Glæsilegt þarft framtak.

 

Sem sýnir að landsbyggðinni er ekki sama hvernig hún er meðhöndluð.

Sem sýnir að við, íbúar hinna dreifðu byggða eru fólk en ekki þriðja flokks fólk sem vinna og strita og sjá síðan afrakstur erfiðis síns fara í glys og glaum fjarri átthögum. 

Það kemur rétt rúm önnur hver króna til baka í nauðsynlega grunnþjónustu, samt þurfum við að sætta okkur við að hlusta á að í hvert skipti sem við ymprum á hagsmunamálum okkar þá er talað um kjördæmapot, kostnað, jafnvel ölmusu.  Ekki nauðsynleg útgjöld líkt og þegar talað er um sambærilega grunnþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Samt flytur hagkerfi Fjarðabyggðar meira út en hagkerfi Reykjavíkur, og þá er ekki verið að tala um hina margfrægu höfðatölu.

 

Stjórnvöld tóku ákvörðun um að byggt yrði stærsta álver í Vestur Evrópu hér fyrir austan.  Vitandi að samfélag okkar er fámennt og klofið af fjöllum og heiðum.  

Ekki málið var sagt, uppbyggingu stóriðjunnar fylgir uppbygging samgöngumannvirkja sem munu tengja saman byggðirnar í eitt atvinnusvæði.  Og þá var ekki bara verið að tala um Norðfjarðargöng, heldur Samgöngin, göngin sem tengja saman firðina við Fljótsdalshérað og mynda þannig samfellt atvinnusvæði sem tæplega tíu þúsund manns myndu tengjast.  

Sem jafnvel er of lítið til að þjónusta álverið en það besta sem í boði er.  

 

Öll þessi loforð voru svikin eins og að hér byggi ekki fók heldur skrælingjar sem hægt væri að spila með út í eitt.  

Og þegar við íbúar Austurlands vekjum athygli á að fjallvegir okkar, Oddsskarð, Fjarðaheiði og Fagridalur séu lífshættulegir á vetrarlagi og það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær alvarleg slys verð þegar fólk neyðist til að nota þá í snarvitleysum vetrarveðrum, þá er í besta fallið hlegið af okkur, en oftast er ábendingum okkar mætt með þögninni, eða þá að henni fylgir háðsglott þess sem valdið þykist hafa.

 

En við íbúar Austurlands ætlum ekki að bíða eftir banaslysunum, að missa ættingja okkar eða vini. 

Við ætlum að snúa bökum saman og verjast.

Segja hingað og ekki lengra.

 

Hið þarfa framtak í Fjarðabyggð er upphaf þess sem koma skal.

Við ætlum með samgöngur okkar inní 21. öldina, af fjallvegum niður á láglendi.

Hundsi stjórnvöld réttmætat kröfur okkar að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá munum við leita samstarfs við aðra hundsaða landshluta og krefjast sanngjarnar deilingar á skattfé landsmanna.  Að stjórnvald okkar sé fyrir alla landsmenn, ekki bara höfuðborgarsvæðið.  

 

Við erum 90 þúsund sem ennþá þraukum á landsbyggðinni, svipuð íbúatala og þegar Ísland fékk fullveldi sitt frá dönum.

Það er líka góð tala að byrja með fullveldi okkar frá höfuðborgarsvæðinu.  

Við erum sjálfbær, við vinnum fyrir okkur, það er ekkert náttúrulögmál að við höldum uppi embættismanna og þjónustu hagkerfi Reykjavíkur.

Við getum alveg eins byggt upp hana upp á Akureyri eða átt samstarf við Færeyinga um hana. Það er ekki lengra til Þórshafnar en til Reykjvíkur og í Þórshöfn er talað mannamál, ekki hrokamál.  Þar hafa menn byggt upp nútímasamgöngur og bundið þannig saman byggðirnar.  Þar setja menn saman samgönguáætlanir til áratuga og vinna síðan eftir þeim.   

Stjórnvaldið vinnur saman með þegnunum í stað þess að vinna gegn þeim.

 

Í dag er fólk reitt.

Á morgun mun það framkvæma.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja fara strax í Norðfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með mínum bestu árnaðaróskum til ykkar stoltu Bor-manna

... allra ykkar vor-manna byggðar fyrir austan ... og landsbyggðarinnar allrar ... og landsins alls.

Með bestu kveðju frá gamla Króksaranum. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 22:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk kærlega Pétur Örn.

En finnst þér ekki vera smá byltingarneisti í þessu????

"Við erum 90 þúsund sem ennþá þraukum á landsbyggðinni, svipuð íbúatala og þegar Ísland fékk fullveldi sitt frá dönum.

