15.4.2012 | 14:10
Ég hef ekki heldur áhyggjur af fylgistapi Samfylkingarinnar.
Ég fagna því.
Og öfugt við Össur, þá veit ég að því fær ekkert breytt.
Hann hins vegar treystir á ESB gullið nái sama árangri og það nær í forsetaframboðinu.
En keypt skoðanakönnun er ekki sama og þjóðarvilji.
Hann er 98-2.
Kveðja að austan.
Samráð var haft í málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarf ekki samt að skipta um alla stjórn og marga yfirmenn hjá rúv eftir næstu kosningar vegna framgöngu rúv?
Mér finnst áróður, hlutdrægni á ýmis mál og almenn spilling hafa ráðið of lengi þar.
Geir (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 14:25
Þegar fyrsta skoðanakönnunin var gerð fyrir Icesave II kosningarnar sýndi hún 60/40 skiptingu á milli nei og já áður en að Ólafur vísar lögunum í þjóðaratkvæði. Eftir það byrjuðu að koma kannanir sem sýndu já hliðina umtalsvert stærri en nei hliðina. Þær kannanir komu eins og þruma úr heiðskýru lofti.
Já-hliðin hafði yfirhöndina samkvæmt þessum könnunum alveg þar til viku fyrir kosningarnar sem nei-hliðin vann síðan örugglega 60/40. Eftir þá kosninganiðurstöðu þá var "fölsun" fyrsta orðið sem mér datt í hug í sambandi við eldri kannanirnar, sem sýndu já hliðina með umtalsvert forskot. Það gerðist ekkert síðustu vikuna fyrir kosningarnar sem gaf tilefni til þess að 40 þúsund manns skiptu um skoðun.
Ég heyrði það svo síðar hjá fyrrum starfsmanni hjá einu af þessum skoðanakannana fyrirtækjum að innan fyrirtækisins hefði verið rekinn öflugur áróður fyrir já-i með þeim rökum að allt gáfaða fólkið segði já. Þessi viðhorf voru svo endurómuð af forsetaframbjóðanda samfylkingarinnar sem sagði í beinni útsendingu kosninganóttina þegar fyrstu tölur bárust utan að landi, að von væri á öðruvísi niðurstöðum úr Reykjavík þar sem menntunarstigið væri hærra. Í þeim orðum var auðvitað grímulaust ýjað að því að landsbyggðarfólk væri svo vitlaust að það segði nei við Icesave.
Ég mun ekki taka mark á einni einustu skoðanakönnun fyrir þessar forsetakosningar. Það verður talið á kjördag og ég verð fyrst hissa ef að það kemur ljós að ÓRG hefur ekki unnið. Hvaðan á fylgi Þóru að koma? Frá yfirlýstu samfylgingarfólki sem núna er 1 af hverjum 15 einstaklingum sem eru spurðir um fylgi flokkana úti á götu? Hinir 14 taka ekki afstöðu eða styðja aðra flokka.
Og ég er sammála pistlahöfundi. Það eina sem myndi valda mér áhyggjum væri ef fylgi SF og VG væri ekki að hrynja því ég er búinn að lofa að borga manni úti í bæ kippu af bjór ef SF fær meira en 20% og VG meira en 10% í næstu alþingiskosningum.
Seiken (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 15:45
Það væri nú betra að gera það fyrir Geir, Ruv er engin heilög kýr og þar sitja menn að launráðum við þjóð sína vegna þess að ekki er snúist til varnar.
Sama hvað Ruv gerir, menn mjálma bara, meira að segja Þorsteinn Már varð að gjalti þegar fréttin um meint leynigögn Kastljós birtist.
Það er okkar dugleysi sem skýrir ástandið, ekki þeirra styrkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 18:09
Blessaður Seiken, gaman að heyra í þér.
Þetta er ekki fölsun, þetta er keypt. Það er kosturinn við tölfræðina, að "rétt" aðferðafræði við öflun hennar útskýrir niðurstöðuna.
Ég er ekkert að spá í hvernig peningarnir fara að þessu, ég veit að þeir ráða þessu. Kannanir Fréttablaðsins eru ekki marktækar.
Ekki þegar það þarf að beita þeim í þágu ESB gullsins.
En mér finnst þú ekki taka mikla áhættu í veðmálum þínum, verð nú bara að segja það.
Það verður að vera einhver spenna í þeim.
Fyrir nokkru misserum, þegar ég tók ákvörðun að lemja á ICEsave/AGS flokkunum, þá spáði ég að ef þeir gættu ekki að sér, þá færi fylgi VG niður fyrir 5% og Samfó niður fyrir 10%, og taldi mig bjartsýnan, fyrir þeirra hönd.
Ef þeir hefðu ekki Ruv, þá væri þetta búið spil hjá þeim.
Af hverju heldur þú að ég hamri svona gegn hinum vitgrönnu???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.