28.3.2012 | 08:47
Hundruð starfa í hættu.
Segir í frétt Mbl.is um meintar afleiðingar sáttafrumvarps ríkisstjórnarinnar kennt við kvóta. Og fært er fyrir því rök í fréttinni.
Og what a púkó frétt, huu, atvinna, afkoma fólks, byggðaeyðing, who kers um svoleiðis gamaldags stöff.
Kastljós kann hins vegar að tækla fréttirnar. Og fréttastofa Ruv fær ofbirtu í augun.
"Eftir að gögn bárust frá Kastljósi" og er þá að vísa í að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hafi ráðist inní Samherja í leit að pundum og dollurum.
Kveikir fólk ekki á fáráð þessa fréttaflutnings???
Heldur fólk að Kastljós reki svona njósnarastofnun í anda Jóns Spæjó???
Auðvitað gerir Kastljós það ekki, Jón Spæjó er hugverk Ladda, ætlað til hláturs.
Einhver lekur gögnum í Kastljós, vandlega tímasettum.
Og af hverju???? Hver hefur hag af lekanum????
Áður en við svörum því þá skulum við fyrst íhuga muninn á réttum vinnubrögðum og röngum hjá almennum borgara sem telur sig hafa vitneskju um starfsemi sem varðar við lög???
"Já, er þetta Sigmar, heyrðu, ég sá hérna mann bera inn marga kassa úr sendibíl, já hann er fraktmaður og það er Smirinoff merki á kössunum. Heyrðu, þú veist þá af þessu Sigmar minn".
"Já Kastljós, þetta er Kalli hérna, á heima í Tungunum, heldur að það sé ekki allt uppljómað í gamla refabúinu á Skakkastöðum, já það er rosalega grænt þegar maður lítur inn um gluggann. Ha eru þeir skakkir, nei ég sagði að þetta væri á Skakkastöðum.".
"Usss, ekki hafa hátt Sigmar, ég hringi úr skrifstofusíma, já hjá Samherja, heyrðu, ég held að þeir hamstri gjaldeyrir, já ég sá Þorstein kveikja sér í sígar með evruseðli, alveg satt, þú verður að gera eitthvað í þessu!!!"
Hvaða orði þarf að skipta út svo dæmin hér að ofan lýsi ekki fáráðum heldur réttri hegðun almennra borgara sem hafa grun um lögbrot???? Í fyrsta dæminu er það út með Sigmar og inn með Tollgæslan, í öðru dæminu er það út með Kastljós og inn með Fíknó og í því þriðja er það út með Kastljós og inn með Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans.
Eitthvað sem þarf ekki mikið vit til að sjá og skilja.
Hins vegar ef löghlýðnir borgarar hafa það á tilfinningunni að þar til bærir löggæsluaðilar hundsi tilkynningar um brotastarfsemi og þá vegna dulinna hagsmunatengsla, þá láta þeir fjölmiðlamenn fyrsta vita, og vona að umfjöllun þeirra afhjúpi spillinguna.
Og þá spillinguna hjá hinni opinberu stofnun, ekki hjá viðkomandi brotaðaðila.
Dæmi um slík vinnubrögð er þegar Kastljós afhjúpaði tengsl milli Fíknó og umsvifamikils fíkniefnasala í Hafnarfirði.
En þegar opinber fjölmiðill þykist vera Jón Spæjó, óvart, beint í kjölfar framlagningar afglapafrumvarpsins, þá er ekki hægt að láta hann komast upp með slík vinnubrögð.
Pantaðar tímasetningar frétta í þágu hagsmuna einhvers óskilgreinds hóps er bein aðför að því lýðræðisþjóðfélagi sem við lifum í. Munum að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona tímasetningar dúkka upp hjá Ruv. Einn af nýlegum fórnarlömbum Ruv, Gunnar Andersen fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins talaði um ógnarítök lítillar klíku, lítillar klíku sem stýrir okkur og stjórnar.
