15.4.2012 | 16:30
Landráður gjammar.
Og gjammar og gjammar og gjammar, alveg þar til Sussss heyrist í húsbónda hans.
Á hvern skyldi hann vera að gjamma????
Geir Harde???, minna á að hann býði dóms?? Eins og það finnist lengur það erkifífl meðal þjóðarinnar sem áttar sig EKKI á að um pólitískan dóm VG liða er að ræða, í anda þess sem þeir lærðu ungir í Sovéska sendiráðinu.
Sjálfstæðismenn???, almennt fyrir að bera ábyrgð á EES samningnum sem gerði íslensku útrásartröllunum kleyft að gambla með annarra þjóða fé ofaná það íslenska??? Vissulega á vakt Sjálfstæðisflokksins en breytir engu um ábyrgð Jóns Baldvins og hans fólks á að hafa komið þeim ófögnuði á þjóðina.
En er Steingrími það uppsigað við Samfylkinguna að hann hleypi Landráði i gjammið????
Trúgjarn einfeldningur gæti haldið það og hugsað, já nú er Steingrímur að láta sverfa til stáls við Evrópustefnu Samfylkingarinnar og hafi ekki í hyggju að láta bjóða sér frekari niðurlægingu þjóðarinnar og slíta viðræðunum tafarlaust við ESB.
Það verður fróðlegt að sjá hvort Vinstrivaktin gegn ESB leggi út af þessu gjammi sem djúpa vísbendingu að Steingrímur ætli loksins að framfylgja stefnu flokksins í Evrópumálum.
Og réttlæta þar með áframhaldandi fylgisspekt sína við Steingrím og hans stefnu í Evrópumálunum.
En sá sem gjamminu er beint að er hvorki trúgjarn einfeldningur eða Sjálfstæðismaður.
Hann er stjórnarandstaðan í ríkisstjórninni og hann þekkir bæði vinnubrögð húsbóndans og tungutak gjammarans.
En mikið væri það gott að þeir Ögmundur og Steingrímur gæti bara slegist eins og annað fólk, og talað saman þess á milli án aðstoð gjammara.
Það er algjör óþarfi að núa salti í sár okkar íbúa NorðAusturkjördæmis yfir að bera ábyrgð á þingsetu Landráðs.
Við fengum eiginleg nóg af honum þegar hann ætlaði að loka sjúkrahúsum okkar að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Og vildum helst að Ögmundur myndi beita lögum um landráð svo Landráður flytti inní rétt húsakyni og gjammaði þar í réttum vistarverum fjarri eyrum okkar.
Bæði fengi Ögmundur smáfrið fyrir skilaboðum Steingríms sem og hitt, að við hin verðum laus við að hlusta á gjammið.
Menn hafa gert þjóð sinni stærri greiða af minna tilefni.
Svo Ögmundur, please.
Kveðja að austan.
Furðuleg viðbrögð stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 564
- Sl. sólarhring: 729
- Sl. viku: 6148
- Frá upphafi: 1400087
Annað
- Innlit í dag: 511
- Innlit sl. viku: 5275
- Gestir í dag: 488
- IP-tölur í dag: 481
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voff
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2012 kl. 16:47
Og að hvers skipan gjammar þú!?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2012 kl. 17:07
Já ég gjamma líka, þetta er bara svo fyrirsjáanlegt Axel minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2012 kl. 17:25
Lífsins Axel, lífið er minn húsbóndi og ef þú vilt þá skal ég hjálpa þér við að skipta um húsbónda, minn er frýnilegri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.