15.4.2012 | 12:08
Hvað knýr Samfylkingarfólk áfram??
Er það draumurinn að komast í himnaríki evrunnar og þá er öllu fórnað til þess, þar á meðal að leggja byggðir landsins í rjúkandi rúst??
Eða er það heimskan i sinni tærustu mynd??? Að það búi ekki neitt að baki annað en það sem má rekja til hreinnar fávisku.
"Mikilvægt er kerfisbreytingin raski ekki stöðu þessarar undirstöðuatvinnugreinar þjóðarinnar og tryggi rekstrarskilyrði hennar til langframa. Kjördæmisráðið leggur áherslu á að aukinn arður af auðlindinni verði m.a. nýttur til við fjárfestingar í innviðum samfélagsins, menntun, nýsköpun og rannsóknum, og við sóknaráætlanir í atvinnulífi um land allt."
Þessi tilvitnuð klausa bendir til hins seinna, svona álykta aðeins fáráðir ef sannað er að búseta þeirra er utan 101 Reykjavík.
Hvernig er hægt að ráðast á undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, ofurskattleggja hana, sjúga úr henni allan þrótt, skekja rekstrargrundvöll hennar, án þess að raska ekki stöðu hennar.
Og hvernig getur blóðmjólkun atvinnugreinar skilað auknum arði???
Og hvað hafa samfélög fólks, sem svipt eru lífsgrundvelli sínum að gera við meintar fjárfestingar í innviðum eða sóknaráætlanir í atvinnulífi, á að byggja ofaná það sem þegar er farið???
Fyrir utan, hver treystir böðli sínum????
Kæmi þessi ályktun frá 101 þá gæti algjör vanþekking fólks sem varla hefur farið yfir Öskuhlíðina útskýrt fáráðið. Að það viti ekki að lifandi fólk á allt sitt undir fiski, bæði veiðum hans og vinnslu. Að það haldi að þetta skrítna fólk þarna útfrá Öskjuhlíðinni lifi við að tálga Tókem súlur líkt og sjá má í bíómyndum um frumstæða frumbyggja.
En fiskurinn sé í höndum ógurlegra sægreifa sem neiti þjóðinni, það er 101 um sanngjarnan arð af auðlind hennar.
Að það viti ekki að arðurinn sé löngu farinn úr greininni í vasa sægreifa en eftir standi skuldsett fyrirtæki sem skapa vinnu og arð fyrir þjóðarbúið. Og borgar renturnar út til London og víðar þar sem sægreifarnir gömlu dvelja.
Fáfræði útskýrir oft fáráð.
Hinsvegar læðist að mér sá grunur að ESB gullið sé að verki.
Það viti eins og er að þegar núverandi sjávarútvegsfyrirtæki hafa dagað uppi vegna þjóðnýtingarinnar að þá munu veiðar og vinnsla Evrópuvæðast í þágu dreifðra sjávarbyggða Evrópu.
Það er líklegri skýring, því í raunheimi er enginn svona heimskur eins og Samfylkingarfólk þykist vera.
Nema fyrir borgun.
Kveðja að austan.
Fagna kvótafrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta "hafa aldrei komið út fyrir 101" tuð landsbyggðarinnar er að verða ansi þreyttur brandari. Og þessi andstaða og hreint hatur landsbyggðar fólks á Reykvíkingum og öllu Reykvísku er rannsóknarefni.
brynjar (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 12:32
Sammála Brynjari. Þetta er orðið frekar þreytt.
Maður saknar rökrænni hugsun hérna á þessu bloggi. Hún var til staðar í sínum tíma.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 13:29
Æ greyin mín, hverjir haldið þið að nenna að rökræða við bjánabelgi, fólk hefur margt þarfara að gera, til dæmis að skamma þá.
En elsku brynjar minn, læsi hefur farið aftur í 101, frá því að ég dvaldi þar forðum daga. Jafnvel einfaldasti texti er ekki skilinn.
Hér er ekki minnst styggðaryrði á Reykvíkinga, enda flestir velættaðir utan að landi. Og þeir verða ekki síður fórnarlömb fáráðanna en það fólk sem atlagan beinist beint að.
Því ósköp verður lítið hægt að versla og höndla af tekjunum sem tölvuleikjafyrirtækið skapar. Það er nefnilega ekki þannig að landsbyggðin láti endalaust arðræna sig.
Við erum nefnilega fólk, ekki fífl.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 14:07
Það var í fréttum núna í stöð tvö að RVK fær sáralitinn pening í vegaframkvæmdir. Allt fer á landsbyggðina.... sem hlítur að vera áfall fyrir þig. Miðað við þina röksemd.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 18:53
Er eitthvað að samgöngunum í Reykjavík Sleggja mín???
Viltu bæta í þannig að ég þarf að koma á 6 mánaða fresti til að átta mig á breytingunum svo ég rati, í stað 2 ára fresti í dag. Má samt hafa mig allan við að læra á gömlu leiðarnar, hvað þá að setja mig inní þær nýju.
En það hlýtur að vera gott að hafa þig í vinnu Sleggja, þú færð öll launin, 100%. Ertu ekki sáttur, ja hvað eigum við að segja, við 20.000 þúsund en þá miðum við 50 tíma vinnuviku.
Kommon, þú færð 100% af laununum þínum????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 19:13
Laun mín tengjast ekki þessum umræðum.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2012 kl. 19:27
Nei, en rökhugsun þín Sleggja mín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.