17.4.2012 | 22:35
Ætti vinstri fólk ekki að hlusta á Styrmi??
Taka mark á honum einu sinni.
Spurningin er ekki alveg hve mörg brotin eru, til dæmis vantar honum alveg að minnast á fólk jafnaðar og velferðar í röðum Sjálfstæðisfólks.
Fólk, sem fékk það samþykkt, gegn einarðri andstöðu siðleysingja, að flokkurinn krefðist réttlætis í skuldamálum heimilanna. Fólksins sem fylkti sér á bak við Kristján Þór Júlíusson og tillögur hans um leiðréttingu Stóra glæpsins kennda við forsendubrest verðtryggingarinnar.
Og líklegast yfirsást Styrmi einn hlutur, og það er að telja það næginlega forsendu vinstrimennsku að kalla sig vinstri mann. Því gerðir þurfa að fylgja orðum og það gerir klofningsarm Steingríms Joð að argasta hægri flokki, einn þann siðblindasta sem saga vestræns lýðræðis kann að greina.
En þetta er sparðatíningur, kjarninn í greiningu Styrmis er réttur.
Sundrað vinstri er skýring þeirrar helreiðar sem AGS efndi til eftir Hrunið mikla 2008. Og hefur komist upp með.
Þjóðin á tilveru sína undir að vinstrið sameinist gegn hægri öfgamönnunum sem núna stýra landinu í þágu fjármagns og erlendra kröfuhafa.
Von hennar er fólgin í að ná samstöðu með félagashyggjunni í Sjálfstæðisflokknum.
Munum að það er ekki orð sem gerir fólk að hægri eða vinstri, það eru gjörðir.
Og að gjörðum okkar munum við verða dæmd.
Kveðja að austan.
Sjö kvíslir vinstrimanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forysta sjálfstæðisflokksins mun ávallt vinna að því að skapa samfélag ójöfnuðar, klíkuskapar og spillingar. Flokkurinn velur til forystu fólk sem kemur beint innan úr kima auðræðisins. Því skal ekki gleyma að þetta er fólkið sem setti þjóðarbúið á hausinn með gengdarlausum þjófnaði sem það kemst upp með vegna þess að þjófnaðir voru lögleiddir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.4.2012 kl. 02:31
Jakobína, spurningin sem þú ættir frekar að spyrja þig er, ætlar þú að láta hann komast upp með það.
Íhugaðu í nokkrar mínútur fyrirsjáanlegt andsvar þitt (bloggið vð fréttina) og mitt.
Ekki það að vinstra fólk sé ekki búið að svara þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.4.2012 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.