Væri ekki ráð að opna bar í kjallara lögreglustöðvarinnar???

 

Og selja bjór á kostnaðarverði milli 5-7 um helgar.

Myndi einfalda allt eftirlit og fyrirbyggja þau vandræði að menn sýndu lögreglunni ofstopa.

Eða hafa menn heyrt um læti við vertinn á rónabarnum???

 

Með nýrri nálgun á eilífðarvandamálin má leysa margan vanda.

Til dæmis myndu menn viðurkenna tilvist þeirra, hætta að setja sig á háan hest og gera eitthvað í málunum sem virkar.

Frá örófi alda hafa menn ekki gengist við þeirri staðreynd að einhvers staðar verða vondir að vera og lagt ýmsa Þránda í Götur þeirra sem hýsa vilja slíka og veita þeim þjónustu.  

Og oft ekki linnt látum fyrr en öll sú þjónustu er komin undir yfirborð hins mannlega samfélags.  Og láta síðan eins og að þeir vondu séu ekki til, að það fari allir eftir reglum og viðmiðum samfélagsins.  

 

En undir yfirborðinu þrýfst ýmis óþverri og vandinn magnast, verður illskeyttari, og vellur loks uppá yfirborðið í formi glæpa og ofbeldis.

Og bitnar svo á okkur, góða fólkinu, okkur sem eru alltaf svo elgans og fín og förum eftir öllum viðmiðum samfélagsins.  Jafnvel þó rétthugsun nútímans geri það það að fullri aukavinnu að setja sig inní öll hin nýju viðmið sem stöðugt er dælt yfir samfélagið.

 

Þess vegna ættum við að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort ekki sé komið nóg af forpúkarhætti okkar og hroka.

Að við viðurkennum að einhvers staðar þurfi vondir að vera, og í stað þess að hafa þá undir yfirborðinu, að þá höfum við þá meðal okkar.  Eins og þeir eru, með sínum kostum og göllum.  

Og svo má alltaf finna einhverjar leiðir til að góða þá.

Í stað þess að lemja þá, úða og grýta og kasta þeim síðan í fangelsi  með margfalt meiri kostnaði en mannúð og mennska krefur seðlaveski okkar.

 

Aðferðafræði lífsins, hagfræði lífsins er ný nálgun sem skilar betri mannlífi, fyrir okkur öll, jafnt vonda sem góða.

Því hún gerir okkur öll að manneskjum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ógnaði lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið væri nú lífið yndislegt ef það væri eins einfalt og þú lýsir. Þetta er nánast rómantísk lýsing hjá þér. Svona eins og í Dýrunum í Hálsaskógi. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Þú og Ögmundur yrðuð góðir saman í baráttunni við skipulagða glæpahópa og annan óþjóðalýð. Hann vill bara höfða til samvisku þessara manna. Ég styð þig í þessu Ómar. Nú þarf bara að setja í lög að allir eigi að vera vinir og enginn megi lemja annan mann og þá verður allt miklu betra á Íslandi.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 10:16

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Kosturinn við svona greinar er sá að þær fá fólk til að hugsa, jafnvel svo djúpt að því dettur Dýrin í Hálsaskógi í hug. 

Skiptir engu þó það sé til að hæða, sé dómgreind til staðar þá heldur undirmeðvitundin áfram.  Og kannski, að lokum brýst skynsemisveran fram úr viðjum hinnar hefðbundinnar hugsunar.

Speki Dýranna í Hálsaskógi er speki lífsin, speki sem hinn vitiborni maður þarf að tileinka sér áður en það er of seint.  Mig minnir reyndar að dýrin hafi ekki verið sérstaklega umburðarlynd við ófriðarseggi og afætur, þeim var stillt upp við vegg, annað hvort leikið þið með, eða við spörkum í rassgatið á ykkur.

Og þar sem ófriðarseggirnir eru vitibornar verur, þá kjósa þeir að kóa með og þar með var vandinn leystur.

Því miður er vandinn í raunheim aðeins flóknari en það, ekki það að ófriðarseggirnir séu eitthvað vitlausari heldur er það fjöldi hinna óhugsandi manna.  Sem eru fóður tregðunnar.  Þegar þeim tekst verst til, þá er hugsun þeirra einn stór frasi, á góðum stundum nær hún því að vera hefðbundin.

Nú nálgast maðurinn sinn endapunkt vegna hinnar hefðbundnu hugsunar svo hún dugar ekki til, ekki okkur sem viljum verða afar eða sjá litlu strákanna okkar spila í rauðum treyjum liðsins eina frá Manchester borg.

Það er kominn tími á vinstra heilahvelið en það þýðir samt ekki að gefa því alveg lausan tauminn, það hægra er mikilvægt í baráttunni við óvininn eina, því aðeins taktík hugsun Bangsapabba mun sigra það stríð.

En ekki með þröngri hugsun, heldur víðri.

Svo ég víki að þér Kristinn þá ertu djúpur ef þú lest stuðning við skipulagða glæpastarfsemi út úr hugmynd minni.  

Ég hefði þvert á móti talið að það auðveldaði lögreglunni störfin að þurfa ekki að sækja smákrimma og óróaseggi út um víðan völl, heldur að hafa þá alla sæla og glaða undir einu þaki og aðeins þyrfti 2-3 lögreglumenn til að líta eftir þeim, og það eina sem þeir þyrftu að gera væri að sörvera bjór á lágmarksverði, jafnvel lána uppá krít ef þess þyrfti.  Það er til dæmis einfaldara að lána fyrir honum heldur en að biðja blankann kúnna að skreppa út og ræna næsta sjálfsala svo hægt sé að afgreiða hann um næsta bjór.

Ávinningurinn er svo að páerið fer í alvöru glæpamenn, þá sem láta græðgi ráða för en ekki brennivínsþorsta.

Og hvað varðar alvöru glæpamennina, þá ræður aðferðarfræði lífsins yfir tækni til að díla við þá.  Bangsababbi átti nú svar við því eins og öðru.  

Og hann var nú ekki mjög rómantískur, hann vildi bara fá að borða sitt hunang í friði fyrir öllu þessu kvabbi litlu dýranna. 

Þetta er svona Kristinn, þetta er viss hugsun, en hún er ekki mjög flókin, eiginlega mjög einföld, krefst þess aðeins að við hugsum, svona í smá tíma.  

Og þú ert byrjaður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 10:55

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Ómar það er margt skrítið hér hjá okkur .  En þó erum við alltaf aðeins fremri eins og að Bannárin stóðu hjá okkur í tuttugu ár en aðeins í þrettán ár hjá þeim þarna vestur í Bandaríkjunum.  Samt dugðu þessi þrettán ár til að koma fótunnum undir glæpastarfsemi sem lifir góðu lífi enn í dag.  Hjá okkur varð þetta bara heimilisiðnaður og hafði reyndar svo verið um aldir, en nú var það bannað og þurfti því að fara með þá starfsemi niður í jörðina.  Sem betur fer fyrir yfirvöld,  öfgakerlingar og heybrækur þeirra þá fjölgaði tukthúslimum  við þessa aðgerð.   

Skemmtilegustu samkomur sem ég hef verið á eru Hofsböll á Vopnafyrði 1960 og 61, en þar voru allir, ungir og gamlir, börn og gamalmenni.  Þar buðu bændur mér af pela undir húsvegg og ræddu stund og stað sem og heimsmál eins og verið hefur þá menn fá málið.  Ég vissi ekki annað en að ég væri krakki eða mögulega  unglingur þá ég fór úr foreldra húsum um vorið, en á Vopnafirði var mér tekið sem fullorðnum manni og við mig talað sem slíkan.  Ég tók eftir því að á þessum tíma voru börn að tólfára aldri en aðrir voru bara mismunandi gamalt fullorðið fólk.  Ég var settur yfir móttökuna í frystihúsinu, sem þá hafi ekki starfað í 15 ár og með því embætti fylgdi að selja þeim skemmtilegu og alveg ótrúlega fallegu húsmæðrum á Vopnafirði fisk og líka bændum sem keyptu mikið í einu og komu með kerrur.  Ég sá ekki ástæðu til að vera með einhverja nánasar mælingu á voginni við menn sem keyptu svona mikið í einu og nú voru þeir að launa mér almennileg heitinn.

En á sjötta og sjöunda áratugnum þá fór Landinn að fara til sólarlanda.  Það sagði mér fararstjóri gamall að þá hafi iðurlega þurft að styðja þá suma frá borði og bera um borð aftur.  Þó voru Illindi sjaldgæf en hávaði og söngur einkenndi þetta tímabil sagði þessi skemmtilegi, ærlegi fararstjóri.  Svo bæti hann við að þeir Íslendingarnir voru samt fljótir að læra að það þurfti ekkert að drekka sig fullan í flugvélinni , það var nóg til á áfanga stað og það þurfti ekkert að fara fullur frá hótelinu, því alsstaðar voru veitingastaðir og þar var vín ekkert dýrara en í verslunum.  Það þurfti ekkert að vera með pela í vasanum og súpa einhverstaðar inni á klóseti því það var hið eðlilegasta mál að setjast niður og panta sér bjór, eða léttan mat og vínglas eða flösku ef margir voru saman.

En nú ætla ég að hætta þessu Ómar áður en þetta verður bók.  En segðu mér ert þú bróðir Guðna Geirs Vélvirkja?

