Frábært, frábært, frábært. Loksins, loksins, loksins.

 

Af litlum neista sprettur oft lítið bál. 

Loksins gerir ríkisstjórnin þarft verk, samgöngur okkar allra eru forsendur nútíma mannlífs, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða út á landi.

Það er brýnt að við hefjum okkur út úr karpi niðurrifs og eflum samgöngur um allt landi, líka í Reykjavík.  

Að við gerum þjóðarátak um að koma Íslandi inní 21. öldina í samgöngumálum og eflum þannig allt mannlíf.  Öflugra mannlíf er gróska og gróandi, gróska og gróandi eru mæld meðal annars í auknum hagvexti.

 

Fjárfesting í samgöngum er þessi sjaldgæfa fjárfesting sem borgar sig sjálf.  Það þarf að leggja út fyrir henni og síðan streyma tekjur í kassann um ómælda framtíð.  Spyrjum okkur hvernig ástandið væri í dag, í ferðaþjónustu, í fiskvinnslu, í orkufrekum iðnaði ef AGS hefði skrúfað fyrir allar fjárfestingar í samgöngumannvirkjum eftir síldarhrunið mikla í lok sjöunda áratugarins???

Við hefðum engar brýr yfir vötnin miklu á Skeiðarársandi, við hefðu moldar og malarvegi.  Og við hefðum mannlífið eftir því.  Mannlíf Albaníu þar sem hin birtingarmynd AGS lokaði á alla grósku og fólk þurfti að notast við asna og annan búfénað til að komast milli staða. 

Það er enginn munur á kommúnismanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hvorug tveggja eyðir grósku, hvorug tveggja er hönd dauðans fyrir alla efnahagsstarfsemi.

 

Gömlu mennirnir létu ekki hönd dauðans eyða öllu lífi, hví fjandanum þurfum við að gera það.

Samgöngur strax, það þarf að fara að bora, það þarf að leggja brýr, það þarf að malbika.

Það þarf 21. öldina.

 

Það stendur bara á okkur.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Setja milljarð í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 788
  • Sl. viku: 6025
  • Frá upphafi: 1399193

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 5107
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 235

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband