Hvort er meira kreep???

 

Voðamaðurinn eða fjölmiðlamaðurinn sem upphefur verk hans???

Spurning sem fólk verður að fara svara áður en fleiri skrímsli skríða út úr skápnum og myrða æsku okkar.

Fjölmiðlamenn þykjast vera skráendur atburða en þeir elta uppi viðbjóðinn, fróa sér yfir honum í réttarsalnum og gera fjöldamorð á saklausum ungmennum að söluvöru.

Svo er samfélagið hissa á að viðbjóðurinn verði að tákni fyrir aðra truflaða einstaklinga og samtök þeirra.

Allt hefur sínar afleiðinar en við eigum ekki að sætta okkur við hvaða orskavald sem er, ekki þeim sem við getum stjórnað.  

Við eigum ekki að virða svona fréttir viðlits, við eigum að láta óánægju okkar í ljós, við eigum að krefjast réttlætis og virðingar handa fórnarlömbum fjölamorðingjans.  

Og gera þá ábyrga sem ábyrgð bera.

 

Ekki kóa með viðbjóðnum.

Kveðja að austan.


mbl.is Heilsaði að sið hægriöfgamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..heldur þegja um það sem miður fer í samfélaginu?

Þá fyrst förum við að sjá fjöldamorð nefnilega.

Og að lokum: þú þarft nauðsynlega að láta kíkja á þig.

Ómar (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 08:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Menn drepa fyrir þetta kastljós nafni, það var markmið og tilgangur fjöldamorða Breiviks og þeirra sem stýrðu honum á vettvang.

Þeir hafa þegar náð því markmiði sínu og sjálfboðaliðar streyma í þeirra raðir.

Og það er rétt hjá þér nafni að það mun verða kíkt á mig þegar viðbjóðurinn tekur yfir sálarlíf fólks, en ég verð ekki einn sem verður sendur í skoðun, tómhyggjan nær aldrei að kæfa lífið.

Og þá sem þykja vænt um það.  

Kannski verður þú einn daginn í þeim hópi ef þú eignast einhvern tímann líf sem þarf að vernda.

Þangað til, gangi þér vel að þroskast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 08:58

3 identicon

Orðið hægri öfgamenn er skammarlega notað hér. Ef átt er við nasista heilsu, þá er það augljóslega vinstri öfga manna kveðja, og áróðurskennt að kalla segja að það sé að hætti hægri öfgamanna. Nasistar voru meðal fyrstu sósíalista stjórna í evrópa, með fasistum og kommúnistunum í rússlandi. Engin þessara stjórna var íhaldsöm eða frjálslynd og fáránlegt að flokka þær til hægri.

Karl (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 09:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú vilt sem sagt meina Karl að ef Lenín hefði notað orðið conservative í heitinu á flokki sínum að þá hafi kommar verið hægri menn??

En Breivik er hvorugt, hann er skrímsli, en það eru öfl sem gera út menn eins og hann.

Þau eru heldur hvorki hægri eða vinstri, þau eru ill.

Áttum okkur á því og hættum að klína glæpnum á pólitíska andstæðinga okkar. 

Þetta er illska sem þarf að stöðva.  

Við stöðvum hana ekki í beinni útsendingu frá upphafningu hennar.

Þurfi fjölmiðlamenn að fróa sér, þá er ekkert að því að nota klóset.

Sendum þeim þau skilaboð, þó þeir bregðist ókvæða við, þeir eru ekki guðir, þeir eru aumkunarverðir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 10:43

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ómar minn ! sé þér er brugðið, lái þér ekki, okkur er öllum brugðið, atburðirnir 22 júlí 2011 settu spor í okkur sem seint gróa ef nokkurntímann, allavega aldrei um heilt hjá þeim sem næst þeim stóðu, þeim sem komust af og aðstandendum þeirra sem ekki komust af, og annarra sem að að þessu komu í vissri nálægð.

Þeirra óskir og þeirra hagsmunir eiga auðvitað að vera í fyrirrúmi, það eiga fjölmiðlamenn að virða, en einnig við Ómar!

En þar erum við kannski ekki svo allt of vel í stakk búinn til að skilja hvernig þeim er innanbrjósts, né hvernig þau hugsa varðandi þetta, enda eru þau kannski ekki endilega alltaf á sama máli út í æsar um það, við erum ólík manneskjurnar, en það sem ég hef séð hingað til frá bæði talsmönnum aðstandenda og fórnalamba, einnig stuðningslögmönnum þeirra, þá er þöggun ekki það sem þau óska sér, öll kvíða þau gífurlega fyrir réttahöldunum og þar með fjölmiðlafárinu, sem óneitanlega fylgir, en eru líka fegin því að þetta sé endanlega komið í gang, þau kvíða fyrir því sem upp verður rifjað og því sem kemur í ljós, en eru samt fegin að leiðin að því að geta ,allavega reynt, lagt þetta að baki og farið að lifa lífinu eins og best getur orðið eftir svona hörmungar, sé í sjónmáli.

Ég hef verið og mun áfram vera framarlega í flokki þeira sem gagnrýnir og skammar fjölmiðlafólk, "subbuskapurinn" er oft og tíðum ekkert minna en óþolandi, sjálfsagt eigum við eftir að sjá dæmi um það í þessu máli einnig, en Ómar ! er það fyrirsögnin í fréttinni ? eða er það það að myndbandið innihélt kaflann þar sem hann "gerir" kveðjuna ? eða var það "slepjulega glottið" á honum á myndbandinu, ? sem kom þér í uppnám ? eða átti ekki að sýna akkúrat þetta ?

Eins og ég sagði, lái hvorki þér, né öðrum, mér brá við, en þetta er ekki það versta sem við eigum eftir að sjá og heyra í fréttaflutningi frá réttarhöldunum, hér var það ekki fréttaflutningurinn sem var ósmekklegur, heldur það sem hann lýsti.

Þöggun er ekki það sem fórnarlömbin né aðstandendur óska, þau eru það "sjóuð" flest öll, að þau vita að  sumt verður ekki endilega fjallað um af nærgætni, en kvíða miklu meir því sem kemur fram í raun, að fréttamenn virði ósk þeirra um friðhelgi fyrir ágangi, meðan á þessu stendur, tek ég heilshugar undir, að ekki eigi að, eða jafnvel "sía" út hvað sagt og gert er í réttarsalnum, tek ég ekki undir, þetta er núna hægt að nálgast "í beinni" á fleiri norskum fjölmiðlum, HÆGT !! að nálgast, ekki skylduhorf.

"Svo er samfélagið hissa á að viðbjóðurinn verði að tákni fyrir aðra truflaða einstaklinga og samtök þeirra." "Copycat" syndrómið er auðvitað þekkt og ber að vera á varðbergi við, en upplýsingar, þekking og rannsókn á slysum, hryðjuverkum og hamförum hverskonar, eru besta vopnið í baráttunni við þessi öfl.

Karl! þetta ER kveðja "hægri öfgamanna" í Evrópu, taktu eftir kreppta hnefanum. 

Fylgjymst með, eins og við þolum, rétt að taka pásur frá þessu inn á milli, það eru forréttindi sem beinir aðilar að málinu hafa ekki, lærum að þekkja einkennin, þá eigum við kannski léttara með að uppgötva þegar slík voðaverk eru í upsiglingu næst, það getur gerst hvar sem er, hvenær sem er.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 16.4.2012 kl. 12:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Ef andsvarið við þöggun er upphafning þá er þöggun svarið.  En það er ekki verið að benda á það, þessi morð voru framin til að koma boðskap á framfæri.  

Aðeins barnaskapur í tærri mynd trúir að Breivik hafi einn komið að þessu máli.  Eina spuringin er, hvernig var honum stýrt, hver kom hugmyndinni að, hver nærði hana.

Og með því að gefa Breivik sviðsljós fjölmiðlanna, þá er tilganginum náð.

Og er bein ávísun á frekari morð, því það er verið að safna liði, þetta er aðeins byrjun þess sem koma skal,.

Og það sem koma skal skelfir mig.  Ekki glottið á kreepinu, honum er vorkunn.  

Það er tími til kominn að við áttum okkur á samhengi hlutanna Kristján, áður en fleiri falla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 13:21

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Upphafning" Ómar !! jú það eru örugglega einhverjir þarna úti, sem hafa litið á þetta sem upphafningu, meðan fjöldinn hefur væntanlega brugðist við eins og þú, ég og fleiri. (á þá ekki við hvernig þú snýrð þessu upp á óvandaða fréttamennsku)  

Ég skal játa að ég hef ekki lesið hið svokallaða "manifest" Breiviks, þar sem hann fer í smáatriðum útí það hvernig hann vill að Evrópa líti út, pólítískt og stjórnunarlega séð, en veit þó svo mikið, að í þeirri veraldarmynd hans hans hefur tjáningafrelsi manna á meðal og frjálsir fjölmiðlar ekki sess, þannig yrði það sigur í hans augum ef honum heppnaðist þó ekki væri nema það í fyrstu umferð.

Varðandi þetta með að hann sé ekki einn Ómar, er það auðvitað rétt, hvort skoðanabræður hans séu búnir að skipuleggja sig eða ekki er aftur ómögulegt fyrir okkur að svara, hvort sem tilfinningarnar segi okkur þetta eða hitt um það.

Það hafa reyndar skotið upp kollinum fólk sem finnst "sumt" af því sem hann stendur fyrir, vera í takt við þeirra skoðanir, en það skeði jú bæði meðann nasisminn átti sína "glans" daga og enn þann dag í dag heyrir maður líka fólk halda fram, "það var nú ekki allt ómögulegt hjá Hitler, sumt ætti bara að beita í dag". 

Það hefur verið bent á bloggara einn öfgahægri sinnaðann, sem helsta hvata Breiviks, kannski ætti að banna blogg, í ljósi þess að hann hafi skapað Breivik ??, eða úr því, samkvæmt þínu mati, fjölmiðlaumfjöllunin af réttarhöldunum muni fá "fleiri svona skrímsli" út úr skápnum, þá hlýtur eitthvað álíka hafa skapað Breivik, fjölmiðlaumfjöllunin af réttarhöldum yfir Timothy McVeigh kannski ?

Ég vil alls ekki gera lítið úr því, að þetta sem þú notar sem aðalrök fyrir því að ekki eigi að sýna frá réttarhöldunum, eða "sía" verulega, geti orðið til að einhver "skrímsli" skríði fram, heldur er mitt álit að bara það að "þagga" og "sía" of mikið hefur enn meiri og verri afleiðingar, svona er lífið oftast því miður, stundum finnst manni að það sé einungis val um tvennt "illt", svo verður maður að ákveða hvort "illt" maður velur, þannig séð er þetta "Þöggun"/"upphafning" svart/hvíta dæmi þitt ekki bara ólíkt þér,heldur  nokkuð laust við raunveruleikatengingu.

"Skrímslin" eru þarna "úti" í sínum skápum, það getum við verið sammála um Ómar, að læra af þessu skrímsli og hans aðgerðum er og verður besta vopnið í baráttunni við næstu skrímsli, og það er "naví" að halda að löggæsla, leyniþjónustur og álíka ráði við það alein, í allri baráttu við hryðjuverk, skipulega glæpastarfsemi og hörmungar almennt, er þekkingin mikilvægust, hin almenna og upplýsta þekking sem einmitt frjáls og opin umræða veitir, rannsókn þessa máls er lokið, þeirri leynd sem nauðsynleg var vegna rannsóknarinnar, er þessvegna aflétt, að fjölmiðlaumfjöllunin frá réttarhöldunum, skapi ný sakamál af svipuðum toga, getur hugsast, að ekki létta á leyndinni og "þagga" hefði bara gert okkur jafnviðkvæma fyrir slíkri árás og við vorum 22 júlí 2011, þetta veistu ef þú hugsar þig aðeins um eftir að versta "sjokkið" er yfir.   

Það er búið að grandskoða hver menntun hans var, við hvað hann starfaði, hverjar tómstundirnar hans voru/eru, uppeldið og vinahópurinn, sem ekki var víst stór,  en hingað til ekkert verið sannað né beint vísað á sem getur skýrt þessi voðaverk hans og hugsunargang, svo slíkar getgátur sem þú setur fram varðandi það hversvegna svona skrímsli skríða út úr fylgsnum sínum, eru og verða bara þínar, settar fram án þess að nokkur undirbygging finnist, ólíkt þér Ómar !, en svo er þetta mál líka ólíkt öllu sem við norðurlandabúar höfum þurft að horfast í augu við síðan seinni heimstyrjöldinni lauk.

