Loksins góðar fréttir.

 

Samfélagið hrundi ekki. 

Þakka ber velferðarráðherra að láta rannsaka það á fræðilegan hátt.  Ég hefði getað rannsakað það líka með því að líta út um gluggann, það á fólk heima í næstu húsum. 

Í Færeyjum tæmdust hús, tæmdust götur.  Þar bættist aflabrestur ofaná fjármálahrunið.  

Á Íslandi hrundi ekkert nema braskarahagkerfið.  Undirstöðuatvinnuvegirnir stóðust álagið og frá því að gengið féll þá hafa þeir blómstrað.  

Því þjóðir lifa á því sem þær afla, ekki því sem þær braska.

 

Er þá alltílagi???

Nei, við erum að missa frá okkur ungt fólk með menntun.  Og til dæmis í heilbrigðiskerfinu blasir við læknaskotur því menn á aldri halda mörgum sérgreinum gangandi.

Og svo hafa margir beðið og beðið en bíða ekki endalaust.

En fyrst og síðast þá er vegið að undistöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. 

Með hótun um upptöku evru, með kvótaþjóðnýtingarfrumvarpinu, og með því að stöðva framkvæmdir í samgöngumálum.  

 

Og skaði heimilanna liggur ennþá óbættur.

AGS lánið er ennþá fallexi sem hangir yfir höfðum okkar.  Þó lagaðist sú ógn aðeins þegar hluti þess óþarfa láns var greitt til baka.  

 

En í heildina séð er framtíðin björt.

Ef við losnum við sirkusinn við Austurvöll.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Miklu minni brottflutningur en frá Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ríkisstjórnin á hrós skilið fyrir að koma í veg fyrir stórkostlegan landflótta.  Gott að þú ert farinn að sjá þetta Ómar :)

Óskar, 3.4.2012 kl. 14:15

2 identicon

Óskar, það er einungis seigla og dugur óbreytts almennings sem á hrós skilið.

Alls hins óbreytta og niðurnídda amennings

sem ætlar ekki að láta það viðgangast að þjóðin sé rænd landi sínu og auðlindum.

Hvað er annars að frétta af Magma/Alterra málinu og Jógrímskri uppvakningu banka-auðræðisins????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 16:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, já ég held alltaf góðum fréttum til haga Óskar.

Og nýkominn í hús eftir borabrýningu, sá þetta innslag þitt og ákvað að bæta í.  Og skammaði Moggann fyrir rangsnúning í fréttaflutningi.

Takk fyrir að lesa pistla mína Óskar þó þeir gleðji þig ekki alltaf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2012 kl. 20:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.4.2012 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 463
  • Sl. sólarhring: 723
  • Sl. viku: 6194
  • Frá upphafi: 1399362

Annað

  • Innlit í dag: 392
  • Innlit sl. viku: 5247
  • Gestir í dag: 361
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband