Hvaðan á að sækja peningana?

 

Spyr Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra þegar hann afsakar að heimilum landsins sé ekki hjálpað.

Það eina sem hann sér í stöðunni eru hin klassísku ráð hagfræði dauðans; 

"það þarf annaðhvort að borga það með skatti eða mæta því með frekara aðhaldi eða niðurskurði. "

Eins og að hagfræði lífsins eigi ekki til lausn á þessu eins og öllu öðru.

 

Þegar ríki lenda í miklum og óvæntum útgjöldum hvort sem það er vegna hamafara, náttúruhamfara eða fjármálahamfara eða vegna styrjalda þá eiga þau um tvær leiðir að velja.

 

Að gefast upp yfir útgjöldunum og grípa ekki til aðgerða

Það hefði til dæmis þýtt að Bretar hefðu gefist upp í sept 1940 fyrir Þjóðverjum því þá var breski ríkiskassinn tómur og allur gullforði ríkisins kominn til Bandaríkjanna.  Það hefði til dæmis þýtt að borgir Evrópu hefðu ekki verið reistar úr rústum eftir seinna stríð því ríkissjóðir viðkomandi landa voru tómir eftir stríðið.  Það hefði þýtt að Vestmannaeyingum hefði ekki verið komið til hjálpa eftir gos því enginn peningur var til.  Viðlagasjóður var stofnaður eftir gos og það tók langan tíma að safna í hann.

Allt skynsamt fólk, og flestir óskynsamir líka, sjá að uppgjöf er ekki valkostur hjá sjálfstæðum þjóðum, þær takast á við vandann og reyna á einhvern hátt að fjármagna hann.

 

Og þá er komið að deilunni miklu milli hagfræði dauðans og hagfræði lífsins.  

 

Hagfræði dauðans segir að ekkert sé hægt að gera án þess að hækka skatta eða skera niður á móti.  Til dæmis áttu Bretar að hætta að kaupa mat handa hermönnum til að geta keypt skriðdreka og flugvélar.  Uppbygging borga eftir stríð átti að eiga sér stað með því að loka öllum skólum og sjúkarhúsum svo hægt væri að greiða verkafólki laun.  

Samt sjá allir annmarka þessa hugsunar því hungurdauða hermenn manna ekki skriðdreka og flugvélar, verkafólk byggir ekki borgir ef það nýtur ekki heilsugæslu og getur ekki menntað börnin sín.  Það tekur frekar vopn í hönd og losar sig við þá stjórnmálamen sem aðhyllast hugmyndafræði dauðans.

 

Hagfræði lífsins prentar peninga með því að gefa út skuldabréf á framtíðina.  Þá þarf ekki að loka nauðsynlegum innviðum samfélaga, það gengur allt snuðrulaust og uppbygging getur hafist.  Við þessi skilyrði þá er peningaprentunin viðskiptavaki sem skapar grósku sem aftur leiðir til að skattstofnar stækka og öll útgjöld verða viðráðanleg.  

Hin óvæntu úgjöld sem falla til greiðast á löngum tíma eftir þvi sem efni og aðstæður leyfa.  

 

Hugsun hagfræði lífsins er að þau valdi sem minnstum skaða á þeim undirstöðum samfélaga sem eru forsendur framleiðslu þeirra og hagvaxtar.  

Niðurskurður eða skatthækkanir draga hins vegar út styrk hagkerfisins og auka líkur á að spírall kreppu og samdráttar hefjist.  Allt er það þó háð styrkinum sem fyrir er og hvers eðlis hin óvæntu útgjöld eru. 

 

Hagfræði lífsins og hagfræði dauðans takast á í heiminum í dag.

Evrópa er undirlögð þeirri hugsun að kreppu á að kveða í kútinn með niðurskurði og skatthækkunum.  Í dag er Evrópa að deyja, það blasir við, allir hagvísar benda til þess,.

Í Bandaríkjunum ákvað ríkisstjórn George Bush að grípa til hagfræði lífsins á ögurstundu þjóðarinnar þegar útlit var fyrir að allt fjámálakerfið ásamt mikilvægum stórfyrirtækjum væri að hrynja.

Það tókst að hindra það hrun og fyrirtækjunum sem var bjargað með skuldbréfaútgáfu eru að borga þau til baka.  Eins tókst að hindra hrun húsnæðismarkaðarins með aðferðafræði peningaprentunarinnar, "óhrein" bréf voru tekin úr umferð í skiptum fyrir skuldabréf Seðlabankans. Og svo framvegis.  

 

Það þarf því ekki lengur að deila um hvort virkar, lífið eða dauði.  Enda felst það í orðunum og allir ættu að vita að hugsun dauðans er ekki forsenda uppbyggingar og endurreisnar.

Hér á Íslandi hafa mætir menn eins og Lilja Mósesdóttir, Guðmundur Franklín, Gunnar Tómasson, Marínó Njálsson, Benedikt Sigurðarsoon og fleiri og fleiri reynt að móta aðferðafræði lífsins í þágu heimilanna.

Vissulega má deila um einstakar útfærslur og allt má útfæra betur en gagnrýnendur verða að átta sig á að það er ekki lausn á máli að leggja til dauða og djöful eins og núverandi ríkisstjórn gerir.  Eina gagnrýnin á eitthvað sem er ekki nógu fullkomið, er að koma með tillögur sem ná sama markmiði en minni annmarkar eru á.