Sterkustu rökin, sem þú velur að sveigja nettlega frá, eru samt þau sem varða fórnarlömbin, það er ekki hægt að heiðra og minnast þeirra og "gleyma" skaðvaldinum samtímis.

Eins og þú vonandi sérð, er ég ekki að karpa við þig, né véfengja þína skoðun, einungis að benda á hinar hliðarnar á þessari okkar flóknu veröld, sem við báðir vonum að hægt sé að gera betri en hún er í dag, en þögun er ekki eitt af áhöldunum, það lætég mig ekki með. upphafning voðaverka á ekki heima í slíkri veröld heldur, en hvort þessi fréttaflutningur er upphafning, eða ekki, verðum við bara að meta hver fyrir sig.

MBKV

KH  

Kristján Hilmarsson, 16.4.2012 kl. 18:18

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Þegar ég var að hefja þennan bloggferil minn þá lenti ég óvart eftir Googleleit inná tengil sem leiddi mig inná síður helgaðar  White power.  Trúðu mér, viðbjóðurinn er þarna, og við sjáum birtingarmynd hans á hverjum degi í árásum og limlestingum á lituð fólki.  

Vissulega veit ég ekki nákvæmlega hver tilurð Breiviks er en ég trúi ekki á mastermind glæpa eftir að hafa horft á Lex Luther.  Og mér finnst ótrúlegt með skynsamt fólk sem sjálft hagræðir orðum, býr til raunveruleik með orðum, að það tekur orðum glæpamanna sem slá Lex Luther við, trúanlega.  

Eins skil ég ekki þá nálgun að telja það þöggun þó voðamenni fái ekki allt svigrúm heims til að réttlæta sjálfa sig og verknað sinn.  Ef ærleg taug væri til í Norðmönnum þá myndi þeir skammast sín að upphefja glæpamanninn undir yfirskyni að þeir vilja ekki þöggun.  Það eru til milljón leiðir til að heiðra fórnarlömb þó það sé ekki gert með því að beina kastljósinu að gerandanum.  

Og réttlætingu hans.

Og einmitt vegna árásarinnar á Tvíburaturnanna þar sem illskan náði óþekktu stigi, þá eigum við að berjast gegn þeim sem boða hatur og tortímingu saklaus fólks sem að einhverjum ástæðum fer í taugarnar á þeim.  Og við erum úrkynjuð ef við látum einhverja rétthugsun trufla okkur í þeirri baráttu.

Hugsaðu þetta kalt Kristján, þú ert öfgamaður og ert hugmyndavaldur hóps voðamanna, þú vilt auglýsa boðskap þinn í öllum helstu fréttamiðlum heims og láta fólk lesa um brenglaða sýn þína á raunveruleikann.

Og þú átt ekki þær 500 milljónir dollara sem þarf til að auglýsa.

Hvað gerir þú þá???

Gerir út eitt voðamennið til að drepa 77 manns, mest part ungmenni sem áttu lífið fram undan.  Og þá er eitt líf ígildi 8 milljóna dollara. 

Og tilgangi verknaðar þíns náð.  

Ég er ekki að segja að þetta hafi verið hugsað svona núna.  En það verður örugglega næst.

Og það er hreinræktaður viðbjóður að gefa færi á því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 19:25

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Mér er fullkunnugt um ógnina sem stafar af öfgaöflunum, meira en þig getur grunað og ekki vegna þess að ég "lenti óvart" inni á þeim við að googla, þau voru til þegar ég kom hingað fyrir 27 árum, eru til enn, misjafnlega sýnileg og virk milli ára, en eru svo sannarlega til, sumstaðar annarsstaðar í Evrópu allvirk, t.d. í Svíþjóð, það sem er þó huggun harmi gegn, er að þau eru í eðli sínu mjög óskipulögð útfyrir sína litlu "sellu" og allir vilja ráða og áherslurnar misjafnar.

Miklu verra er að eiga við, fylgjast með og uppgötva "loners" eins og Breivik og Timothy McVeigh, þó þeir séu háðir öðrum að vissu marki við að útvega það sem til þarf til voðaverkanna, þó þeir séu einnig með áþekkar samfélagsskoðanir og hinir, þá eru þeir einir að skipulagningunni og starfi, enginn nema þeir geta "talað af sér" gagnstætt hópum, þar eru líkurnar á að einhver "missi eitthvað út úr sér" eru meiri. 

það er ekki  spurning Ómar ! að Breivik framdi verknaðinn til að ná fram boðskap sínum og það tókst honum svo um munaði, það þarf ég ekkert að hugsa "kalt" til að skilja, það verðum við bara að lifa við, skeð er skeð, það er hvernig við fáumst við þessa og álika ógnir í nú og framtíð, sem skiftir máli, lærdómurinn dreginn af staðreyndum málsins, ekki getgátunum, sem nóg er af, heldur bláköldu staðreyndunum sem í ljós komu við rannsókn málsins, og væntanlega skýrast enn betur við réttarhöldin.

Norðmenn hafa margt að skammast sín fyrir, eins og íslendingar og flestir aðrir, en aðkoma og framkvæmd rannsóknarinnar í allri sinni breidd, ásamt nú því hvernig réttarhöldin fara af stað er meðal þess sem þeir þurfa alls ekki að skammast sín fyrir, það hafa verið settar fram hugmyndir (af örfáum) um að breyta refsilöggjöfinni, eins og um stríðstíma væri að ræða, það má réttlæta þetta með stríðstíma að vissu leyti, en einmitt í þeirri ákveðni og staðfestu sem norsk yfirvöld og meirihluti þjóðarinnar eur samhent um, þetta að ekki láta Breivik takast að hafa slík áhrif á samfélagið, gerir það að réttarreglum er fylgt í hvívetna, sömuleiðis hvað varðandi tjáningar/upplýsingafrelsið.

Veit ekki hversu ýtarlega íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið undanfarnar vikur, en það sem er næstum talið víst og staðfest af lögmanni Breivik, er að hann (Breivik) muni nota tækifærið og reyna "vefa" sínar hugsjónir inn í það þegar hann gerir grein fyrir ástæðum verknaðarins, í réttarsalnum, þá reynir á dómarana, að neita honum getur gert hann að "martyr" og hetju ýmynd hinna skrímslanna þarna úti, að leyfa honum það getur "kveikt" á nýjum skrímslum, lífið er flókið, og sitt sýnist hverjum þegar staðreyndirnar hrökkva ekki til.

Meira hef ég ekki að segja um málið að sinni, vill bara ljúka því með fleygu orðunum hennar Helle Gannestad:

"Om én mann kan vise så mye hat, tenk hvor mye kjærlighet vi alle kan vise sammen"

"Ef einn maður getur sýnt svo mikið hatur, hugsið ykkur hve mikinn kærleik við getum sýnt saman"

Kveðjur til austurlandsins frá hrelldu samfélagi, en ekki buguðu, norðmenn hafa áður þurft að takast á við óbermi úr eigin röðum, ég reikna með að þeir geri það með sóma núna.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 16.4.2012 kl. 20:49

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristján, þér þykir leitt að þú skulir taka þessu þannig að ég vilji einhverja sérstaka meðferð á Breivik, ykkar vegna vona ég að réttarkerfið sé stærri en hann.

Ég var að fjalla um þátt fjölmiðla og það að samfélagið sé að leyfa manninum að ná marki sínu.  Ef þið eruð stolt af því, þá eigð þið virkilega bágt, og eru i engu betri en viðbjóðurinn sem framdi voðaverkið.

Rétthugsun er sjúkasta form viðbjóðar ef hún er notuð sem skálkaskjól til að menn hindri ekki frekari voðaverk.  Og það sjúkasta við hana er að hún skuli ekki þekkja sín takmörk, því að lokum fær hin þögli meirihluti nóg, og grípur til drastíkra aðgerða.  Og þá er enn einu markmiði öfgamanna náð.

Breivik er ekki Lukku Láki, Timothy var það ekki.  

Þetta eru engir einfarar.  Þeir eru hluti af fjölda sem dafnar eins og púkinn og mun verða alvarleg ógn, eins og öll önnur voðafyrirbrigði sem fengu skálkaskjól tómhyggjunnar til að þrífast.

Eina spurningin er, hvernig var þeim stýrt??

Þeir sem hanna atburði vita að stýring er margskonar, sjaldnast bein. 

Og séní í þessum bransa eru ekki til, sama hvað menn lemja hausinn í stein með það.  

Og ansi er ég hræddur að gatið verði orðið stórt á norskum þjóðarhausnum þegar þið áttið ykkur á því.

Svo til að hindra allan misskilning, upphafning voðaverka er ekki eina mótvægið við þöggun.  Aðeins það svívirðilegasta.  Og hin algjöra vanvirðing á þeim sem voru drepnir.  

Þetta vissu þeir sem skipulögðu réttarhöldin kennd við Nurnberg.  Þau voru réttlát, en án þess að sakborningar fengu að vanvirða fórnarlömb sín meir en þeir höfðu þegar gert.

Ég hef séð myndir af þeim og lesið um þau.  Aðeins í einu var ég ósammála, og það var niðurstaðan.  Þú fordæmir ekki dráp með drápi, sama hver á í hlut, sama hvað hann hefur gert.

Því þá breytist fordæmingin á drápi úr fordæmingu, yfir í réttlætingu, að spurning um valdið eða réttinn til að drepa sé úrslitaatriðið, ekki gjörðin sjálf.  

Þetta snýst ekki um að launa illt með góður, þetta snýst um að þekkja muninn á réttu og röngu.

Það er enginn sómi að réttarhöldunum yfir Breivík, enginn.

Og það er ekki við norska réttarkerfið að sakast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 22:06

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nei nei ! Ómar ! tek þetta ekki þannig, fór bara svoldið út og suður í pistlinum, ég veit þú ert að "taka í" fjölmiðlaþáttinn og, og æsifréttamennskuna, í gegn sem oftar en ekki virðist gerð eingöngu til selja sem mest, og einskis svifist né hugsað, en þú ferð líka svoldið út og suður, alhæfir um "gat í þjóðarhausnum" ofl, þetta t.d. "Eina spurningin er, hvernig var þeim stýrt??" spurningarnar eru auðvitað fleiri en þessi osfrv. svo við ættun bara að hætta þessu, eins og ég eiginlega ætlaði í síðasta innleggi.

En man ekki hvort ég hef sent þér þetta áður, en er núna loksins búinn að manna mig upp í  að lesa bókina um Ólaf Pétursson, handbendi nasista í Noregi á striðsárunum, hann notfærði sér innbyggt traust og tillit norsarann til að lauma sér inn í andspyrnuhreyfinguna og kom fleiri manns í hendur þjóðverja, sem margir hverjur týndu svo lífi í fangabúðum, aðstæðurnar sem hann vann og hrærðist í er engin afsökun fyrir athæfi hans, þó margur muni halda því fram, auðvitað ber enginn ábyrgð á gerðum hans frekar en gerðum Breivik, svona menn bera algerlega ábyrgð á eigin verkum á sama hátt og nauðgarar, sama hversu "sex" fixað samfélagið er og hversu léttklæddar konurnar eru, svo það er ekki málið, en hver voru svo málalok, málalokin þegar kom að skuldadögunum, er ekki kominn það í bókinni að ég viti hvernig er fjallað um það þar, vona bara á sem hlutlausastann og staðreyndastuddann hátt, en HÉR má lesa um hvernig íslensk stjórnvöld tóku á málinu, eins og sagði í fyrri pistli, allir hafa eitthvað að skammast sín fyrir.

Hér var skömmin að látið undir höfuð leggjast að "læra" af mistökunum, þá endurtaka þau sig fyrr en varir.

