13.4.2012 | 18:58
Og hvað gerir þú Sigmundur Davíð??
Grenjar eða eru viðbrögð þín mjálm???
Það eru skýringar á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VinstriGrænna hefur komist upp með valdníðslu sína og níðingsskap sinn gegn þegnum þessa lands. Að ég tali ekki um bein lögbrot, samstarf við erlenda fjárkúgara og beinar lygar í innlimunarferlinu að ESB.
Eitt orð nær að lýsa inntak þeirra skýringa og það er orðið máttleysi.
Stjórnarandstaðan er máttlaus, landsbyggðin er máttlaus, heimili landsins eru máttlaus.
Menn væla, tuða, grenja en það tekur enginn á móti. Eina undantekning eru þeir einstaklingar sem risu strax upp í ICEsave vörninni og höfðu eftirminnilegan sigur, 98-2.
Eftirminnilegur því í upphafi baráttunnar var Alþingi, ríkisstjórnin, ríkisútvarpið, fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs, samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin, háskólasamfélagið og "öldungar" þjóðarinnar því sem næst einhuga um að skuldahlekkir ICEsave væru skylda þjóðarinnar vegna EES samningsins.
Í dag var einstakur atburður, ekki bara á Íslandi, heldur í sögu vestrænna lýðræðisþjóða.
Ríkisstjórn Íslands mótmælir ekki aðkomu ESB að fjárkúgun erlendra ríkja og heldur áfram eins og að ekkert hafi í skorið að sækja um aðild að fjárkúgarabandalaginu.
Fram að þessu hefur ESB getað skálkað í skjóli ímyndaðs hlutleysis, það sagði alltaf að ólöglegar kröfur breta og Hollending væru mál þeirra og íslenskra stjórnvalda. Formlega var það satt og því ekki hægt að tala um að bandalagið væri aðili að hinni glæpsamlegri árás á íslensku þjóðina.
En auðvita vissu allir að svo var og núna er sauðargæra úlfsins horfin og eftir stendur allsnakinn þjófur með grímu eina að klæðum í miðjum þjófahóp svo ekki þarf lengur um að deila.
Og það sem verra er, að hinn allsnakti þjófur er ekki bara að stela, líkt og bretar og Hollendingar létu sér duga, hann er að reyna knésetja fullveldi þjóðarinnar.
Og fólk tekur á móti slíku, það ver sjálfstæði lands síns og þjóðar.
Það mótmælir ekki, það slítur öllum samskiptum við árásaraðilan þar til hann lætur af hátterni sínu.
Það á ekki að þurfa að útskýra þetta fyrir neinum Íslending, þetta skilja allir.
Þeir sem segja annað eru keyptir menn, Júdasar sinnar þjóðar.
Og þess vegna spyr ég Sigmundur Davíð, hvað gerir þú???
Og þú getur ekki snúið út úr máttleysi þínu með því að benda enn einu sinni á Jóhönnu.
Því eins og allir vita, þá er Jóhanna ekki lengur til sölu.
Hvað ætlar þú að gera í málinu Sigmundur Davíð??
Það er til eitthvað sem heitir samsekt.
Sá sem ver ekki þjóð sína á ögurstundu þegar sjálft sjálfstæði hennar er í húfi, hann er engu betri en þeir sem eru löglega afsakaðir vegna fjárþarfar sinnar.
Við tíðindum dagsins er aðeins eitt svar.
Að slíta öllum samskiptum við Evrópusambandið.
Það hefur í för með sér óþægindi, það hefur í för með sér kostnað, en sjálfstæð þjóð á engan annan valkost en að verja sig þegar á hana er ráðist.
Annars, annars er hún ekki sjálfstæð.
Kveðja að austan.
Brýnt að beina mótmælum til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 611
- Sl. sólarhring: 631
- Sl. viku: 6342
- Frá upphafi: 1399510
Annað
- Innlit í dag: 524
- Innlit sl. viku: 5379
- Gestir í dag: 480
- IP-tölur í dag: 474
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar. Þetta er staðreynd sem þú bendir réttilega á hér.
Nú hlaupa stjórnarandstöðu-formanns-svikarar ekki lengur í ESB-skjólið sitt, og réttlæta svo svikin, með að kenna Jóhönnu og Steingrími um allt sem miður hefur farið.
Þú bendir réttilega á að aðgerðarleysi stjórnarandstöðunnar núna er meðsekt. Meðsekt er falskari en sekt, og jafn óheiðarleg, og verk stjórnarinnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 19:34
Einhvern tímann þurfa bæði þeir og þjóðin að feisa samhengi hlutanna.
Ég held að þetta sé ekki viljandi en skálkaskjól geta Jóhanna og Steingrímur ekki endalaust verið.
Þau eru rúin æru, njóta stuðnings minnihluta þingmanna, fylgi flokka þeirra er samanlagt rétt rúmlega 20% og þau eru ítrekaðir lögbrjótar í ICEsave og svo vaxtaþjófar. Í Danmörku varðar það beint við lög að ráðherrar ljúgi beint að þing og þjóð, það þarf ekki merkilega lagajöfnun til að höfða mál á hendur þeim eftir að þau afneituðu regluverki ESB um að ríki sem sæktu um aðild, væri að semja um aðlögun að sambandinu, ekki um breytingar á regluverki þess.
Bara svona sem dæmi.
Sem aftur vekur spurninguna Anna, hverjir eða hvaða hagsmunir hafa hag af hinu meinta máttleysi????
Svari hver fyrir sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 19:59
Réttlætið er okkar megin. Jóhanna, Steingrímur, Bjarni Ben., Bucheit og Lárus Blöndal ljúga öll. Þau vilja öll að við borgum helling, því að þau hata okkur. Við skuldum ekkert. Erum hrein eins og jesúbarnið í jötunni. Málið er kristaltært. ESB ætlar að rýja okkur blásaklaus inn að skinni, til að borga fyrir Grikkland, Ítalíu og rest. Þetta er allt regluverki ESB að kenna. Aðlögun og svik. Við erum frábær. Heimurinn er á móti okkur. Island, Island, über alles. Étum lambakét, hrútspunga og magála. Brussel vill bara stela fiskinum okkar frá kvótakóngunum. Kjósum x-D+B því að þeir tryggja sjálfstæðið. Þeir hafa gert það svo vel fram að þessu. Látum þá stjórna okkur áfram. Þá mun allt fara vel. Skuldirnar gufa upp. Fiskurinn verður minn.
Pétur (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 23:07
Æ, ég veit ekki hvað ég á að segja um svona raunalega þulu Pétur.
Fyrir utan veruleikafirringuna þá er ömurlegast að lesa texta svona fullan af þýlyndi. Hvernig þú hengir skuldir höfðingjanna á hinn almenna mann. Eins og öll réttindabarátta mannsins frá því á átjándu öld hafi farið fram hjá þér.
En það er svo sem rétt, höfðingjum fylgja þý.
Og mun sjálf sagt alltaf gera.
En náttúrulögmál er það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 23:39
Takk fyrir þarfa áminningu. Þér tekst vel að orða hlutina, sem endranær.
Hreinn Sigurðsson, 14.4.2012 kl. 09:43
Takk fyrir innlitið Hreinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.