Hver sendi þessa manneskju á þing???

 

Hver ber ábyrgð á landsbyggðarþingmanni sem lætur þetta út úr sér;

 "Lilja Rafney sagði að eðlilegt væri að Vestfirðingar borguðu til samfélagsins ef þeir vildu fá göng og vegi."

Borga Vestfirðingar ekkert til samfélagsins???

Þarf að ofurskattleggja grunnatvinnuveg þeirra sem þeir geti gert sér vonir um  grunnþjónustu ríkisins.???

Vestfirðingar, þið eruð ómagar.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Allt á suðupunkti á fundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hún er illa rótföst þessi hugsun eða öllu heldur "ekki hugsun" öðru nafni heimska, að samgöngur og sér í lagi vegir, úrbætur og nýbygging, séu aðeins fyrir þá sem búa við annan endann á viðkomandi vegi, þessvegna eigi þessir "Endabúar" að bera kostnaðinn, helst einir, svona í neyð má þá kannski láta þá sem aka veginn borga með veggjöldum.

Þetta er álíka gáfulegt og ef t.d. væri skift um æð í vinstra fæti á manneskju vegna stíflu og/eða lélegs streymis, þá yrði gerð sú krafa til fótarins að hann hlypi hraðar og bæri meir en sá hægri, vegna kostnaðarins við aðgerðina !!!

En "endaþarmarnir" (orðið "rassgat" hefur því miður "krúttlega" merkingu í íslensku, einu tungumála held ég) í samfélaginu hafa einmitt meiri völd með heimsku sinni enn margann grunar, þessi dæmisaga styður það.

Líkamshlutarnir í "Jónsa" sátu á fundi og deildu um hver væri mikilvægastur, í ljósi þess hver ætti að vera "sjeffinn" "auðvitað ég" sagði heilinn, það er ég sem hugsa fyrir okkur öll og stýri þar með öllu aðgerðum", "onei" sagði hjartað "það er ég sem dæli blóðinu um allann skrokkinn á Jónsa, og ef ég geri það ekki hvað þá?" "bíddu aðeins" sagði maginn,"ef ég tæki ekki við og ynni úr matnum sem Jónsi setur í sig, hvað þá?" svona héldu þau áfram, nýrun, lifrin, lungun ekki minnst, ofl. ofl, þar allt í einu drundi við hvellur, þegar þessi líka þruman kom úr endaþarminum, alla setti hljóða og endaþarmurinn sagði: "ég verð foringinn og ræð hér eftir" það var hljótt smástund, svo sprungu allir úr hlátri, endaþarmurinn sagði ekkert meir, bara lokaði fyrir, það liðu ekki margir dagarnir þar til "Jónsi" var kominn á sjúkrahús, heilinn næstum hættur að virka, lungun, hjartað, maginn og allir að lognast útaf, nema endaþarmurinn, hann bara klemmdi saman, endirinn var sá að hann fékk að ráða, "mórallinn" í sögunni var upphaflega að allir "sjeffar" eru í raun endaþarmar: ASSHOLES !!

En það er líka annar "Mórall" þarna, ef einhversstaðar er "stíflað" í skrokknum, sama hvar, þá verður skrokkurinn veikur, einfalt, satt og skynsamt.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 17.4.2012 kl. 09:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og mikið mættu menn lesa þessi orð þín Kristján og skilja.

En þegar þingmaður landsbyggðarinnar gengur fyrir björg 101 tómhyggjuheimskunnar þá er fokið í flest skjól.

Og að Vestfirðingar, þetta kjarnafólk skapað úr bergi og hafróti, skulu kyngja þessum orðum að þeir séu ómagar, þá er eitthvað mikið að hér út á landi.

Þá er eins og það sé hægt að bjóða okkur allt, segja allt, gera allt, því við erum ómálga börn, þriðja flokks þegnar, fólkið sem enginn hlustar á því það kyngir öllu.

Þegjandi, hljóðarlaust.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.4.2012 kl. 09:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að þeir ætli ekki að kyngja þessum orðum Lilju, hún ætti að skammast sín fyrir þessi orð.  Þau voru örugglega sögð til að þóknast Steingrími og Ögmundi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 10:25

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Auðvitað "svíður" það enn meir þegar svona kemur frá "þingmanni Landsbyggðarinnar" en mest svíður sú almenna heimska, sem er rótin að svona ummælum, ummæli sem byggð eru á "staðreyndum" lyginnar, ummælum sem ekki bera einusinni keim af þeirri staðreynd að samfélag án góðra samgangna er "dæmt" til að tapa, samfélag með spillta og heimska leiðtoga er líka dæmt til að tapa, heimskir leiðtogar fjárfesta ekki í skynsemi, heldur upplognum gerfiþörfum, sem hafa þann eina tilgang að auka vinsældirnar nógu lengi til að ná völdum eitt eða fleiri kjörtímabíl, lengra nær ekki heimskan að hugsa.

HÉR  má lesa hvernig málum er háttað í Afríku, hvernig logið er að bæði íbúunum þar og umheiminum, logið um ástæðurnar fyrir vandamálunum:

“The biggest problem in Africa today is not !! AIDS, poverty, disease, education, or urbanization; the biggest problem is LEADERSHIP. When moral leaders with integrity and justice arise, then Africa’s problems will be solved.”

Annarsstaðar hef ég séð hvernig talið er að stærsta vandamál Afríku sé einmitt skorturinn á góðum samgöngum, stærra vandamál, en öll hin, einfaldlega vegna þess að hin eru ýmist tilkomin vegna vöntunar á góðum samgöngum og/eða gerð verri en þyrfti, vegna sömu vöntunar, vöntunar sem sköðuð er af heimskum leiðtogum sem fjárfesta rangt ár eftir ár, les t.d. HÉR : "

Building a highway in South Africa: The lack of more modern roads, power networks and other infrastructure hampers Africa’s economic development.
Það mættu ýmsir læra af þessu, bæði hér og þar.
Ásthildur ! það skiftir eiginlega ekki hversvegna þessi orð féllu, þau viðhalda heimskunni sama hvað !
MBKV
KH

Kristján Hilmarsson, 17.4.2012 kl. 11:55

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

PUTTAFLÆKJA ! "vöntunar sem sköPuð er af heimskum leiðtogum sem fjárfesta rangt ár eftir ár.

Sorry

Kv KH

Kristján Hilmarsson, 17.4.2012 kl. 11:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Kristján ég veit, því miður er það svo.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 12:57

7 Smámynd: Ómar Geirsson

“The biggest problem in ICEland today is not !! AGS, poverty, disease, education, or urbanization; the biggest problem is LEADERSHIP. When moral leaders with integrity and justice arise, then Iceland’s problems will be solved.”

Flottur texti Kristján, og því miður kjarni málsins.

Og þess vegna ekki í umræðunni á Íslandi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.4.2012 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband