3.4.2012 | 08:39
Eftir öld vatnsberans kom öld ruglsins?
Þegar aldnir öldungar eins og Sigurður Líndal segjast aldrei heyrt annað eins rugl og hafa þó heyrt mikið um ævina, þá er ljóst að sá tími vonar og trúar sem fylgdi uppreisn æskunnar 68 er á enda runninn.
Öld vatnsberans endaði í algjöru rugli.
Ekki einu sinni sérstakir tímar útskýra að rugl eins og hrákasmíðin kennd við stjórnlagaráð sé rædd í alvöru í stað þess að hvíla undir stórum stól til endaloka tímans.
Jafnvel þó alþingismenn og ráðherrar áttu í hlut þá geta ekki einu sinni sérstakir tímar útskýrt að Kleppur brást ekki hart við og sendi spennitreyjur á vettvang þegar kurteislegum ábendingum um hrákasmíðina (skoðanakönnunina um ekki neitt) var svarað með froðufellandi köllum um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að meina þjóðinni að endurskoða stjórnarskrána.
Kleppur brást ekki við en Ruv mætti á staðinn, hafði áður gert sjóklárt svo froðan ylli ekki skammhlaupi, og útvarpaði köllunum.
Slíkt gat til skamms tíma aðeins gerst í Ruglulandi sem er hugarsmíði rithöfundarins Rogers Hargreaves og við lesum í bókunum um Herramenn.
Um ICEsavedeiluna þarf ekki að fjölyrða, að þingmenn og ráðherrar skyldu ætla að leggja drápsklýfjar á þjóð sína án þess að lesa samninginn um viðkomandi drápsklyfjar er óhugsandi í raunveruleikanum, en vissulega möguleiki í Ruglulandi. Þess vegna heitir það jú Rugluland.
En Rugluland á sér sín takmörk, þar hefði útvarp Ruglulands ekki komist upp með að vinna beint gegn opinberi stefnu ríkisstjórnar Ruglulands í þágu erlends valds sem vildi ræna og rupla íbúa landsins.
Svo ruglaður er enginn, ekki einu sinni í heimi ímyndunar og skáldskaps.
Aðeins á Íslandi er slíkt látið viðgangast.
Ég ætla ekki að tína til fleiri dæmi.
Við aðeins benda á rugl vikunnar þar sem haft er eftir Björg Thorarensen, samningamanni Íslands við ESB, að það sé svo auðvelt að díla við ESB því mannréttindi séu þar í hávegum höfð.
Minnir dálítið á íslenska barnið, reyndar hámenntað, sem sagði að Gulagið gæti ekki verið annað en lygaáróður CIA því hann hefði lesið svovésku stjórnarskrána og þar væri réttindi fólks tryggð, mun betur en í íslensku stjórnarskránni.
Aðförin að íslensku þjóðinni í ICEsave deilunni á ekkert skylt við ást eða virðingu á mannréttindum venjulges fólks.
Og ESB meðhöndlar grísku þjóðina eins og þar búi skepnur, ekki menn. En skepnur hafa líka réttindi samkvæmt nýsamþykktri löggjöf ESB. Svo sambandið fellur líka á skepnuréttindarprófinu.
Að vitiborin manneskja, hámenntuð, skuli kenna fjármálamafíu Brussel við mannréttindi þar sem hún er á fullu að eyðileggja innviði samfélaga Evrópu, aðeins komin mislangt í því ferli, er aðeins hægt á öld ruglsins.
Á öðrum öldum væru menn að snúa bökum saman og verjast skrýmslinu.
Því sagan kennir að sá sem ber enga virðingu fyrir rétti fólks til mannsæmandi lífs, hann mun ekki láta staðar numið fyrr en hann hefur teymt þjóðir sínar út í kviksyndi hernaðar og ofríkis gagnvart öllum smærri og veikari sem í kringum hann eru.
Fjármálaskrýmslið í Brussel er ógn við líf hins venjulega manns, við frið og stöðugleika í Evrópu, við sjálfan heimsfriðinni.
Því græðgi og mannhatur þekkir engin takmörk.
Og jafnvel íbúar Ruglulands vita að vont er vont. Að illt er illt.
Og þeir verja sig og sína, þó ruglaðir séu.
Og þar með hef ég svarað spurningarmerki mínu.
Þó tímarnir séu ruglaðir þá lifum við ekki öld ruglsins.
Því miður, þetta er miklu verra en það.
Kveðja að austan.
Aldrei heyrt annað eins rugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://eyjan.is/2012/04/02/litil-virkni-i-hugsun-leidir-til-politiskrar-ihaldssemi/#.T3mOPOD2lGI.facebook
Grallarinn (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 09:42
Sæll.
Ég held að þessi ummæli Gísla T. séu í takt við önnur sem frá honum hafa komið. Það þarf að leggja niður hans embætti og spara þar með milljónir á hverju ári. Gísli verður bara að fara að vinna fyrir sér á frjálsum markaði í stað þess að mergsjúga skattgreiðendur. Ekki vil ég halda þessum manni uppi.
Helgi (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 10:40
Það er víða verið að ræða málin Ómar,
þessi komment sá ég í breskum fjölmiðli og sýnir að æ fleiri sjá hið augljósa:
... We in Western Europe have forgotten the lesson that even cave-dwellers understood - children are the future for those living in the present.
And we thought that we could simply import the missing indigenous children to support our old age. We are watching the dying of the flame; this generation has dropped the torch handed in trust to us by previous generations ...
Financial meltdown meets indigenous demographic implosion and blows away our Western civilization. Can there ever have been such mass narcissism? Is nobody profoundly angry?
Our deadly enemy is the toxic discourse of career over raising a family that has been proclaimed in various mainstream Western media, from academia to soap operas.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 16:06
Hið sammannlega blasir við okkur öllum Pétur.
Hjörtun eru eins í Grímsnesinu og í London, í Peking eða Seattle, Dakar eða Jakarta, Rio eða Durban, í mér og í þér.
Og okkur öllum hinum.
Og einn daginn munu menn verja framtíð barna sinna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.4.2012 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.