10.4.2012 | 23:59
Aðfaraorð um sannleiksnefndina.
Í árdaga eftirHrun umræðunnar átti ég nokkur innslög hjá ágætum bloggara sem þróuðust út í samantekt mína á þeim rökum sem ég tel mæla með leið Sannleiksnefndar til að gera upp Hrunið. Gegn því að segja satt, þá fá allir sem Sannleiksnefndin telur ástæðu að ræða við, uppgjöf saka gegn því að segja satt og rétt frá um athafnir sínar í aðdraganda Hrunsins. En hinsvegar myndu þeir endurgreiða skaknæmt fé, á ég þá við þar sem lögbrotum, hvort sem það voru undanskot, skattabrot eða eitthvað annað ólöglegt, var beitt við öflun þess.
Einu sinni þegar ég fjallaði um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kom með lokarökin fyrir réttlæti skuldaleiðréttingar, minntist ég á að afsökunarbeiðni Björgólfs yngri væri spor í rétta átt, og mættu fleiri gera slíkt hið sama. Um þetta sjónarmið skapaðist umræða sem á alveg rétt á sér, en á sér aðeins eina rökréttu niðurstöðu, og það er leið sannleiksnefndarinnar.
Ég tel að þessi umræða sé ennþá brýn og þá sérstaklega hugsunin á bak við sannleiksnefndina. Þetta er grunnhugsun sem fólk, sem vill framtíð, verður að skilja svo vilji þess nái fram að ganga. Vegna þess að þetta er engin venjuleg kreppa sem við erum að glíma við, þetta eru hamfarir af völdum kerfis, sem við þurfum að jarða, og byggja upp nýtt og betra, ef við viljum lifa mannsæmandi lífi í framtíðinni.
Og það er ekki nóg að vilja betri tíð, það þarf að gera það sem þarf að gera svo af verði. Þess vegna lesa allir áhugamenn um tíðarfar þessa pistla, og máta sínar skoðanir við þá. Og sjá vonandi ljós sem lýsir þeim inn í framtíðina.
En hér á eftir er byrjunin á löngu máli því sumt er bara ekki hægt að afgreiða í fáum orðum. Ekki ef maður vill rökstyðja sínar hugsanir.
Þetta eru þrír pistlar sem ég renni í gegn núna á eftir og á morgun. Þegar þeir eru búnir þá er bloggið þagnað í bili.
Ekki í lengi bili en á meðan ég hef öðrum hnöppum að hneppa.
Við erum nefnilega að fara bora hér fyrir austan.
Og á meðan, að sjálfsögðu.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 264
- Sl. sólarhring: 484
- Sl. viku: 3468
- Frá upphafi: 1416348
Annað
- Innlit í dag: 245
- Innlit sl. viku: 3017
- Gestir í dag: 234
- IP-tölur í dag: 229
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.