Hvenær ætla menn að skora heimskuna á hólm??

 

Ætla menn að greina vandann enn einu sinni án þess að átta sig á kjarna málsins??

Hvað hefur það verið gert oft áður???

Með hvaða árangri???

Hættum þessu hagfræðitali, spyrjum okkur hvað siðað fólk gerir???

Það leiðréttir ranglæti, það breytir rétt.

 

Að hlusta á enn eitt kjaftæði um hvað þetta kostar, af munni fólks sem afhenti peningasjóðum yfir 200 milljarða til að kaupa sér frið eignafólks er vanvirðing við fórnarlömb Hrunsins, heimili landsins.

Að hlusta enn einu sinni á menn sem sviku þjóð sína í ICEsave, svik sem voru metin á 507 milljarða í ársbyrjun 2010 er svívirða gagnvart öllum þeim sem misst hafa heimili sín og atvinnu í kjölfar Hrunsins mikla.

Að hlusta enn einu sinni á menn sem lutu boðvaldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hækkuðu vexti langt um fram sem þjóðin og atvinnulífið gat borið er viðbjóður í eyrun siðaðs fólks sem veit að þetta lið á alltaf til pening þegar kemur að fémönnum og braski þeirra, en aldrei krónu með gati handa þegar kemur að því að hjálpa hinum venjulega manni sem situr uppi með afleiðingarnar af gróðabralli fémanna, Hrunskuldir sem mannanna tæki, verð og gengistrygging sköpuðu.  

Hvenær ætlar fólk að skora þessar siðlausu augnþjóna fémanna á hólm???

 

Það er almenningur þessa lands sem heldur hagkerfinu, þjóðlífinu, samfélaginu gangandi.

Ekki fémenn og gróðabrall þeirra.  

Fémenn mega missa sig, almenningur ekki.

Almenningur, heimilin eru ekki að biðja um ölmusu, þau krefjast leiðréttingar á mannanna verkum, að skuldir þeirra hækki ekki sjálfkrafa við hverja óstjórn, við hvert gróðabrall sem springur í hagkerfinu.

 

Hvenær ætlar almenningur að skora heimskuna á hólm.  

Það er ekki verið að ræða um skattahækkanir eða niðurskurð, þvert á móti, það er verið að bjarga hagkerfinu, bjarga framtíð þessarar þjóðar.  Frá samdrætti og vítahring kreppunnar.

Þar sem ráðum Ómennanna hefur verið framfylgt, þar er niðurskurður, þar er kreppa.  Þar er vonleysi.  Þar stefnir allt í borgarstyrjöld þegar hinn vinnandi maður rís upp gegn fjárræningjum og gróðapungum.  Þegar hinn vinnandi maður getur ekki lengur brauðfætt sig og sína og tryggt fjölskyldu sinni húsaskjól, þá mun hann segja hingað og ekki lengra.

Með tilheyrandi sundrungu, átökum, jafnvel borgarastyrjöld.   

Það hefur alltaf gerst, það mun líka gerast núna.  

 

Þetta er valkostur þjóðarinnar, réttlát stjórn siðaðs fólks eða heimska hinna siðblindu augnþjóna fjárvaldsins.

Annars vegar velmegun og gróska, hins vegar samdráttur og ólga.

Látum ekki lengur ljúga í okkur.  Verðtryggingin fellur til á löngum tíma, það er enginn að ræða að það þurfi að punga út 200 milljörðum á morgun eða hinn.

Ríkissjóður gefur út langtímaskuldabréf sem hagsæld þjóðarinnar mun borga.  Þrautreynt ráð þar sem hamfarir að eða styrjaldir hafa krafist gríðarlegar fjárútláta á mjög skömmum tíma.  

 

Þjóðfélög gefast ekki upp þó þau lendi í áföllum.  Þau dreifa byrðunum og vinna sig út úr vandanum.

Gróskan borgar síðan herkostnaðinn við það.  

Sá herkostnaðr er langum minni en sá kostnaður sem fellur til ef menn þrjóskast við og halda áfram útí hið óendanlega að skoða og greina vandann.   Gjaldþrot, upplausn, samdráttur, allt þetta telur, telur í miklu hærri kostnað en þann sem réttlát leið hins siðaða manns kostar samfélagið.

 

Allt kostar en leið hins siðaða manns kostar minnst.  

Hún er kostnaðurinn sem fellur til við lífið líkt og matur, húsaskjól, menntun eða heilsugæsla.

Það hættir engin að borða þó það kostar.  Það neitar enginn fórnarlömbum hamfara um aðstoð því hún kostar.

Það kostar að lifa, það kostar að vera siðuð manneskja.  

Sá kostnaður heitir lífið.

 

Hættum þessu þrasi, snúum bökum saman, og losum okkur við siðleysingjana sem ekkert vita, sem ekkert geta, nema þá að gera vont verra og breyta góðu þjóðfélagi í þjóðfélag úlfa og ræningja.

Við erum fólk og eigum að lifa sem fólk.

Fólk stendur saman, það er allra hagur. 

 

Og fólk sættir sig ekki við heimskuna, það skorar hana á hólm.

Við erum fólk, látum engan segja okkur annað.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Skuldamál heimila í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir góðan pistil Ómar og ekki stoppa þar. Gefðu kost á þér sem þingmaður og ég kýs þig eins og hundruðir annara....

Óskar Arnórsson, 21.4.2012 kl. 03:19

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tek undir með Óskari

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2012 kl. 03:44

3 identicon

samala eg vaeri til i ad hafa tig sem einraedisherra Omar bara ad tu skiftir ekki um skodun eins og sumir

http://www.youtube.com/watch?v=w8KQmps-Sog&ob=av2n

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 08:44

4 identicon

Guðbjartur segir að menn eins og Kristján Þór verði að benda á hvaðan peningar til leiðréttinga skulda eigi að koma. Það er auðvitað bara ömurlegt að hlusta á svona málflutning 4 árum eftir hrun. Menn eins og Guðbjartur komast upp með svona tal af því að íslenskir blaðamenn eru sauðir og/eða eru í samfylkingunni sem er kannski eitt og það sama.

Það að stór hluti þjóðarinnar sé í skuldavandræðum bendir auðvitað ekki til annars en að peningarnir til þess að greiða þessar skuldir séu ekki til. Það væri því miklu nær að biðja Guðbjart og hans fólk að benda á með hvaða peningum lántakendur eiga að greiða skuldirnar.  

Og svo væri fínt að Guðbjartur, "sem enga peninga getur fundið", segi okkur þá hvaðan peningarnir til þess að koma SPKef inn í Landsbankann eigi að koma.  Er sá kostnaður ekki til kominn vegna þess að skattgreiðendur eru að borga fyrir innistæður í SPkef, hvers lánasöfn  virðast ekki hafa dugað fyrir innistæðuskuldbindingum þess banka?

Sama sagan virðist verí gangi a með lánasafn Dróma.  Á því lánasafni er ríkisábyrgð sem mögulega þarf að virkja eftir síðasta vaxtadóm Hæstaréttar.  Ríkisábyrgðin er til komin vegna þess að Arion banki tók yfir innistæður úr sparisjóðakerfinu sem tryggðar eru að fullu af skattgreiðendum. Þá peninga virðist Guðbjartur ekki eiga í neinum vandræðum með að finna.

Og í þúsundasta skipti.  Það er hreint og klárt kjaftæði að það sé ekki hægt að afnema verðtryggingu nema með því að skipta um gjaldmiðil. Svona tala bara kjánar.  Staðreynd málsins er sú að stjórnin lagði af stað snemma árs 2009 með það "snilldarplan" að fórna öllu til, til þess að koma þjóðinni í ESB.

Til þess að það væri hægt þurfti að finna leið til þess að strjúka m.a. jöklabréfaeigendum og kröfuhöfum gömlu bankana, sem hefur verið samviskusamlega gert með því að tryggja þeim ávöxtun með heimskulegustu vaxtastefnu nokkurs seðlabanka á byggðu bóli. Í stað þess að svæla þá út með því að lækka vexti og taka verðtryggingu úr sambandi hafa þeim verið afhentir tugir milljarða á hverju ári eftir hrun í formi vaxta og verðbóta sem eykur pressuna fyrir aftan höftin og gerir það ill mögulegt að aflétta þeim.

En samfylkingin er auðvitað með plan. Hún ætlar að taka 1000 milljarða að láni til þess að losa um höftin. En er þá ekki eðlilegt að spyrja:

1) Eru einhverjir jöklabréfaeigendur eða kröfuhafar gömlu bankana á meðal núverandi eða fyrrverandi styrktaraðila samfylkingarinnar?