 

Það er þessi hugsun sem flestir gagrýnendur flaska á, að þeir geta aðeins komið með þriðju leiðina þegar valið stendur milli þess sem virkar og þess sem virkar ekki, og þessi þriðja leið þarf þá að vera betri en þegar fram komnar tillögur um leið sem virkar.

Þú bendir ekki á galla og leggur svo til leið sem er ennþá verri en sú sem fara á.

Og hamlar ekki för í rétta átt með því að leggja til leið sem liggur beint í glötun.

 

Það eru skýringar á að Hrunverjar nýta fjölmiðla sína til að hampa talsmönnum hagfræði dauðans.  Hún er hagfræðin sem gerir þá ríkari en almenning fátækari.  

Sá sem vill alltaf meir á kostnað annarra, hann aðhyllist hagfræði dauðans, hann spyr hvaðan á að fá peninga til að hjálpa náunganum.  Hann skilur ekki að hjálp snýst ekki um peninga, hjálp er spurning um breytni.

Að gera það sem rétt er, að vera siðuð manneskja í siðuðu samfélagi.

 

Hrunið afsiðaði íslenku þjóðina. 

Hún kaus yfir sig ósiðað fólk sem vinnur í þágu blóðsuga fjármagnsins.  Hún kaus yfir sig fólk sem neitar að hjálpa þurfandi því það er í forgang að hjálpa þeim ríku sem urðu fyrir skakkföllum í Hruninu mikla.

Hún kaus yfir sig hagfræði dauðans í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Afsiðun þjóðarinnar kristallast í því að hún neitar að hjálpa náunganum.  Hún lætur boðbera dauðans spila á sínar lægstu hvatir, að það kosti að hjálpa, það falli kostnaður á skattborgara.  Og hún þjóðin tapi, tapi lífeyri, tapi lífsgæðu.  Þess vegna mega þeir sem á gaddinum dvelja, vera þar áfram.

Þjóðin dáist að afrekum fátæka fólksins í Veturhúsum sem bjargaði fjölda hermanna úr hrakningum.  En hún áttar sig ekki á að ef þetta fátæka fólk hefði látið Hrunverja afsiða sig, þá hefði það ekki hjálpað neinum.  Það hefði spurt sig til hvers á ég að hjálpa fólki í neyð??  Þeir éta mig út á gaddinn, matinn sem ég ætla að borða á morgun og hinn.  Hvað kemur mér við örlög náungans, gæti þetta ekki skaðað lífeyrinn minn???  Er þetta ekki eitthvað fólk sem ég þekki ekki??'

 

Við erum ekki nefnilega sama þjóðin fyrir Hrun og eftir Hrun.

Við hlustum ekki á raddir hins siðaða manns.  

Við hlustum aðeins á þá sem spyrja Hvaðan á að sækja peningana???.

Deyfum svo samvisku okkar með því að gefa einhverjum útigangsketti síldarbita.

 

Þjóðin áttar sig ekki á því að það er hún sem er fórnarlamb afsiðunarinnar.

Að Hunverjar afsiðuðu hana í einum tilgangi og aðeins einum, til að sjúga út úr henni verðmæti og eigur, því þau Óbermi fá aldrei nóg.  

Hún áttar sig ekki á að ef vandi hinna skuldugu heimila er ekki leystur, að þá fellur til ennþá hærri kostnaður á samfélagið.  Og lífeyrinn, þessi beita sem Ómenni dauðans spila á, hann lækkar miklu meir að raungildi við hrun heimilanna.  

Því hagfræði dauðans veldur kreppu og samdrætti, með tilheyrandi niðurskurði á innviðum samfélagsins.  Og tekjur fólks dragast saman, lífeyri fólks skerðist.

Allir tapa.

 

Það á ekki þurfa að segja annað en að siðuð manneskja breytir rétt. 

En það dugar ekki í dag, það hlustar enginn á slíka rödd.

 

En aurapúkar þjóðar minnar, þið tapið öll, við töpum öll. 

Rétt breytni er forsenda velmegunar og velferðar.

Hlustið því á þá sem vilja hjálpa náunganum, því í þeirri hjálp er ykkar framtíð fólgin.

Við erum eitt, að skilja einn útundan bitnar fyrr eða síðar á okkur öllum.

 

Breytum því rétt, hættum að spyrja hvaðan peningarnir koma.  

Okkur dugar að vita að þeir koma.

Það er galdur lífsins, það er hagfræði lífsins.

Gróskan.

 

Gróskan er lífið sjálft.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enn einu sinni takk fyrir góðan pistil, og ég er algjörlega sammála því að þjóðin var afsiðuð eftir hrunið og þetta fólk sem tók við, og líka þeir sem sitja fast við rjómaskálina og þrá ekkert heitar en að komast þangað aftur eru svikarar við þjóð sína og land.  Við verðum að fá nýtt blóð inn í stjórnmálin ef ekki á að fara illa fyrir okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 10:48

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Af hverju gefið þið Ásthildur og Ómar ekki kost á ykkur til þingsetu í næstu kosningum og kippið þessu í lag  fyrir okkur.

Þórir Kjartansson, 22.4.2012 kl. 11:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bara orðin of gömul Þórir minn.  Komin á eftirlaunaaldur, eins og tannlaus hundur sem geltir.  En ég reyni að gelta og brýna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 11:28

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ómar, takk fyrir enn einn hágæða pistil.

Magnús Óskar Ingvarsson, 22.4.2012 kl. 13:23

5 identicon

Enn kveður Ómar þá Lilju, er allir vildu kveðið hafa.  Takk fyir enn einn frábæran pistil Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 13:43

6 Smámynd: Elle_

HVAÐAN Á AÐ SÆKJA PENINGANA spyr stærsta jarðýta við kúgunarsamninginn um ´skuld´ sem við skulduðum aldrei.  Og upp á 500 - 1000 MILLJARÐA. 

Gleymum aldrei að hann (og hans stjórn) vildi og hann ætlaði að þvinga ógeðið yfir foreldra og gamalmenni.  100 MILLJÓNIR í vexti á dag vildi hann með engum rökum nema fáráði.  Ofan á 500 - 1000 MILLJARÐA sem við skulduðum ekki. 

Skrifað um hann, Guðbjart Hannesson, 28. des, 09, 2 dögum fyrir dag mestu niðurlæginar landsins:
---------------------------------------------------------

Var hann þar að svara áburði Vigdísar Hauksdóttir um að hann talaði máli breta og Hollendinga í ICEsave deilunni.

"Þetta er sá samningur sem bretar og Hollendingar vilja, og hann verður Alþingi að samþykkja, annars náum við ekki sátt við "alþjóðasamfélagið" og fáum ekki erlent lánsfé inn í landið."

Þetta eru þau rök sem formaður fjárlaganefndar notar til að réttlæta viðsnúning sinn  gagnvart þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í sumar á ríkisábyrgð íslensku þjóðarinnar á skuldum Björgólfs og Björgólfs.

Þetta eru rök Samfylkingarinnar fyrir að borga úr ríkiskassa almennings  100 milljónir á dag í vexti vegna einhvers sem þjóðin á ekki að borga, hvorki lagalega eða siðferðislega.  Og auk þessa hundrað milljóna, þá er sjálfur höfuðstóllinn eftir, og um hann ríkir  mikil óvissa.  Skuldabréfið sjálft er upp á 650 milljarða, og það vita allir með lágmarks vit, að maður skuldar það sem maður skrifar upp á, þar til annað kemur í ljós.  

Þegar vextir og höfuðstóll eru lagðar saman, þá er ljóst að um drápsklyfjar er að ræða, skýrt brot á stjórnarskránni, auk ólöglegrar málsmeðferðar á öllum stigum málsins.  Því fjárkúgararnir láðust að fá samþykki lögbundinna stofnana  EES, töldu það duga að fá samþykki Samfylkingarinnar á fjárkröfum sínum.

 

Og hver eru þessi rök, þegar lygavaðall keyptra leigupenna breta á Íslandi hefur verið hrakinn inn í dýpstu skúmaskot?????  Og þaggað niður Riddurum heimskunnar sem riðu röftum fjölmiðlanna eins og Glámur forðum.  

Jú, rökin eru hin meinta sátt við "alþjóðasamfélagið", og aðgangur að erlendu lánsfé.  Á mannamáli þýðir þetta, að þeir sem þegar hafa ekki fengið laun eða dúsur fyrir að styðja breta, þeir eru lyddur sem hræðast vindgaul fretkarla og telja að fýlan af þeim geti valdið hörmungum, líkt og þeim sem greint er í Biblíunni um plágurnar sjö.  

 

En Ísland er lýðræðisríki, og huglægur ótti er ekki rök fyrir skattaáþján og þeim hörmungum  sem óhjákvæmilega mun fylgja skuldbindingum af þeirri stærðargráðu sem ICEsave ríkisábyrgðin er.  Stjórnarskráin er skýr hvað það varðar að "af því bara að ég er hræddur" er ekki rök sem réttlæta ríkisábyrgð.

Lítum því á fyrri röksemdina, hina meintu sátt við "alþjóðasamfélagið".   Frá 1945 er aðeins ein stofnun tæk til að tjá rödd alþjóðasamfélagsins, og það eru Sameinuðu þjóðirnar.  Ef þjóðríki lendir í "ósátt" við "alþjóðasamfélagið", þá hefur viðkomandi ríki fengið á sig skýra ályktun frá Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um að hegðun þess sé óásættanleg.  Eins hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vald til að setja þjóðir út af hinum alþjóðlega sakramenti.   En í alþjóðalögum er hvergi minnst á að þetta vald sé í höndum embættismanna Evrópusambandsins, Samfylkingarinnar, eða talsmanna breskra stjórnvalda.  

Og ef ekki liggur fyrir í þingskjali staðfest ályktun Sameinuðu þjóðanna að Íslands sé í "ósátt" við alþjóðasamfélagið, og leiðin til "sáttar" sé að samþykkja ríkisábyrgð á ICEsave,  þá fer Guðbjartur Hannesson með rangt mál.  Hann lýgur, hann er Crook.  Og slík framkoma, að ljúga til um rök í svona stóru máli eins og ICEsave er, það er ekki aðeins ámælisvert,  það er lögbrot, og myndu hjá öllum alvöru þjóðum kalla á tafarlaus inngrip réttarkerfisins.

En á Íslandi kallast þetta leiðin að norrænni velferðarstjórn.

Og seinni rök Guðbjarts eru litlu haldbetri.  Vissulega liggur það fyrir að Evrópskir sjóðir eru í dag stjórnað af mönnum lögleysu og fjárkúgunar.  En ekkert liggur fyrir um að þeim sé stætt af slíkum brotum eftir að stofnanir EES hafa dæmt þær ólöglegar.  Og þó svo væri, ætlar þessi þjóð að borga 35-50 milljarða árlega í erlendum gjaldeyri til að fá lánafyrirgreiðslu upp á 35 milljarða í erlendum gjaldeyri, en það er sú fyrirgreiðsla sem er frosin í hinu evrópska lánakerfi?????

Frostið í hina evrópska lánakerfi er það eina sem er haldfast í rökum Guðbjarts.  Og þetta lánakerfi lánaði síðast fyrir 5-10 árum síðan, þannig að neyða þjóð sína að borga hundruð milljarða vegna nokkurra tuga milljarða lánveitinga í orkuframkvæmdir, í þegar yfirskuldsett orkufyrirtæki, það er ekki heimska, ekki einu sinni algjör fáráð, einna helst er eitthvað hugtak til yfir geðsjúkt fólk, sem hefur misst allt raunveruleikaskyn, sem gæti útskýrt þessi hugrenningartengsl formanns fjárlaganefndar.  Rök sem flokkssystkini hans í Samfylkingunni hengja sitt síðasta haldreipi  á svo þau standi ekki berstrípuð á víðavangi sem siðlaust landsölufólk og þjóðníðingar.

En það er verið að tala um erlenda lánafyrirgreiðslu almennt segja þá þingmenn Samfylkingarinnar.  Og um þá röksemd eins og aðrar, það þarf að sanna hana, sína fram á að til dæmis samtök erlendra fjármálastofnana hafi samþykkt að lána ekki til Íslands nema ICEsave skuld Björgólfs og Björgólfs verði greidd.  Og síðan þarf að liggja fyrir lögformleg skuldbinding þessara sömu fjármálafyrirtækja, um að þær ætli að lána gjaldþrota þjóð sem notar allar sínar tekjur í að borga ICEsave skuldina.   

Og slíkar skriflegar staðfestingar liggja ekki fyrir Alþingi.  Í fyrsta lagi vegna þess að slík alþjóðleg samtök fjármálafyrirtækja eru ekki til, og því er ekki til aðili sem getur talað fyrir hönd allra fjármálastofnana heimsins, og í öðru lagi þá er það fáheyrt, líklegast einsdæmi í allri heimssögunni, að bankar lýsi því yfir að þeir láni aðeins til þjóðríkis, ef það gerir sig fyrst gjaldþrota, svo öruggt er að það geti ekki greitt lán sín til baka. 

Og sannasta held ég að jafnvel þó öll geðsjúkrahús heimsins yrðu tæmd, þá finnist þar ekki sjúklingur nógu veruleikafirrtur sem tryði slíku athæfi upp á bankastofnun.  Þó mætti örugglega finna 2-3 sem tryðu því að Liverpool gæti orðið Englandsmeistari  á næstu 3 árum. En að finna einhvern, sem tryði því að bankar færu fyrst fram á að fyrirhugaður lántakandi skuldsetti sig til andskotans, áður en þeir lánuðu honum,  slíkt er útilokað. 

Af rúmlega 6 milljörðum jarðarbúa má aðeins finna nokkur gamalmenni á Íslandi sem trúa slíkum öfugmælum, og þau eru öll kjósendur Samfylkingar og VinstriGrænna.   Og aðeins djúpstæð óvild á Sjálfstæðisflokknum útskýrir þessa trúgirni.  Sumum er það áskapað að vilja fórna sér og sínum vegna persónulegrar óvildar eða haturs, gamalt  og nýtt þema í mörgum harmleikjum.

Og það er harmleikur að þjóðin skuli leyfa þjónum erlendra ríkja, sem ætla að kúga aleiguna út úr íslensku þjóðinni, að komast upp með bábiljur og lygar á þjóðþingi sínu.  Vegna þess að Guðbjartur Hannesson er Crook, hann trúir ekki sjálfur rökum sínum.  Þau eru sett fram til að blekkja vitgranna fölmiðlamenn svo þeir geti fóðrað trúgjarna sálir svo þær styðji níðingsverk Samfylkingarinnar.  

Ísland  á að komast í Evrópusambandið með góðu eða illu.  Og fyrst það tókst ekki með góðu, þá seldi Samfylkingarfólk sálu sína eins og Galdra Loftur forðum og notar fordæðuskap til að ná fram markmiðum sínum.

En það mun fara fyrir Samfylkingunni eins og Lofti forðum, jörðin mun gleypa hana og engin mun sakna hennar frekar en Lofts forðum daga.  

Því fordæður eru best geymdar í neðra.

Ekki á Alþingi Íslendinga.

Kveðja  að austan.

Elle_, 22.4.2012 kl. 14:07

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rök Guðbjarts falla strax um sig sjálf af einni ástæðu. Hann gefur sér að hver einasta króna af skuldum heimilanna munu verða borgaðar.

Það vita allir sem eitthvað hafa kynnt sér skuldavanda íslenskra heimila, að hátt hlutfall þeirra verður aldrei borgað. Er tapað fé. Málið snýst um að viðurkenna staðreyndir.

Ef það leysir efnahagsvandamál landsins að skrifa eina háa tölu á blað og láta blaðið rykfalla uppi í hillu, þá hefði ég nú getað verið löngu búinn að senda Steingrími J. (núna Oddnýju Harðar) eitt Excel skjal með einni tölu merkt sem útistandandi skuld. Samkvæmt Guðbjarti er augljóslega engin þörf að talan þurfi að vera í samræmi við raunveruleikann. Þau mega biðja um eins háa tölu og þau vilja.