Núna ætlar þessi litla klíka að valda uppnámi í sjávarútveginum, ekki það að henni er ekki nákvæmlega sama um skipan kvótans og kvótakerfisins, heldur er sjóvið sett af stað til að draga athygli frá öðru.
Hver talar um vaxtaþjófa í dag???
Hver talar um ætlan Seðlabankastjóra að eyðileggja lífskjör almennings svo hægt sé að borga erlendum fjármagnseigendum froðukrónur á yfirverði????
Svarið er ósköp einfalt, enginn.
Því við erum þjóðin sem lætur spila með sig, og er alveg sama þó spileríið kosti samlanda okkar störfin.
Bara ef við fáum útrás fyrir nöldrið og naggið, þá er okkur slétt sama um væntanlegan þrældóm barna okkar.
Litla ljóta klíkan veit hvað hún er að gera.
Hún er að ræna okkur. Og tekst það bara helvíti vel.
"Kastljós hefur undir höndum gögn sem ......".
Svona fréttir munum við heyra aftur og aftur, því við hlustum.
Á Katljós, á Ruv.
Skiljum svo ekkert í því að ekkert hefur breyst á Íslandi eftir Hrun.
Kveðja að austan.
Hundruð starfa í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 612
- Sl. sólarhring: 631
- Sl. viku: 6343
- Frá upphafi: 1399511
Annað
- Innlit í dag: 525
- Innlit sl. viku: 5380
- Gestir í dag: 481
- IP-tölur í dag: 475
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í kringum þetta frumvarp er sjónarspil eitt. Innan VG er hópur sem heimtar ríkisvæðingu, kosningaloforð VG er líka ríkisvæðing og miðstýringu í sjávarútvegi.
Hér er Steingrímur að svara þessu liði til að skapa frið um stöðu sína innan VG og halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi.
Aldrei datt honum í hug að kalla til fagmenn inn í ferli frumvarpsins, ekki ein einasta greining var gerð á afleiðingum þess, fólk í sjávarútvegi fékk hvergi að koma að þessu. Frumvarpið datt bara fullskapað út úr hausnum á Steingrími. Þegar óbjóðurinn kemur svo loks í ljós ,þá er áróðursvélin vel smurð og sett í gang samhliða til að keyra á viðbjóðinn ofan í fólk eins og Icesave forðum.
Þetta er ógnarstjórnun og íslenskur terrorismi.
Njáll (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 10:44
Ógnarstjórnir starfa allavega svona Njáll.
En Íslendingum finnst reyndar að snoppufrítt fólk sé bara svona. Að það sé alltaf óvart að sprengja fílubombur fyrir litlu ljótu klíkuna.
Að það búi ekki annað að baki en hreinnnnnnnnnnnnnn tilviljun.
Og á meðan kemst þetta lið upp með skítverk sín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 10:48
Þetta er haugalýgi í manninum eins og allri náhirðinni síðustu daga. Nánast allur arðurinn af okkar helstu auðlind rennur í vasa nokkurra fjölskyldna og það er löngu kominn tími til þess að þjóðin fái að njóta þess sem hún á. Ef þessir bjánar treysta sér ekki til að reka fyrirtækin sín áfram þó þeir þurfi að borga eðlileg gjöld til samfélagsins fyrir afnotaréttinn þá verður bara að finna aðra sem eru hæfir til þess. Veiðileyfagjaldið legst aðeins á af HAGNAÐI fyrirtækis eftir að allur kostnaður hefur verið dreginn frá svo allt tal um að þetta setji fyrirtækin á hausinn er helvítis hauglýgi og tek ég þá vægt til orða. Þetta LÍÚ væl í sjálftökurottunum og þjófunum er fyrir löngu orðið grátbroslegt, leiðinlegt og þreytandi. Sumir þessara manna eins og Samherjapakkið ætti í raun að vera í klefa inni á Litla Hrauni eins og kom ágætlega fram í Kastljósi í gær, þeir mega bara þakka fyrir að geta enn valsað inn og útúr landinu með milljarðana sem þeir hafa stolið frá þjóðinni. Svo eruð þið að verja þessa menn, skammist ykkar!
Óskar, 28.3.2012 kl. 11:19
Óskar, ég veit ekki hvar þú átt heima eða hjá hverjum þú vinnur, en hér á landsbyggðinni er lífið fiskur, í beinni eða afleiddri mynd.
Ef þú vilt fá útrás fyrir hatur þitt, þá skaltu ekki níðast á okkur, íbúum sjávarbyggðanna. Lestu þennan link
http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1231259/
og farðu að viða þér efni í fallexina.
En í guðanna bænum láttu okkur í friði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 11:27
Við verðum að taka á mafíum íslands... örfáar fjölskyldur hafa sópað til sín öllu okkar; Tími til að taka allt aftur
DoctorE (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 11:40
ææ aumingja landsbyggðarliðið sem að mestu slapp við kreppuna. Má benda þér á Ómar að einmitt útaf þessum fiski og samfara hruni krónunnar þá hefur landsbyggðin það bara helvíti gott í dag í samanburði við Suðvesturhornið. Svo spangólið þið eins og særðir hundar þegar sett er á sjávarútveginn fullkomlega eðlilegt gjald fyrir að fá að nýta auðlindina. - Gjald sem þeim ber reyndar aðeins að greiða þegar mjög vel árar hjá þeim. Sorglegt væl og ekkert annað.
Óskar, 28.3.2012 kl. 11:44
Enn einn blekkingarleikurinn! Það kom fram í máli Kristins Gunnarssonar fv. alþ.m. á RUV í gær, maður sem
lætur oft sannleikanna vaða, að nú sé bara verið að ganga svo frá hnútum að ekki verði hægt að hreyfa við kerfinu næstu 20 árin. Sem sé lýðræðið tekið úr sambandi í aldarfimmtung. Það skiptir euromelluna Jógrímu ekki máli því hún hefur lagt á ráðin um að náriðlar sínir fjarstýri Íslandi frá Brussel að þeim tíma liðnum.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 11:50
Ekki á okkar kostnað DoctorE, minni aftur á áhugsama um smíði fallaxar.
Óskar, veistu, þú varst ekki klár þegar þú reyndir að hjálpa bretum að ræna þjóðina, en svei mér þá, þú gast toppað þig, neðan frá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 11:52
úff! ég er víst sammála þér Ómar G. -Kveðja að vestan
Örn (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 12:38
Það kemur fyrir besta fólk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 12:42
Ómar Geirsson,þú er snillingur með pennan og við erum eiginlega alveg sammála,þú segir hlutina bara á okkar tungumáli og dregur ekkert undan,Þakka þér/Kveðja að sunnan !!!
Haraldur Haraldsson, 28.3.2012 kl. 15:04
Takk Haraldur.
Mér þykir vænt um orð þín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 15:06
Óskar, það er alveg á hreinu að þú hefur ekki lagt krónu til fjárfestinga í sjávarútvegi né unnið þar. Samt telur þú þig umkominn til að lýsa fólk sem þar starfar sem glæpamenn. Þú ert sem sagt tilbúinn til að taka til þín í 101 Reykjavík allan arð af vinnu fólks á landsbyggðinni.. hver er glæpamaðurinn í því dæmi?
Hvernig í ósköpunum geturðu réttlætt að fyrirtæki í sjávarútvegi séu dregin út fyrir sviga allra fyrirtækja í landinu og skattlögð með veiðigjaldi, auðlindagjaldi og sértæki hagnaðarskatti umfram öll önnur fyrirtæki í landinu. Hversvegna gildir slíkt ekki um aðrar auðlindir? Orku, ferðamannastaði, námur, jarðir o.s.frv. Þú, jafnt sem samfylking og VG, ert rekin áfram af takmarkalausu hatri og blindu og tekur ekki nokkrum rökum. Það sést vel á málflutningi þínum hversu tilfinningahlaðinn hann er og laus við rökstuðning.
Njáll (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.