Þekki þig sem fróðleiksfúsann og óhræddann mann Ómar, óhræddann við horfa beint í glyrnurnar á "þeim gamla sjálfum" ef því er að skifta, svo þetta er bara meint sem slíkt og á ekkert skilt við orðaskifti okkar freka en Nurnberg réttarhöldin, þó auðvitað maður litist af flestu sem maður nemur.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 17.4.2012 kl. 00:00

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Sagan er brunnur sem við sækjum fróðleik okkar úr, hæfnin í að nýta hana felst að sjá samlíkingar en falla ekki í gryfju hægri heilahvelsins að sjá aðeins það sem gerðist og afgreiða söguna á þann hátt að hún var þá en við erum í dag.

Sem slíkt var flest sem gerðist þegar skráð um og uppúr árinu 0.  Síðan er aðeins um endurtekningar að ræða eftir tímalínunni og milli menningarsvæða, hvert trend á sér mismunandi tímaskeið eftir því hvar þú ert staddur.  En sömu trendin frá einni menningu til annarrar.

Nema að við bætist lærdómur sögunnar og þróun siðmenningarinnar.

Sem kallast í einu orði framþróun.

Illska er ekki botnlaus í þeirri merkingu að við fáum 1.000 sinnum meiri illsku ef við drepum 1.000 manns í stað þess að drepa einn.  Það er drápið sem er illskan og mælikvarði hennar er síðan hvernig við stöndum að því.  Viktor Hugo færði til dæmis skemmtileg (skemmtileg í þeirri merkingu að þau fengu mann til að hugsa) rök fyrir því að aftaka morðingja væri meiri illska en morðið sjálft.  Það væri oftar atburður en að vera úthugsað en aftaka væri alltaf úthugsuð.  Báðir aðilar nota síðan einhverja réttlætingu til að réttlæta verknað sinn.  

Eitthvað sem við sjáum til dæmis voðamenni gera í dag, þeir herma eftir morðóðum yfirvöldum eins og eru til dæmis í mörgum ríkjum Bandaríkjanna.

Það var mjög góður framhaldsþáttur um Nurnberg réttarhöldin sýndur á Ruv fyrir þó nokkuð mörgum árum.  Ef þú fyndir hann á torrenti þá yrðir þú mikið fróðari á eftir um spurningarnar sem siðaður maður spyr sig hvernig hann á að höndla illmenni, sek um tæra illsku.  Það besta við þáttin var að hugsanir dómarana og lögfræðinganna sem mótuðu hugmyndafræði réttarhaldanna komu svo vel fram.

Rökræða þeirra var rökræða mennskunnar, og réttlætisins.  

Magnaðir þættir því á bak við þitt langa mál Kristján er leitandi hugur sem ýmsan fróðleiksbrunninn hefur sopið og er gefandi á eftir.  Nurnberg fyllir aðeins uppí myndina hjá þér því þau voru svar siðmenningarinnar við ómennskunni, það er þeirra svar en af því getum við hin lært.

Þá er ég ekki að tala um þá atburði sem kröfðust þessarar réttarhalda eða niðurstöðu þeirra sem ég er ósammála, heldur hvernig uppgjörið var tæklað.  

Áður en fjölmiðlar afskræmdu heiminn.

Og úr einu í annað, Hungurleikarnir eru á bak við, ekki næsta horn, en eitthvað horn nær okkur en okkur grunar.  

Heimspeki fjölmiðlanna er ógn við hinn siðaða mann.

Og við þurfum að fara að feisa það Kristján, líkt og svo margir eru að gera í Noregi í dag.  Hér á klakanum höfum við þann mæta fjölmiðlamann hann Gísla, fréttamann Ruv í Noregi.

Og ég hef það alltaf á tilfinningunni að hann segi satt í þeirri merkingu að hann segi frá því sem hann sér og upplifir.  Þið gætuð alveg verið frændur þess vegna.

Góð kona sagði við mig nýlega, ágætt blogg þó í árásarstíl sé en mér finnst oft gaman að lesa umræðurnar.

Takk fyrir þær Kristján.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.4.2012 kl. 08:57

13 identicon

Guð blessi þig Ómar Geirsson. Ég sé það á orðum þínum og skynja það á andanum sem býr á bak við þau, að þú ert góður maður, og þeir eru að verða of fáir í þessum heimi. Það er alveg rétt hjá þér að fjölmiðlamennirnir sem gera þennan mann að poppstjörnu í augum fólks sem er á rangri bylgjulengd í lífinu, og ýta þeim djúpt inn í almyrkvan sem þegar standa í skugganum, og fá þá til að gangast ógæfunni á hönd og fremja svona voðaverk, sekt þeirra er óendanlega miklu meiri en Breviks, því ef þeim tekst ætlunarverk sitt, að græða nógan pening og athygli á manninum (fjölmiðlar eru jú fyrirtæki), þá getur hlotist af því sú hliðarverkun sem kosta mun mun fleiri líf en þau sem Brevik tók. En hið góða býr á bak við tjöldin, brýst áfram, er ósigrandi og ekkert getur stöðvað það. Hið góða mun sigra. En áður en það gerist þurfa góðir menn að gera sitt besta til að stríðið þangað til verði sem allra sársaukalausast, sem minnst blóðbað og sem fæst saklaus líf falli í valinn á meðan ólík öfl takast á. Gróðasjúku norsku fjölmiðlamennirnir sem hala inn fé á að sjónvarpa þessum viðbjóði og upphefja manninn með því eru röngu megin í þessu stríði og samsekir Brevik þegar lokareikningsskilin munu eiga sér stað. Ólíkt Al Jezeera, sem neitaði að sýna viðbjóðsleg myndbönd gyðingahatarans Meera, þar sem hann fór með bænavers og trúarlega tónlist á meðan hann myrti grunnskólabörn af gyðingaættum með köldu blóði. Sarkozy Frakklandsforseti hefur líka sýnt sinn innri mann með að nánast grátbiðja Al Jezeera að sýna ekki viðbjóðinn, sem hefði mjög líklega orðið til þess, sem morðinginn ætlaði sér, að margir færu að fordæmi hans og morðalda dyldi yfir Evrópu, og þá væru mögulega hundruðir eða þúsundir saklausra barna sem ekkert hafa brotið af sér nema vera gyðingar, og fólks sem framið hefur álíka alvarleg "afbrot", nú dáin. En ólíkt yfirmönnum Al Jezeera og Sarkozy Frakklandsforseta þá hafa fégráðugir norskir fjölmiðlar, sem græða peninga á hverri myndatöku sem birtist annars staðar (til dæmis hér á mbl., hverri sjónvarpsstöð sem birtir upptökurnar hér (eins og mbl sjónvarp) og svo framvegis, ekkert hjarta og enga sál. Og þeir eiga enga virðingu skilið, heldur tóma fyrirlitningu. Því miður er enginn Sarkozy í norsku ríkisstjórninni sem hafði sæmd og heiður til að hafa vit fyrir þeim.

Réttu megin (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 14:10

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Við erum flest réttum megin í lífinu.

Vandinn er að við náum ekki saman.

Þess vegna er þetta eins og þetta er.

Og mun því miður versna mikið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.4.2012 kl. 22:38

15 identicon

Nei Ómar, sá eini sem nefnir flokks nafn hér ert þú. Ég var að tala um stjórnarhætti þessara manna. En fyrir stríðið voru nasistar mjög stoltir af því að hafa náð fram umturnun á stjórnsýslu sinni í átt að kommúnisma, án blóðsúthellinga. En eins og frægt er, var stalín þá nýbúinn að drepa alla sem vissu eitthvað og voru eitthvað í rússlandi, til að ná fram sömu umturnun í stjórnsýslu sinni. Mussolini var virkur Jafnaðarmaður, en að sama skapi vildi hann umturna stjórnsýsluni og færa meira vald til ríkisins. Þetta gerir alla þessa flokka að vinsrti sinnuðum flokkum. Ég var alls ekki að halda því fram að breivík sé ekki hægri maður. Ég held hann sé það. En þröngsýnin þín er rosaleg, og að mörgu leiti mun hættulegri og ofbeldisfullari en breivík gæti nokkurntíman orðið, því hún einskorðast ekki við þíg.

Karl (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 10:33

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, já, ég er þröngsýnn og þú víðsýnn mjög Karl, dreg það ekki í efa.

En segðu mér svona fyrir forvitnis sakir, veistu eitthvað kommúnismi er???  Nei, líklegast ekki, en veistu eitthvað er að vera til vinstri???

Fróðlegt að fá að vita.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.4.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband