Stalín sagði þó satt.

 

Þegar hann ríkisvæddi landbúnaðinn með stofnun samyrkjubúa sinna þá sagði hann það hreint út að honum vantaði pening í 5 ára áætlanir sínar.  En með þeim áætlunum ætlaði hann að iðnvæða Sovétríkin svo þau stæðu jafnfætis við iðnveldi Vesturlanda.  

Stalín var ekki að fabúlera um að land væri sameiginleg auðlind og því væri ekki hægt að þjóðnýta það sem þjóðin ætti fyrir.  Eða hann ætlaði að ríkisstyrkja byggðarlögin sem hann hefði lagt í rúst með þjóðnýtingu sinni.

"Ég er valdið því ég á byssurnar og ég geri það sem mér sýnist".

 

Byssuleysið er kannski skýring þess að Steingrímur bullar í stað þess að segja einu sinni satt.   Ekki það að máli skipti hvort hann er að þessu rugli fyrir erlenda fjármagnseigendur eða þetta sé gjöfin á silfurfati handa kommisörum Brussel.  Viðurkenni samt að það væri fróðlegt að vita hvort það væri önnur skýringin eða hreinlega báðar sem væru hvötin að baki óverkum Steingríms.

En Steingrímur er ekki Stalín og segir ekki satt, þýðir ekki að gráta það.

 

Afleiðingar  verka Steingríms er hins vegar þær sömu fyrir byggðir landsins.  Auðn og dauði, stöðnun og afturför, það fyrra ef allt fer á versta veg, það seinna ef dugmikið fólk nær að spyrna við fótum. 

Arðrán í búning þjóðnýtingar hefur alltaf þær afleiðingar.

 

Landbyggðin þarf ekki ríkisstyrki, hún þarf ekki byggðarstyrki.   

Landsbyggðin er sjálfbær, hún aflar tekna fyrir sínum útgjöldum.

 

Vandi hennar í gegnum tíðina hefur verið arðrán innflutningshagkerfis höfuðborgarinnar.

Bæði hefur aðeins hluti skattgreiðslna hennar verið notuð í uppbyggingu innviða en fyrst og fremst hefur fölsk gengisskráning sem ívilnar innflutningi leikið atvinnulíf hennar grátt í gegnum tíðina.  

Um þetta þarf ekki að rífast, þetta eru staðreyndir.

 

Staðreyndir sem öllum var ljóst eftir Hrunið mikla haustið 2008.  Þá hrundi braskarahagkerfi Reykjavíkur á einni nóttu, og innflutnings og þjónustu hagkerfið átti í gífurlegum erfiðleikum.

Ísland féll hins vegar ekki og það er eingöngu útflutningshagkerfi landsbyggðarinnar að þakka.

Þess vegna eigum við landsbyggðarmenn ekki að gína við ölmusutali ESB sinna sem vilja eyðileggja fyrirtæki okkar með þeim rökum að þeir ætli að byggðarstyrkja okkur í staðinn.

Þetta eru eins og rök þjófsins sem stal kúnni en sagði það bóndanum í hag því hann skyldi eftir halann í súpuna.

 

Látum ekki blekkja okkur, látum ekki spila með okkur.  Ef þetta bull og rugl er það eina sem 101 Reykjavík hefur til þjóðmála leggja þá verðum við að sætta okkur við að vitræn úrkynjun hefur lagst á höfuðborgina.

Og ef hún breiðist út þá er okkar tilvera í hættu.

 

Hvað gera bændir þá???

Í Norður Kóreu þá lögðust þeir með tærnar uppí loftið og dóu eftir að höfuðborgin flutti allan mat á brott, því ekki hvarflaði að þeim að rífast við valdið.

Að rífast við valdið er ekki öllum gefið.

 

En ástæða þess að þrátt fyrir allt er lifandi í heiminum er sú að fólk hefur einmitt rifist við valdið, stundum tekist, stundum slátrað.  Þegar því var slátrað þá dó það með vopn í hönd, með stígvéli á fótum en ekki liggjandi á beði sínu með tærnar uppí loftið.

Vissulega skiptir það ekki máli fyrir dauðan mann, hvernig dauða hans bar að höndum, það er ekki þegar hann er dauður.  En munurinn á tánum uppí loftið og hinu að deyja með boots on er samt í grundvallaratriðum einn, Vonin ríður í orrustuna með þeim síðari.

Og hún hefur sigrað nógu oft því það er jú lifandi í þessum heimi.

 

Bændur ættu því að íhuga að leita þá uppi sem er ekki sama um framtíðina.

Sem sætta sig ekki við innri eyðingu samfélags þeirra þegjandi og hljóðarlaust.

Sem rífast við valdið.

 

Og þá mun Vonin enn einu sinni ríða með köppum.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Boðar ríkisstyrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband