.
Það voru 11 manns um borð og það ekki þurft að spyrja um afdrif þeirra.
Þegar harmleikurinn mikli varð 1974 þá jörðuðu íbúar Neskaupstaðar 12 íbúa vegna náttúruhamfara sem mannlegur máttur réði ekki við.
En siðað fólk reynir að verjast slíkum hamförum og fyrir margt löngu samþykkti Alþingi lög um Ofanflóðasjóð sem fjármagnar meðal annars snjóflóðagarða. Einn slíkur garður er þegar risinn fyrir ofan byggðina mína, framkvæmdir standa yfir við annan.
Siðað fólk sem þekkir muninn á réttu á röngu reynir að tryggja að harmleikir endurtaki sig ekki ef til þess er nokkur kostur.
Forvarnir duga ekki alltaf en þær sýna að okkur er ekki sama.
Þær sýna að við erum manneskjur sem látum okkur líf og limi náungans varða.
Siðblint fólk samþykkir hins vegar Vaðlaheiðargöng og tekur það fram yfir önnur brýnni verkefni.
Siðblindu fólki er nákvæmlega sama um líf og limi fólks, það er atkvæðasnapið sem rekur það áfram.
Munum samt að öll spilling þarf fóður.
Að til sé fólk sem þiggur spillinguna.
Sem er líklegast það ömurlegast af öllu í þessu máli.
Því ef við finnum ekki til samkenndar með náunganum þá erum við ekki fólk, heldur eitthvað allt annað.
Núna reynir á íbúa Eyjafjarðasvæðisins að segja Nei við hina gjörspilltu þingmenn.
Að segja að þeir séu fólk, en ekki fóður hinna gjörspilltu.
Og núna reynir á íslensku þjóðina að rísa upp gegn stjórnsýsluspillingunni.
Að lýsa því yfir að það sé komið nóg.
Eitt Hrun vegna hinna gjörspilltu var einu Hruni of mikið.
Sýnum einu sinni að við höfum eitthvað lært.
Að við viljum ekki hið gamla og gjörspillta.
Ef við finnum ekki til samhygðar og samúðar með samlöndum okkar þá er eitthvað mikið að okkur.
Ef við mótmælum ekki gjörðum hinna gjörspilltu þá endum við sjálf gjörspillt.
Látum Alþingismenn okkar vita að við líðum ekki lægsta af hinu lægsta, að gæluverkefni séu tekin fram yfir líf og limi fólks.
Látum þá vita að við séum fólk sem finni til samkenndar með hvort öðru.
Útrásin stal eigum okkar.
Látum ekki líka stela sál okkar.
Þar eru mörkin, þar segjum við Nei.
Kveðja að austan.
Vaðlaheiðargöng fá grænt ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að þú ættir að slaka aðeins á karlinn. Þetta er sama kjördæmi og göngin fyrir austan. Síðast er ég vissi á eru ný göng fyrir austan á vegaáætlun. EN Vaðlaheiðargöng eru fyrir utan vegaáætlun því að einkaframkvæmd mun sjá um batteríið. Og verður síðan veggjald tekið af umræddum göngum. Ný göng fyrir austan verða fjármögnuð af ríkinu eins og Héðinsfjarðargöng. Og er meira en lítil þörf á þeim göngum.
Mátt ekki setja báðar framkvæmdir í sama hatt, því þetta eru tveir hattar í raun.
Kv. Og með von um að ný göng komi sem fyrst fyrir austan.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:03
Gott að sjá þig,er í hálfleik frá EM.-fótboltanum. Ég er þér hjartanlega sammála,en hvernig stendur á því að svona er haldið á málum? Minnir að Steingrímur segði Vaðlaheiðagöng borguðu sig sjálf,eða er ekki rétt að orða það svo. Alltént hlustaði ég á hann skýra út þessa ákvörðun,þótt muni hana ekki. Mb.KV.
Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2012 kl. 17:04
Höfum þetta á hreinu:
Já við siðblindunni sögðu:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Birkir Jón Jónsson, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Róbert Marshall, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Valgerður Bjarnadóttir, Þráinn Bertelsson og Össur Skarphéðinsson.
NEI við siðblindunnu sögðu:
Atli Gíslason, Baldvin Jónsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Þór Saari.
Þau sátu hjá og sögðu ekkert. Ert þögnin sama og samþykki?: Ásta R. Jóhannesdóttir, Guðrún H. Valdimarsdóttir, Jón Bjarnason, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ögmundur Jónasson.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:05
Það eru nú reyndar orðin 38 ár síðan ég kom fyrstur fram með þessa hugmynd að gera veggöng í gegnum Vaðlaheiðina.
En nú er það mín skoðun, að það eigi að fresta ákvörðun um gerð þessara ganga, eða þar til að ákveðið verði að hætta við gjaldtöku fyrir umferð í gegnum göngin.
Jafnframt því að slá þessu á frest þá er ég sammála því að borun Norðfjarðaganga verði næst á dagskrá.
Tryggvi Helgason, 13.6.2012 kl. 17:39
Flott grein - Ef Vaðlaheiðargöng verða gerð á undan Norðfjarðargöngum þá mun ég sniðganga þau ef hægt er og ættu allir að gera það sem hata spillta pólítík!
GKA (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:49
Ger þú það GKA. Ég ætla aftur á móti að nota þessi göng í hvert einasta skipti sem ég fer austur fyrir land....
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:09
Úr því sem komið er aðeins einn kostur; að taka nógu hátt gangagjald til þess að greiða framkvæmdina við Vaðlaheiðargöngin.
Það mætti einnig vanrækja viðhald þjóðvegarins, eða jafnvel loka honum, til þess að beina allri umferð gegnum göngin.
Með þessu móti myndu þessir milljarðar skila sér á einu eða tveimur árum og þá geta menn undið sér í að láta nauðsyn ganga fyrir pólitík.
Kolbrún Hilmars, 13.6.2012 kl. 18:12
Helferðarstefna AGS að verki.
Skera niður heilbrigðis- og velferðarþjónustu um nokkur hundruð milljónir, en fara í risa-tröllheimskar framkvæmdir upp á hundruðir milljarða, með skattfé landsmanna sem baktryggingu. Hvort heldur það eru gælur vitfirrtra aula um hátækni-monsterið við Hringbraut, eða Vaðlavaðalinn, eða Icesave. Í því liggur hin ferfalda siðspilling valdakerfislokkanna, enn á ný.
Það er til marks um vit þjóðarinnar, að einungis 10% hennar treystir löggjafar- og fjárveitingavaldi. Hér þarf algjöra uppstokkun á þver-pólitískri og samtryggðri siðspillingu valdakerfisins og stofnana þess.
Hér þarf þver-pólitíska samstöðu til lýðræðis og velferðar okkar. Það er ekki bara heilbrigð nauðsyn, heldur hreint út sagt lífs-nauðsyn fyrir okkur sem þjóð. Og við vitum það öll, mas. hinir siðspilltu. Það þarf bara að aftengja vald þeirra og það gerist miklu fyrr en síðar. Það líður að kosningum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:13
GKA um að gera að skunda yfir skarðið, sérstaklega í óveðri það eykur þolinmæðina, muna bara að hafa nesti og gott að lesa;/
GBB (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:16
Takk fyrir innlitið góða fólk.
Gaman að sjá þig sömuleiðis Helga. Stjórnsýsluspillingin felst í að ríkið fjármagnar göng undir yfirskini einkaframkvæmdar. Göngin munu aldrei borga sig sjálf, og það sem verra er, þau munu íþyngja Eyjafirði, ekki styrkja. Því samgöngur eru samfélagsmál, ekki sérhyggja Nýfrjálshyggjunnar. Samgöngubætur eiga að vera bætur, ekki féþúfa. Stuðla að grósku, ekki hefta samskipti milli byggðarlaga.
Jón Ingi, væri þessi göng einkaframkvæmd þá kæmi öðru fólki ekkert við hvort af þeim yrði. Nema þá þeim sem þau íþyngja með veggjöldum. En þetta er ekki einkaframkvæmd, þetta er ríkisframkvæmd, fjármögnuð af ríkinu og framkvæmd af opinberum aðilum. Það eina einka við þau er lygin, að kalla þau einka.
Mikið sammála þér Tryggvi, það er nefnilega þannig að þessi göng skaða en bæta ekki úr. Og það er sorglegt að íbúar Eyjafjarðar skuli láta spila svona með sig.
Takk fyrir innlitið Pétur, Kolbrún og GKA.
GBB, trúir þú þessu virkilega sjálfur???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.6.2012 kl. 18:51
Þessir fanatíkusar eru æðislegir....
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:57
Nær hefði verið að þessu fé hefði verið varið til að laga vegi sem eru stórhættulegir !
Ætla þingmenn og konur að axla ábyrð ef verða dauðaslys, sem hægt er að rekja til þess að viðhaldi á vegum er ábótavant !
Varla eru þeir menn/konur til þess.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:11
Nú upplýsir hrunráðherrann Jóhanna í fréttum á baugsmiðli, að það sé stefnt að því að selja hluta af hlut ríkisins í Landsbankanum til að tryggja fé til Vaðlavaðalsins. Það hafi alltaf verið planið með haustinu. Það eru okkur fréttir, sem höfum beðið lengi eftir margræmdu gegnsæinu.
Einkavæðingarárátta helferðarhjúanna er alltaf eins, á kostnað almennings ... og nú fullkomlega samkvæmt helferðarstefnu AGS.
Það er kominn tími til að kasta varðhundum hins glóbalíska banka-auðræðis úr landi og huga að heilbrigðri uppstokkun og hreingerningu hér innanlands og það án dindla og hjúa glóbalískra hrægamma banka-glæpona.
Við búum hér á gósenlandi og það er ólíðandi að við séum fyrst rænd og skattpínd svo í framhaldinu, til ókominnar framtíðar, allt vegna vanhæfs alþingis og framkvæmdavalds og stofnana gjörspillts ríkisvaldsins, ekki síst eftirlitsstofnana þess. Og mér finnst það meira en lítið undarlegt, að hinir svokölluðu "vinstri" flokkar séu nú orðnir helstu ökonomísku böðlar framtíðar þjóðarinnar, þar sem misskiptingin vex nú í réttu hlutfalli við hræsni þeirra.
Það er löngu kominn tími til að almenningur gleymi þessum innantómu og afstæðu orðum, vinstri/hægri, sem notuð eru til að sundra okkur í aðskilda hópa og girða okkur af, sem sauði á leið til slátrunar. Stöndum saman og virkjum lýðræðið til velferðar okkar og til hagsbóta fyrir okkur öll. Því eins og gamall maður sagði forðum, þá ætti öllum að geta liðið hér vel. Það er skýlaus krafa okkar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:12
Ég á ekki orð yfir þessu. Jamm og hetjan Ólína sat hjá...... hvar var Lilja Rafney??? Þvílík samstaða um að ganga fram hjá kjósendum sínum. Ég er búin að vista listan yfir hvernig þetta fólk greiddi atkvæði, og mikið rétt að sitja hjá er sama og að samþykkja. Svei ykkur öllum sem sögðu já, hvort sem það var með því að halda kjafti eða segja hreinlega já. Þetta verður geymt en ekki gleymt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 19:17
"31 þingmaður sagði já við aðra og þriðju grein frumvarpsins, en 17 sögðu nei. Fimm greiddu ekki atkvæði."
Hvar voru hinir 10 ?
Aðeins 53 voru viðastaddir. Á ekki vinnuveitandinn ( þjóðin) heimtingu á að þetta lið sinni vinnuni einsog við hin !
afb (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:34
Þetta er svartur dagur í umferðaröryggi á Íslandi og þeirrar viðleitni fjölda manna að fækka alvarlegum umferðarslysum á Íslandi.
Pólitískt sukk tekið fram fyrir fagleg rög og rétta forgangsröðun í samgöngumálum á þann hátt sem aðrar þjóðir gera. Þeir sem greiddu þessu atkvæði sitt gefa ekkert fyrir mannslíf og að koma í veg fyrir alvarleg slys.
Á 20 árum frá 1991 til 2010 urðu 361 banaslys á Íslandi. Eitt af þeim var í Víkurskarði. Vegurinn og umhverfi hans hafði ekkert með það slys að gera. Vaðlaheiðargöng leggja ekki af miklu hættulegri vegi í Eyjafirði og landinu öllu. Í heildina á Víkurskarð 0.11% af öllum umferðarslysum á landinu.
Sama hvaða mælikvarðar eru notaðir, kemur Víkurskarð ekki út sem slæmur vegur. Umferðarmagn, hæð yfir sjó, veður, styttingar, hagkvæmni o.s.frv. Hundruðir annara kafla koma þar framar.
Hvað varðar jarðgöng eru algjörlega klárt, að Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og göng til Seyðisfjarðar eru mun mikilvægari.
Fyrir væntanlega notendur verður mun ódýrara að aka Víkurskarð en að greiða fyrir akstur í gegnum Vaðlaheiðargöng. Styttingin í tíma og kílómetrum er of lítil svo nemur hundruðum króna í hverri ferð. Þessu er öfugt farið í Hvalfjarðargöngum, þannig að allt tal og samanburður þar um er enginn.
Hér er því engin viðleitni í að fækka umferðarslysum á Íslandi heldur bara verið að sinna afar þröngum sérhagsmunum og þau rök og viðmið sem aðrar þjóðir hafa virt að vettugi.
Hrunið hvað.....
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:39
Einmitt nákvæmlega Ólafur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 19:42
afb
mjög góður punktur, því þetta var samþykkt með 31 atkvæði, sem er ekki meirihluti af 63.
En þannig munu helferðarhjúin ná fram vilja sínum; allt vegna hirðdruslanna og hirðgungnanna, sem hanga bara heima eða í fríi á kanarí eða sitja hjá og skeyta engu um skyldur sínar og ábyrgð gagnvart almenningi þessa lands; það eru víst fríðindi þeirra sem enga ábyrgð vilja bera, heldur hugsa bara um fríðindin og ríkis-áskrift að launum og til bólgnadi ríkis-verðtryggðs lífeyris. Merkilegra er þetta ekki og mestallri þjóðinni augljóst. Þetta hirð-pakk hangir bara á roði sínu og er orðið venjulegu fólki nett viðurstyggð. Hér hefur ekkert breyst hjá þorra yfirstéttarinnar.
En enn er von. Öllum lögum má breyta og einnig stjórnvaldsákvörðunum, fyrr en síðar. Vatnið finnur sér alltaf farveg ... ekkert er fast ... allt er og mun verða breytingum undirorpið. Það vita allir nema steinrunnir þursar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 19:54
Burt með þetta lið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 19:59
Ólafur Guðmundsson. Þú segir að Víkurskarðið sé ekki slæmur vegur sökum þess að einungis 1 banaslys hafi orðið þar sl 20 ár.
Dettur þér ekki sú staðreynd að fólk ekur þennann veg varlega heldur en að aka hann eins og reykvíkingar.
Þetta væl og skæl er orðið svo þreytt í ykkur sem segið alltaf að þessi vegur er svo og svo frábær, að það þurfi engin göng í staðin.
Það virðist vera virkilega erfitt að troða í hausinn á ykkur að það eru fleiri vegir hér á landi en vegirnir fyrir sunnan. En það má víst ekki minnast áð það...
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 21:19
Jón Ingi það eru líka vegir fyrir vestan og fyrir austan sem svo sannarlega eru verri en Vaðlaheiði. Frekjan í ykkur norðanmönnum er óþolandi. Þegar brýnasta öryggis er ekki gætt af opinberum aðilum, þá er von að allt sjóði. Það er vitað að þessi göng verða aldrei greidd með gjaldtöku, hér er einungis verið að troða sér fram fyrir aðra með frekju og óprúttnum pólitíkusum, verði ykkur að góðu. Það er ekki búið að bíta úr nálinni með þetta mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 21:27
Hahaha... Bara komnar hótanir og alles
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 21:33
Jón Ingi.
Ég hef ekið þúsundir kílómetra í öryggisskoðunum og úttektum á vegakerfi Íslands, Evrópu, Afríku og Canada, skv. viðurkenndum aðferðum. Ég legg því hlutlægt mat á vegi. Þar fyrir utan vinn ég með slysatölur og gögn, sem ég nota til samanburðar á mismunandi vegum.
Það er allveg sama hvaða viðmiðun ég nota, hvort sem það er hæð yfir sjávarmáli á helstu vegum, slysagögn, öryggisúttektir, samanburð við landið í heild eða einungis Eyjafjörð, gæði vegarins, varnir eins og vegrið, breidd vega o.s.frv.
VÍKURSKARÐ ER LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ VERA VERSTI, ÁHÆTTUMESTI EÐA SLYSAMESTI VEGKAFLI LANDSINS!!!!!
Það er er bara staðreynd sem er gjörsamlega litið framhjá í ákvarðanatöku um Vaðlaheiðargöng. Enginn sem hefur starfað að umferðaröryggismálum á Íslandi sem ég veit um mælir með þeirri framkvæmd á forsendum umferðaröryggis.
Staðreyndin er sú, eins og hefur viðgengist frá 1918 í vegagerð á Íslandi, að pólitíkusarnir ákveða verkið fyrst út frá eigin hagsmunum og síðan er farið að leita að rökum til að kítta upp í glæpinn....
Enginn af þeim 31 þingmanni sem greiddi atkvæði með Vaðlaheiðargöngum hefur kynnt sér það sem hér liggur að baki. Mönnum er nákvæmlega sama um umferðaröryggi og afleiðingar umferðarslysa í þessu sambandi. Það er allveg ljóst.
Það er bara kastað fram fullyrðingum sem ekki standast, eins og sameiginlegt atvinnusvæði, þjóðhagslega hagkvæmt, atvinnuskapandi o.s.frv. Staðreyndin er sú, að Húsavík og Akureyri verða aldrei sameiginlegt atvinnusvæði vegna fjarlægðar og kostnaðar, hvort sem Vaðlaheiðargöng koma eða ekki. Þjóðhagslega hagkvæmnin er engin, skv. skýrslu Ríkisábyrgðasjóðs o.fl. og atvinnusköpunin verður fyrst og fremst til útlendinga með gjaldeyrisútstreymi, enda verktakinn að mestu erlendur, auk þess að öll síðustu göng hér hafa að mestu verið unnin af útlendingum frá Swiss og Tékklandi.
Mikilvægari verkefni í vegagerð á Íslandi skipta hundruðum. Því er öllu kastað fyrir róða með þessari framkvæmd, enda mun hún sjúga upp megnið af framkvæmdafé til vegagerðar á Íslandi næstu árin. Pólitíkusum nútímans er nákvæmlega sama um það. Þetta verður bara vandamál pólitíkusa framtíðarinnar og við skattgreiðendur borga brúsann.