Ég er ágætis Excel maður og hefði leyst þetta dæmi á fimm mínútum. Þetta gæti litið einhvern veginn svona út:

Skuld Andrésar Andar við Jóakim frænda:                        1.000.000.000.000.000.000

Mikið er nú fínt að eiga svona snillinga eins og þá sem sitja í ríkisstjórninni. Sem leysa efnahagsvandamál landsins með einu Excel skjali, vandamál sem  hafa vafist fyrir kynslóð á eftir kynslóð af stjórnmálamönnum og hagfræðingum.

Theódór Norðkvist, 22.4.2012 kl. 14:33

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar. Ég skil þennan pistil þinn á minn hátt. Það skiptir okkur íslendinga máli hversu mikið við skuldum, Þá vil ég tala um hversu mikið við skuldum öðrum en okkur sjálfum, innbyrðis.

Eg skil að það skiptir máli að við stöndum við skuldbindingar okkar fyrir utan Íslands. Þar eru skuldunautar sem vilja fá greiðslu fyrir þá vöru sem við fáum og þurfum að fá frá þeim. Annað þurfa þeir ekki að fá en stofnaðar viðskiptaskuldir okkar vegna vörukaupa.

Hvað gerist ef við nullstillum okkar samfélag. Allar innlendar húsnæðisskuldir fjölskyldna eru settar á núll.  (búið er að íslenska erlendar skuldir heimilanna).

Þetta hefur verið gert næsturm 100% eða á árunum 1974-1978 og slegið algerlega við myntbreytingu 1980- skattlaust ár þegar staðgreiðsla var sett á stað. Nýtt fiskveiðikerfi var sett á nokkrum ára seinna og við hættum að greiða með sjávarútvegi.

Við lifðum enn- eftir þessar róttæku aðgerðir.

Við lifum vegna þess að við höfðum og höfum  efni á svona byltingarkenndum aðgerðum. Við höfum efni á því að afskrifa allar skuldir fjöldskylda og byrja upp á nýtt.

Þess vegna skil ég þinn pistil á minn hátt og ég held að þú hafir sama skilning og ég, en þú segir það á annan hátt. 

Við þurfum ekki einhverja aukvisa til að segja okkur hvað sé hægt og ekki hægt. Við gerum það sem þarf til fyrir íslenska þjóð.  Allar aðgerðir sem styðja við endurreisn hverrar fjölskyldu eru réttar aðgerðir.

Hafðu þakkir fyrir að vekja okkur.

Eggert Guðmundsson, 22.4.2012 kl. 21:37

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið gott fólk.

Þórir, það er til lítils fyrir siðað fólk að bjóða sig fram í afsiðuðu þjóðfélagi.  En fyrst þú ert hérnar og lest, þá mætti ætla að það væri von.  Að fólk viti að peningvaldið hafi afsiðað það og það þrái að hugsjónir mennskunnar siði það á ný.  

En ég veit ekki hvort þetta sé hægt, hef aldrei verið afsiðaður.  Tala því ekki að þekkingu um málið.

Ásthildur, það vantar vit kynslóðana á þing, þingmenn þurfa ekki að vita allt, allra síst um pólitískar refjar, þeir þurfa hafa hjarta og brjóstvit.

Og skaðar ekki að hata nýfrjálshyggjuna eins og pestina, en það er samt mín sérviska.

Ekkert að þakka Magnús.

Pétur Örn, núna þurfa Liljur vallarins að blómstra sem víðast, okkur hinum sem leiðarvísir til betra mannlífs.

Elle, svona var skrifað í den, verður skrifað fljótlega ef landsalan gengur eftir.  Þess vegna þarf að verja Bessastaði fyrir ESB gullinu.  

Theodór, þú hefur heyrt um bifvélavirkjan, eða var það hagfræðingur, man það ekki, sem ráðlagði ljóskunni að skipta ekki um olíusíur, það væri svo dýrt, heilir 2 tímar á verkstæði.  Ljóskan trúði, enda mjög trúverðugur hagfræðingur dauðans, og hélt áfram að keyra sinn bíl.  Alveg þar til hann stoppaði.  Þá rak hún sig á kostnaðinn við að gera það ekki.  Vélin ónýt og hinn trúverðugi talsmaður dauðans, keypti bílinn á hrakvirði, skipti um vél úr bíl þar sem önnur ljóska hafði sleppt því að láta smyrja og allar legur fastar, en vélin heil og bíllinn fyrir lítið, og útkoman voru tvær bílllausar ljóskur og einn platari sem græddi stórfé á því að selja bíl sem var eins og nýr.  

Það er þannig að það kostar að gera lífsnauðsynleg hluti, en það kostar ennþá meir að gera það ekki.  Ég skil hins vegar ekki hvenær þjóðin varð að ljóskum.

Eggert, verð að játa að svona djúpur er ég ekki, þykist ekki hafa séð fyrir mér alla umræðu sem hagfræði lífsins á eftir að vekja upp.

Það er meira eins og að ég sé að benda á að við þurfum að borða til að lifa en hef minna vit á þeim réttum sem þarf að neyta.  

Einu sinni orðaði ég þetta þannig að við kæmum með markmiðin en síða sæju hagfræðingarnir um að koma með lausnirnar.  Þeir væru þjónar okkur en ekki öfugt.  

Minni samt á að maður gerir ekki meira en maður hefur afl til og breyting í ófriði er ekki þess virði.  Svo þetta er alltaf fyrst og síðast spurning um Sýn og trú á hana.  Smitið sér svo um restina.

Trú flytur kannski ekki fjöll en hún getur hreyft við fólki.

Á morgun ætla ég að renna í gegn pistli, sem ég samdi einhvern tímann fyrir margt löngu þegar ég reyndi að útskýra af hverju ég væri að gera mig að þessu fífli að tala um lífið og forsendur þess að það muni lifa ögurstund mannkyns af.  

Ég renni honum í gegn í þeirri von að hann kveiki á einhverjum öðrum og þeir orði sína Sýn þó það verði ekki nema innra með sér.  

Umræðan er allavega í öngstræti vitleysunnar og því er alltí lagi að vera vitlaus í augum annarra.  

Svo gæti eitthvað komið út úr því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2012 kl. 22:51

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 Skólamenntaðir  hagfrægðingar hafa engar lausnir til handa ráðandi Ríkisstjórn Íslands né heldur Ríkisstjónum Evrópu.  Þekkt líkön skólamanna hefur borið skipbrot og því verður að hugsa upp á nýtt.  Hugmynd mín er kannski galin, en hún er öðru vísi. Það er  ungur hagfræðistudent sem hefur skrifað pistla á Pressan.is um nýjar lausnir fyrir íslendinga.  Lausnir sem ávísað er til getu landsins og trú á framtíðarfólk þessa lands. 

Ég geng aðeins lengra og er skarpari í hugmyndum um aðgerðir sem ég tel nauðsynlegar. Skarpari aðgerðum gagnvart fjölskyldum þessa lands því  ég veit að það er gerlegt og ég hef trú á framtíð okkar unga fólks til að vinna úr auðlindum sem búa í  landi okkar. 

Það er vitað að bankar og stofnanir hafa búið til skuldir án þess að hafa bakgrunn til að gera það.  Það hefur  orðið til skuldaeign hjá bönkum með innslagi bankastarfsmann inn í tölfukerfi þeirra. (rafrænar krónur)

Bankar hafa búið til þessar skuldir án þess að eiga peningalegar eignir á bak við þær. Bankar og lánastofnanir hafa "slegið" peninga án þess að hafa heimild til þess. (Seðlabanki hefur einkaleyfi).  Bankarnir hrundu (urðu gjaldþrota) 2008 og nýjir bankar tóku við.  Íslenska ríkið tók þá ákvörðun um að endurreisa þessa banka með fjárframlagi fólks okkar lands. 

Þess vegna skuldum við íslendingar ekkert þessum bönkum- þeir skulda okkur .

Því skulum við fara í þessar afskriftir á lánum heimilanna hjá bönkunum og líta á það sem skuldajöfnun.  

Núllstillum skuldir heimila.

Eggert Guðmundsson, 23.4.2012 kl. 00:32

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Þegar ég las fyrstu setningu þína þá flaug í huga mér, "have faith in your self", veit ekki af hverju að þessi enska kom en hún kom.  

Svo svararðu mér með því að " Það er  ungur hagfræðistudent sem hefur skrifað pistla á Pressan.is um nýjar lausnir fyrir íslendinga.  Lausnir sem ávísað er til getu landsins og trú á framtíðarfólk þessa lands.  " .

Það er þannig að ef þú hefur réttu Sýnina þá færðu fagmennina með þér að útfærslu lausna.  Og það sem meira er, þeir eru þarna úti.  Það sem vantar er að skapa þeim grundvell til að tjá sig.

Ég er ekkert of vel lesinn en ég las skrif Krugmans og Hudson þegar ég byrjaði ICEsave ströglið mitt og svo fylgist ég með umræðunni í gegnum linka hjá Gunnari Rögnvaldssyni evrubana.  Silfrið kynnti mér svo góðan mann frá Ástralíu og í öðru bloggi nýlega var vakið athygli á bók um Hagfræði lífsins.

Þetta er sem sagt allt þarna, það er bara að nýta og setja í rétt samhengi.

Ég tel grunn þessa máls vera að forsendubresturinn sé leiðréttur.  Síðan þarf nýja Sýn á skuldir.  Þar eru margar hugmyndir að þróast og það á að leyfa þeim það með því að ræða þær og rökræða.

Fjármálahamfarirnar krefja síðan þjóðina um nýja nálgun.  Enginn á að greiða meir en hann getur og enginn á að vera þræll sinna skulda.  Forsaga þeirra skiptir ekki öllu, þegar stjórnvöld leyfðu Hrunverjum að ræna okkur, þá hurfu öll hin gömlu viðmið.  

Loks er krafa lífsins skýr, og um hana er ekki deilt.

Börn eru ekki borin út af heimilum sínum.  Heimilin eru griðastaður fjölskyldunnar og forsenda samfélagsins.  Hvað sem menn gera, hvernig sem menn útfæra hlutina þá er þessi grunnforsenda lífsins til umræðu.  Hún er skýr, hún er solid.

Tími Rómversku þrælasiðmenningarinnar er liðinn.  

Það mættu þeir hafa í huga sem mæta til Sirrý og dásama góðvild sína við útigangsketti, að á tímum Rómverja var líka til fólk sem var gott við ketti.  En fór illa með náunga sinn, þrælkaði hann, hvort sem það var vegna ICEsave eða annað, og það bar út fólk, seldi það í skuldaþrældóm forsendubrestsins.

Því sagan endurtekur sig, sumir halda sig góðar manneskjur en sína ekki þá breytni sem til þarf.

Góð manneskja skuldaþrælkar ekki náunga sinn.

Jafnvel þó hún gauki síldarbita að ketti.  Eða mætir til Sirrý.  

Góð manneskja breytir rétt. 

Eitthvað sem stétt góða fólksins á Íslandi virðist fyrirmunað að skilja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 07:59

12 identicon

Sæll.

Við höfum oftar en einu sinni tekið rimmu um peningaprentun.

Gott dæmi úr samtíma okkar um að hún virki ekki má finna í USA. Þú manst sennilega eftir þessum "stimulus" pakka hans Obama upp á um 778 milljarða dollara. Virkaði hann? Nei! Hann virkaði ekki. Ekki einn einasti Keynisti (þú sækir þínar hugmyndir í hans smiðju) sá hrunið fyrir. Ekki einn! Bernanke sagði fram á síðasta dag að allt væri í lagi. Hvernig á sá ágæti maður að geta leyst þennan vanda fyrst hann skilur hann ekki?

Menn gleyma því að skuldir þarf að borga, þín nálgun að "gefa út skuldabréf á framtíðina" er eins og að pissa í skóinn sinn á köldum degi. Menn gáfu út skuldabréf á framtíðina fyrir mörgum árum og nú er komið að skuldadögum. Á þá að gefa aftur út skuldabréf á framtíðina? ECB hefur núna lánað evrópskum bönkum um þúsund milljarða evra (með því að prenta peninga) frá því í desember á 1% vöxtum. Bankarnir lána þetta fé svo aftur til yfirvalda á 4-5% vöxtum. Er kreppan í Evrópu búin eða hillir undir lok hennar? Nei, því miður.

Hver heldur þú að sé stærsti lánveitandi ameríska ríksins?

Þú talar um að óhrein bréf hafi verið tekin úr umferð. Af hverju kallar þú þetta ekki bara það sem þetta er? Bönkunum var bjargað frá því að bera ábyrgð á sinni útlánastefnu. Hverjir borga svo brúsann í formi verðbólgu og kostnaðar vegna þess að hús/íbúðir eru í eigu opinberra aðila? Almenningur :-) Er það hagfræði lífsins? Er það hagfræði lífsins að rýra kjör almennings? Af hverju á að bjarga fyrirtækjum í einum geira en ekki öðrum? Heldur einhver að þær þúsundir íbúða sem fjármálastofnanir hérlendis eiga séu í eigu þeirra án kostnaðar? Tómar íbúðir þarf samt sem áður að tryggja og greiða af þeim opinber gjöld. Ég og þú borgum það og fyrst ÍBL er opinber stofnun, skattgreiðendur líka. Er það hagfræði lífsins?

Peningaprentun býr til verðbólgu sem rýrir kjör almennings. Er það hagfræði lífsins? Peningaprentun hefur verið stunduð undanfarin ár og kreppan er langt í frá búin. Peningaprentun er einn af þeim þáttum sem komu okkur í þau vandræði sem við búum við í dag og þá mun peningaprentun ekki leysa okkar vanda.

1921 var slæm kreppa í USA sem þú hefur sjálfsagt ekki heyrt um. Atvinnuleysi var um 12%. Hún var snúin niður á um 18 mánuðum. Hvernig var það gert? Ekki með peningaprentun. Ekki með skattahækkunum. Hún var snúin niður með því að skera niður útgjöld ríkisins um 50% og lækka skatta verulega. Kreppan núna hefur staðið í um 4 ár (fer eftir því hvernig talið er) og ekki hillir undir lok hennar þó menn hafi verið að gera sumt af því sem þú leggur til.

Hvers vegna lítum við ekki til sögunnar? Ætlum við ekki að læra af sögunni? Það er til þekkt leið til að leysa kreppur og hvers vegna notum við þá leið ekki? Má ekki segja að það sé heimska að gera sömu mistökin oft?

Stjórnvöld leyfðu hrunverjum ekki að ræna okkur eins og þú segir í nr 11. Hver og einn ber ábyrgð á sínum lánum. Þvinguðu stjórnvöld mig til að taka þau lán sem ég glími við? Nei. Hvað með þig? Það er auðvitað afar þægilegt að kenna öðrum um eigin vandamál en í reynd engin lausn. Það sem hrunverjarnir eru augljóslega sekir um er að kunna ekki að reka fyrirtæki. Kannski brutu þeir lög og þá vona ég að sérstaki og dómstólar geti tæklað þau mál.

Í dag er í tísku að kenna öllum öðrum um en sjálfum sér. Ekki má kippa persónulegri ábyrgð úr sambandi. Fjármálastofnanir þurfa að bera ábyrgð á útlánastefnu sinni alveg eins og almenningur þarf að bera ábyrgð á sínum lánum.

Hafðu það gott :-)

Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 08:41

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Ég á ekki í neinni rimmu við þig um peningaprentun, henni lauk þegar þér varð ljóst að línuritið sem þú vísaðir mér á sýndi beina fylgni milli vaxtar þjóðarframleiðslu og vaxtar peninga.  Þú gast ekki vísað mér á tölur um óeðlilega aukningu ríkisskulabréfa keypta af bandaríska Seðlabankanum.  Ég vissi það fyrir því ég var nýbúinn að lesa þær tölur.  Komu mér reyndar á óvart, ég hélt að þetta hefði verið miklu meira. 

Ég ræði hins vegar við þig vegna þess að ég greini hjá þér heiðarlegan neista um betri framtíð og ég veit að þú hefur verið blekktur af ómennum.  Og ég er það gamall að ég hef átt svona debat fyrr, og þá til varnar borgarlegu þjóðfélagi í rökræðum við ungt hugsjónafólk á vinstri vængnum sem skyldi ekki að draumurinn um sósíalískan jöfnuð endað alltaf í kúgun fólks og þjóða, ásamt jú örbirgð.  Þú ert kynslóð yngri og lentir í klóm keyptrar hugmyndafræði auðmanna sem eiga það eina markmið að verða ríkari á kostnað samborgara sína en ekki vegna heiðarlegra viðskipta eins og athafnamenn fyrri tíma.

Þeir sem hafa lesið hagfræði þekkja hinar plöntuðu ambögur sem þú trúir.

1. Ben Bernake  er ekki keynisti, hann er monatoristi.  Líkt og Alan Greenspan. Og monatoristar eru hin ríkjandi stefna hagfræðiskóla Vesturlanda í dag.  Og hafa verið í 3 áratugi.  Kenningin um lága vexti til að stimulera er monatorismi.

2. Síðasti stóri Keynisminn var Marshalaðstoðin og var hugsaður til að koma í veg fyrir samdrátt í bandarísku efnahagslífi eftir seinna stríð.  Þá voru nýprentaðir dollarar sendir til Evrópu og Japans og þeir voru síðan notaðir til að kaupa bandarískar iðnvörur og fjárfestingartæki.  Marshalaðstoðin heppnaðist fullkomlega og olli ekki óðaverðbólgu í USA ásamt því að koma efnahagslífi á Vesturlöndum á stað á ný.  Hún stækkaði kökuna svo peningamagn í umferð varð ekki óeðlilegt.  Hún var ekki fjármögnuð með skatthækkunum eða niðurskurði í bandríkjunum, fyrir hana voru bandarískar iðnvörur keyptar svo þarlendur iðnaður þurfti ekki að draga saman seglin.

3. Það er fáránlegt að halda því fram að inngrip Bush stjórnarinnar hafi ekki heppnast.  Þau komu í veg fyrir Hrun bandarísks efnahagslífs.  Og aðeins vitfirringar hefðu viljað það Hrun, afleiðingarnar hefðu orðið skelfilegar.  Hins vegar tóku þær ekki á kerfisvanda auðránsins og því er annað Hrun óumflýjanlegt.  Hagkerfi sem metur framleiðslu sýndarverðmæta meir en framleiðslu raunverðmæta, hrynur alltaf að lokum.  Hagkerfi þar sem hinir 1% ríku sjúga allan þjóðarauð til sín, hrynja alltaf. Heimild, Mannkynssagan.

4.  Skuldasöfnun bandaríska alríkisins sem kom í kjölfar vanhugsaðra skattalækkana Bush stjórnarinnar jók ekki peningamagn í umferð, hún var fjármögnuð með útgáfu ríkisskuldabréfa sem fjárfestar, aðallega í Asíu keyptu.  Líklegst er þessi liður þín stóra meinloka.  Skuldsöfnun er aðeins peningaprentun eða Seðlabanki viðkomandi lands fjármagnar hana.  Og hún ýtir aðeins undir óðverðbólgu ef framleiðsluþættir eru það mikið nýttir að viðbótarmagn peninga fer í víxlhækkun launa og verðlags.  Annað atriði sem þú áttar þig ekki á.

5.  Peningar eru viðskiptavakar, ekki verðmæti sem slík.  Ef það er of mikið til af þeim, þá lækka þeir í verði.  Það gildir líka um eðalmálma.  Fyrsta peningaprentun sem ég hjó eftir var þegar Aþeningar fóru alltí einu að panta herskip og búnað í þau hjá iðnaðarmönnum sínum og iðnaðarmönnum nágrannaborganna.  Þetta var um 400 fyrir Krist, og peningaprentun hét að þeir fundu silfurnámu í fjalli þar hjá.  Hefði ekki verið framleiðslugeta til herskipaframleiðslunnar, þá hefði silfrið engu máli skipt.

6. Það er grundvallarheimska að skilja ekki að stærra X í framtíðinni á auðveldara að greiða upp útgjöld en lítið x í nútíð.  Örvun hagkerfa er jafngömul miðstýrðra ríkja, þekkt hjá Kínverjum, Persum, Indverjum, Rómverjum og nefndu það bara.

7.  Það voru engin ríkisútgjöld skorin niður um 50% í bandaríkjunum 1921.  Litla kreppan þá var í engu sambærileg stóru kreppunni 1931.  Þá hrundi fjármálakerfið og allur iðnrekstur var að stöðvast.  Hins vegar var það ekki New Deal sem reif USA uppúr kreppunni, það lagði aðeins drög að því með því að setja pening í vegabætur og skapa þannig forsendur aukinna viðskipta.  Stóri Keyne kom með stríðinu 1939 en þau útgjöld öll voru fjármögnuð með peningaprentun og voru upphaf 30 ára samfellds hagvaxtarskeiðs í USA.

8.  Margt annað má segja, en mér var sagt að koma að lesa fyrir framtíðina.  

Eitthvað sem þú munt skilja að er það mikilvægasta sem nokkur maður getur gert.  Þess vegna ert þú að lesa mig Helgi, undirmeðvitund þín er þegar farin að fatta.

Og einn daginn mun restin gera það líka.

Á meðan, hafði það gott.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2012 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 623
  • Sl. viku: 5627
  • Frá upphafi: 1399566

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 4800
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband