27.3.2012 | 19:10
Dubíus tímasetning.
Og ennþá er Kastljós gerandi í pólitískri umræðu.
En spurning hvort Má hafi verið lofað launhækkun gegn því að auglýsa kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Og takið eftir hverjir kætast, ég sá þá fyrst káta þegar Alþingi samþykkti ICEsave frumvarpið hið fyrsta.
Og þetta fólk hefur verið kátt síðan því það gleðst yfir sundrungu og óöld því það heldur að slíkt ástand gagnist húsbændum þeirra. Já, kátt vegna þess að ríkisstjórnin hefur séð því fyrir nægu fóðri.
En við hin sem eigum heima í þessu landi og ætlum að eiga heima í þessu landi, ættum að bíða róleg og sjá hvort þetta sé ekki enn ein fílabomba spunakokka Samfylkingarinnar líkt og farsinn kringum forstjóra Fjármálaeftirlitsins.
Það er ekki allt sem sýnist þegar Ruv er mætt á staðinn.
Þeirra tryggð er ekki íslensk, ekki frekar en Einars Þveræings forðum daga.
En þetta gæti verið verra, útlendingaeftirlitið hefði getað gert árás á Bessastaði og spurt um landvistarleyfi ábúenda.
Því shóvið stórnar þjóðinni.
Og við látum spilast með.
Kveðja að austan.
Tilefnislausar aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 457
- Frá upphafi: 1412819
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 396
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert varla í lagi minn kæri....
hilmar jónsson, 27.3.2012 kl. 19:38
Ómar er þá ekki einn um það.
Tímasetningin passar, mynstrið endurtekur sig eins og þegar ríkistjórnin rak Jón Bjarnason ráðherra. Hneykslismál eru sett í gang samtímis í gang til að beina ahyglinni annað.
Sólbjörg, 27.3.2012 kl. 19:59
Takk fyrir þetta Ómar
DDRÚV - Seðlabankinn - Ríkisstjórnin - tímasetningin. Ég man ennþá eftir Pravda.
Kveðjur að vestan
Gunnar Rögnvaldsson, 27.3.2012 kl. 20:08
Ég segi nú eins og Hilmar og þetta á líka við Gunnar og Sólbjörgu. Þið eruð ekki normal. Að verja þjófnað og svindl er með ólíkindum bara af því að þið hatist út í núverandi stjórnvöld. Það ætti að setja fólk eins og ykkur í greindarpróf áður en þið fáið að kjósa.
Kristján Kristinsson (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 20:52
Á ekki bara að senda okkur í Gúlag, Kristján? Hvernig dirfumst við að setja spurningarmerki við DDRÚV, Seðlabankann - ríkisstjórnina og tímasetnininguna? Þegar DDRÚV hefur húsleit í Stjórnarráðinu eftir kosningaloforðum Steingríms, þá skal ég vakna og koma úr Gúlag.
Gunnar Rögnvaldsson, 27.3.2012 kl. 21:44
Kristján gáfnaljós, það er allt komið á flug og spuninn á fullu í höfðinu á þér. Hvar sérð þú nokkurt okkar verja "þjófnað" eða "svindl"? Að auki ertu búinn að kveða upp úrskurð um endanlega útkomu af húsleit í Samherja. Ekki lengi að því sem lítið er.
Sólbjörg, 27.3.2012 kl. 22:15
Hilmar, ég spyr þig bara eins og góður maður í góðri bíómynd, af gefnu tilefni, hvar varst þú þegar bretar fjárkúguðu þjóðina um 507 milljarða, hvar varst þú þegar bankar okkar voru afhendir mestu skítseyðum hins vestræna fjármálakerfis, hvar varst þú þegar þínir menn reyndu að loka öllu sjúkrahúsum landsbyggðarinnar eins og lagði sig að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eða þegar örfáir auðmenn fengu yfir 300 milljarða afskrifaða, eða þegar vaxtaþjófar rændu heimili landsins.
Hvar varst þú þegar öll þessi voðaverk voru framin???
Ég sá þig ekki allavega í varnarbaráttunni, það er ekki varnarbaráttu fólksins.
En einhvers staðar sá ég grilla í hýung þinn í skotgröfum braskara og fjárkúgara, eða þeirra lítilmenna sem ætluðu að loka hjá spítala mínum.
Þess vegna er ég ekki hissa á að þú skulir koma gjörspilltu stjórnkerfi til varnar.
Það er eitthvað svo þinn stíll.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2012 kl. 22:48
Kristján, ég kæmi ekki vel út úr greindarprófi, hafðu engar áhyggjur af því. Mér dugar að vita að fólk á rétt til mannsæmandi lífs í friði fyrir gjörspilltu kerfi þjófa og ræningja.
En ég er læs, Sólbjörg benti þér á að slík þekking fylgdi oft þeim sem kynnu að stafa orðið greindarpróf, þú ættir því að spá í fullorðnisfræðsluna. Mér skilst að hún sér góð þarna í Reykjavík.
Komdu svo aftur í heimsókn þegar þú getur staulað þig í gegnum einfaldasta texta. Ég hafði nefnilega þennan pistil mjög einfaldan því hann var líka ætlaður stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórnar.
Ég er nefnilega tillitssamur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2012 kl. 22:54
Takk fyrir innlitið Sólbjörg og Gunnar, og varnirnar, ég var nefnilega upptekinn við að eltast við lukkuna á páskabingó Þróttar og gat því lítið annað en vakið athygli á þekktu ferli ærulaus fólks.
Það getur sagt satt, það getur haft rétt fyrir sér en Seðlabankinn er samsekur i vaxtaþjófnaðinum og hann laug að þjóðinni í ICEsave deilunni.
Spor hans hræða þegar hagsmunir ríkisstjórnarinnar blandast í málið.
Um Ruv þarf ekki að ræða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2012 kl. 23:01
Þú ættir kannski að reyna að rifja upp hverjir fengu rausnarlegustu afskriftirnar Ómar og hvað margir þeirra eru að bauka í dag.
Nei, þú ert hins vegar manna fyrstur til þess að tala það niður að farið sé ofan í sauma fyrirtækja sem sterklega liggja undir grun um spillingu og misferli og stillir þeirri viðleitninni upp í glórulausa samsærisbullu. Nokkuð sem flest eðlilegt fólk telur nauðsynlegt skref í áfanganum að betra og bættari íslandi eftir helferð íhaldsins.
Misferli eins og grasseruðu hvað blómlegast á meðan flokkur þinn sat við völd og allt lak út í aðgeraðarleysi, spillingu og sofandahátt.
hilmar jónsson, 27.3.2012 kl. 23:51
Kastljós er auðvitað bara upplýsingamiðill, en ekki dómstóll, en ef hlutleysi ekki er gætt, hefur svona miðill auðvtað áhrif, sem sannast best á orðaskiftum hér.
Það er kannski rétt að bíða aðeins með "sleggjudómana", þar til allt kemur fram í þessu máli, en svona í fyrstu atrennu virðist vera að reglur og umhverfi séu til staðar, sem gerir svona "verðstýringu" mögulega, á hinum ýmsu liðum í ferlinu sem er alfarið undir stjórn eins og sama fyrirtækis, ekki gott kerfi þar sem hægt er þá að velja hvar er hagkvæmast að hafa fé af starfsfólki, að ekki sé talað um skattatekjur til ríkisins (almannfé) það er þá kerfið í kring um þetta sem er ábótavant, barnalegt að ætla "bisnissmönnum" að láta vera að nýta sér slíkt, en lögbrot og/eða spilling ? nei held ekki endilega.
En svo "hjó" ég eftir dálitlu sem framkv.stj, LÍÚ sagði í viðtalinu.:
"Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði í Kastljósi það fyrirkomulag að sama fyrirtækið hefði á sinni könnu veiðar, vinnslu og sölu afurða hafa styrkt stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Spurður að því hvort þetta veitti mönnum ekki tækifæri til að greiða lægra verð fyrir fiskinn svaraði hann því neitandi. „Við getum haldið á allri keðjunni, veiðum, vinnslu og sölu og þetta er það sem við erum öfundaðir af víða,“ sagði Friðrik."
Öfundaðir af hverjum ? samkeppnisaðilum sem ekki hafa þennann möguleika, ? erlendum aðilum sem vinna í strangara umhverfi og aðhaldi ? hann nefndi það ekki.
Spurður að þessu: "hvort þetta veiti ekki mönnum tækifæri til að greiða lægra verð fyrir fiskinn (í fyrstalið t.d.) svaraði hann því neitandi.......???, en það var ekki spurt hvort þetta hefði verið gert, heldur hvort það væri ekki MÖGULEGT ! , ekki sérlega traustvekjandi svar hér heldur.
Það þarf að skoða umhverfið vel, allt heila kerfið, það renna enn stórir fjármunir úr landi, fram hjá skattakerfinu, framhjá sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar og eina lausn stjórnvalda er svo að hækka skatta, á pappírnum á þá ríkustu og fyrirtækin, en sagan segir okkur hvernig það fer að lokum, endurskoða allt kerfið í stað þess að gera "rassíur" hjá einstaka aðilum, slíkt lyktar bara langar leiðir af sýndarmennsku og dugleysi.
Er því miður hræddur um að í stað þessa að taka hlutina þeim tökum sem skynsamlegast er, þá endi þetta með skítkasti og væli á báða bóga og svo situr allt við það sama.
En kannski er ég bara svartsýnn í kvöld.
MBKV
KH
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 28.3.2012 kl. 00:07
Já, Hilmar, ég veit allt um það hvað þeir eru að bauka í dag.
Þeir gera út þessa ríkisstjórn og sundra þjóðinni á hverjum degi með aðstoð fjölmiðlamanna í sinni þjónustu.
Á meðan eru þeir að stela öllu steini léttara.
En til þess að svívirðan gangi upp, þá þarf stuðning nytsamra sakleysinga, fólks sem ég átti einu sinni samleið með í pólitíkinni. Fólks sem átti sama draum og ég, um þjóðfélag jafnaðar, réttlætis og bræðlags. Fólk sem hafði ef eitthvað var, meiri skömm og fyrirlitningu en ég á auðráni og verkfærum auðræningja, þar voru lægst amerískir vogunarsjóðar og AGS. Við vissum um svívirðu þessa verkfæra, um alla þær milljónir sem dóu ótímabærum dauðdag vegna skuldahlekkja sem voru lagðir á blásaklaust og bláfátækt fólk í fátækum löndum Afríku, Asíu og Suður og Mið Ameríku.
Í dag ertu kóari þessara verkfæra, og húsbændur þínir, fyrrum samherjar mínir sem áttu þennan sama draum um betra mannlíf hér á jörðu, þeir seldu sjálfum djöflinum sálu sína á þann hátt að jafnvel Galdra Loftur hefði skammast sín fyrir silfurpeninga valdanna sem þeir fengu að nafninu til í staðinn.
Þú skalt ekki voga þér á þessari síðu að bendla mig við Sjálfstæðisflokkinn, eini flokkurinn sem ég hef skipt mér beint af er sú gjörð mín að stofna Röskvu, félag félagshyggjufólks í Háskóla Íslands. Með fólki sem í dag er sumt hvert gerendur í Helferðinni gegn þjóð sinni. Það er hægt að núa mér því um nasir en ekki stuðning við íhaldið. Ég vann gegn því, ekki með því.
Síðan hef ég ekki skipt mér af pólitík en atkvæði mitt hefur alltaf fallið til vinstri við íhaldið og gerir enn.
En þér er vorkunn Hilmar, maður sem telur stríð við Samherja réttlæta stuðning sinn við helstefnu Nýfrjálshyggjunnar því þannig sé hann stuðla að betra og bættara íslandi eftir helferð íhaldsins. Ég bý við einangrun í samgöngum en veit þó að íhaldið yfirgaf ríkisstjórn AGS í febrúar 2009 og hefur ekkert haft með stjórn landsins síðan að gera.
Samsærisbull kallar þú það að taka ekki allt trúanlegt sem kemur frá Ruv og Seðlabanka. En ef lögum landsins væri framfylgt, það er ef stjórnkerfið væri ekki gjörspillt, þá væru flestir fréttamenn Ruv í grjótinu fyrir beinan stuðning sinn við fjárkúgun breta, bæði er það glæpur að aðstoða fjárkúgara sem og hitt að ef fjárkúgarinn er erlent ríki þá varðar það beint við landráðakafla hegningarlaganna. Þú ert kannski búinn að gleyma því Hilmar að það er ekki lengur deilt um fjárkúgunina hér á landi, ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að krafa breta er lögleysa.
Hinn gerandi málsins, Seðlabankinn, hann er dæmdur sekur um aðild að vaxtaþjófnaði en þjófnaður varðar við lög. Aðeins gjörspillt stjórnkerfi lætur viðkomandi embættismenn ekki axla ábyrgð á lögbrotum sínum, en á meðan þeir lafa þá eru stofnanirnar sem þeir stýra rúnar trausti.
Eitthvað augljóst sem allir skilja nema kóarar AGS.
Og þeir sem maka krókinn á að ræna þjóð sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 00:33
Blessaður Kristján.
Það sama gildir um álverin, þau eru partur af keðju þar sem móðurfyrirtækið ræður hvar virðisaukinn kemur fram.
Og samkvæmt lögum landsins er það löglegt. Og forsenda veru þeirra hér.
Einhvern veginn get ég ekki að því gert en ég tel að Samherji láti lögfræðinga sína, fyrirfram meta hvað er löglegt og hvað ekki þegar viðskipti innan keðjunnar er annars vegar.
Um þetta verður tekist fyrir dómsstólum.
En ég var akkúrat ekki að fjalla um sekt eða sakleysi Samherja, aðeins að benda á samsvörun í vinnubrögðum stjórnkerfis sem hefur þegar látið misnota sig í þágu stjórnvalda.
Seðlabankinn er ærulaus stofnun eftir pantaða skýrslu stjórnvalda í ICEsave deilunni. ICEsave átti að styrkja gengið ef ég man rétt, fyrir utan að nægur gjaldeyrir átti að vera til staðar.
En staðreyndin er sú að þeir ráða ekki einu sinni við vextina af krónbraskinu, og væla um að stofnanir og fyrirtæki felli krónuna með því að greiða af erlendum lánum sínum.
Eitthvað sem var vitað en þeir gerðu ekki ráð fyrir í ICEsave ráðgjöf sinni. Töldu samt að mun hærri upphæðir í ICEsave myndu styrkja, ekki veikja krónuna.
Það er ekki lengur neitt faglegt við Seðlabankann, það er ekki orði trúandi sem frá þeim kemur. Ekki frekar en öðrum áróðurapparötum gjörspillts stjórnvalds.
Og það er alltí lagi að benda á það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 00:43
Sæll Ómar !
Það var nú einmitt það sama og mér kom í hug, þegar þetta mál kom upp, þetta með stóriðjuna og orkusölu íslendinga gegn um það ferli allt, hráefni/orkunotkun/framleiðsla/útflutningur, ekki svo ólíkt eiginlega, fiskur/skip&mannskapur/vinnsla/útflutningur.
Hvað er svo "grundvöllur" fyrir hverri atvinnugrein fyrir sig, hversu langt þarf að ganga til að "stórkaptalisminn" vilji yfir höfuð koma og "stórkapítalera" á landinu, er ekki gott að segja, reyndar oft meir og minna pukur og "loðnar" skýringar þegar spurt er.
En það er einn regnmunur á þessum tveim höfuðútflutningsgreinum landsins, og sá munur liggur fyrst og fremst í hráefninu, í öðru tilfellinu er hráefnið flutt til landsins, (af sömu aðilun og eiga vinnsluna og söluferlið) í hinu er hráefnið í lögsögu landsins, eign ALLRA íslendinga.
En síðan koma reyndar áhöldin, í fyrra tilfellinu er eignarhaldið á verkfærunum (verksmiðjunum) að mestu leyti í eigu auðhringsins, meðan áhöldin (skipin) í seinna tilvikinu, eru í eigu íslendinga, eftir þetta er margt líkt, mannafli, orkan, útflutningurinn, markaðurinn, svo geta menn velt fyrir sér hvernig best sé að tryggja að ekki sé "spilað" á þetta kerfi þannig að landið verði af stórum tekjum, vegna verðstýringar fyrirtækjana í þeim lið sem best hentar þeim.
Kannski er "þetta bara svona" varðandi stóriðjuna, það væri engin stóriðja ef þeir fengju ekki að hafa þetta eins og þeim best hentar, störfin í verksmiðjunum mikilvægari en svo að vert sé að "styggja" hringina, með skattakröfum og hærra raforkuverði, á meðan ekki er hægt að selja hráefnið (raforkuna) í kapli til útlanda.
En í sjávarútveginum þarf "þetta ekki að vera svona" og þó það sé orðið, því miður, æ algengara að fyrirtæki á Íslandi eru farin að hafa, allt að því bein, afskifti af efnahagsstjórn landsins með "hótunum" um brottflutning, ef ekki verði gert svona eða hinseginn, þá sé ég ekki alveg fyrir mér hvernig sjávarútvegurinn geti gert það, allavega ekki hvað varðar hráefnisöflunina, vinnsluna ? kannski, þannig að hugsanlega er verið að fást hér við einu gjaldeyrisgefandi atvinnugreinina, sem hægt er að fást við á þennann hátt, hvort þetta "brölt" skili svo einhverju að ráði í þjóðarbúið, kemur bara í ljós, það má vona, en í ljósi þess hvernig staðið hefur verið að álíka málum hingað til er bjartsýnin ekki yfirþyrmandi.
Í ljósi þess, er gagnrýni þín réttmæt Ómar !, verkin tala nefnilega, þau töluðu fram að og í hruninu, þau tala þegar litið er tilbaka á árin sem liðin eru frá hruni, þau tala í dag.
Það að hlaupa í flokkspilsfaldana eins og sumir gera hérna, sýnir bara hversu fólk er blint fyrir ástandinu, blint fyrir því hvað má til svo bæði auðlindir og mannauður skili sér til þjóðarinnar, en ekki að stærstum hluta til "braskara" og óhófsseggja.
Það breytist ekkert fyrr en allt skynsamt, réttsýnt og ábyrgt fólk, tekur höndum saman, sama í hvaða flokki og/eða óflokksbundið, tekur höndum saman, sameinast um það sem slíkt fólk í raun er sammála um, að auðlindirnar og mannauðurinn er til fyrir þjóðina, ekki "braskara" og "óhófsseggi", sem með hjálp duglausra "skítkastandi" og "isma" karpandi pólítíkusa, hirða bróðurpartinn af því sem er þjóðarinnar.
MBKV
KH
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 28.3.2012 kl. 07:58
Blessaður Kristján.
Ég varð nú ekki var við neinn stimpil á fiskinum, að hann væri eign allra þjóðarinnar þegar ég veiddi hann í gamla daga. Hins vegar veit ég að ég má ekki veiða hann í dag, og mun ekki veiða hann samkvæmt afglapafrumvarpinu sem núna liggur fyrir.
En það er ofsaleg flott að kalla arðrán sameign þjóðarinnar.
Varðandi þetta með virðiskeðjuna þá minnir mig að Svíarnir hafi tæki til að áætla vanmetinn hagnað og skattleggi út frá því.
En í sjálfu sér eru þetta spurningar sem þarf að ræða þegar þjóðin hefur hrakið leppana úr stjórnarráðinu. Ég hef orðað þetta þannig að atvinnulífið eigi aðeins að vera fyrir fólk og fénað sem skráir starfsemi sína á Íslandi en ekki á Tortillum eða þaðan af lengra, á ekki að opna aflandsskrifstofu á tunglinu???
Og það síðan fari eftir leikreglum samfélagsins, sem eiga að vera skýrar, sanngjarnar, ekki íþyngjandi.
Treysti menn sér ekki til þess og sniðgangi eftir hentileika, þá bara burt með þá.
Punktur, sumt er ekki flókið.
En þetta er seinna tíma vandamál. Pistillinn hér að ofan var saminn í skotgröfunum líkt og pistill dagsins. Að gefnu tilefni, af ákveðinni ástæðu. Ég er nefnilega í stríði og hef verk að vinna, að koma AGS og leppum þeirra úr landi. Reyni síðan að hjálpa góðu fólki að ná völdum. Vitandi að það þarf stríðsmenn til að vinna stríð.
Hafir þú ekki fattað tilgang þessa pistils, þá er lausn á gátunni að finna einhvers staðar lengst niðri í athugasemdarkerfinu við Lilju pistilinn frá því í fyrradag.
Við skæruliðar erum ekki flóknir, við sprengjum bara óvininn áður en hann sprengir okkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 09:45
Ástæðan fyrir því að íslandi var rústað af þeim sjöllum - eru ma. álíka einstaklingar og höfundur þessa fábjánapistils. Innilega heimskt að upplagi og innrætið þjóðrembingsvibbi.
Í þessu ljósi ber að líta öll hálfbjánaskrif mannsinns.
(Og nei, eg er eigi nafni þinn og vil ekkert með þig hafa né þína þjóðrembingsöfgar og sjallaklíkur sem lúberja hérna á almenningi með þjóðrembingssvipunni og þú sjálfviljugur böðull þeirra.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.3.2012 kl. 09:52
Hvað segirðu nafni, ætlar þú að skipta um nafn???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 10:01
Sæll Ómar ! (Geirsson vel að merkja) jú ég skildi pistilinn þinn og það vel, var bara skrifa minn eiginn hérna í heimsókn hjá þér, er heldur ekki að bera blak af "senumeisturunum" sem þú "danglaðir" til, þetta er bara svona, "timing" er allt í ástum, stríði og brandarflutningi, að ástinni undanskildri, veit ég ekki hvernig á líta á þetta "scoop" hjá Kastljósi, en er annaðhvort stríð eða brandaraflutningur? eða kannski hvortveggja ?
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 28.3.2012 kl. 16:55
Þetta er ég að byggja upp skaldborg Kristján, maður stillir miðið fyrst og lætur um leið vita að maður sé búinn að fatta og muni mæta fílubombum af fullri hörku, þegar hún kemur. Látið mitt fólk í friði.
Spurning hvort maður ætti ekki að gera skyndirárás fyrst, svona að hætti Moshes Dayens. Senda Þorsteini Baldvins nafnlaust bréf og brýna hann til verka með brigslum um mannleysuheilkenni.
Allavega myndi ég ekki í hans stöðu láta tvær skrípafígúrur komast upp með bolavinnubrögð sín, myndi mæta þeim með eigin meðölum. Ég hef líklegast verið Bedúíni í fyrra lífi.
En Þorsteinn greinilega kominn af fórnarlömbum, allavega telur skítabombsmiðurinn sem sendi gögnin á Kastljós að Samherji muni aðeins mjálma, og síðan gráta.
En nóg um það, naflaus bréf eru ekki minn stíll.
En þú með þín 27 ár í Noregi, hefur þú ekkert vit á jarðgöngum???
Er mikið um göng í Noregi þar sem fréttamaður NRK getur mætt og svæðið og flett lausagrjóti í beinni án þess að þeim er lokað???
Er hættur að nenna að stríða í dag, hafði hamskipti og vill núna bora. Endurbirti því biblíu okkar gangnamanna.
Gott komment væri ekki verra, ekki ræða þeir sem hag hafa af göngum þau mál. Já, ég veit, fórnarlömbin eru víða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 17:12
Hann Gunnar Karlsson skattstjóri Skattstofu Norðurlands eystra og fyrrverandi kennari minn í HA, virtist allavega gríðarlega hávaxinn af myndum Stöðvar 2 og RÚV að dæma. Það er eitthvað mjög bogið við þetta, því ekki virtist hann svo hávaxinn á námsárum mínum á Akureyri! Hvar endar þetta allt saman?
Guðmundur Björn, 29.3.2012 kl. 08:33
Ætli það endi ekki með því að hann þurfi að kaupa sér ný föt, gæti trúað því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2012 kl. 09:16
Hvert fór Hilmar ??
Nafni þinn er básamlegur, Ómar. málflutningur hans segir allt sem segja þarf.
Ég eins og þú, er alveg til í frófið, en það er stór hópur sem þarf ekki einu sinni í fróf, það sjá allir ;)
Sigurður Helgason, 29.3.2012 kl. 11:35
Hvað gerðist??
eitthvað fór þetta vitlaust inn
Sigurður Helgason, 29.3.2012 kl. 11:38
Smá forvitni Sigurður.
Hvað er frófið???
En þetta er eitthvað áunnið hjá nafna sem spratt út. Vona samt að hann sé ekki búinn að fá seinni skírn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2012 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.