15.4.2012 | 00:01
Merkileg forgangsröðun VG manna á landsbyggðinni.
Eru að missa þolinmæði vegna svika Steingríms númer 37 á stefnu flokksins í Evrópumálum.
Einhver hefði nú spurt hvort svik númer 37 væri á einhvern hátt öðruvísi en svik númer 35 eða 25 eða sjálf svikin, hin upphaflegu þegar kjósendum flokksins var lofað andstöðu við ESB en eftir kosningar hefur flokkurinn unnið ötullega að innlimun landsins í ESB.
Það eru jú fyrstu svikin sem eru erfiðust, en þau venjast með tímanum.
En af hverju núna?? Það er svo margt búið að ganga á og hvar var það þá???
Hvar var það í varnarlínu landsbyggðarinnar gagnvart siðlausu ríkisvaldi sem ætlaði að loka öllum spítölum landsbyggðarinnar fyrir utan nokkrar flugumyndir hér og þar??? Landsbyggðin hefði fljótlega dagað uppi hefði þessi áform gengið eftir.
Samt, sannarlega þá mætti það suður á fundi og klappaði fyrir Steingrími. Aftur og aftur.
Hvar var það þegar samgöngubætur voru stöðvaðar á krepputímum að boði Óberma AGS??? Samgöngur sem eru lífæð landsbyggðarinnar. Eða þegar skattlagning á olíu og eldsneyti fór yfir öll velsæmismörk?? Og eina svar ríkisstjórnarinnar var að vitna í reglugerð ESB um einhvern kolefniskatt ásamt tilmælum um að við notuðum meira Subwayið.
Hvar var þetta fólk þá???, þegar það var ekki fyrir sunnan á fundum að klappa fyrir fyrstu ómenguðu vinstri stjórninni???
Hvar var það þegar fyrsta ómengaða vinstri stjórnin lagði fram frumvarpið um eyðingu byggðar kennt við kvóta???? Veit þetta fólk ekki við hvað náungi þess vinnur??? Eða hvaða afleiðing ofurskattlagning á fyrirtækjum landsbyggðarinnar þýðir??
Er það svo gjörsamlega svo heimskt og innantómt að það veit ekki hver lífæð byggðanna er??? Og hvaða afleiðing það hefur að skera á þá lífæð???
Nei, auðvita hvernig læt ég, það var á fundum í Reykjavík að klappa fyrir nýjustu svikunum í stefnuskrá flokksins.
En núna, loksins við svik númer 37 þá lætur það í sér heyra. Það er gjörsamlega að missa þolinmæðina.
Það liggur við að maður haldi að það sé svona fjúkandi reitt yfir því að ESB sé að stela af því glæpnum. Að það en ekki ESB eigi að ganga frá sjálfstæði landsins.
Að það sé hlutverk VG að eyða byggð og búsetu svo öruggt sé að landsmenn verði að leita með betlistafinn til Brussel og biðja um ölmusu.
Það er það eina sem getur útskýrt hinn skyndilega missi þolinmæði stuðningsmanna VG á landsbyggðinni vegna svika númer 37 í Evrópustefnu flokksins.
Því eins og allir vita, að enginn er eins sár yfir þjófnaði eins og þjófurinn sem uppgötvar að hinu stolna var stolið af öðrum þjóf.
Það er sko þjófnaður.
Og við þessu á Steingrímur aðeins eitt ráð, og það er að biðja VG liða landsbyggðarinnar að koma suður á fund og klappa.
Og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það verði klappað.
Aftur og aftur.
Kveðja að austan.
Þolinmæði Vinstri grænna þrotin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 459
- Sl. sólarhring: 726
- Sl. viku: 6190
- Frá upphafi: 1399358
Annað
- Innlit í dag: 388
- Innlit sl. viku: 5243
- Gestir í dag: 357
- IP-tölur í dag: 352
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann á heima á Klapplandi.
