24.4.2012 | 09:56
There's something out there!!
"Það er eitthvað þarna úti" er klassísk tilvísun B-myndir í einhver óhugnað sem er í umhverfinu eða fólk hefur á tilfinningu að eitthvað slæmt eigi eftir að gerast.
Og lýsir best í dag því ástandi sem er á Íslandi.
Fólk hefur það á tilfinningunni að ekkert hafi breyst, það veit að Hrunið varð ekki af því bara eins og Hrunverjar reyna að telja því í trú um og það veit að ef ekkert breytist þá mun það sama gerast aftur og aftur.
Það veit að þegar vargúlfur gengur laus þá þýðir lítt að loka dyrum, byrgja glugga og vona heitt að eitthvað að fénu lifi að nóttina. Og þó það hafi tekist að verja féð í nótt, hvað þá með næstu nótt, eða þar næstu, hvenær dugar varðgæslan ekki til???
Fólk veit að Hrunverjar eru þarna, en það veit ekki hvernig það á að verjast þeim.
Fólk skynjar ógn en kann ekki að orða hana. Þess vegna reynir það að láta eins og ekkert sé, lifa sem eðlilegustu lífi og vona það besta.
En þegar ógnin er raunveruleg, áþreifanleg, þá dugar ekki að vona.
Það þarf að verjast henni.
Það eru ógnir í nærumhverfi okkar, það eru ógnir í fjærumhverfi okkar.
Það er hægt að vera háfleygur og segja að það sem ógni þjóð okkar sé sundurlyndisfjandinn og hin stöðugu hjaðningsvíg stjórnmálanna. En það er þröng nálgun þess sem vill ekki horfast í augun á því sem er raunverulegt og mun gera út um sjálfstæði þessarar þjóðar. Það ef hún heldur áfram að lifa með höfuðið í sandi og lætur eins og ekkert þurfi að gera.
Gunnar Tómasson, okkar eini alvöru hagfræðingur af eldri kynslóðinni, orðaði hina áþreifanlegu ógn í Silfri Egils. Aflandskrónurnar sem voru einu sinni taldar vera um 400 milljarðar eru orðnar yfir 1.000 milljarðar og hagkerfi okkar mun ekki ráða við útstreymi þeirra.
Þetta veit Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þetta er hann að reyna segja þjóð sinni, og hann segir að okkar eina von sé að fá ESB til að þurrka út þessar krónur með því að láta okkur fá nýprentaðar evrur í staðinn. Gjaldið er innganga þjóðarinnar í ESB.
Þetta veit Lilja Mósesdóttir þingmaður og hennar ráð er klassískt ráð þjóða sem vilja halda sjálstæði sínu, að skattleggja útstreymi krónunnar á þann hátt að það fari ekki umfram greiðslugetu hennar. Skynsamlegt ráð segir Gunnar Tómasson hagfræðingur, það er ekki hægt að greiða meir en til ráðstöfunar er.
Þjóðin kýs hinsvegar að láta eins og vandinn sé ekki til staðar og hallast að ráðum atvinnurekendavaldsins í Sjálfstæðisflokknum. Að láta krónurnar fara út gegn því að ríkissjóður skrifi uppá evruskuldabréf. Sem á mannamáli þýðir gjaldþrot hennar og skuldaþrældómur.
Það blasir við hugsandi fólki að það er þó skömminni skárra að fara leið Össurar en hin eina rétta er leið Lilju. En þjóðin hlustar ekki á sínar Liljur.
Og hið óumflýjanlega þrot hennar færist nær með hverjum deginum.
Ástandið á heimsvísu er engu skárra.
Heimurinn er í þekktu ferli kreppunnar sem hingað til hefur alltaf endað á einn veg, í átökum og upplausn.
Og það er ekkert sem bendir til að sagan eigi ekki eftir að endurtaka sig.
Það er hægt að breyta þessum ferlum en sagan kennir að þegar fólk tekst á við ógnir með því að afneita þeim, að þá gangi hið versta alltaf eftir.
Það er ekki að ástæðulausu að Peter kallaði Murphy bjartsýnismann.
Ég er líka bjartsýnismaður en ekki á sömu forsendum og Murphy.
Hann sé það sem fór úrskeiðis, en ég sé galdur lífsins að verki, að hann finni alltaf svör.
En það þarf að hjálpa honum til þess.
Hjálpin eru við sem skynjum ógnina en látum hana ekki buga okkur.
