Þessi fréttaskýring Morgunblaðsins þar sem lagt er út af fylgi ríkisstjórnarinnar á þann hátt að hún mælist núna með minna fylgi en Samfylkingin ein fékk fyrir síðustu kosningar vekur upp spurningu um faglega dómgreind Morgunblaðsins.
Það vita það allir að ekki þýðir að bera saman epli og appelínur og fá út kartöflumús.
Samfylkingin fékk þetta mikla fylgi sitt í kjölfar kosninga þar sem óánægður almenningur gerði upp við afleiðingar af 20 ár samfelldri stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins.
Sem endaði í Hruni.
Það er því mjög eðlilegt að vinstri flokkarnir hefðu fengið mikið fylgi, því það er í eðli þeirra að græða á óánægju.
En í dag er veruleikinn allt annar.
Og ég bara spyr, er það ekki mikið afrek að ríkisstjórnin skuli þó fá svona mikið fylgi. Að heil 28% landsmanna styðji hana.
Skoðum staðreyndir.
VinstriGrænir hafa gefið eftir í öllum sínum stefnumálum og eins og fyrrum stofnfélagi flokksins sagði í grein á Morgunblaðinu að þá gæti flokkur sem ekki verði sín helgustu vé, gert ráð fyrir að koma nokkrum manni á þing þegar næst væri kosið.
Greinilega rangt, VG nýtur stuðnings um 11% þjóðarinnar. Það er staðreynd, það er afrek og ekki nema á færustu stjórnmálamanna að svíkja hugsjónir sínar og stefnu og fá samt stuðning um tíund þjóðarinnar.
Steingrímur er því enginn aukvisi og alltí lagi að halda því til haga.
Samfylkingin hefur engin loforð svikið því hún gaf engin önnur loforð fyrir kosningar en þau að ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn, þá myndi hann láta þá ríkisstjórn sækja um aðilda að ESB. Sem hún stóð við.
Restin af stefnumálum sínum afgreiddi Samfylkingin á þann hátt að skoðanakannir, reyndar ekki í formi þjóðaratkvæðis, myndu móta stefnu flokksins. Það hefur jú verið hennar klassíska stefna frá stofnun.
Samfylkingin gat hins vegar ekki uppfyllt þetta loforð sitt því AGS hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig landinu væri stjórnað og því urðu ráðherrar í ríkisstjórn sjóðsins að lúta.
En flokkur með aðeins eitt stefnumál, að sækja um aðilda að ESB, getur ekki verið í góðum málum þegar ekki er vitað hvort þetta viðkomandi bandalag Evrópuþjóða lifi af árið í núverandi mynd.
Annað hvort þurfa ríki sambandsins að renna í eitt stórríki eða að evran liðast í sundur, og það muna verða banabiti Evrópusambandsins að sögn þeirra sem þar ráða.
Svo eru efnahagsmál álfunnar ein rjúkandi rúst eftir að það kviknaði í evrunni fyrir rúmu ári síðan.
Það er því mikill varnarsigur hjá Samfylkingunni að ná 17% skori í skoðanakönnunum og í raun um stórsigur að ræða.
Því hvað þjóð sækir um aðild að sambandi sem er ein rjúkandi rúst og enginn veit hvaða framtíð á.
Einhver hefði haldið að flokkur með þetta eina stefnumál myndi líka enda sem rjúkandi rúst, þó evran kveikti ekki í honum, þá myndi eitthvað sem heitir heilbrigð skynsemi verða hans banabiti.
Jóhanna og Össur hafa því unnið mikinn varnarsigur líkt og Steingrímur og eru því engin kartöflumús.
Enda kartöflumús bæði holl og bragðgóð.
Blaðamenn Morgunblaðsins ættu hins vegar að láta Davíð sjá bæði um ölið og Golíat.
Og samfagna með þeim sem eiga undir högg að sækja.
Þegar þau vinna sína stóru varnarsigra.
Þetta gæti nefnilega verið mun verra.
Kveðja að austan.
Minna fylgi en Samfylking fékk ein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 352
- Sl. sólarhring: 762
- Sl. viku: 6083
- Frá upphafi: 1399251
Annað
- Innlit í dag: 298
- Innlit sl. viku: 5153
- Gestir í dag: 279
- IP-tölur í dag: 276
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Hvaða varnarsigra hafa þau Steingrímur og Jóhanna unnið með því að dala svona mikið í fylgi? Í framhaldi af þessu væri gaman að velta því fyrir sér hvaða mannskapur styður enn þessa stjórn? Nú bæði finnum við og sjáum hve léleg stjórnin er og hve vonlausar þeirra hugmyndir eru um velferð að maður getur ekki annað en undrast yfir því að fylgið skuli vera þó þetta.
Verst er hve slappur Bjarni Ben er og hans stefna ekkert mikið ólík stefnu Sf, Bjarni Ben er óttalegur vingull: Hann var að daðra við ESB aðild á árunum fyrir hrun og vildi taka upp evru og svo má ekki gleyma hans mikla dómgreindarbresti varðandi Icesave. Ef flokkurinn hefði haft vit á að skipta honum út fyrir Hönnu Birnu (þó hún sé ferlega slöpp) væri fylgið án efa aðeins meira. Fólkið í SUS þarf að komast til áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins.
Annars er Sigmundur Davíð líka ansi frambærilegur maður og í það minnsta sjálfum sér samkvæmur, ekki söðlaði hann um í Icesave.
Helgi (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 20:35
Það er nú einu sinni þannig að sumt fólk er alltaf tilbúið að kjósa sinn flokk, sama hvað á gengur. Það sést best á útkomu umræddrar skoðanakönnunar. Auðvitað ætti fylgi ríkisstjórnarflokkanna að vera í kringum núllið, en því miður eru þeir til sem sjá bara sólina þegar nöfn þessara flokka ber á góma.
Svo er það Sjálfstæðisflokkurinn sem ætti að hafa af því verulegar áhyggjur að mælast ekki með enn meira fylgi s.s. 42-45% í það minnsta. Það er nokkuð sem forusta flokksins ætti að skoða alvarlega.
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.4.2012 kl. 21:06
Samkvæmt þessu vilja 55% (38+17) fá hrun-flokkana, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk, aftur til valda.
Frá bankahruni hafa þessir 2 hrun-flokkar verið á móti 20% almennri leiðréttingu lána vegna þess að hún kostaði skattgreiðendur um 300 milljarða. Þessir flokkar voru hins vegar tilbúnir að tryggja innstæður einstaklinga umfram 3,3 milljónir. Aðgerð sem kostaði skattgreiðendur 320 milljarða.
Fjármagneigendum allt ... það er ... enn ... stefna hrun-flokkanna, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Er ekki kominn tími til að óbreyttir kjósendur DS feisi þennan veruleika?
http://www.althingi.is/altext/140/s/1056.html
þskj. 1056 # prentað svar efnahrh., 140. lþ. 421. mál: #A innstæður # fsp. (til skrifl.) til efn
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 22:00
Vafalaust finnst mörgum það dásamleg tilhugsun að fá þá Össur og Bjarna Ben sem samherja til ESB.
Kannski er gullfiskaminni óbreyttra sjálfstæðismanna þvílíkt að þeir muni ekkert stundinni lengur?
Hvernig kusu aftur þingmenn Bjarna Ben um Icesave síðast á þingi?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 23:09
Ætlaði einmitt að segja það sama og Tómas,að fólk kýs sinn flokk,margir pæla ekkert í hvað þeir gera eða gerðu. Engin furða með Sjálfstæðisflokkinn,vinstri flokkarnir fengu óheft að bera þá þungum sökum og ýkja.Gott ef vandræði ESb. var ekki þeim að kenna einng.Þetta var breytt út að því er virðist með frjálsum aðgangi að öllum stærstu fjölmiðlum. Ég er með mörg dæmi þar um en er orðin of syfjuð til að leita það uppi svo komi satt og rétt frá mér.
Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2012 kl. 01:05
Blessaður Helgi.
Mér finnst 28% fylgi vera ansi hraustlegt miðað við aðstæður. Það er ekki öllum gefið að svíkja allt og fá samt tíund í skoðanakönnunum.
Sammála þér um Sigmund.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 09:20
Blessaður Tómar.
Er ekki nægur tími fyrir þá að ná núllinu???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 09:21
Svona er þetta Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 09:21
Blessuð Helga.
Er þetta ekki því miður gagnkæmt???
Hvað hefur þessi ríkisstjórn gert annað en að framfylgja samkomulaginu við AGS??
Hvaða flokkar gerðu þann samning og hvaða varaformaður stjórnarandstöðunnar taldi það gæfu þjóðarinnar að ríkisstjórnin væri þó bundin af þessu samkomulagi.
Það má benda klúðrið, vissulega. En ef illt er gert, er þá ekki einmitt gæfa þjóðarinnar að mestu klúðrarar Vetrarbrautarinnar og þó víða væri leitað, skuli sjá um framkvæmd Helstefnunnar???
Hefur þú hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef skilvirkt stjórnvald hefði séð um framkvæmd AGS samkomulagsins??? Þá væri búið að eyða AGS láninu í krónubraskið og við stæðum gjaldþrota á eftir. ICEsave hefði veri greitt á forsendum þess samkomulags sem var gert við Hollendinga.
Þá Helga væri ekki verið að sækja um aðild að ESB, þá væri ESB búið að yfirtaka þrotabúið.
Það er nefnilega þannig að í raunveruleikanum er samhengi á milli þess sem er gert, og afleiðinga þess sem gert er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.