22.4.2012 | 08:51
Frakkar segja Nei við evrunni.
En geta ekki sagt það á annan hátt en að kjósa stjórnarandstöðuna.
Hún mun engum betri árangri skila en núverandi forseti, allar tillögur hennar stranda á því að Frakka ráða ekki yfir eigin gjaldmiðli.
Þegar þú átt ekki þegar fyrir þeim útgjöldum sem til falla, þá bætir þú ekki í og eykur útgjöld.
Frakkar munu upplifa sama ömurleika og Spánverjar sem sögðu líka Nei við evrunni og kusu yfir sig evruvitleysinga. Sem gátu ekki staðið við 0,1% af kosningaloforðum sínum og reyndu ekki að halda þeim fram nema daginn eftir kosningar.
Síðan tók raunveruleiki evrunnar við, svik við kjósendur, svik við þjóðina, því evran heimtaði blóðugan niðurskurð.
Blóðugan niðurskurð sem ekki sér fyrri endann á.
En á vissulega sín takmörk, atvinnuleysi fer aldrei yfir 100%.
Raunveruleikinn á evrusvæðinu er sá að fólk vill ekki evruna en það eru aðeins evruvitleysingar í farmboði.
Og á meðan situr fólk uppi með evrudauðann.
Kveðja að austan.
Kosningar hafnar í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 596
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6327
- Frá upphafi: 1399495
Annað
- Innlit í dag: 511
- Innlit sl. viku: 5366
- Gestir í dag: 467
- IP-tölur í dag: 461
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.