23.4.2012 | 08:11
Loksins fann Össur einhvern sem virðir fullveldisrétt þjóðarinnar.
Kínverja.
Hvað er Össur þá að ræða við ESB um afnám fullveldis þjóðarinnar fyrst til eru ríki sem virða fullveldisrétt þjóðarinnar???
Af hverju ræðir hann við ríkjabandalag um aðild þegar hið sama ríkjabandalag hótar grímulausum viðskiptaþvingunum ef við beygjum okkur ekki í einu og öllu fyrir vilja þess.
Af hverju ræðir Össur við ríkjabandalag sem stendur að dómsmáli sem hefur það eina markmið að hnekkja sjálfstæði Alþingis sem löggjafavalds þjóðarinnar.
Krafa ESA er aðeins ein, að skýr íslensk lög skulu víkja, ekki fyrir skýrum lögum ESB, svo gott er það ekki, heldur fyrir eftirá lagaskýringu sem aðeins á að gilda um íslenska tryggingasjóðinn.
Eða með öðrum orðum, ef við segjum, þá hlýðið þið.
Að ræða við slíkt bandalag kúgunar og ofríkis er aðför að fullveldi þjóðarinnar.
Að hlusta á gort Össurar um að hann taki á móti er hlægilegra en þegar uppblásnir kvislingar sögðust ætla að verja þjóð sína gegn öllum árásum.
Og afleiðingarnar þær sömu eins og sást í ICEsave. ESB sagði "borgið", og Össur sagði, "hve mikið". Í Noregi þá skutu norskir hermenn á þýska innrásarliðið nema þar sem þeir lutu stjórn herforingja úr flokki Quisling, þar stóðu menn honor og spurðu, "hve mikið".
Uppblásinn Össur, uppbláisnn Quisling, skítalyktin af svikum þeirra er sú sama.
Og afleiðingarnar þær sömu.
Kveðja að austan.
Virða fullveldisréttinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Össur verður áframhaldandi ráðherra á Íslandi komandi ár, þá verð ég sammála Jónasi Kristjánss. Íslendingar eru fífl.
Kjósi þeir þetta skoffín áfram, þá er ekkert sem kemur í veg fyrir endalok lýðveldi Íslands.
Jóhanna (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 11:38
Blessuð Jóhanna.
Takk fyrir innlitið. En fyrst erum við glötuð ef við lesum og tökum mark á Jónasi, nema þegar hann fjallar um hesta.
Hann rífur niður í þágu erlendra afla.
Þá er betra að vera fífl og eiga von um að affíflast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.