2) Eru einhverjir eigendur stórra aflandskrónueignasafna (sem væntanlega yrðu skornir úr snörunni ef Evra verður tekin upp) á meðal núverandi eða fyrrverandi styrktaraðila samfylkingarinnar?

Seiken (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 09:12

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ég hef stundum sagt að það sé ekki málið að fara í framboð ef ég fyndi 5 manneskjur þarna úti sem gætu rætt um vanda þjóðarinnar út frá því sem við viljum í framtíðinni en ekki út frá því sem gerðist í fortíðinni.  Að menn ræði hvað menn vilja fá og hvernig þeir ætli að fara að því en lendi ekki strax í tuði um Sjálfstæðisflokkinn þetta og Sjálfstæðisflokkinn hitt, eða það sem verra er fjórflokkurinn þetta, fjórflokkurinn hitt.  

Eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé upphaf og endir alls, eins og menn hafi ægivald Gengis Kahns og geti útrýmt rúmlega helming þjóðarinnar og hafist síðan handa við að byggja upp eitthvað nýtt og betra, líkt og þeir séu fullkomnir, alvitrir og falli ekki ofaní pytti valds og tregðu eins og það vel meinandi fólk sem reyndi sitt besta innan fjórflokksins.

Eins og það þjóðfélag sem fjórflokkurinn byggði upp hafi verið vont og ekki hlúð af þörfum þegna sinna.

Eins og það eigi ekki sjálft Sýn eða stefnu sem það geti rætt um á sínum forsendum.  Því þegar þú talar alltaf um hvað fór miður hjá hinum, hvað þeir eru ómögulegir, þá snýst umræðan um þá, ekki þig, og til hvers er þá leikurinn gerður??

Að vera enn eitt tuðið í flóru tuðsins???  Enn einn smáflokkurinn sem engu skilar.??

Nei, Óskar það er ekki skortur á fólki sem vill í framboð, það er skortur á fólki sem boðar nýja Sýn.

Og þó ég sé vígfimur stríðsmaður, þá er ég fyrst og fremst boðberi, ég hegg vissulega, því það þarf að höggva, en fyrst og síðast þá nýti ég athyglina sem vígaferlin fá, til að hefja umræðuna frá vígaferlum til þeirra hugsunar sem fólk þarf að tileinka sér ef það ætlar að ráða sjálft örlögum sínum en ekki láta örlög sín ráðast af gjörðum höfðingjanna.  Sem því miður lúta ráðum hagfræði dauðans.

Vígaferli eru nauðsynleg, það þarf að verjast atlögum Ómennanna.  En þau leiða aðeins til frekari vígaferla ef mann hafa ekki Sýn um eitthvað annað og betra sem við tekur.  

Það er hlutverk boðbera, að birta mynd af þeirri Sýn.  En sá sem leiðir er ekki ennþá stiginn fram.

Mín kenning er að fólk eigi ekki að bíða, að það eigi sjálft að stíga fram og móta sér sinn vettvang um það sem ég kalla aðferðafræði lífsins.  Ég sé græðling í Samstöðu en það er aðeins mitt mat, tíminn á alveg eftir að skera úr um það.

En mínu hlutverki fer að ljúka, nákvæmlega verður síðasti pistillinn saminn eftir klukkan 14.00 næstkomandi mánudag.  

Ég er búinn að segja allt sem ég hef að segja, bæði í pistlum mínum og athugasemdum, ég hef lagt mitt að mörkum til að fá fólk til að hugsa hlutina uppá nýtt.

Ég hef gefið af mér það sem ég hef að gefa, því miður meira en ég taldi mig hafa.  Núna reynir á fræin, hvað spírur þeirra eru öflugar fyrir þann jarðveg sem íslensk umræða er í dag.

Dagurinn sem lesendur þessa bloggs  hætta að segja þú eða þið, og fara að segja ég eða við, það er dagurinn sem ég uppsker.

Smá bið kannski, þó styttri en biðin eftir eilífðinni.

En á meðan dugar mér að vita að æ fleiri ræða vanda dagsins, líkt og skuldamál heimilanna, út frá forsendum hins siðaða manns.  Að æ fleiri finna samhljóm um mennskuna þverrt á flokksbönd og gegn umræðu hefðarinnar.

Ég veit að þetta blogg á örlítinn þátt í því líkt og svo mörg önnur góð blogg hér í Netheimi Moggabloggsins.

Það er þannig með hugmyndafræði, að hún síast út, og hugmyndafræði mennskunnar er að síast út í umræðuna, út í grasrót flokkanna.  Og það er góð tilfinning að hafa átt þátt í því.

Það er tilgangurinn sem helgaði meðalið.

Takk fyrir jákvæða hvatningu Óskar, mitt ráð til þín og annarra er mjög einfalt, stígðu sjálfur fram og kjóstu sjálfan þig.

Það er afstaðan sem mun breyta öllu að lokum.

Að fjöldinn stigi fram og kjósi sjálfan sig.

Kjósi lífið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 10:14

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Helgi, menn skipta ekki um grunnskoðun lífsins, veit reyndar ekki með næsta líf en fróðir menn segja að menn haldi áfram að þroskast og endi allir sem hundaeigendur.  En munum samt að bylting lífsins kemur innan frá, hjá okkur, ekki öðrum.  Hreyfiaflið er svo hópur fólks sem hefur tekið afstöðu og spyr hvað það þarf að gera en bendir ekki á aðra.

Gunnar, Samstöðu vantar gott fólk og ennþá hefur hún ekki fallið í þá gryfju að setja mál á oddinn sem engu skipta og öllum er sama.

Seiken.  Takk fyrir þitt góða innslag.  Það er aldrei of oft hamrað á þessum staðreyndum.

Og við þurfum öll að leggjast á eitt að aðstoða Moggann við að koma skuldamálum heimilanna í umræðuna, núna þegar loksins sést til Jóhönnu.

Við megum ekki gleyma að þessi fréttaflutningur Moggans, þar sem rætt er við ólík sjónarmið, er eins og gullið innan um sora hinnar daglegu umræðu þar sem valdaklíkan býr til debat um eitthvað sem engu máli skiptir.

Við eigum að þakka Moggamönnum fyrir með því að taka keflið og koma því áleiðis í Netheimum.  

Gerum orð Eggerts að okkar.

 "Stjórnarandstaðan myndi gera meira gagn fyrir íslendinga ef þeir settu fram vantrauststillögu á Ríkisstjórn reglulega - eða í hverju máli/ frumvarpi, sem hún stillir fram fyrir Alþingi, á meðan það er ekki frumvarp eða mál sem snúa að skuldavanda heimila. Þeim vanda sem er brýnastur fyrir þegna þessa lands".

Þau segja allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 10:26

7 Smámynd: Óskar

þið blaðrið hér hver ofan í annan í löngu máli án þess að svara þeirri einföldu spurningu:  hvaðan eiga peningarnir að koma!?

Óskar, 21.4.2012 kl. 12:50

8 identicon

Óskar veist tu ekki kvernig peningar verda til

http://www.youtube.com/watch?v=G9IH-XKQpOI

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 13:03

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er ekki nógu góður í pólitíkinna Ómar því miður. Enn ég ætla samt að kjósa sjálfan mig og trúa á framtíðinna. Til nafna míns get ég bara sagt að það er engin hörgull á peningum á Íslandi og hefur aldrei verið. Það þarf bara að dreifa þeim öðruvísi enn gert hefur verið og yfirvöld eiga að skammast sín fyrir þá fátækt sem búin var til af örfáum gráðugum eiginhagsmunaseggjum bankavaldsins. Það er líka orðin spurnig hvort það þurfi ekki að fara að kjósa hverjir stjórna þessum bankastofnunum í staðin fyrir að kjósa fólk á Alþingi sem síðan ráða litlu sem engu...

Óskar Arnórsson, 21.4.2012 kl. 13:13

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar, ekki Arnórsson.

Færðu aldrei uppí kok að vinna fyrir fjárplógsmenn???

Þú samþykktir ICEsave, ekki hafðir þú áhyggjur af peningum þá.  Þú samþykkir vaxtastefnu AGS, spyrð ekki hvaðan peningarnir eiga að koma, þér dugar að húsbændur þínar, fjárplógsmennirnir vilji sína vexti.

En þegar kemur að því að haga sér eins og siðuð manneskja, þá grenjar þú og vælir yfir peningaleysi.  

Ég útskýrði það hér að ofan, nenni ekki að fara aftur í gegnum hugmyndafræði Keyne, ekki vegna þess að þú ert svo tregur, þú lokar á skynsamlega hugsun vegna hundstryggðar þinnar við húsbændur þína.

Ætla samt að athuga hvort grilli í smá sjálfstæða hugsun hjá þér, hvort þinn innri siðaði maður sé ekki þarna ennþá einhversstaðar þegar vel er að gáð.

Af hverju heldur þú að Bretar hafi ekki gefist upp fyrir Þjóðverjum í des 1914 þegar ríkiskassi þeirra var tómur???

Hvernig heldur þú að Bandaríkjamenn hafi fjármagnað Marshal aðstoðina???

Hugsaðu þetta aðeins og sýndu mér svo úr hverju þú ert gerður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 14:33

11 identicon

Óskar. Þetta er nákvæmlega sama spurning og ég tel rétt að þú beinir að Guðbjarti Hannesyni. Með hvaða peningum eiga lántakar í vandræðum að greiða sínar skuldir ef peninga er hvergi að finna eins og hann gefur í skyn? Kjarni málsins er sá að vandræði skuldugra heimila eru til komin vegna sjálfvirkrar myndunnar peninga í gegnum verðtryggingu (fyrirbærið sem nóbelsverðlauna hagfræðingurinn kallaði andsamfélagslegt í viðtali í Hörpu). Nú er heimilum með verðtryggðar skuldir ætlað að finna nokkur hundruð milljarða króna til að standa í skilum á sama tíma og laun standa í stað, atvinna er af skornum skammti og verðlag hækkar. Þetta er ekkert annað en vitfirring sem norræna velferðarhyskið viðheldur af því að það telur að það muni koma okkur í ESB.

En menn geta haldið áfram að gera eins og þú Óskar, þ.e.a.s. að láta eins og ekkert sé hægt að gera og að þar með hljóti vandamálið að hverfa fyrir rest, en það gerir það bara ekki.

Seiken (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 14:36

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Frumforsenda framboðs lífsins er að menn kjósi sig og framtíð sína.  Að henni gefinni þá er næsta skrefið að fólk finni hvöt hjá sér að hópa sig saman og ræði málin.  

Samþykki það aðferðafræði lífsins, þá er kosturinn við hagfræði þess að hún býður alltaf uppá réttu lausnina, hvort sem úrlausnin er á svið hagfræði eða samfélags.  

Leið hins siðaða manns er alltaf sú rétta, hún lágmarkar kostnað og hámarkar útkomuna.  

Þess vegna er eini þröskuldurinn við sjálf, að við sjálf tökum afstöðu og trúum það hægt að fylkja sér utan um lífið.

Hitt gerist eiginlega allt af sjálfu sér.  

Ég ber ekkert á móti því að það gæti hjálpað hafa vant fólk með sér en það kemur aldrei í stað fjöldans sem samanstendur af hóp vitiborna einstaklinga sem hafa tekið afstöðu með sjálfum sér og lífinu.

En það þýðir ekkert að bíða eftir leiðsögninni fram í rauðan dauðan, eða bíða fram yfir dauðann að einhver annar taki af skarið, fólk verður sjálft að hóa sig saman og bera saman bækur sínar.  Leiðarvísar um aðferðafræði lífsins eru út um allt, það er aðeins að finna þá og kynna sér hvað hinn siðaði maður gerir, og af hverju.  Síðan gerist hitt bara af sjálfu sér, þú þarft ekki mælsku eða ímynd til að fá fólk til að trúa á lífið, það nægir að þú trúir, þá sjá aðrir að þeir geti það líka.

Þetta er eins og að vera um borð í netabát og greiða úr endalausum flækjum, þú hefur ekki hugmynd um hvernig flækjan leysist, þú bara byrjar að greiða úr, og tekst síðan á við þann vanda sem uppá kemur.  Með þeirri tækni og aðferð sem þú hefur tileinkað þér.

Sá sem byrjar aldrei að greiða úr, hann greiðir aldrei úr.

Hvernig byrja menn að hóa sig saman???  

Ég veit það ekki, ætla að það sé ekki flóknara en það var í Túnis og Egyptalandi þar sem alltí einu streymdu milljónir út götur og torg.  

Það hefur alltaf einhver einn byrjað og síðan óx þetta utan um hann.

Menn eiga ekki að flækja hlutina óþarflega fyrir sér, það þýðir ekki alltaf að vera spá í vandamál morgundagsins.  Það eina sem er öruggt, er að þau koma og þá verða þau leyst.

Það er aðeins fyrsta ákvörðunin sem skilur milli feigs og ófeigs.  Ákvörðunin um aðferðafræðina.  Það er til milljón útfærslur á tuðinu sem engu skilar en aðeins ein af þeirri sem skilar árangri.

Og hana þarf að velja.  Til að geta valið hana þá þarf maður að skilja og trúa, skilja aðferðafræði lífsins og trúa á algjöra yfirburði hennar fram hagfræði dauðans sem öllu ræður í dag.

En er þetta svo flókið val???  Hver kýs dauðann þó hann skili einhverjum skammtímaávinningi???

Ég held ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 14:57

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær pistill og umræður.  Sammála því að réttast væri að spyrja Guðbjart Hannesson hvaðan skuldarar eiga að taka peningana til að greiða í þessa hít?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2012 kl. 15:28

14 identicon

Sæll.

Fémenn mega ekki missa sig Ómar, hvaðan eiga fjárfestingar annar staðar að koma frá? Ömmi talaði svona fyrir ekki svo löngu síðan. Sá sami Ömmi segir eignarréttinn ekki eiga heima á 21. öldinni heldur sé sameign lausnin. Sá sami Ömmi kannast ekkert við það stórslys sem varð í Sovétríkjun sálugu þegar stefnu um sameign var hrundið í framkvæmd. Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar ráðherra tala svona. 

Það sem Guðbjartur er auðvitað að segja er að hvorki hann né aðrir stjórnarliðar hafa lausn á þessum vanda enda hafa vinstri menn ekki nokkurn minnsta skilning á efnahagsmálum eins og sjá má af bæði Icesave og ástandinu hér núna. Hann er að kaupa sér frið með því að þykjast vera að athuga málin. Við skulum bara kalla þetta það sem það er í reynd.

Annars finnst mér alltaf ferlega hallærislegt að hlusta á fólk tala um bankamennina sem skúrkana. Vel má vera að sumir þeirra hafi brotið lög og þá sér vonandi dómskerfið um þá. Hvað með fólk sem tók lán? Á það enga ábyrgð að bera? Þvinguðu bankarnir lánum upp á fólk? Blekktu þeir fólk til að taka lán? Fullorðið fólk á að bera ábyrgð á sínu þó afkaplega þægilegt sé að kenna öðrum alltaf um. Það er varasamt að fara í skurðaðgerð og líka að taka lán, fólk verður að hugsa hlutina svolítið. Nú er "þetta reddast" hugsunarhátturinn að koma í bakið á mörgum. Persónulegri ábyrgð má ekki kippa úr sambandi.

Bankarnir virðast heldur ekki þurfa að bera neina áhættu vegna breyttra aðstæðna, bara lántakendur. Það er ekki eðlilegt. Setja þarf lög sem skylda lánastofnanir til að setja allar þær íbúðir sem þær hafa leyst til sín á markað. Þá mun verð lækka og bankarnir í framhaldi af því neyðast til að afskrifa eitthvað. Einnig þarf að leyfa fólki að rétta lánastofnun sinni húslyklana og vera þar með laust allra mála. Hérlendis er þúsundir íbúða í eigu lánastofnana og margar þeirra standa tómar en fyrir það borga auðvitað viðskiptavinirnir. Er eðlilegt að lánastofnanir ákveði fasteignaverð með því að halda eignum af markaði? Laga þarf það umhverfi sem skuldendur búa við og sumir eiga að fara á hausinn og bankar að tapa á þeim fé. Það gleymist að bankarnir þurfa líka að bera ábyrgð á sínum útlánum, ekki bara heimilin á sínum lánum. Bankarnir eiga að heita sérfræðingar í áhættu og ef þeir eru það ekki eiga þeir skilið að tapa sínu fé. Ábyrgðin á lánum er dyr sem opnast í báðar áttir og hér eins og annars staðar á markaðurinn að ráða, skuldendur geta ekki verið þrælar fjármálastofnana. Verðtryggingin er auðvitað líka vandamál lánastofnana enda hefur hún áhrif á geta fólks til að standa í skilum. Lánastofnanir sem ekki skilja það eiga skilið að tapa á því fé.