Heldur efla okkur kjark og þrek til að kljást við varginn eina, og fella hann áður en yfir líkur.
Það er tvennt sem við þurfum að skilja.
Að óvinurinn eini er hugmyndafræði sérhyggjunnar sem vinnur hörðum höndum að gera hina ríku ríkari og okkur öll hin fátækari. Afleiðingin í gegnum tíðina hefur alltaf verið átök milli þjóða, milli þjóðfélagshópa, átök milli allra um allt.
Málið er að í dag þolir heimurinn ekki slík átök, tækni mannsins er komin á það stig að þau leysa að eina spurningu. Spurninguna um tilvist mannsins.
Með því að eyða honum.
Og sigur lífsins mun aðeins byggja á hugmyndafræði lífsins.
Það er ekkert val, það þýðir ekkert að rífast um það.
Þess vegna getum við aðeins fræðst, spurt, reynt að skilja, en tími þras og rifrildis er liðinn.
Deilur og sundrung er aðeins í þágu óvinarins eina.
Valkostirnir eru annars vegar hagfræði lífsins, hins vegar hagfræði dauðans.
Verðlaun sigurvegaranna í þessari orrustu fyrir tilvist mannsins er lífið sjálft.
Já, nákvæmlega, þó það þurfi tvo til að heyja stríð þá eru aðeins ein verðlaun. Sigri hin taumlausa græðgi sérhyggju siðleysisins þá eru engin verðlaun.
Allavega ekki í þessu lífi.
Sumum kann að þykja svona tal, svona sviðsmynd, hin fullkomna bölsýni en það er eins rangt og eitthvað getur verið rangt. Að afneita þeim staðreyndum sem við blasa með einhverjum innantómum frösum um bjartsýni, að þetta muni ekki gerast, sagan endurtaki sig ekki, að það sé ekki kreppa, að kreppur endi ekki með átökum eða ef það verði átök þá verði aðeins barist með tómötum, er aðeins ávísun á eitt.
Endalok.
Þess vegna er aðferðafræði lífsins hin fullkomna bjartsýni. Hún rífst ekki við staðreyndir, hún ætlar sér aðeins að sigra þær, að beygja tregðuöfl tortímingarinnar undir sinn vilja.
Hún ætlar sér sigur því það eru engin önnur verðlaun.
Hvernig byrjar maður að skynja hlutina á þann hátt sem ég er að lýsa??
Það verður hver og einn að svara fyrir sig.
Ég orðaði mitt svar í einu ágætum pistli fyrir margt löngu.
Ég ætla að láta hann enda þetta skæruliðablogg mitt gegn ICEsave og Óbermum dauðans hjá AGS.
Fyrir mig var hann upphaf nýrrar Sýnar, þeirrar Sýnar að ég taldi að það væri á mínu valdi að tryggja framtíð barna minna.
Flóknara var það ekki. Og ætti ekki að vera flóknara hjá öðrum.
En það er annarra að svara fyrir sig. Hvort sem það er í orðum eða gjörðum.
Orð eru til alls fyrst, skrái þau hugsun lífsins þá mun sú hugsun lifa á meðan einhver lifir til að tileinka sér hana.
Gjörðin ræður svo hvernig fer, því fyrr sem fólk tekur afstöðu með framtíð barna sinna, því fyrr hefst barátta lífsins.
Því fyrr myndast Hópur lífsins, þvi fyrr fá Liljur vallarins að blómstra í Samstöðu og trú um að lífið, þrátt fyrir alla sína galla, sé þess virði að berjast fyrir.
There is something out there.
Vonin, trúin, lífið.
Við sjálf.
Annað skiptir ekki máli.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þennan snilldar pistil Ómar.
Prenta þennan pistil út, sem marga þína fleiri og glugga aftur í og hugleiði.
Með kveðju að sunnan
Pétur Örn
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 18:42
Takk Pétur.
Fannst rétt að láta stefnuskrá lífsins mynda samfellu hér í síðustu pistlum mínum. Byrjaði eftir samtal okkar í upphafi páskavikunnar. Eins og ég lofaði að ég myndi gera.
Svo þú sérð að ég er ekki bara maður orðsins, heldur líka athafna.
Og þó þetta geri ekkert annað en að innspíra þig þá er þetta "þó" mér mikils virði.
Það hefst allt með "þó".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.4.2012 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.