Hrólfur Þ Hraundal, 15.4.2012 kl. 12:07

4 identicon

Sæll Ómar, þó ekki hafi ég lesið alla þína pistla, tel ég þennan með þínum betri.

Þjóðfélagsvandamál verða alltaf til staðar, og aldrei virðast þessi bönn hjálpa. Ný nálgun myndi leysa margan vanda, eins og þú segir. Íslenskt þjóðfélag hagar sér (og er!) eins og bólugrafinn 12 ára strákhnoðri í samanburði við flest þroskuð lönd Evrópu. 

Öll íslensk "þjóðfélagsvandamál" hafa verið til staðar í öðrum löndum í fjölmörg ár. Kynnið ykkur söguna, lærið á mistökum annara, gerið rétt sem aðrir gerðu rétt. Einfalt, ha?

Valgeir (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 12:23

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Hróflur, er litli bróðir hans.

Annars hefði þú alveg mátt skrifa bók um þetta efni, það er tími til kominn að menn taki á móti forheimsku forpokunar og rétthugsunar.  

Bönn búa til vandamál, skynsamleg umræða hjálpar til að leysa þau.

Ég er ekki að mæla ofdrykkju og misnotkun bót eða mæra líf rónans og útigangsmannsins, en það eru til leiðir sem dragar úr og það eru til leiðir sem bæta í.

Þú komst með eina skemmtilega nálgun frá þeim tíma þegar unglingar voru fólk, ekki börn.  Þá máttu þeir vera innan um fólk sem neytti áfengis og ekki var í sjálfu sér amast við neyslu þeirra.  

Vissulega á að draga úr unglingadrykkju en leiðin er ekki að úthýsa þeim í bakhýsi þar sem enginn veit hvað þeir eru að gera.  Það er eins og menn gleymi að það er margt miklu verra en áfengið, það er langtímavandamál en mörg önnur efni, sem standa unglingum til boða, eru skammtímavandamál, það er ævi fólks styttist til mikilla muna við neyslu þeirra.

Og menn mega ekki gleyma, að ungur nemur af þeim eldri, en þá þarf hann að fá að umgangast eldra fólk.  Ekki vera í bás rétthugsunarinnar.

Og svo margt annað, en ekki ætla ég heldur að skrifa bók núna.

Takk fyrir innlitið Hrólfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 12:42

6 identicon

Vandamálið er bara að það þýðir ekki að höfða til samvisku þeirra sem enga samvisku hafa. Að sama skapi er það draumsýn að innleiða sáttmála dýranna í Hálsaskógi meðal okkar mannanna. Enda eru Dýrin í Hálsaskógi ævintýri þótt sumir haldi annað. Það er eins með mannskepnuna og hinar skepnurnar að eðli sumra og innræti verður ekki breytt með því að höfða til samviskunnar. Þú getur baðað úlfinn með öllum þínum kærleik og ást, hann étur þig samt.

Að reyna að innleiða þessa vonlausu rómantík er beinlínis hættulegt samfélaginu eins og sést á skipulagri glæpastarfsemi á Íslandi. Þróun þeirra er komin svona langt einmitt vegna þess að rómantískir menn vildu reyna að höfða til samvisku meðlimanna í stað þess að taka á þeim af festu og hörku.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 14:06

7 identicon

Ps. ekki gleyma því að smáglæpamennirnir verða stórir fyrir rest ef ekki er tekið á þeim. Sjáðu bara árangurinn í New York. Þar ákváðu menn að taka hart á smákrimmunum og stórglæpunum fækkaði í kjölfarið.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 14:09

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Ég nenni ekki að útskýra fyrir þér speki Bangsapabba en þú getur flett aftur á páskablogg mitt og lesið þér til fróðleiks.  

Þú ert spúki þegar þú lest út úr þessari saklausu færslu minni stuðning við klapp á bakið á skipulagaðri glæpastarfsemi og kveikir ekki ennþá ég benti þér á að ef mannlegir brestir eru ekki glæpavæddir þá hafa menn meiri mannafla í hina raunverulega glæpamenn.  

En kannski er skýring þess að þú telur peningum þjóðarinnar betur varið í fangelsi en menntun og heilsgæslu líkt og nágrannar okkar í USA telja.

En fyrst þú ert svona skilvirkur, af hverju ekki bara að nota mongólsku leiðina????

Hún virkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 16:36

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Valgeri, þetta er málið, að nota skynsemi okkar til góðs.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 16:39

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Valgeir vildi ég sagt hafa þó puttar segðu annað.

Kveðja,

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 16:39

11 identicon

Mín speki er einföld. Þú hefur alltaf val. Ef þú velur að brjóta af þér þá tekur þú afleiðingunum. Glæpamannadekur er óþolandi.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 20:28

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Gangi þér vel með hana Kristinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 625
  • Sl. viku: 5625
  • Frá upphafi: 1399564

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 4798
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband