23.4.2012 | 08:22
Dagurinn í dag er dagurinn.
Sem sannleikurinn stendur nakinn fyrir fram þjóðinni.
Landsdómur kemur saman klukkan 14.00 og kveður upp sinn dóm.
Annað hvort dæmir hann eftir lögum og sýknar Geir.
Eða hann dæmir eftir hagsmunum ESB klíkunnar og sakfellir Geir.
Gangi það fyrra eftir er ljóst að Alþingi segir af sér og boðað verður til kosninga.
Röng pólitíks ákæra getur aldrei haft aðrar afleiðingar.
Gangi það seinna eftir er ljóst að ESB gullið hefur náð yfirhöndinni í Hæstarétt landsins.
Til að dæma Geir sekan þarf að dæma gegn skýrum íslenskum lögum, gegn EES samningnum, gegn Evrópskri reglugerð.
Allt sem Geir átti að hafa vanrækt að gera, var stranglega bannað samkvæmt hinu Evrópska regluverki sem Íslendingar samþykktu að lúta með EES samningnum.
Aðeins geðþóttarákvörðun sem þjónar hagsmunum innlimunarsinna gæti útskýrt rangan dóm.
Þá er líka ljóst hvernig dómurinn fyrir EFTA dómnum verður vegna kæru ESA og síðan hvernig Hæstiréttur muni dæma verði þeim dómi fylgt eftir fyrir íslenskum dómsstólum.
Ekki fyrsta dæmið sem sagan kann um ranga dóma í þágu valds, erlends valds.
Hvernig sem allt fer, þá er ljóst að ekkert verður eins eftir þennan dag.
Raunveruleikinn verður ekki lengur hundsaður.
Klæði keisarans verða skoðuð.
Sé hann nakinn þá verður það sagt og Alþingi mun þurfa að axla ábyrgð.
Sé hann í fánalitum ESB þá er ljóst að sjálfstæðistríð þjóðarinnar er hafið.
Dagurinn í dag er Dagurinn.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 541
- Sl. sólarhring: 647
- Sl. viku: 6272
- Frá upphafi: 1399440
Annað
- Innlit í dag: 460
- Innlit sl. viku: 5315
- Gestir í dag: 422
- IP-tölur í dag: 415
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.