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:03
Gangnagerð er ekki skynsamleg framkvæmd í árferði eins og ríkir hér á landi, þetta er afar dýr framkvæmd sem þarfnast örfárra starfskrafta til að framkvæma hana. það væri skynsamlegra að fara í mannfrekari framkvæmdir td. Vegagerð þegar skortur er á verkefnum og störfum í verktaka iðnaðinum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:11
Að skella niður orðum með Caps lock er ekki að skila miklu Ólafur Guðmundsson. Og þér að segja þá er vegurinn um víkurskarðið víst hættulegur. Ekki eins hættulegur og Hellisheiði eystri eða Oddsskarð. Engu að síður hættulegur vegur. Að aka þessa leið að vetrarlagi í slæmu skygni og hríðarbyl er ekkert grín.
En þú ert auðvitað sérfræðingur sem allt veit betur en aðrir...
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:17
Samspilltir hrunapólitíkusar 4flokksins sýndu sitt rétta andlit með fyrrverandi samgönguráðherra, Möllerinn og Steingrím J. í fararbroddi kjördæmapots og atkvæðasmölunnar.
Þetta er forgangsverkefni hjá þeim.
Á meðan er BRÁÐABYRGÐABRÚ á hringvegi 1 þar sem vegurinn lokaðist dögum saman ekki alls fyrir löngu.
Einbreiðar brýr eru um alt land og skapa stór hættu.
Fjölmargir aðrir vegakaflar eru stórhættulegir og brýnni
Fjölmargir aðrir vegakaflar eru mörgum sinnum arðbærari. Eins og t.d. Sundabraut.
Engir peningar eru til í viðhald vegakerfisins og það grotnar niður, samkvæmt fréttum.
Einkaframkvæmd segir Möllerinn og situr báðumegin við borðið, stjórnarmaður í Greiðri leið ehf.
En samt þarf ríkið (skattgreiðendur) að ábyrgjast þessa vafasömu framkvæmd fyrir einkafélagið.
Til hvers þurfum við þá einkafélagið?
Er ekki nær að ríkið sjái um þetta sjálft og sleppi kostnaðarsömum vösum spilltra pólitíkusa sem milliliði.
Ég á mér draum.
Hann er að losna við spillingar, hruna og mútupakkið. Sem situr á Alþingi og hefur engu breytt.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:25
Ætli þessi síðasta ákvörðun fjórflokksins eigi nú ekki eftir að hafa meiri áhrif á skoðun landsmanna en í fyrstu sést. Ég veit bara um mig að lengi hefur mér blöskrað þessi andskotans samspil þessa gjörspillta liðs, en nú er ég kjaftstopp og bara segi nú er komið nóg. Burt með þetta spillingarlið af alþingi. Burt burt ég er yfirkomin af skömm yfir þessu. Og Ólína eftir allan kjaftháttinn þá kaust þú að sitja hjá. Svei því bara. Lilja Rafney á sólarströnd gat ekki beðið eftir að komast í frí. TIl hvers haldið þið að við höfum kosið ykkur, eða ekki kosið til að verja hagsmuni vestfirðinga? Nei nú er mér svo sannarlega nóg boðið. Enda er ég með atkvæðagreiðsuna vistaða í tölvunni minni og það er geymt en ekki gleymt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 22:31
Jón Ingi.
Caps lock er aukaatriði. Sannleikurinn breytist ekki og er jafn sannur, hvort sem hann er sagður með hástöfum eða lágstöfum.
Það er allveg sama hvaða viðmið er notað. Víkurskarð er ekki í hóp hættulegustu vega landsins. Allir vegir austan Eyjafjarðar eru hættulegri. Það að auki er Víkurskarð sá "hávegur" á Íslandi sem er best varinn. Nánast allt skarðið er með vegriðum, þokkalega breiðum vegi og ágætlega merktum miðað við allt annað.
Slysasagan segir allt sem segja þarf. Vegurinn og umhverfi hans hefur þar ekki verið meðvirkandi í orsökum eða afleiðingum þeirra örfáu slysa sem þar hafa orðið. 0.22% banaslysa og 0.11% allra slysa sem orðið hafa á Íslandi á 20 ára tímabili frá 1991 til 2010. Uppfyllingin frá Drotningarbraut fyrir botn Eyjafjarðar og vegkaflinn þaðan að væntanlegum gangamunna eru miklu hættu og slysameiri. Það er bara ófrávíkjanleg staðreynd, hvað sem Caps lock líður. Engin áform eru um lagfæringar á þeim vegum, hvað þá út á Grenivík, Húsavík eða Ólafsfjörð í þessu Vaðlaheiðardæmi. Það eina sem gerist er að hætta á slysum í jarðgöngum mun aukast á Íslandi.
Vetrarslys á Víkurskarði hafa ekki verið tíð. Þau eru mun tíðari annarsstaðar svo sem á Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Slysasaga Öddskarðs er einnig tvöföld á við Víkurskarð að teknu tilliti til umferðarmagns. Þar af leiðandi tvöfalt meiri ástæða að fara í Norðfjarðargöng af þeirri ástæðu einni.
Já, það má kalla mig sérfræðing, enda notaður sem slíkur í öðrum löndum. Það eru líka fullt af öðrum sérfræðingum sem hafa komist að sömu niðurstöðu og ég í þessu efni. Í öðrum löndum er líka tekið mark á sérfræðingum, en á Íslandi eru það bara pólitískir sérhagsmunir sem ráða ferð, eins og atkvæðagreiðsla Alþingis í dag sannar.
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:54
Jón Ingi, það er útaf fyrir sig eitt að vera nytsamt fóður stjórnsýsluspillingar. En það er óþarfi að gera hana aumari en hún er.
Það er aumkunarvert að tala um Víkurskarð sem hættulegan fjallveg, hún er farartálmi en seint talin hættuleg miðað við vegi almennt á landinu. Hún er breið, með vegriðum og hvorki með hættulegum beygjum eða einbreiðum brúm eða annað sem skapar hættu á þjóðvegum landsins.
Önnur rök þín dæma sig sjálf, þú reynir ekki einu sinni að verja þetta sem einkaframkvæmd, það máttu eiga, til þess þarftu að ljúga of miklu. Og það að afgreiða helsta umferðaröryggissérfræðing landsins sem caps lockara, er eitthvað sem ærlegur Eyfirðingur myndi aldrei gera, jafnvel þó honum langi mikið að vera skattþúfa.
Eftir stendur þörf hinna gjörspilltu að einhver taki upp hanskann fyrir þá, en ég hélt að þeir hefðu einhver rök í málinu. Ekki mikil en svona pínulítil, svona eitthvað sem væri hægt að slá fram og flýja svo vettvanginn. Í von um að enginn nenni að svara.
En aulahúmor og útúrsnúningar segja því miður allan sannleikann.
Einu rökin eru atkvæðasnap.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.6.2012 kl. 23:01
Það eru einmitt "sérfræðingarnir" sem hafa komið landinu á kaldann klaka.....
Jón Ingi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 23:18
Að öðru leiti vil ég þakka ykkur góða umræðu hér að ofan.
Ég vil minna á að jarðgöng eru nauðsynleg forsenda nútímasamganga víða um land, og það vill svo til að þetta "víða um land" borgar bæði skatt og skapar gjaldeyri sem heldur þessu þjóðarbúi gangandi.
Ef menn ætla að vinna sig út úr kreppunni, þá þarf að framkvæma, ekki drepa allt í dróma. Nytsemi jarðganga, sem og annarra samgöngubóta, felst ekki í atvinnunni sem til fellur við gerð þeirra, þó vissulega sé það mikill plúss líka, heldur í gróskunni sem þau skapa fyrir allt mannlíf á landsbyggðinni.
Gróska er annað orð yfir það sem við köllum hagvöxt og framfarir.
Í gegnum árþúsundin hafa vitur stjórnvöld fjárfest í samgöngum því allt annað byggist á þeim. Þetta vissu áar okkar sem höfðu það sem forgangsatriði að leggja vegi og byggja brýr í þessa stóra en strjálbýla landi okkar. Jafn mikilvægt eins og að byggja upp skóla og sjúkrahús eða leggja rafmagn og síma um allt land.
Samgöngur eru ein meginstoð nútímaríkis og einmitt þær á að efla á krepputímum til að leggja drög að nýju hagvaxtgaskeiði. Og kostnaðurinn við þessi göng sem landsbyggðin þarfnast svo sárlega, er löngu fallin á ríkissjóð í formi óþarfa vaxtakostnaðar sýndarfjármagnsins eða vegna óþarfa atvinnleysisbóta.
Það er ótrúlegt að fullorðið fólk skuli vera svo blint af áróðri Hrunaflanna að það vilji frekar nota peninga raunhagkerfisins til að borga út sýndarverðmæti fjárbraskarana eða leggja allt hér í dróma með niðurskurði eða höftum.
Höfum við ekkert lært???? Hvenær týndum við þessari heilbrigðu skynsemi sem við fengum öll í vöggugjöf???
Er sviðið land sá arfur sem við ætlum að afhenda börnum okkar eftir daga okkar???
Vaðlaheiðargöng eru nauðsynleg samgöngubót, en önnur eru brýnni en við þurfum að ráðast í þau öll fyrr en seinna, því nútímaþjóðfélag kallar á nútímasamgöngur.
Forheimskan er ekkert val, hún er aðeins beina leiðin í glötun.
Menn skera niður kreppur með því að vinna sig út úr þeim, menn skera ekki niður þjóðfélag til vinna sig út úr kreppum.
Áttum okkur á þessu og framtíðin verður björt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.6.2012 kl. 23:20
Tek undir þetta með þér Ómar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 23:24
Þetta erum við sammála um Ómar eins og fleiru/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 14.6.2012 kl. 00:33
Takk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 00:39
Þetta á ekki að vera flókið allir sem nota og koma til með að nota göng á landi voru ættu að borga fyrir þann munað! Ekki bara sumir og sum göng!
Sigurður Haraldsson, 14.6.2012 kl. 07:02
Sigurður, ég veit að þú vilt vel en þessi hugsun þín er ættuð úr ranni svörtustu Nýfrjálshyggju sem hefur það eina markmið að gera okkur, almúgann að kostnaði sem má missa sig.
Hún er sama eðlis og að fólk borgi af innkomu sinni menntun barna sinna, heilsugæslu eða umönnun foreldra sinna.
Hún er upphafning "sér" á kostnað "sam" og er ávísun á vargöld og vígöld því hún er upphaf af endi siðmenningarinnar.
Það að góður og gegn byltingarmaður og þú skulir ekki þekkja lygavef óvinarins eina sýnir hve ægimáttur peninga hans er mikill því upphaf valda hans var að snúa öllu á hvolf, að rétt væri rangt, og að hag fólks væri best borgið með því að hver hugsaði um sinn rass.
Þessi hugmyndafræði og áróður hennar var kostuð af þeim öflum sem rændu þjóðir Vesturlanda og eru nú á fullu að koma skuldum sínum á almenning um allan heim.
Við spyrnum ekki við á meðan við hugmyndafræði helsins sýkir dómgreind okkar og fær okkur til að nota vopn óvinarins í baráttu okkar.
Að segja á Íslandi í dag að jarðgöng séu munaður er svipað og að segja við bónda, "hví notar þú ekki ljána vinur, veistu ekki hvað traktor kostar???".
Jarðgöng eru ódýrustu samgöngumannvirki sem völ er á og eru forsenda byggðar á 21. öldinni. Þeir sem vilja ekki jarðgöng á Íslandi ættu að flytja til landa þar sem þeirra er ekki þörf.
En þar Sigurður er einhver annar meintur munaður sem öfl græðgi og sjálftöku munu naga niður.
Trúðu mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.6.2012 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.