Hlutina á að segja hreint út.

 

Það liggur fyrir að Evrópusamandið er að reyna brjóta á bak aftur sjálfstæði Alþingis sem löggjafarstofnunar íslenska lýðveldisins.  Í hnotskurn felst  í kæru ESA að eftirálögskýringar Evrópusambandsins, eingöngu gagnvart íslenskum sjórnvöldum, eigi að gilda en ekki skýr íslensk lög.

Á mannamáli heitir þetta aðför að sjálfstæði landsins því land sem lýtur löggjöf erlends valds án þess að hafa nokkuð um hana að segja, er ekki sjálfstæð þjóð.

Samkvæmt EES samningnum er Ísland sjálfstætt ríki með sjálfstætt löggjafarvald.

 

Lítið hjarta hræddra manna leyfir sér kannski hugsanlega að gagnrýna slíka framkomu, og spyr kannski  "að Íslendingar hlytu að mega gagnrýna þær stofnanir sem Ísland ætti aðild að." Eins og nokkur maður gagnrýni aðför að sjálfstæði landsins.

Maður fordæmir slíka framkomu og snýst til varnar.  

Hann krefur hina misnotaða stofnun, ESA um skýringar, og hann lýsir því yfir að hún njóti ekki lengur trúnaðar Alþingis Íslendinga.

Og maður afsakar það ekki að árásarbandalaginu sé svarað.  Maður krefst þess að öllu samskiptum við það sé slitið.

Og maður rökræðir ekki við handbendi hins erlenda valds.  Maður krefst þess að lög séu látin ná yfir slíkt athæfi, hann vitnar í tíunda kafla almennra hegningarlaga sem ná yfir athæfi handbendanna og eru sambærileg löggjöf allra annarra sjálstæðra þjóða um slíkt athæfi.  Þær þjóðir sem settu ekki slík ákvæði í lög sín, eru ekki lengur sjálfstæðar í dag, af skiljanlegum ástæðum.

 

Nei, maður ver sína þjóð.

Það er kannski tími til kominn að auglýsa eftir mönnum á þing.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Hljóta að mega gagnrýna stofnanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 469
  • Sl. sólarhring: 715
  • Sl. viku: 6200
  • Frá upphafi: 1399368

Annað

  • Innlit í dag: 397
  • Innlit sl. viku: 5252
  • Gestir í dag: 365
  • IP-tölur í dag: 360

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband