Mjálmið heldur áfram.

 

Steingrímur talar um þjóðnýtingu sjávarútvegsins, "Það má kannski segja að það sé verið að þjóðnýta, þótt það ætti ekki að þurfa, sameiginlega auðlind þjóðarinnar.;".  Afsakar sig með því að um sameiginlega auðlind sé að ræða.

Og viðbrögð LÍÚ gagnvart hinni fyrirhugaðri þjóðnýtingu myndu telja sína reisn og styrk, "En það kallast varla réttlæti þegar kaupmáttur heillar þjóðar er skertur.

Í Kattarlandi.

Kveðja að austan.


mbl.is „Kallast varla réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfalelga þvæla að kaupmáttur þjóðarinnar verði skertur með þeim aðgerðum sem stjórnvöld ætla að standa fyrir í sjávarútvegi. Það er heldur ekki augljóst að sjávarútvegurinn verði óhagkvæmari verði þau lög að veruleika þó vussulega sé bann við framsali ekki til bóta. Það má vel vera að einhver sjávarútvegsfyrirtæki verði gjaldþrota en þá munu einfaldlega önnur sjávarútvegsfyrirtki sme betur eru rekinn taka við veiðiheimildum þeirra. Þannig mun þetta leiða til meiri hagkvæmni í sjávarútvegi auk þess sem ríkissjóður fær meiri skatttekjur af sjávarútveginum til samfélagslegra verkefna.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 15:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Sigurður, veistu að þessi umræða var eiginlega fulltæmd við fall Sovétríkjanna.  Mér skilst að jafnvel þursarnir í Norður Kóreu séu farnir að átta sig þessu séu að reyna að brjótast til baka úr þjóðnýtingunni.

Ísland, 2012, það er engin þörf á að byrja hana hérna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 16:21

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er engin þjóðnýting falinn í þeim breytingum sem til stendur að innleiða í sjávarútvegi. Eftir sem árður eru það einkafyrirtæki sem sá um veiðar og vinnslu. Það eina sem er verið að gera er að láta útgerðir greiða eðlilegt leigugjald fyrir afnot af auðlindinni. Í raun verður breytingin í því formi að í stað þess að greiða vexti til þeirra sem lána útgerðunum fyrir kvótakaupum þá greiða þær til ríkisins fyrir afnot af auðlindinni. Það er ekkert óeðlilegra að greiða veiðileyfi fyrir veiðirétt á fiskitegundum í sjó heldur en í ám og vötnum.

Núverandi kerfi þar sem útgerðum er skammtaður kvóti af stjórnvöldum er mun meiri sósíðalismi heldur en kerfi þar sem útgerðamenn standa í verðsamkeppni við hvern annan við að kaupa sér veiðiheimildir. Það tekur reyndar töluverðan tíma að verða þannig en vonandi stækkar leigupotturinn sem hraðast þannig að þetta verði sem fyrst með þeim hætti að stórum hluta til.

Sigurður M Grétarsson, 31.3.2012 kl. 17:12

4 identicon

Sigurður hvernig eiga fyrirtæki sem eru nú í sjávarútvegi að geta greitt af lánum sínum?ég hef af þessu töluverðar áhyggjur enda starfað sem sjómaður síðustu 20ár en trúlega hefur þú ekki áhyggjur af þessu færð þér bara annan blýant til að naga!!

Kristján Rafn (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 17:40

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég sé að menn eru ósammála um það hvort frumvarp/tillögur ríkistjórnarinnar, til breytinga á núverandi kerfi séu betri eða verri en gamla kvótakerfið, sem aftur ámóti virtist sem allflestir væru sammála um að væri úr sér gngið.

Skal viðurkenna það að ég hef ekki sett mig inn í tillögur ríkisstjórnarinnar, en auðlind eins og fiskurinn í lögsögu Íslands er, er auðvitað takmörkuð, en endurnýjar sig þó andstætt ýmsum öðrum auðlindum sem klárast fyrir rest (olía t.d.) en fiskur er svo vitaskuld háður sveiflum og ekki minnst viðkvæmur fyrir oftekju, þ.e. tekið meir en endurnýjast.

Þessu þarf auðvitað að stýra, ekki spurning ! en í viðbót kemur peningastýringin, hvernig best er tryggt að afraksturinn af þessari auðlind nýtist sem best til að bera uppi lífsgæðin í landinu, það að þjóðin sé komin með fleiri fætur að standa á, með t.d. stóriðju og ferðmannatekjum, breytir engu um það, það er einmitt þessi þáttur sem menn virðast helst deila um, gamla kerfið "lak" afrakstri framhjá sameigninni eins og sigti, það sem lagt er til núna lítur út fyrir að "éta upp allt í eigin opinberum órekstri" (skrifað með fyrirvara vegna vankunnáttu) þjóðnýtingu eins og þú Ómar ! kallar það.

En tilgangur minn með þessu innskoti er að biðja ykkur félagar, að skýra þetta aðeins nánar, það eru örugglega fleiri en ég sem eru svona hugsi yfir þessu og vilja gjarnan fá að vita hvað ykkur finnst að gera eigi í þessum málum þannig að jákvæð, réttlát og ekki minnst, sjálfbær þjóðhagsleg nýting verði árangurinn.

Ég aðhyllist einkarekstur umfram opinberann, þegar kemur að sjálfum framkvæmdunum, en frelsi án ábyrgðar er hraðbraut til heljar, það sýnir sagan okkur, og að gera ráð fyrir ábyrgð án eftirlist og aðhalds, er hraðlest til heljar.

Svo hvernig á að stýra þessu ?, ekki er bara hægt að sleppa öllum og engum í þetta stjórnlaust, jafnvel þó enginn "stimpill" sé á fiskinum, frekar en fallvötnin renni í fánalitunum.

Ég bara spyr, spyr með opnum huga, til í að skoða allt.

MBKV

KH  

Kristján Hilmarsson, 31.3.2012 kl. 18:06

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Sigurður, ertu að segja að Steingrímur sé að ljúga???  Hefur hann einhvern tímann gert það áður????

  "Það má kannski segja að það sé verið að þjóðnýta, þótt það ætti ekki að þurfa, sameiginlega auðlind þjóðarinnar.;"

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 18:09

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján Rafn.

Ég hef oft spáð í þetta sama með Sigurð, hvort hann vinni í Seðlabankanum.  Ef svo er þá ætti að vera ráð að senda honum nokkra blýanta svo hann láti fólkið á landsbyggðinni í friði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 18:11

8 Smámynd: Ómar Geirsson

"Það má vel vera að einhver sjávarútvegsfyrirtæki verði gjaldþrota en þá munu einfaldlega önnur sjávarútvegsfyrirtki sme betur eru rekinn taka við veiðiheimildum þeirra."

Ætli þetta sé ekki kjarni þess sem er verið að gera Kristján.

Hver missir vinnuna, hver greiðir skuldir þeirra fyrirtækja sem rúlla og ekki hvað síst, hvert er tap samfélagsins á meðan greinin dagar uppi.

Gullkálfar ESB fagna þessu vissulega, þeir sjá þarna ómæld tækifæri handa sínu fólki þegar þjóðin er komin í ESB.  Yfirtaka ríkisstyrktra fyrirtækja ESB ríkja á gjaldþrota íslenskum fyrirtækjum.

Ég ætla svo sem ekki að ræða þetta mikið frekar, þetta mál er shjóv.  Sett fram til að draga athygli fólks frá raunveruleikanum.

Vil samt benda á þau einföldu sannindi að ef þú ætlar að breyta einhverju sem þú telur að megi breyta, þá breytir þú til góðs, ekki til ills.  

Það er talað um að arðurinn eigi að fara til þjóðarinnar.  En hvað með þá sem vinna í greininni og lifa af henni????  Hver er réttur strandbyggða til fiskimiða sinna??

Og þetta með auðlindarentu sem á að lenda í vasa sægreifa.  Staðreyndin er sú að hún hefur þegar lent þar.  Það er búið að skuldsetja sjávarútveginn fyrir henni.

Það er vandi greinarinnar í hnotskurn og viðbótarskattlagning gengur endanlega frá henni.

Til tjóns fyrir alla nema gullkálfa ESB.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.3.2012 kl. 18:22

9 identicon

Alveg er ég hjartanlega sammála þér Ómar allavegana í megin atriðum viðbótar skattlagning gengur gjörsamlega frá greininni en þessir strumpar þarna með blýantinn í munnvikinu virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þessu enda snertir kannski ekki þeirra lífsafkomu beint hækka bara hjá sér launin svona þegar hækkar í búðinni til að mæta auknum útgjöldum.

Kveðja að Vestan

Kristján Rafn (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 18:57

10 Smámynd: Umrenningur

Ég skora á fólk að prófa að setja stór Reykjavíkursvæðið í stað þjóðarinnar þegar kratar og kratavinirnir í vg tala um að eitthvað sé gott fyrir þjóðina. Það er ótrúlegt hvað betri og dýpri skilningur fæst á því hvernig þetta fólk hugsar. Já það hugsar, ekki mikið en það hugsar samt um eitthvað. Kanski esb eða 98-2 STÓRtapið fyrir þjóðini eða eitthvað annað en ég trúi því af einlægni að þetta vesalings fólk hugsi.

Kveðja að sunnan

Umrenningur, 31.3.2012 kl. 20:53

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Lestu nýjustu grein mína Umrenningur góður.

Þar set ég ruglið í samhengið og af hverju þeir sem þykjast vera á móti ruglinu, mjálmi aðeins eins og þeir hafi aldrei migið í saltan sjó.

Mjálm á móti er verra en þögn þess sem ekki þorir, það er jú alltaf von að hann yfirvinni hræðslu sína.

Nú þurfum við að feisa staðreyndir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 13:40

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Kristján Rafn. Vissulega hef ég áhyggjur af stöðu fyrirtækja sem hafa nýlega keypt sér nýtingarrétt á kvóta með lánsfé. Þess vegna tel ég að farið sé of bratt í að taka 70% gjald af auðlindarentunni og tel að það gjald ætti að vera lægra fyrst og hækka svo samhliða því að skuldir fyrirtækjanna eru greiddar niður. Það breytir þó ekki því að á endanum er eðlilegt að þeir sem nýta sér auðlindir í þjóðareign greiði afnotagjald fyrir það. Ég hefði reyndar skilgreint það öðruvísi en aðalatriðið er þó að þetta sé gert.

Gjald fyri veiðileifi á fiski í sjó er ekki skattur frekar en gjald fyrir veiðileyfi á lax í laxveiðiá. Þetta er einfaldlega gjalf fyrir notkun á verðmætum. Það sama má segja um leigu á húsnæði sem ég held að fáir tali um sem skatt jafnvel þó um sé að ræða húsnæði í eigu ríkisins. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að slíkt gjald gangi frá sjávarútvegi hér dauðum og þaðan af síður að það skerði lífskjör í landinu.

Ómar Geirsson. Það er ekki stórisannleikur sem kemur frá Steingrími og hanns orðalag er ekki heilagt. Nei ég vinn ekki í Seðlabankanum og ég vinn ekki við að naga blýanta.

Það að sum fyrirtæki fari á hausinn og önnur betur rekinn taki við þeirra starfi gerist alls staðar í atvinnulífinu og er eðlilegur drifkraftur hagræðingar þar sem verst reknu fyrirtækin fara út og önnur taka við þeirra starfsemi. Þau þurfa líka starfsmenn til að sinna því og því leiðir slíkt ekki til atvinnuleysis þó vissulega geti hagræðingin falist í því að það þurfi færri starfsmenn til að sinan sama verki.

Það er engin að óska þess að fyrirtæki ESB taki yfir íslensk útgerðafyrirtæki enda verður áhugi þeirra minni ef búið er að ganga frá því að þau eiga ekki kvótann og þurfa að greiða fullt afgjald fyrir afnotin af auðlindinni. Þá eru útgerðafyrirtækin ekkert annað en skip, tæki, húsnæði og rekstur.

Sigurður M Grétarsson, 1.4.2012 kl. 21:27

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja við þig.  Reikna  með að þú vitir að útgerðin hefur þegar greitt sitt auðlindargjald, hún gerði það með kvótbraskinu og er afar skuldsett á eftir.

Þú virðist ekki gera mun á þegar fyrirtæki fara á hausinn vegna sinna veikleika eða vegna stjórnvaldsaðgerða, mann setur eiginlega hljóðan að þurfa að hlusta á svona sjónarmið á 21. öldinni.  Ég hélt að þau hefðu dáið með Stalín.

En fyrst og síðast virðist þú ekki skilja að á bak við þessi fyrirtæki er afkoma fólks í byggðum sem elta ekki fyrirtækin eða kvótann.  Það er einfaldlega allt búið hjá þeim, ólíkt því sem gerist þar sem fjölbreytt atvinnulíf er.  

Kvótakerfið hefur leikið byggðirnar nógu grátt þó sósíalismi andskotans bætist ekki við.  

Og þú virðist ekki gera þér grein fyrir því hvað stendur að baki lífskjörum Íslendinga, það er ákaflega vel rekinn sjávarútvegur.  Á meðan hann dagar uppi þá stórskerðast lífskjör þjóðarinnar.

Ég veit ekki hvernig á að útskýra þetta fyrir kommúnistum en hagnaður er góður, ekki sæmur.  Hagnaður er kjölfesta velmegunar því á grunni hans er fjárfest í nýrri tækni og nýjum tækifærum.  Hann dreifir sig út í samfélagið í formi góðra launa og arðs sem eigendur fyrirtækjanna fá.  Þau greiða skuldir sínar, hafa efni á þjónustu.  Og þá miklu frekar nærþjónustu. 

Í hreinskilni sagt Sigurður, þá hefur þú ekki græna glóru um líf og lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni.

Samt viltu slátra samfélögum okkar.

Án þess að þú hafir illt innræti þér til afsökunar,.

Þú ert ótrúlegur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.4.2012 kl. 23:27

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ómar. Við getum ekki gert af því þó einhverjir séu skuldsettir fyrir það að kaupa kvóta af aðilum sem áttu hann ekki. Það hefur alla tíð legið fyrir að veiðiheimildirnar væru sameign þjóðarinnar og að það væri það mikil ósætti um núverandi kerfi að það yrði aldrei til frambúðar. Þau fyrirtæki sem fara á hausinn vegna þess að þau þurfa að fara að greiða eðlielgt gjald fyrir nýtingartrétt á auðlind í eigu þjóðarinnar eru að fara á hausinn vegna eigin veikleika.

Ég hef aldrei sagt að hagnaður væri slæmur. Ég hef bara sagt að það er ekki eðlilegt að tilteknir aðilar geti rakað saman hagnaði af því að fá að höndla með auðlindir í eigu þjóðarinnar án þess að greiða fyrir það. Útgerðirnar eiga að fá hagnað af fjárfestingum sínum og góðum rekstri en þjóðin á að fá arðinn af sinni auðlind. Það er einfaldlega lélegur útúrsnúningur að kalla þetta kommúnistma. Núverandi kerfi þar sem aflaheimildum er úthlutað án endurgjalds til tiltekins hóps á mun meira sameiginlegt með kommúnistma heldur en kerfi það sem útgerðamenn þurfa að keppa um aflaheimildir á jafnréttisgrunveglli á markaðsforsendum. Það vantar reyndar töluvert upp á að markaðsforsedur séu nægar inni í núverandi frumvarpi þó þær séu meiri en í núverandi kerfi en það stafar einfaldlega af því að það þarf að semja við VG um frumvarpið.

Samkeppni er grundvöllur framfara og hagræðingar í öllu atvinnulífi. Hún leiðir hins vegar óhjákvæmilega af sér að sum fyrirtæki verði gjaldþrota. Þannig er þetta líka í núverandi kerfi. Núverandi kerfi hefur heldur betur ógnað afkomu fólks á landsbyggðinni enda hafa mörg sveitafélög farið mjög illa út úr því. Það verður mun minni hætta á slíku verði kerfi veiðiheimilda breytt í samræmi við núverandi lagafrumvarp af tveimur ástæðum. Önnur er sú að leigupotturinn tryggir það að alltaf verður hægt að ná í veiðiheimidlir til sveitafélaga með ónýtta framleiðslugetu sem þar af leiðandi þarf ekki að greiða mikið fyrir að byggja upp. Þar að auki er í frumvarpinu ákvæði um að ef sveitafélag missir meira en 20% sinna veiðiheimilda þá sé heimild til að aðstoða þau annað hvort með auknum byggðarkvóta eða svæðisbundnu útboði úr leigukvótanum.

Það er því út í hött sú fullyrðing þín að við sem viljum breyta sjávarútvegi á Íslandi með þeim hætti sem núverandi lagafrumvarp gerir ráð fyrir eða með öðrum sipuðum hætti séum einhverjir óvinir landsbyggðarinnar eða sé sama hvernig fólki reiðir af á landsbyggðinni. Þaðan af síður er nokkuð til í þeirri fullyrðingu þinni að ég "hafi ekki græna glóru um líf og lífsskilyrði fólks á landsbyggðinni". Slík hræsni eins og fram kemur í þeim orðum þínum segir meira um þig en mig.

Sigurður M Grétarsson, 3.4.2012 kl. 00:09

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég get alveg viðurkennt að það er dálítið ljótt að kalla þig kommúnista, vissulega veit ég að það þarf ekki kommúnískt stjórnvald til að þjóðnýta og eyðileggja atvinnuvegi, slíkt hefur verið gert á öllum tímum, og alltaf með sömu afleiðingum.

Og þar sem svo vill til að ég er maður, finn til með öðrum mönnum, og lifi þar að auki í samfélagi þar sem menn, fólk, þú veist, svona konur og börn, og líka karlmenn, eiga lífsafkomu sína undir sjónum.  Og ruglið sem þú ert að beita þér fyrir, bitnar beint á okkur.

Þess vegna tek ég umræðuna á þeim forsendum og kenna þjóðnýtinguna við kommúnisma er í tísku í andófinu í dag þó ég viti að óvinurinn eini, sem þú þjónar, er úr ranni Nýfrjálshyggjunnar og markmið hans er að eyða byggð og lífi um allan heim.

Þess vegna hef ég svarað þér með hálfkæringi þó mér sé það ljóst, á skrifum þínum um þessi mál í netheimum að þér sé full alvara.  Það er alltaf spurning hvað á að segja við þá nytsama sakleysingja sem Stalín sendi út í byggðirnar til að eyða þar öllu lífi undir merkjum þess að nú ætti þjóðin að fá arðinn af landinu.  

Hvað heldurðu að íbúar Eskifjarðar myndu segja við þig ef þú kæmir og tilkynntir þeim að á morgun yrði kvótinn boðinn upp og arðurinn rynni til ríkisins.  Fyrirtækið þeirra, Eskja, hefur þegar greitt þennan arð, tveir af þremur erfingjum Alla ríka tóku hann út úr fyrirtækinu, eftir situr þriðji erfinginn og hennar maður, sem skuldsettu fyrirtækið upp fyrir rjáfur svo það væri ennþá hægt að reka það á Eskifirði. 

Því fiskurinn er lifibrauð Eskfirðinga, ekki bara útgerðarfjölskyldunnar.  Björk Aðalsteinsdóttir hefði getað selt  og lifað í dag lúxuslífi slæpingjans eins og sonur hennar og bróðir, en hún gerði það ekki.  Hún tók slaginn með byggð sinni.

Fyrirtæki hennar er skuldsett vegna kerfisins sem er, ekki vegna þess að það er illa rekið, það þarf nefnilega að vera mjög vel rekið til að standa undir skuldum sínum.  Verði þjóðnýtingin að lögum þá er úti um Eskju, og kvótinn mun elta veðkallið.

Veistu Sigurður, að Eskfirðingar eru ekki eins og fórnarlömb kommúnismans sem lyftu ekki fingri til að verja sig, dóu bara drottni sínum úr hungri, þeir eru skapríkir og þeir myndu annað að tvennu, henda þér í höfnina eða hengja þig í næsta staur.

Því frjálst fólk ver sig og sína.  Það er búið að fá nóg af Nýfrjálshyggjunni, það sættir sig ekki við að missa það sem það þó hefur.  Þetta er grunnmeinloka ykkar nytsömu sakleysingjanna, að halda að fólk muni ekki taka á móti.  

Þið eruð ekki að glíma við sægreifa, þið ógnið tilveru þúsunda samlanda ykkar.

Þú ert að reyna að fá mig að rökræða við þig um skaðsemi Nýfrjálshyggjunnar, ég ætla ekki að gera það.  Ég rökræði við mína eigin samherja, um fólk sem sér óréttlæti kerfisins en fellur í þá gryfju að trúa skrumi sem gerir vont, miklu verra. 

Ég rökræði ekki við fólk sem er sama um líf og kjör samlanda sinna, ég skamma það eða hæði eftir þvi hvernig liggur á mér.

Ég rökræði ekki við Nýfrjálshyggjuna, ekki nema þegar ég lendi á spjalli við samherja í stríðinu við handbendi AGS.  Því í því stríði eru margir Nýfrjálshyggjumenn sem standa með fólkinu, með lífinu.

Ég myndi benda þeim á að ef atvinnulífið væri rekið eftir prinsippum uppboðskerfis, að þá myndi það hrynja á innan við 10 árum.  Því tilboð hæstbjóðanda er tilboðs fíflsins.  Sá skynsami hættir miklu fyrr.

Ég myndi benda þeim á óeðli þess að taka eina atvinnugrein út úr og ofurskattleggja hana með tilvísun í að eigendur hennar raki saman svo og svo mikinn hagnað.  Um meðhöndlun hagnaðs gilda almennar reglur í skattlagningu og ef þær eru þiggjendum hagnaðar í hag á kostnað samfélagsins, þá breyti ég þeim almennt, ekki sértækt. 

Minni samt frjálshyggjudrengina á að hagnaður er góður, ekki slæmur.

Ef þeir koma með þann frasa á móti að um sértækt tilvik sé vegna þess að um sameign þjóðar sé að ræða, þá bendi ég þeim á að þjóðfélagið sé rekið út frá reglum um eignarrétt og atvinnufrelsi og það sé kerfi sem hafi þrátt fyrir allt reynst manninum vel. 

Ég myndi líka benda þeim á að aðeins öfgamenn láta eins og fortíðin sé ekki til, að það sé hægt að strika yfir hana með einu pennastriki.  Kvótakerfið er staðreynd, það var sett á fyrir sirka 30 árum og síðan þá hefur hinn meinti arður lekið út úr greininni og eftir situr mjög skuldsett atvinnugrein.  Vilji þjóðin þann arð, þá fer hún þar sem arðurinn er en ekki þar sem skuldirnar eru.  Ég gæti jafnvel gefið þeim upp heimilisföng í London eða Flórída þar sem hluti arðsins er hýstur.  

Að lokum myndi ég benda drengjunum á það að forsenda þess að þeir geta setið í sínum fílabeinsturni og rætt ýmsar aðferðir við að ræna venjulegt fólk, er sú að sjávarútvegurinn er þegar mjög vel rekinn og ef nýtt kerfi væri sett á sem gengi frá þeim sem fyrir eru, þá hyrfi mikil þekking úr greininni en inn kæmu nýjir aðilar sem kynnu að braska, ekki reka.

Og þar með myndi fílabeinsturn þeirra hrynja.  

Og slíkt gerir aðeins heimskur maður.

Og það skilja jafnvel frjálshyggjustrákarnir.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 3.4.2012 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 617
  • Sl. viku: 5643
  • Frá upphafi: 1399582

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 4814
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband