17.4.2012 | 08:25
Hvað ná ítök Evrópusambandsins langt??
Við vitum að ríkisstjórn Ísland lýtur húsbóndavaldi þess.
Við vitum að leitun er fjölmiðli sem er ekki undir áhrifavaldi ESB gullsins.
Og við vitum að ákæran á hendur Geir Harde varðandi ICEsave er röng. Aðeins hagsmunir ESB réðu að Geir var ákærður fyrir að fara eftir íslenskum lögum byggðum á EES samningum. Sömu hagsmunir og réðu að Alþingi samþykkir beina árás ESB á sjálfstæði þess sem löggjafarvalds með því að samþykkja þátttöku ESB að skrípaákæru ESA.
Eina sem við vitum ekki er hvort Landsdómur er sjálfstæður.
Kveðja að austan.
Landsdómur kveður upp dóm 23. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 609
- Sl. sólarhring: 633
- Sl. viku: 6340
- Frá upphafi: 1399508
Annað
- Innlit í dag: 522
- Innlit sl. viku: 5377
- Gestir í dag: 478
- IP-tölur í dag: 472
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þörf spurning Ómar, líklega mun aðkoma ESB að ákæru ESA gegn Íslandi ná jafnt langt í áhrifabeitingu sinni eins og trúvilludómstólar gerðu á miðöldum. Þá var verið að þóknast yfirvaldinu sem var kirkjan í dag er þarf að þóknast bankaveldinu Líklega mun engu skifta hvað við höfum til málsvarna eða lögin kveða á.
Kæmi ekki á óvart þó utnríkisráðherra hefði óskað eftir aðkomu ESB til að það gangi betur að berja okkur inn í ESB. Össur segir það fínt að
gefa ESB veiðileyfi á okkur eins og hóp úlfavarga á lömb. Röksemdarbull Össurra er að ef heil hjörð ræðst á okkur þá getum við betur varið okkur. Öfugmæli, rugl og vítaverð vanræksla í starfi.
Sólbjörg, 17.4.2012 kl. 09:02
Blessuð Sólbjörg.
ESB krefst rangs dóms, það er allavega ljóst. Það er ekki taktískt að þvinga fram ranga ákæru, og láta svo dæma hana ómerka.
Svo vitum við öll að það er útum aðildarviðræðurnar ef Landsdómur sýknar Geir, því þar með er meirihluti þingsins sekur um pólitískar ofsóknir.
Það hangir því margt á spýtunni í þessu máli og aldrei hefur íslenkur dómur haft eins afdrifaríkt mál í höndum sér.
Rangur dómur í þágu ESB hleypur öllu í bál og brand því þá er ESB ekki bara búið að sösla undir sig löggjafarvaldið heldur líka dómsvaldið og er langt komið með að kaupa forsetann.
Réttur dómur fellur ríkisstjórnina.
Ætli þeir segi ekki pass???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2012 kl. 09:12
Svo megum við ekki gleyma því Sólbjörg að skýringar Össurar um að málsvörn landsins krefjist þess að ESB komi að málinu því þá má senda skriflegt eitthvað, eru hugarflug. Eins og hann sé að lýsa dómsstól frá dögum kínversku menningarbyltingarinnar. Það er eins og Össur gleymi sér stundum í fornum fræðum og forni aðdáun á fjöldamorðingjanum Maó formanni og heimfari hugmyndaheim ringulreiðar yfir á réttarfar Evrópu.
Auðvitað skiptir það engu fyrir málsvörn landsins hvort ESB komi að málum eða ekki. Dómurinn dæmir eftir lögum ESB sem eru skýr um að ákæra ESA er röng í öllum atriðum, og það röng í grundvallaratriðum því ríkisábyrgðin sem hún krefur Ísland um, án þess að hafa til þess nokkra réttarheimild, hún gengur gegn Rómarsáttmálanum um frjálsan og hindrunarlausan markað.
Bulli Össurar er aðeins sett fram því menn þurfa að segja eitthvað, og svo þarf að fóðra vitgranna fréttamenn Ruv. Ekki nokkur lifandi sála sem styður þessa ríkisstjórn tekur þessi orð trúanleg, þeir vita að þetta er aðeins part of programmeð.
Þess vegna þarf þjóðin dáldið að falla ekki í þá gryfju að láta bullið í Össur stjórna umræðunni, kjarni málsins er að ESB ræðst gegn sjálfræði Alþingis í setningu laga, það krefst þess að skýr íslensk lög séu dæm ómerk vegna eftirálagaskýringu ESB.
Samkvæmt EES samningnum gilda íslensk lög á Íslandi, Alþingi fer með löggjafarvaldið enda samningurinn milli fullvalda ríkis annars vegar við ríkjabandalag Evrópu hins vegar. Lögin þurfa hins vegar að vera í samræmi við evrópska reglugerð og til þess var ESA stofnuð. Það er hennar að gera athugasemdir og ef hún gerir það ekki innan skikkanlegs tíma, þá er málið útrætt.
Lög standa ekki í góðri trú þangað til á það er bent áratugum seinna.
Þau standa því réttur aðili setti þau, og þau standa þar til ný lög eru sett. Sem gilda fram í tímann, ekki aftur í tímann.
Og ekkert alþjóðlegt batterí getur dæmt sjálfstæða þjóð í refsivist eða skaðabætur vegna einhverja laga sem áttu að vera hinsveginn en ekki svona eða eitthvað.
Forsenda ákæru ESA er fáviska í sinni tærustu mynd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.4.2012 kl. 09:28
Takk Ómar. Vonum að dómarinn fari að lögum, sem ég er reyndar ekkert of viss um.
Sólbjörg, 17.4.2012 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.