Helga Kristjánsdóttir, 15.4.2012 kl. 01:10
Klapplandinu tóma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 08:35
Mikið til í því sem þú skrifar Ómar að svik forystu VG sé verst fyrst en flokksmenn venjist svo endurteknum svikum. Það er staðreynd varðandi mykjuhús, skítalyktin er verst fyrst en hún venst þeim sem dvelja þar áfram. - Þannig er ástand flokksmanna VG sem klappa svikulum foringa sínum lof í lófa. Það þarf tvö í leikinn en það gleymist oft, því Steingrimur væri búinn að vera ef ekki væru flokksmenn VG sem styðja svikin með samþykki sínu. Jón er voða, voða reiður - hverjum er ekki sama á meðan hann aðhefst ekkert. Aðhafist hann ekkert er hann engu betri en þeir sem klappa fyrir Steingrími og styðja svikin og framsal á sjálfstæði Íslands.
Sólbjörg, 15.4.2012 kl. 09:12
Blessuð Sólbjörg.
Já, það þarf 2 til að dansa tangó og mér finnst það ekki merkilega afsökun hjá VG liðum að réttlæta þessa ríkisstjórn með þeim rökum að það sé betra að óstarfhæf ríkisstjórn (því þeir hafa gert þessa ríkisstjórn algjörlega óstarfhæfa) sjái um að framkvæma óráð AGS í stað þess að skilvirkari ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sjái um þá aðför að landi og lýð.
Það er þannig að menn eiga að berjast á öllum vígstöðvum gegn því sem er rangt, menn vinna ekki með rangindum þó það sé gert í þeim eina tilgangi að hindra framgang þeirra.
Síðan er það bara fámenn klíka Hrunverja sem stendur fyrir ófögnuðinum í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn tók virkan þátt í að byggja upp þá velferð og velmegun sem núverandi kynslóð erfði eftir áa sína og þó hann hafi glapist af villutrú frjálshyggjunnar, þá er stofn hans og rót úr ranni kristilegrar íhaldsstefnu sem í gegnum tíðna hefur getið af sér alla helstu andstæðinga illvirkja frjálshyggjunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn myndi því gera uppreisn gegn AGS alveg eins og hann gerði uppreisn gegn ICEsave.
Menn eiga að hætta þessu tuði út í vinstri og hægri og fara að hugsa eins og fólk.
Fólk ver sig og sína og hendir þeim í sjóinn sem vilja eyða þessu landi.
Sundrungin er vopn eyðingarinnar, sviptum hana því vopni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 09:28
Það fer ekki á milli mála að stjórnarflokkarnir hafa unnið skipulega að því að koma öllu hér í kalda kol. Það er of langt mál að telja upp dæmin öll því til sönnunar, en tvennt er það sem hefur staðið í þessum erindrekum ESB og eru það Forseti Lýðveldisins og Útvarp Saga fm 99,4. Stjórnarandstaðan er einhverra hluta áhugalaus um að breyta neinu eins og sást t.d. greinilega þegar kosið var um Icesave, auk þess sem í stærsta stjórnarandstöðu flokknum sitja enn ærulausir einstaklingar sem aðeins og einungis megna að minna mig á eina af fyrstu plötum snillingsins, Frank Zappa, en þar á ég auðvitað við: "We are only in it for the money"
P.S.
Það var blátt áfram fyndið að sjá stjórnarliðann, Álfheiði Ingadóttur umbreytast óhuggulega og missa grímuna í beinni útsendingu í Silfri Egils nýverið, við það eitt að heyra nafn Ólafs Ragnars Grímssonar nefnt.
Jónatan Karlsson, 15.4.2012 kl. 10:21
Takk fyrir þitt ágæta innslag Jónatan.
Mér datt í hug hvort ESB gullið muni ekki kaupa útvarp Sögu eins og það ætlar að kaupa Bessastaði???
Láta jafnvel Dagblaðið yfirtaka það.
En þú gleymir þriðja aflinu, Netheimum. Og þar liggur von ESB gullsins í iranskri útgáfu netsins, að klippa á frjálsa hugsun.
Sem er mun ódýrara en að kaupa hana.
En varðandi VG þá virðist eina hugmyndafræðilega umræða hjá þeim þessa dagana vera hvort og hvenær flokkurinn deyr út. Annars vegar er það sérvitra liðið sem segir að niðurtalningin sé þegar hafin og hinsvegar valdaliðið sem segir að flokkurinn mun lifa af þó þingmenn verði færri.
Og þessi umræða segir allt um stöðu flokksins.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.4.2012 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.