Ómar, mér finnst þú oft tala ansi mikið í slagorðum og í reynd segja afskaplega lítið í mörgum orðum. Ef þú hefur lausnir skaltu endilega setja þær fram með skýrum hætti þannig að allir skilji, þá neyðast snillarnir sem stjórna til að hlusta. Þessi krafa stendur upp á þig því margir virðast lesa þitt blogg. Nú þurfum við lausnir sem helst er hægt að sýna fram á að hafi virkað áður svo við séum ekki í einhverri tilraunastarsemi.

Dæmi um lausn væri t.d. það sem ég segi hér að ofan með að setja allar íbúðir lánastofnana á markað. Annað dæmi um lausn væri að lækka hér skatta á alla (lausn sem hefur virkað í gegnum tíðina) og kannski aðeins meira á þá sem skulda umfram eitthvað hlutfall. Enn eitt dæmi um lausn er að bæta, þó ekki nema tímabundið, réttarstöðu skuldara gagnvart lánastofnunum með því að gera þeim heimilt að rétta lánastofnun sinni húslyklana. Þá standa öll spjót á lánastofnuninni að koma henni í verð sem ekki er auðvelt þegar offramboð er. Þannig eru bankanir látnir bera ábyrgð á sínum útlánum. Það virkar einnig sem hvati á bankana að semja um lækkun lána.

@7: Bankar og heimili verða að bera ábyrgð á sínu, þaðan koma peningarnir. Hér verður engin viðreisn fyrr en búið er að hreinsa upp þennan mikla skuldahala sem varð til.

@11: Mikið til í þínum orðum.

Hafðu það gott þarna fyrir austan.

Helgi (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 15:45

15 identicon

""Norræna velferðarstjórnin" er búin að vera! 

Ætlar ekkert að gera til að leysa vanda almennings og dreifa byrðum fjármálakreppunnar eins og hún lofaði.

Stendur vörð um fjármagnseigendur og erlenda kröfuhafa!!

Skuldsett heimili þurfa að sýna að þau sætti sig ekki við núlllausn.

Látum í okkur heyra og krefjumst kosninga sem snúast um réttlæti til handa almenningi á kostnað forréttindahópanna og fákeppnifyrirtækjanna!!"

Tökum undir orð Lilju: (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 15:48

16 identicon

Helgi.  Það er auðvitað mikið til í því að fólk eigi að taka ábyrgð á sjálfu sér og fjárfesta ekki umfram getu.

Það er hins vegar þannig að bankar eru ekki bara einhver einkafyrirtæki sem okkur má vera alveg sama um hvort eru að stunda ábyrgarlausa lánastarfsemi eða ekki.  Ef þessi fyrirtæki fara á hausinn þá veldur það gríðarlegum vandræðum fyrir hagkerfið allt með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Þess utan eru bankarnir uppspretta peninga í gegnum útgáfu nýrra skulda (sem er í raun glórulaus vitfirring).  Það hníga því sterk rök að því að viðskipti banka og almennra lántakenda séu ekki þeirra einkamál sem við eigum að láta afskiptalaus.

Af þessum sökum er það afar áríðandi að bankar (eða þeir sem lána bönkum fé) séu ekki verðlaunaðir fyrir undirmálslánastarfsemi.  Ef þeir lána út fé og seinna kemur í ljós að veð duga ekki fyrir skuldinni þá er það algjörlega jafn mikilvægt og að sólin komi upp á morgnanna að bankinn tapi þeim peningum.  Það er áhrifaríkasta leiðin til þess að aga fjármálastarfsemi framtíðarinnar.

Seiken (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 16:10

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir með Seiken að verðtrygging peninga er í meira lagi andþjóðfélagsleg og ég vissi ekki að nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hafi sagt það. Það var ánægjulegt. Stundum þegar fólk er orðið þreitt á ráðamönnum leysir það málin með því að taka málin í eigin hendur. Því fylgir oft áhætta og oftast ofbeldi. Það er rétt hjá honum að eiginlega geri ég bara eins og flestir aðrir, ekkert og bara kvarta og kveina. Auðvitað er það bara rugl. Ég er of

Það var einu sinni gerð tilraun á froskum sem mætti heimfæra yfir á fólk sem neyðist að lifa í efnahagskerfi sem er stillt á að peningarnir fara alltaf í sömu áttina og lendi ó sama hóp fólks. Þegar froskur er settur í ílát og sjóðandi vatni er hellt í ílátið, hoppar froskurinn úr ílátinu til að skaða sig ekki og hreinlega drepast. Enn sé froskurinn settur í vatn með notalegum hita, og síðan kynt undir ílátinu með froskinum í, skeður allt annað. Hversu hátt sem hitastigið fer, þá hreyfið froskurinn sig ekki og soðnar síðan bara í rólegheitunum.

Ég líki íslenskum almenningi við þessa froska og efnahagskerfinu við vatnið sem er síðan hækkað hitastigið á með eldi. Þær þjóðir sem risið hafa upp gegn ríkisstórnum og yfirvöldum, gera það næstum alltaf vegna ofbeldis og morða lögreglu og hers. Enn íslenskur almenningur situr sem fastast í vatninu sem hitnar akkúrat nógu hægt til að það skapi engin viðbrögð af viti. Mín skoðun er einföld:

"Ekkert mun breytast fyrr enn fram kemur einhver einstaklingur sem getur verið foringi fyrir að gjörbylta þessu þjóðfélagi. Það þarf að breyta bókstaflega öllu og byrja á grunninum. Á sama tíma þegar ALLIR ráðherrar ættu að hafa oppna viðtalstíma fyrir almenning til að ráða fram úr vandamálum þeirra, eru þeir á ferðalögum að ræða ESB og allskonar bull sem flestir vilja ekki sjá.

Þegar á að skoða ástand í þjóðfélagi er alltaf sannasta lýsinginn á hvernig gamlir hafa það, hvernig komið er fram við börn og konur, hversu mikið atvinnuleysi er og hvað er gert til að skapa atvinnu. Þegar biðraðir verða lengri og lengri hjá Rauða Krossinum og hjálparstofnanir eru orðnar nauðsynlegur hluti af lífi fólks, þá er eitthvað alvarlgt að stjórnarháttum. Þegar yfirvöld láta eins og þau sjái ekki vandamál hundruða fjölskyldna í þjóðfélagi sem er jafn lítið og létt að stjórna eins og Íslandi, þá er mál að mótmæla. Virki mótmælin ekki, þarf að taka ráðin af stjórnendum.

Óskar Arnórsson, 21.4.2012 kl. 16:16

18 identicon

Við kjósum öll lífið og mennskuna og hugmyndafræði lífsins Ómar, en okkur vantar kanditata á þing.

Þín rödd Ómar er þar nauðsynleg.  Þar þarf þína leiðsögn og þín ráð tll að að koma okkur öllum yfir á sjálft astralsviðið.  Og ég er viss um að bróðir þinn verður sáttur við það, að þú frestir kartöflurækt um sinn, meðan stærstu borarnir eru brýndir.  Þeirra bora sem leiða okkur alla leið til astralsviðsins.

Hætta laust eftir klukkan 14:00 á mánudaginn ... ertu að grínast Ómar minn?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 16:41

19 identicon

Hvernig sem dómsorðin verða hjá Landsdómi yfir Geir, þá munu þau óhjákvæmilega fella þessa ríkisstjórn!

En að maður astralsviðsins, sannleika og sátta og heiðarlegs uppgjörs fyrir landið og þjóðina alla,

ætli þá að hætta að messa yfir okkur ... ? ... ertu ekki að grínast Ómar minn?

Þá verður þín þörf, enn meiri þörf en fyrr til að bera klæði á vopnin,

þá hin flokks-pólitíska skítkasts vargöld og vígöld hefst 

og minna okkur á orð Þorgeirs Ljósvetningagoða um einn sið og ein lög, svo vér eigi slítum friðinn.

Og sá siður og þau lög þekkjum við öll og vitum innst inni hver eru, utan og ofan við allar þrætubækur þeirra

sem sundra okkur sem sauðfé til slátrunar á altari valdagræðgi og siðblindrar sérhyggju flokkadrátta.

Látum þá ekki sundra okkur, heldur stöndum saman til lýðræðis og velferðar okkar allra, með ein lög og einn sið,

sem er inngróinn í hjörtu okkar og sögu.  Við vitum öll hver leiðin til mennskunnar er og hver hugmynda- og

hagfræði lífins er:  Hún býr ekki í helli eins og Plató kaus að segja, heldur býr hún í heiðarleika, sanngirni og fegurð

hjartna okkar.  Leyfum hjörtum okkar að tikka ... okkur öllum til lífs!  Það er hinn eini sanni taktur og taktík lífsins.

Og það er okkar, okkar allra að hlú að sameiginlegum gildum okkar, hvort sem þau felast í  hjörtum okkar

eða huga og við vitum þetta öll ... innst inni.  Stöndum saman ... til hugmyndafræði og hagfræði lífs okkar.

Og ég bið þig Ómar, að gleyma þér þá ekki bara í kartöflurækt.  Þín verður þá þörf í miklu stærri aldingarði:-)

Sjálfum garðinum sem skilur á milli helvítis og paradísar ... hennar sem er okkar, hér í okkar jarðneska lífi. 

Hætta laust eftir klukkan 14:00 á mánudaginn ... þú hlýtur að vera að grínast Ómar minn?

Enn bíður stærsta málið, sem er leiðrétting stökkbreytts helvítis okkar hér á landi,

sjálfur hinn siðlausi gjörningur valdhafanna, sem með flæmingi og undanslætti og í sinni eigin ríkis-verðtryggingu

til launa og lífeyris og í samansúrrun með alríkis glóbal fjármagnsöflum

... okra á almenningi og skera hold af pundi okkar sem arð ... þeim til eigin græðgi

en ekki til hagsbóta og lífs fyrir okkar, sem þeir þó þiggja réttindi sín frá, en hafa gleymt sínum skyldum og ábyrgð! 

Þar liggur allur viðbjóður valdhafanna falinn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 17:52

20 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hvenær ætla menn að skora heimskuna á hólm ? spyrð þú Ómar! í fyrirsögn, og svo byrja umræðurnar....en hafi einhver efast um að heimskan sé til staðar (sem er nú varla tilfellið) þá þarf ekki að leita lengi, en ég valdi síðustu málsgreinina í fréttinni sem þessi pistill er runnin frá.

"Tímabundinn vandi á evrusvæðinu 

Guðbjartur heldur áfram og segir íslensku krónuna hafa boðið upp á ítrekaðar kollsteypur fyrir lántakendur og raunar fært til fjármagn og íþyngt heimilisbókhaldinu.

„Það er sífellt verið að fella krónuna, gamla gengisfellingin aftur og aftur. Viljum við búa við það til langframa? Þó verðtryggingin hafi ótal galla þá jafnar hún árlega greiðslubyrði lána en gallinn er að höfuðstóllinn hækkar. Nú þegar bjóða bankarnir upp á óverðtryggð húsnæðislán og Íbúðalánasjóður vinnur að því að bjóða einnig upp á slík lán, en rétt er að skoða vel kjörin á slíkum lánum og greiðslubyrði. Því miður eru þessi lán enn sem komið er til of skamms tíma og vextir geta hækkað,“ segir Guðbjartur sem kveðst enn eindregið fylgjandi upptöku evrunnar þrátt fyrir „tímabundinn vanda á evrusvæðinu“.

Toppheimskan er feitletruð, en skín annars í gegn í allri fréttinni. 

Helgi skrifar : "Það sem Guðbjartur er auðvitað að segja er að hvorki hann né aðrir stjórnarliðar hafa lausn á þessum vanda", ef svo væri nú bara, en hann er með lausnina, heldur hann allavega.

Þetta er orðið hreinræktað mannréttindabrot. þetta með að "draga lappirnar" svona í því koma heimilinum til hjálpar, með því að láta undir höfuð leggjast að afnema verðtrygginguna, allt í þeim tilgangi einum að hræða, og allt að því hóta fólki til að samþykkja ESB aðild, eins og þetta: Hann segir nýjan gjaldmiðil þýða endalok verðtryggingarinnar. !!

Það þarf greinilega annað fólk að stjórnvelinum en þessar ESB heybrækur, sem ekki þora að afnema verðtrygginguna, verðtrygginguna sem komið var á á sínum tíma til að vernda fjármagnseigendur (stóra sem smáa reyndar) í eintómu óðagoti manna sem ekki sáu fyrir afleiðingarnar, verðtryggingin sem hefur svo með klækjabrögðum verið beitt sem kúgunartæki bankabröskurum hag, og núna síðast til að kúga og hræða fólk í ESB aðild. 

Hrunið var afleiðing græðgi, spillingar, skorts á eftirliti  og stjórnleysi, það sem er að gerast núna er ekkert annað en Landssvik og mannréttindarbrot, hreint út sagt, það er ekki of seint fyrir ykkur sem eruð að burðast við verja þetta, að snúa og vera með í "Skora heimskuna á hólm" því fyrr því betra.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 21.4.2012 kl. 18:01

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Helgi minn, ég er búinn að setja fram lausnirnar, ég nenni einfaldlega ekki að endurtaka mig í hverjum pistli.  Kjarnann í þeirri hugsun orðaði ég í pistlaröð minni, Guð blessi Ísland, einhvern tímann um vorið 2009.  Þar orðaði ég fyrst leið sem ég kenndi við mannúð og mennsku, þróaði þær síðan í hugrenningar mínar um byltingu byltinganna og er núna að leggja lokhönd á verk mitt með því að tengja þá ágæta byltingu við hagfræði lífsins sem byggist á hugsunarhætti þeirra sem vilja verða afar, og fékk heitið, aðferðarfræði lífsins.

Þetta er allt þarna, þeir sem áhuga hafa leggjast í lestur eins og menn lásu Maó og Marx á sínum tíma.  

En þú fattar mig bara ekki Helgi því lausnin byggist á hugsun, nýrri hugsun.  Lausn á hverjum vanda þarf að vera siðleg, þá gengur hún upp í sem mestri sátt með sem minnstum tilkostnaði.  Hugsun mína hvað varðar forsendubrestinn dró ég saman í pistli sem hét Frystingin verðtryggingarinnar er ekkert val 

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/854195/

og má lesa um hér að ofan. 

Í kjarnanum er þetta bara gamli góði Keyne sem bjargaði Vesturlöndum frá Hruni á sínum tíma og viska hans bjargaði Vesturlöndum frá glötun eftir Hrunið 2008.  Það er að segja aðferðarfræði hans bjargaði Bandaríkjunum frá Hruni þó stjórnvöld þar eigi ennþá eftir að innleiða í löggjöf lærdóm kreppunnar miklu.  Þetta er svo sem ekki flókið og ekki um deilt lengur, Evrópa fór leið hagfræði dauðans og er að drepast en Bandaríkin standa ennþá í lappirnar vegna Keyne þó þau eigi alveg eftir að gera upp við hugmyndafræði dauðans, kennda við Nýfrjálshyggju eða sjálftöku auðmanna.

En ef þú spyrð í víðari merkingu hvað þarf að gera þá er það mjög einfalt og rímar um margt við þínar skoðanir.  Menn, og þar á meðal þú, þurfa að gera greinarmun á athafnamönnum og fémönnum, eða kapítalistum og bröskurum.  

Athafnamenn eða kapítalistar byggja upp, fémenn eða braskarar sjúga allan þrótt úr hagkerfum eins og sníkjudýr gera almennt.

Og það eina sem þarf að gera á krepputímum er að láta athafnasemi fólks njóta sín.  Lækka vexti, lækka skatta niður í hámörkunarlevel, ýta undir fjárfestingar (sem er allt annar hlutur en brask svokallaðra fjárfesta), gera heimili sjálfbær og ekki hvað síst, að fjárfesta með peningaprentun í fjárfestingum sem borga sig sjálfar með því að stækka kökunar og þar með skattstofn framtíðar.

Þessi einfalda speki er þrautreynd í gegnum söguna, hún er alltaf forsenda blómlegs athafnalífs og gróskumikils mannlífs.

Það má hugsa þetta þröngt, hámarkaðu velferð hverrar einingar, heimila og fyrirtækja, og þar með færðu hámark þess sem ytri aðstæður gera kleyft að fá út úr hagkerfi.  Viljurðu stækka kökuna þá fjárfestir þú í menntun, tækni, velferð (annað orð yfir frið) og skapar hvata sem drífa menntun og tækni í gróskumikla framleiðslu.

Forsenda þessa alls er ekki bara siðfræði, þú verður líka að átta þig á ýmsum táknum dauðahagfræðinnar sem þú þarft að útrýma.  Þú til dæmis lágmarkar ekki kostnað heldur hámarkar útkomu miðað við þau aðföng sem þú setur í.  Með öðrum orðum, þú beinir hagkerfinu frá dauðanum sem felst í því að kaupa það ódýrast í að kaupa það besta miðað við tilkostnað.  Þú hámarkar allt sem er raunhæft að framleiða í hagkerfinu því þá er sem mestur afgangur í að kaupa það sem hagkerfið virkilega þarfnast og getur ekki framleitt sjálft.

Þú leyfir alla athafnasemi einstaklingsins á meðan hún skaðar ekki aðra.  

Og þú útrýmir sníkjudýrum, bröskurum og öðrum sem taka úr án þess að gefa í staðinn.  

Þú útbýrð samfélag sem allir vilja tilheyra, jafnt háir sem lágir, brúneygðir og rauðhærðir og allir aðrir.

Þetta er ekki flókið Helgi, hagfræði lífsins er ekki flókin, það þarf bara pínulitla hugsun til að skilja forsendur hennar og yfirburði fram yfir þá hagfræði dauðans sem tók yfir Vesturlönd fyrir um 30 árum síðan.

Þess hugsun býr í okkur öllum, líka þér Helgi minn, hafðu ekki áhyggjur.  Þú vilt verða afi alveg eins og ég.

Þú átt bara eftir að sjá ljósið.  Það að þú lest mig bendir til þess að undirmeðvitund þín er þegar farin að meðtaka boðskapinn.  Enda er miklu minna bil á milli skoðana okkar en þig grunar.

Því þetta byggist jú allt á einstaklingnum og velferð hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 18:15

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er ekki flókið Tökum undir orð Lilju, Lilja þarf aðeins að taka undir með Eggert hér að ofan og ríkisstjórnin mun ekki þola umræðuna.

Og enn og aftur eigum við að þakka Mogganum fyrir að koma skuldamálum heimilanna inní umræðuna á svo vandaðan hátt eins og gert er í þessari grein og í viðtölunum við Lilju og Kristján Þór.

En restin er samt alltaf komin undir skuldurum þessa lands, sem láta ekki bofs eða baun í bala heyra í sér.

Það, og aðeins það er skýring þess hvað illa er farið með þá.

Ef ég hefði pistlað um ríkisstjórnina og ESB, sagt eitthvað meinhæðið um Steingrím og Jóhönnu þá væru IP tölur mína í hæstu hæðum, ekki þeim lægstu eins og er í dag.

Áróðursblogg gegn ríkisstjórninn þrýfst ekki á ekki lestri og því er það munaður að tala af viti um mál sem snerta svona marga.  Munaður sem maður leyfir sér aðeins endrum og eins, og þá aðallega ánægjunnar vegna.

Annars er það bara harkan sótt í handbók mína, Þúsund og ein leið til að tala illa um ríkisstjórn AGS.  Þrautreynd bók sem klikkar aldrei ef maður vill lestur á blogg sitt.

En skilar engu nema að viðhalda ótta stjórnvalda við almenning.

Vonandi tekst Lilju að breyta þessu með skeleggri baráttu en hún gerir ekkert ein, ekki frekar en Napóleon þegar hann dvaldi í útlegð á Elbu.

Vilji fólk breytingar þá verður það að hjálpa þeim sem vilja breyta.

Og það held ég nú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 18:42

23 identicon

Þessi þín orð Ómar, sem þú ritaðir í pistlinum FRYSTING VERÐTRYGGINGARINNAR ER EKKERT VAL

eru sígild og það vissu Forn-Grikkir á tíma Sólons, þó íslensk valdastétt, nú undir hæðnisfullu og spottandi

yfirskini "Norrænnar velferðar", hafi gleymt sannindum þeirra og níði niður velferð alls almennings:

"... mesti kostnaðurinn er ... sá að rjúfa grunnsáttmála samfélagsins því án hans mun þjóðfélagið aldrei ná sér á strik á ný.  

Það verður engin viðreisn án samstöðu og sáttar.

 Sú leið að hjálpa einum en hafna öðrum mun aðeins leiða til bræðravíga.  Og stjórnvöld munu ekki geta biðlað til þjóðarinnar um stuðning við erfiðar ákvarðanir.  Stjórnvöld sem sjálf reyndust ófær um að gera það sem þurfti að gera.  Og þau öfl sem þrífast á sundrungu og óánægju munu blómstra.

Loks mun þjóðin skiptast upp í ólíka hópa sem munu berjast sín á milli og engu eira í þeirri baráttu.  Slíkt er ætíð afleiðing þess að rjúfa sátt og frið.

Þetta vissi Þorgeir Ljósvetningagoði og þetta vita allir vitrir menn.  

En þeir sem telja samning um greiðslu verðbóta á neyðartímum, æðri sjálfum sáttmála þjóðarinnar, nota það sem rök að þjóðin verði að takast á við erfiðleika sína núna en ekki velta byrðum verðtryggingarinnar á skattgreiðendur framtíðarinnar.  Þeir sem þessu halda fram eru ekki þeir sem glíma við afleiðingar verðtryggingarinnar og þeir eru ekki að ala upp börn.  Þá vissu þeir að börnin okkar vilja frekar halda heimilum sínum og losna við þær afleiðingar sem upplausn fjölskyldna og samfélags hefur í för með sér.  Þeirra draumur er ekki að enda sem áfengissjúklingar eða fíkniefnaneytendur.  

Þegar þau verða eldri og þekkja sögu þess skuldabréfs sem ríkissjóður gaf út á skattgreiðendur framtíðarinnar til að stuðla að framtíð þeirra og fjölskyldna þeirra, þá munu þau stolt greiða þá milljarða inn í lífeyriskerfið sem þarf til að afar þeirra og ömmur bíði ekki skaða að.  

Þeir milljarðar eru lítið gjald fyrir framtíð einnar þjóðar sem setti sér það takmark að engin mundi farast í þeim hörmungum sem yfir dundu.  Efnislegar eigur mega glatast en ekki mannslífin og ekki sáttmáli þjóðarinnar um eina þjóð í einu landi þar sem öllum er tryggður réttur til lífs og framtíðar.  

Engum má fórna svo aðrir hafi það aðeins betra.  Við erum öll á sama bátnum og við munum öll komast af.  Græðgin og síngirnin munu þurfa að leita á önnur mið til að finna sér fórnarlömb. 

Að halda í heiðri æðsta sáttmála þjóðarinnar er hennar eina lífsvon og í þeim sáttmála er framtíð hennar fólgin.

Þeir sem skilja ekki þessi einföldu sannindi og telja sig hafa vald til að fórna meðbræðrum sínum, þeir eiga ekki erindi í Íslensk stjórnmál.

Því það er ekkert val.  Við erum ein þjóð."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 19:01

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Mér er dauðans alvara Pétur minn, ég er búinn að segja allt sem segja þarf, núna er boltinn úti hjá ykkur.  Ég er búinn að skila mínu.  Vakni þetta blogg til lífsins þá er það á astralsviðinu en mig vantar neistann, nenni ekki endalaust að röfla við sjálfan mig.  

Hugsanir mínar um byltinguna er hliðarsjálf sem ég dundaði mig við að setja niður á blað svo ég ætti þessar hugsanir og þróun þeirra.  Ég toppaði sjálfan mig þegar ég fattaði að ég hefði rétt fyrir mér, að hagfræði lífsins væri rétt og þar með er ekki meira um málið að segja, ekki fyrr en það kemur að því að útfæra hana í byltingunni á astralsviðinu.

En feisum það Pétur, það eru ákaflega fáir þarna úti sem kveikja á dýpri hugsuninni, fólk er fast í hinu hefðbundna og öllu innbyrðis tuði sem því fylgir.  Hvort sem það eru 5, 10, maxium 15 þá dugar það lítið til að breyta umræðunni í dag.  

Fylgismenn tuðsins þurfa að reka sig á.  Þú munt sjá það hjá Samstöðu, átök fortíðar munu draga orku úr þeim sem vilja setja kúrsinn á framtíðina.  Og það er langt í að foringi þinn muni þora að ræða hlutina á siðlegum forsendum.

Það er hætta að rökræða við vitleysinga dauðans, heldur benda einfaldlega á að þetta sé siðleg leið, hún úiloki ekki að til sé betri, en það er þá þitt að koma með þá leið, og útfæra hana.  En hagfræði dauðans, er ekki valkostur.

Ég sé bara einfaldlega ekki hagfræðing taka þann slag.

Og þessi slagur er ekki tekinn nema fólk sé tilbúið að hlusta.  Það er það ekki í dag.  Þetta þarf allt tíma og næði til að vaxa og dafna í hugum fólks.  

Á meðan hef ég engan áhuga að fremja mitt Hari Kari fyrir lýðinn Pétur.  Ég er búinn með þann kafla í lífi mínu að vera skrýtni kallinn á kassanum, ég gerði það á meðan ég gat réttlætt fórnirnar fyrir sjálfum mér, en ekki mínútu lengur.

Ég geng ekki með mannkynsfrelsarann í maganum, mig langaði aðeins að verða afi, flóknara var það nú ekki.  

Það er ekki þannig að það gerir þetta einhver annar fyrir fólk, það verður að gera þetta sjálft.  Og það mun uppgötva það einn daginn.  Hvort ég verð uppistandandi þann dag, má guð vita, en skrifin eru þarna, allavega þau sem þú hefur prentað út.  

Ég hef uppfyllt mínar skyldur Pétur, og ég er alltaf tilbúinn að fræða þá sem vilja hlusta um mína nálgun á aðferðafræði lífsins.  

En veistu, efirspurnin eftir því er ekki mikill tímaþjófur.  Ekki frekar en að það séu fullir salir af fólki sem vill hjálpa Lilju að berjast fyrir hag heimila og þjóðar.

Feisum þetta Pétur, okkar tími er ekki kominn.

En tíminn mun koma, það er allt annað mál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 19:04

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Kristján.

Þetta er málið.

Pétur, það las enginn þennan pistil þegar ég birti hann fyrst, núna kannski ????, en ekki mikið meir.

Og svo byrja menn að tuða uppá nýtt, um þetta og hitt.

Og skilja svo ekki í neinu, skilja ekki að allt skuli ekki lagast  því nóg hefur það tuðað.

En ég ítreka, á bak við rétta gjörð er rétt hugmyndafræði.  Skilji smáframboðin það, munu þau stækka og dafna.

Annars enda sem Borgarahreyfingin, í Dögun Groundhog Day.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 19:12

26 identicon

Hvernig sem allt fer, þá er ég án foringja, enda særuliði andans sem þú Ómar.

En ég treysti Lilju best af núverandi þingmönnum og mun því styðja hana til allra góðra verka.  

EN einhvern tíma hittumst við vonandi Ómar, á föstudegi í eldhúsi og fljúgum um astralsviðið.

Þar verða fleiri á sveimi en þig grunar, því miklu fleiri eru skyldir í andanum, en í fljótu bragði virðist.

Með minni albestu kveðju til ykkar allra fyrir austan:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 19:30

27 identicon

@16:

Bankar hafa farið á hausinn í gegnum tíðina og ástæðan fyrir áhættusækni þeirra er sá hugsunarháttur sem þú lýsir. Þeir vita að þeim verður bjargað og því gera þeir hluti sem þeir myndu öðru jöfnu ekki gera. Seðlabankar eiga að hjálpa þeim. Kostnaður vegna falls banka eða einkafyrirtækis kemur bara til ef stjórnmálamenn kjósa að hlaupa undir bagga. Um banka gilda alveg sömu lögmál og önnur fyrirtæki, hárgreiðslustofur eða fatahreinsanir.

Í málflutningi þínum gefur þú þér að allir bankar fari á hausinn í einu. Ef ég man rétt fóru 104 bankar á hausinn í USA árið 2009 og eitthvað fleiri næsta ár. Um gjaldþrota fyrirtækja eru til lög og reglur og eftir þeim er einfaldlega farið. Ekki á að verðlauna eina gerð fyrirtækja umfram önnur og best er að hið opinbera haldi sig sem fjærst allri atvinnustarfsemi og viðskiptum. Af þeim sökum vil ég t.d. láta leggja niður Seðlabanka Íslands. Hann orsakaði beinlínis fall krónunnar hér haustið 2008 og einhver mætur aðili ætti að reyna að útskýra það fyrir Sf.

Ég vona innilega að stjórnendur íslensku bankanna á árunum fyrir hrun fái aldrei aftur starf í fjármálageiranum en það er markaðarins að ákveða það en ekki mitt.

Svo virðist mér þú vera kominn í mótsögn við það sem þú fyrst segir sé síðasta efnisgrein þíns ágæta málflutnings lesin.

Ég get ekki ímyndað mér annað en verðtrygging í einu eða öðru formi verði alltaf til staðar, hver vill lána peninga á neikvæðum vöxtum? Breytilegir vextir eru bara sama lumman í öðrum búningi. Mér finnst afar skrýtið að fólk skuli ekki átta sig á því.

@21: Keynes bjargaði ekki Vesturlöndum, hann bjó til mikinn vanda með sinni gervihagfræði. Fyrir silfurúnsu árið 2006 var hægt að kaupa 4 gallón af bensíni í USA. Sama silfurúnsa keypti 11 gallón ef bensíni í febrúar 2012. Olía hefur ekki hækkað í verði. Það sem hefur lækkað í verði eru peningar sem gefnir eru út af Seðlabönkum heimsins enda hefur framboð þeirra aukist verulega. Lágir vextir skekkja markaðinn og ég var búinn að segja þeir að Hayek sýndi fram á þetta og fékk Nóbel fyrir 1974. Markaðurinn á að ráða verði á fjármagni, ekki embættismenn í Seðlabönkum. Við sáum hvernig sú tilraun gekk í okkar bakgarði með stýrivaxtaákvörðunum SÍ og kolröngu gengi krónunnar.

Vextir hafa verið mjög lágir í langan tíma og bjuggu m.a. þessir lágu vextir til þann vanda sem heimsbyggðin býr við í dag. Þennan vanda leysum við ekki með sömu meðulum og bjuggu hann til. Peningaprentun býr til verðbólgu sem rýrir kjör fólks sbr. dæmið um silfrið og olíuna.  Í dag er mikil verðbólga á Vesturlöndum með tilheyrandi lífskjararýrnun fólks. Peningaprentun mun því bara auka á vandann eins og ég benti þér á fyrir nokkrum vikum. Vextir þurfa að hækka.

Greenspan hefur nánast viðurkennt að hafa gert mistök (kenningar Keynes) og Bernanke mun ekki verma sinn stól mikið lengur enda sjá allir sem vilja að það sem hann er að gera virkar ekki. Í USA heyrast margar og sífellt háværari raddir um að honum þurfi að sparka. Ekki einn einasti Keynsisti sá hrunið fyrir, ekki einn!! Bernanke sagði að allt væri í fínu lagi alveg fram að hruni. Segir það ekkert til um Keynes? Segir það ekkert til um vanhæfi Bernanke? Segir það ekki allt sem þarf um Keynesismann? Reynslan hefur sýnt að fræði Keynes eru dauð.

Braskarar eru ekki eins slæmir og þú heldur.

Frank-Dodd framvarpið var einn af þeim þáttum sem bjuggu til þetta hrun, gott dæmi um slæm afskipti hins opinbera.

Ég er hins vegar alveg sammála þér um að létta skattaálögum af fólki og fyrirtækjum enda fjölmörg dæmi um það í sögunni að lækkuð skattprósenta skili hinu opinbera hærri tekjum.

Farðu vel með þig þarna fyrir austan.

Helgi (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 22:03

28 identicon

Gleymum því aldrei, að það eru ekki flokkarnir sem kjósa, heldur kjósendur

og ef kjósendur standa saman og kjósa samkvæmt sinni fullvissu um að vilja ljós

og hreinlega krefjast gegnsæi ljóssins,

þá gilda þau nú sem fyrr, hin eld-gömlu sannindi um mátt lífs-viljans:

Verði ljós ... og þá verður ljós:-)  og stjörnurnar hvað haldiði?  Þær blikka og tikka til okkar allra

á astralsviðinu, þar sem við erum öll, en þurfum bara öll að standa saman um skýlausa kröfu okkar:

Verði ljós ... og þá verður ljós:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 22:43

29 identicon

Það heitir að skora heimskuna á hólm, að segja hið augljósa og virkja vilja okkar til bjartsýni lífsins:

Verði ljós ... og þá verður ljós:-)

Og verða þau sígildu sannindi aldrei of oft kveðin.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 22:46

30 identicon

Í teilefni af andagift Péturs Arnar hér að ofan, þá langar mig aðeins að prjóna við orð hans og í svipuðum stíl og varpa fram þremur spurningum til gamalla stuðningsmanna samtryggðs fjórflokksins og bið þá um að velta þeim fyrir sér eitt augnablik í ljósi td. Vafninga, Kögunar, Icesave og Skjaldborgar um bankana og sérhagmunina.  Nú, þegar rúmt 3 og 1/2 ár er liðið frá hruni:

Hefur ykkur virst að foringjarnir fjórir hafi barist af einurð og festu til hagsbóta fyrir öll heimili landsins?  

Teljið þið foringjana fjóra vera trausts ykkar verðir? 

Þola leiðtogarnir fjórir,

Bjarni Ben., Sigmundur Davíð, Steingrímur J. og Jóhanna Sig.

gegnsæi ljóssins?

Ég minni á, að þau sitja öll á núverandi þingi, sem hefur aldrei mælst með minna traust, eða einungis 10% traust þjóðarinnar.  Er þá ekki uppstokkunar þörf og ekki síst hvað varðar foringjana fjóra???? 

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 02:05

31 identicon

 Og í framhaldi af þessu skal bent á þettaÆ

Um vantraust á foringjana fjóra fjallar jónas.is, sá mikli rauðvínskrani,

sem einstaka sinnum mælir þó orð af viti, þá bráir af honum. 

Hér hefur hann greinilega strammað sig vel af af og mælir af viti um foringjana fjóra:

"Misskilji þeir niðurstöður skoðanakannana, byggja þeir hátimbraðar kenningar á sandi. Til dæmis þeim, að formenn Framsóknar og Sjálfstæðis hafi jákvæðar fylgistölur. Svo er alls ekki, þótt fylgistölur Samfylkingar og Vinstri grænna séu enn lakari.

Þegar nánast helmingur hinna spurðu veitir engin svör,

er það ósigur allra fjögurra flokkanna.

Til dæmis er ekki gott í ljósi fyrri blómaskeiða, að Framsókn hafi 8% fylgi. Og 23% fylgi Sjálfstæðis er alveg út af kortinu, engin auglýsing fyrir formanninn."

Mætti ég bæta við:  Það er nú fremur klént fyrir bankastyrkta og ríkisstyrkta fjórflokkana og foringja þeirra að ná ekki að ljúga fleiri fulla, en raun ber vitni.  Svei mér þá,  það er heilmikið í stóran hluta þjóðarinnar spunnið; það mætti halda að sá stóri hópur hlusti mikið á Who og taki undir:  We won´t get fooled again, í samstilltu NO, NO! 

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 03:43

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Andgift, það er málið, það er tungumál lífsins.  

Hún tjáir gróskuna, hún tjáir von okkar um lifandi heim sem lifandi er í.

Takk Litli landsímamaður.

Ómar Geirsson, 22.4.2012 kl. 10:24

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt litli landsímamaður, vantraustið er á allan fjórflokkinn.  þó einhverjir vilji láta eins og það sé eitthvað annað, þá er eitthvað mikið að þegar helmingur þjóðarinnar neitar að svara.  Segir sig sjálft.  Vonandi gefur það von um breytingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 10:29

34 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þú mátt eiga að þér tekst annað slagið að gera mig Gapandi undrandi, það máttu eiga. 

Í það fyrsta, vitnaðu ekki í gamlar umræður þar sem þú þagnaðir vegna þess að þú varst rökþrota, kláraðu þær fyrst.

Í öðru lagi, gerðu þig ekki sekan um rökvillur.

"Fyrir silfurúnsu árið 2006 var hægt að kaupa 4 gallón af bensíni í USA. Sama silfurúnsa keypti 11 gallón ef bensíni í febrúar 2012. Olía hefur ekki hækkað í verði. Það sem hefur lækkað í verði eru peningar sem gefnir eru út af Seðlabönkum heimsins enda hefur framboð þeirra aukist verulega."

Silfur hefur ekki fast verðgildi drengur, það er huglægt eins og öll önnur verðmæti.  Það eru aðrir kraftar sem ráða samspili olíu og silfurs en peningaprentun.  

Þriðja, haltu þig við staðreyndir.  Seðlabankar heims prentuðu ekki peninga á þessu árabili nema í tveimur undantekningartilvikum.  Í Bandríkjunum haustið 2008 og í Evrópu um áramótin 2012.  Bæði tilvikin til að hindra hrun fjármálakerfisins.  En það hrun hefði leyst upp samfélög okkar eins og við þekkjum í dag með skelfilegum afleiðingum.

Seðlabankar heims hafa ekki prentað peninga frá því á níunda áratugnum.  Vegna þess að þá náði monitorisminn yfirhöndinni.  Kölluð peningamarkaðskenning á íslensku.  Kennd við prófessor Friedman.

Það er samkæmt hennar ráðum sem vextir eru hækkaðir á þenslutímum og lækkaðir á krepputímum.  Greenspan og Bernanke eru Friedmanistar, ekki Keynistar.  

Bernanke  greip til Keyne á ögurstundu þjóðar sinnar, og það voru sömu öflin sem heimiluðu þá ráðstöfun sem núna djöflast í honum.  Þá var það ögurstund, núna er það atkvæðaveiðar einfeldninga.

Hayek var að glíma við ákveðnar aðstæður sem voru til staðar uppúr seinna stríði.  Fékk Nóbel því hann var góður hagfræðingur.  Það er rangt að einfalda kenningar hans á þann hátt að lágir vextir skekja markað.  Ef svo væri þá hefði hann mjög rangt fyrir sér.  Sviss hefur búið við lága vexti frá því að elstu menn muna og líka hagsæld, og ekki miklar sveiflur.  

Lágir vextir draga úr sparnaði.  Samt var yfirfullt af peningum.  Það er rangt að Seðlabankar prentuðu þá vegna þess að þeir lutu stjórn Friedmanista, hvaðan komu þá peningarnir???

Svarið er hinn mikli viðskiptajöfnuður Asíu.

Reyndu aftur Helgi, og haltu þig bæði við rökhugsun og staðreyndir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2012 kl. 10:46

35 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er svo sem ekki miklu við að bæta hér, en tók eftir tveim atriðum hjá "Helga", sama hvort hann er vitna í aðra eða ekki, sem er nokkuð útbreidd skoðun hjá nokkuð mörgum.

Í fyrsta lagi að setja = milli verðtryggingar og stýrisvaxta, hitt þetta: "Braskarar eru ekki eins slæmir og þú heldur. "!!

Það fyrsta er mikill misskilningur, klárlega vilja þeir sem náð hafa að sanka einhverjum auð, fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar þessum auði er annahvort fjárfest í atvinnurekstri eða hreinu láni, þessvegna vextir, vextir sem hægt er að stýra, einmitt STÝRA !! þegar sjálfvirkni á borð við verðtrygginguna, er einu sinni búið að koma á í þeirri mynd sem gert var á Íslandi, er engin STÝRING lengur, þetta óbermi lifir sínu eigin lífi, sú litla stýring sem kannski á sér stað er þá í mynd þess að "braskarar" láta yfirvöld setja inn í eða taka út úr vísitölureikningnum það þeim hentar best hverju sinni í nafni græðgi og augnabliksgróðans, mikill munur á þessu eða þegar vaxtastigi er eingöngu stýrt af seðlabönkum.

Og þar með erum við komnir að hinu atriðinu: "Braskarar" eru ekki eins.... osfrv, þetta er bara orðaleikur og hverjum og einum frítt að nafngefa hluti að geðþótta, en þarna er oft alhæfingin gamla að ríða húsum, það er mikill munur á ábyrgum viðskifta og fjármálamönnum, sem, í réttu umhverfi, byggja upp atvinnutækin og fyrirtækin, sem aftur skapa hagvöxt og velmegun, og þess sem ég t.d. ofl. vel að kalla "Braskara" braskara með "loppuna" í sameignina, í skjóli spilltra og duglausra pólítíkusa, það er nefnilega enginn að prédika sósíalisma hér, né nokkurn annan "isma", heldur frelsi með ÁBYRGÐ og Eftirliti, þeir "braskarar" sem sætta sig við slík kjör eru auðvitað velkomnir til leiks, ekki þeir sem hafa yfirvöld í vasa sínum og "loppuna" í vösum okkar, eins og tilfellið er í dag.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 22.4.2012 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 336
  • Sl. sólarhring: 775
  • Sl. viku: 6067
  • Frá upphafi: 1399235

Annað

  • Innlit í dag: 286
  • Innlit sl. viku: 5141
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 266

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband