13.4.2012 | 17:14
Er ESB gullið farið að hafa áhrif á Bessastöðum???
Er óttinn við keyptar vinsældir Þóru Arnórsdóttir búinn að mýkja ímynd Ólafs???
Brown skuldar ekki íslensku þjóðinni afsökunarbeiðni, það þiggur enginn afsökun af ódæmdum þjófi og fjárkúgara.
Þú stefnir honum, færð hann dæmdan eftir þeim ákvæðum breskra hegningarlaga sem banna fjárkúgun.
Lögin eru skýr, sá sem reynir að innheimta meinta kröfu sína á hendur öðrum, með hótunum og þvingunum, hann skal sæta fangelsi, og fer dómurinn eftir alvarleika brotsins. Bresk réttarsaga á engin fordæmi um eins umfangsmikla fjárkúgun og ICEsave krafa breta er.
Líklegast, ef miðað er við fyrri dóma, þá mætti ætla að Brown þyrfti að sitja inni í aldir, ekki ár.
Og þó ESB gullið ráði stjórnarráðinu, og Brown því ekki lögsóttur, þá er algjör óþarfi hjá Ólafi Ragnari að impra eftir afsökunarbeiðni frá megakrimmanum.
Hann á ekki að sleppa svo billega.
Kveðja að austan.
Brown skuldar þjóðinni afsökun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil þig ekki. Hvernig hefur Brown tengsl við Þóru?
Var ekki ÓRG formaður Alþýðubandalagsins og forseti á meðan Brown útkastaði okkur "hryðjuverkamenn"?
Viltu útskýra fyrir mér betur tengsl Þóru og Brown? (sbr; fyrirsögn þína og fyrirsögn mbl)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2012 kl. 18:36
Blessuð Anna.
Því er fljótsvarað, engin eftir því sem best er vitað. Og reikna með að þegar Brown verður loksins dreginn fyrir dóm í Bretlandi því svona alvarlegir glæpir firnast ekki þar í landi, að þú muni rannsókn að aðdraganda glæpaverka hans leiða í ljós að svo sé ekki.
En af hverju spyrðu???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 18:47
ok, flott, ég vona innilega að Brown verði látinn svara til saka fyrir þett ódæðisverk.
Spyr vegna fyrirsögn þinnar og fyrirsögn mbl.is
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2012 kl. 19:30
Þar erum við sammála Anna, og það gerist ekki oft.
En ég held að þú sért að láta einfalda ABC rökleyðslu villa þig. Þó A leiði til B og B síðan til C, þá þurfa engin tengsl að vera milli A og C.
Einfalt dæmi, árási AlQaida á Tvíburaturnana leiddi til þess að öryggisgæsla á flugvöllum var hert sem aftur leiddi til þess að níræð kona var líkamsleituð á Kennedy flugvelli. Samt voru engin tengsl á milli hennar og AlQaida.
Vona að þetta svari spurningu þinni.,
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.4.2012 kl. 20:01
Ómar, hvað ég er sammála um að vilja ekki afsökunarbeiðni frá þessum harðstjóra. Forsetinn getur væntanlega ekki endilega sagt allt sem hann langar. Vil ekki sjá afsökunarbeiðni frá honum nema í samhengi við að hann hjálpaði okkur í málinu og gífurlegar skaðabætur af hans hálfu og breska ríkisins. Við gætum þá kannski hugsað málið.
Elle_, 14.4.2012 kl. 00:37
Við eða þeir..já já einmitt
Þetta auma mál snýst ekkert um það.
Við skuldum öllum að við lærum af þessu.
Allt annað er ófyrirgefanlegt.
Guðjón E Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 13:27
Snýst ekki um VIÐ eða ÞEIR? Skuldum VIÐ þá ÖLLUM?? Um hvað snýst ÞITT mál?
Elle_, 14.4.2012 kl. 14:06
Æ, blessuð Elle, vertu ekki að ergja þig á þeim sem kunna ekki að flytja mál sitt og hugsa og tala í frösum.
En takk fyrir innlitið og vonandi sjáum við einn daginn Brown á sakamannabekk. Það yrði mikill sigur fyrir fólk gegn ofríki gjörspilltra valdhafa.
Þetta pakk á ekki að vera ósnertanlegt, ekki frekar en það var í Nurnberg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.4.2012 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.