Kristján þarf að gefa í.

 

Taka yfir umræðuna í Sjálfstæðiflokknum um skuldamál heimilanna.

Afstaða hans til þessara mála er rétt, hún er sönn, og það sem skiptir mestu máli hjá kristilegum íhaldsflokki, hún er siðuð.

Siðuð manneskja unnir sér ekki hvíldar fyrr en hún hefur leyst þessi mál.  Og eina lausnin er að tryggja heimilum landsins réttlæti.

Réttlætið er dregið að kjörorði flokksins, "gjör rétt, þol ei órétt".

 

Andstæðingar heimilanna innan Sjálfstæðisflokksins hafa spilað á gamalt gott fólk, höfða til ótta þess og því miður, sérhyggjuna sem undir býr, um að réttlæti handa skuldurum landsins sé á kostnað lífeyri þess sem er alrangt.  

Lífeyrir fólks er ekki inneign á rafeindadálkum lífeyrissjóðanna, lífeyrir er ekkert annað en afrakstur af verðmætasköpun heilbrigðs þjóðfélags.  Allt sem dregur úr þrótti og einingu samfélagsins skaðar raunlífeyri fólks.  Menn lifa ekki á krónunum sem þeir eiga inná reikning, menn lifa á þeim verðmætum sem samfélagið skapar.  

Samfélag þar sem ungt fólk er annað hvort í skuldafjötrum eða á leið úr landi, mun aldrei verða samfélag velmegunar og hagsældar. 

Þetta veit hin siðaða manneskja, þetta veit Kristján Þór Júlíusson, þetta veit fólk. 

 

En ekki núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins.

Hún hlustar á hagsmunaöfl Hrunverja sem nýta málaliðann Pétur Blöndal til að dreifa rógi og rugli um baráttu heimilanna fyrir réttlæti.

Á Pétur er til eitt gott ráð. 

Að krefjast opinberar rannsóknar á falli Sparisjóðanna.   Og láta Jón G. Tómasson stýra þeirri rannsókn.

Eftir það verður Pétur Blöndal, málaliði, ekkert vandamál fyrir heimili landsins eða aðra þá sem græðgisöflin hafa rænt og ruplað.

 

Og börnin sem núna stýra flokknum munu kannski líta á kennitölu sína og uppgötva sem eiginlega öllum ætti að vera ljóst á þeirra aldri, að þau eru fullorðin.

Og fullorðið fólk, siðað fullorðið fólk styður Kristján Þór Júlíusson og baráttu hans fyrir réttlæti handa heimilum landsins.

Eða hvaða siðuð fullorðin manneskja andmælir þessum orðum Kristjáns???

 

" Almenningi ofbýður þetta óréttlæti. Skuldsett heimili, sem vilja standa í skilum, krefjast réttlætis og sanngirni í sinn garð þegar þungar fjárhagslegar byrðar leggjast á þjóðfélagið vegna efnahagshrunsins. Að mínu mati eru bæði sterk sanngirnis- og réttlætisrök, sem mæla með því að tekist verði á við þann hluta forsendubrestsins sem löggjafinn getur tekið beint á........

Það verður að bregðast við því staðreyndirnar blasa við. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til duga ekki til lausnar á þeim meginvanda sem við blasir. Það fjölgar á vanskilaskrá dag frá degi. Almenn skuldsetning heimila og smærri fyrirtækja í þjóðfélaginu veldur því að þrælunum í skuldafangelsinu fjölgar ört. ... Meðan ekki er tafarlaust gripið til róttækra aðgerða blasir við að eignastaðan hríðversnar, kaupmáttur dregst saman og tekjur heimilanna fara að byggja í auknum mæli á bótagreiðslum frá hinu opinbera."

 Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna.  "

 

Ekki margar í Sjálfstæðisflokknum allavega. 

Þetta er stefna flokksins samkvæmt landsfundi hans.

 

Og henni þarf að framfylgja.

Kristján, gefðu í.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Skuldarar geti skilað lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hann er alltof "dipló" hann er pólítíkus, þessvegna eru orðin viktuð á "gullvikt", en bæði hann og annað gott fólk þarf að fara að skilja að eins og ástandið er búið að þróast eftir hrun, þá þýðir ekkert að tala með "silkitungunni", það þarf að "gefa í".

Á þá ekki, frekar en þú, við leikritin á þingi, né "loddaraskapinn í fjölmiðlum, þegar menn gera sér upp "heilaga reiði" og þá helst í einhverju persónulegu skítkasti, nei heldur taka til máls af krafti sannfæringar sinnar og þannig að fólk ekki bara skilji, heldur fái vonina aftur, vonina um að það sé von yfirhöfuð, geri Kristján það, þá stendur hann ekki einn gegn afturhaldinu, afturhaldinu sem mun berjast með kjafti og klóm, og alls ekki "dipló" aðferðum, gegn skynseminni og réttlætinu, þessvegna þurfa fánaberar skynsemi og réttlætis að "gefa í", og það svo um munar.

Frábært hjá þér Ómar !

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 20.4.2012 kl. 09:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er skýring á því Kristján, menn stíga varlega til jarðar eftir að formaðurinn hefur  lesið yfir þeim í setningarræðu á flokksráðsfundi.

Ég hjó eftir því að Bjarna Ben var tíðrætt um þá sem lofuðu einhverju sem væri ekki raunhæft, og þar sem ríkisstjórnin er ekki að því, Hreyfingin í stjórnarskránni, Sigmundur týndur, þá stóð aðeins einn stjórnmálamaður eftir.

Og það var Kristján Þór sem hafði þá nýlega skrifað góða grein um vandamála heimilanna og hóf þá nýja baráttu gegn forsendubrestinum.  Vitnaði í landsfund og allt sem Bjarni þolir ekki.

Kristján er eignlega að sýna meiri kjark en restin af Alþingi til samans, að undanskildri Lilju okkar sem þorði að rísa upp þegar aðrir sátu.

Og hann á stuðning hinna þöglu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 10:25

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Og hann á stuðning hinna þöglu." en einmitt "þessvegna þurfa fánaberar skynsemi og réttlætis að "gefa í", og það svo um munar." það er ekkert eins niðurdrepandi fyrir nokkra manneskju með hugsjón og skynsamar lausnir, og "þöglir" og aðgerðarlausir fylgissveinar, svo við verðum bara að halda áfram Ómar ! að hvetja þá "þöglu" til dáða, þannig að Kristján Þór og aðrar góðar manneskjur gefist ekki upp, ekki það ég haldi nokkuð þú sért að fara að draga í land, öðru nær.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 20.4.2012 kl. 13:48

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ómar hann talar bara eftir ályktun síðasta landsfundar. Ég hvet fólk til að kynna sér niðurstöður hans um skuldastöðu heimilanna. Landsfundur stýrir hvert skal stefna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.4.2012 kl. 13:57

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit allt um það Adda, veit allt um það.

Málið er að forysta flokksins veit það líka enda sá Bjarni sérstaka ástæðu að vara við þá sem yfirbuðu í skuldamálum heimilanna, ábyrgir menn kæmu aðeins þeim til hjálpar sem verst stæðu.  

Í ljósi þess að eina umræðan um þessi mál var hjá Kristjáni Þór sem skrifaði rétt áður grein í Morgunblaðinu um þessa stefnu Landsfundarins, og af hverju, þá er augljóst hverjum yfirhalningin var ætluð.

Þess vegna ítreka ég, gefið í, gefið í.

Það er svo mikið í húfi.

Hið siðaða þjóðfélag hins siðaða manns.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband