28.3.2012 | 07:05
Verður þá starfsemi ESB á Íslandi bönnuð???
Í alvöru.
ICEsavefjárkúgunin er ekki nema á færi allra harðsvírustu glæpahópa, samræming aðgerða, plöntun á röngum upplýsingum, keypt ítök í stjórnkerfinu, samræmdar hótanir.
Og alveg eins og hægt er að færa rök fyrir að Hell Angesls og svipaðir kónar eigi ekkert erindi til landsins, og þá með tilvísun í óhæfuverk þeirra í öðrum löndum, þá er hægt að benda á glæpahegðun ESB gagnvart grískum almenningi.
Þar hefur þjóðarauðurinn verið þurrkaður upp á skipulagðan hátt.
Þess vegna, í ljósi reglna EES sem banna alla mismunun, þá er ekki hægt að banna Vítisengla á meðan ESB fær að kosta innlenda fjölmiðlamenn til að ljúga þjóðina í sambandið.
Allir fyrir einn og einn fyrir alla segir EES.
Og af því leiðir að bann við starfsemi Vítisengla er brot á EES samningnum.
Því ekki sé ég að áróðursskrifstofu ESB verði lokað.
Kveðja að austan.
Vilja banna skipulagða glæpahópa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki hægt að "banna" sig frá ábyrgðinni, ábyrgðinni í því að mæta breyttum tímum með breyttum aðferðum og eftirliti, þetta á við um allskyns glæpahópa, hvaða nafni sem þeir heita og óháð því hvort þeir keyra um á mótorhjólum eða ganga um í jakkafötum með efsta hnappinn á skyrtunni opinn, bindislausir eða ekki.
Einn möguleikinn er þó Norður Kóreu aðerðin, mér vitanlega eru engin mótorhjólagengi þar, né hvítflibbakrimmar, en því miður er versti óvinur samfélaga vel til staðar þar, valdagráðugir og kúgandi pólítíkusar.
Breytingar á glæpa"mynstri" í hefðbundnum skilningi þess hugtaks, verður best mætt með aukinni og betrumbættri löggæslu, meðan samkrullið milli hvíflibbakrimmanna og valdagráðugra pólítíkusa, verður AÐEINS mætt með samstöðu almennings.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 28.3.2012 kl. 09:40
Er ekki bara lausnin að stinga lögfræðingum þeirra inn um leið og þeim???
En skipulögð glæpasamtök eiga svo sem ekki að fá að starfa fyrir opnum tjöldum. Og glæpir þeirra eiga ekki að líðast.
Þegar glæpurinn er þekktur, gerandinn er þekktur, þá á að stinga glæpamönnum inn. Og þeir sem reyna að hindra það eru jafn sekir og á því þarf að taka.
En við á astralplaninu segjum að iðrandi glæpamaður á alltaf skilið annað tækifæri.
Það eiga allir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 09:50
Framsóknarflokkurinn yrði þannig bannaður og því ólíklegt að þingmennirnir fari með þetta lengra.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 10:37
Jæja, þú segir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.