Það er líka góð tala að byrja með fullveldi okkar frá höfuðborgarsvæðinu.  

Við erum sjálfbær, við vinnum fyrir okkur, það er ekkert náttúrulögmál að við höldum uppi embættismanna og þjónustu hagkerfi Reykjavíkur.

Við getum alveg eins byggt upp hana upp á Akureyri eða átt samstarf við Færeyinga um hana. Það er ekki lengra til Þórshafnar en til Reykjvíkur og í Þórshöfn er talað mannamál, ekki hrokamál.  Þar hafa menn byggt upp nútímasamgöngur og bundið þannig saman byggðirnar.  Þar setja menn saman samgönguáætlanir til áratuga og vinna síðan eftir þeim.   

Stjórnvaldið vinnur saman með þegnunum í stað þess að vinna gegn þeim.

Í dag er fólk reitt.

Á morgun mun það framkvæma."

Byrja þær ekki flestar með svona yfirlýsingu???

Það er framsýnin Pétur, það er framsýnin sem skiptir öllu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 22:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Grasrótina gegn ofríkinu má finna á þessari síðu;

 
Það kostar ekkert að læka hana, aðeins eitt klikk og eina afstöðu.
 
Afstöðu um að okkur er ekki sama hlutskipti náungans.  
 
Þó við höfum ekki sjálf beinan hag, þá höfum við öll hag af að láta sig hlutskipti hvors annars varða.
 
Kallast Samstaða, Samstaða um sjálft lífið.
 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 23:39

5 identicon

Jú, þetta er frábært Ómar

og mig grunar - og reyndar veit - að þú hafir komið mjög að þeirri hugmyndafræðilegu lífs-taktík.

Sjálfur andans maðurinn og "hundraðshöfðinginn" Ómar Geirsson.

Með bestu kveðju frá gamla Króksaranum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 00:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki baun í bala Pétur. 

Mín aðkoma að þessu máli eru nokkrar jarðvegsrannsóknir og jákvæð hvatning til góðs fólks sem er að gera frábæra hluti.

Þetta framtak höfðingjanna að ganga í hús og kynna málið og safna undirskriftum um leið, er alfarið úr þeirra ranni.  Ég hef ekki aðgang að þeirra húsum, rétt kíkt í heimsókn og forvitnast um peningana sem þeir sendu suður.  

Það sem mér finnst frábært í þessu er að loksins skuli "valdið" stíga niður og sýna sig og hvetja til samstöðu í samfélaginu.  Vera bara einn af hópnum og láta á þann hátt gott að sér leiða.  Það er algjört aukaatriði málsins að það er þegar búið að safna um 2.500 undirskriftum, þeim er aldrei of oft safnað, því oftar, því meir tala menn saman.

Og peppa upp, gefa von og sýna að það sé verið að gera eitthvað.

Þetta eitthvað er alltaf upphaf þess að menn fari að gera það sem þarf að gera.  Eiginleg nauðsynleg forsenda þess.

Svo mun einfaldlega tregða valdsins skera úr um hvað menn ganga langt.  En ég hef ekki trú á því að samfélag mitt lyppist niður.  Hef samt ekkert um það að segja, ég hái mín stríð á öðrum vígstöðvum.

Þú veist Pétur að bæði áhugi minn á Norðfjarðargöngum sem og pistlar mínir um aðferðafræði lífsins eru svona hliðarsjálf við hið eiginlega markmið bloggs míns.  Mér þykir vænt um aðferðafræði lífsins en ég er fyrst og fremst skemill og stríðsmaður, mæti þar sem það þarf að höggva.  

Og nú þarf að höggva í ICEsave.  

Þú manst að ég varaði við væntanlegum svikum og taldi ráðherrakapalinn snúast um að losna við Árna Pál, ekki Jón scapegeit Bjarnason.  Og þá vegna þess að Árni væri ekki tilbúinn að svíkja í ICEsave, núna held ég að enginn þurfi að rífast um það lengur.  

Það gerðist dálítið í gær, að plottið var afhjúpað, og það sem gerðist krefur samlanda okkar um að taka afstöðu til stjórnvalda og Alþingis eins og það leggur sig.

Núna er það framhlaðingur Pétur, núna  er það framhlaðingurin, ég er að halda í stríð, enn einu sinni.

Þér er velkomið að slást í för.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 08:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Hann er með þetta kallinn, mættu fleiri skilja gildi þess að standa í lappirnar.

En núna er stundin, Össur tilkynnti landsölu í gær, og við því þarf að bregðast.  

Engin göng í bili, því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2012 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband