27.3.2012 | 15:55
Hvaða endalaust kellingarvæl er þetta.
Sáttafrumvarpið mikla er grímulaus árás á landsbyggðina.
Það vill svo til að lifandi fólk, sjómenn, landverkafólk, skrifstofufólk, vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Að ekki sé minnst á alla þá sem vinna hjá fyrirtækjum sem þjóna sjávarútveginum.
Lifandi fólk sem þarf atvinnu og laun til að komast af. Til að fæða börnin sín, til að borga af húsnæðislánum sínum, til að hafa í sig og á.
Að vitiborið fólk skuli ræða atlögu af lífsgrundvelli alls þessa fólks er með hreinum ólíkindum.
Ef stjórnmálamenn okkar og kaffihúsaspekingar 101 er svona í nöp við hina svokölluðu sægreifa, þá er þeim í lófa lagið að reisa fallexi við Austurvöll og taka til við að höggva.
En í guðanna bænum látið fyrirtækin vera sem eru grundvöllur alls mannlífs á landsbyggðinni.
Það er hreinlega ekki alltílagi með ykkur.
Kveðja að austan.
Bitnar á nýjum fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 16:30
Ómar, ég var að reyna setja hér inn grínmynd Henry á dv.is af þeim hel-ferðar-hjúunum Jóku og Grímsa
en þegar ég ýtti á senda, þá hvarf hún ... kannski táknrænt fyrir "velferðina"?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 16:36
Blessaður Pétur, ef það væri bara þau. Það er svo margt sem má segja um þetta, sérstaklega að fólk sem hefur lent í vaxtaþjófunum skuli taka þessa skrípaumræðu með Jógrímu. Þetta frumvarp hefur einn og aðeins einn tilgang, og það er að láta umræðuna í þjóðfélaginu snúast um allt annað en ránið sem fram fer á hverjum degi.
Fólk sem er rænt, það á að verja sig og sína. Ekki eyða kröftum sínum að rífast um arfavitlaust kvótafrumvarp.
Og síðan annað, hver gefur Ruv og öðrum misvitrum blaðamönnum rétt á að ræða svona um bullið án þess að geta að um atvinnu fólks og tilveru sé að ræða. Menn ræða miskunnarlaust um ofurskattheimtu eða hreinlega gjaldþrot heillar greinar, og halda að það verði engin fórnarlömb.
Hvar ætla menn að fá gjaldeyri fyrir innflutningnum þegar allt er í uppnámi í greininni???
Kvótakerfið er meingallað, en menn bæta ekki afglöp fortíðar með því að níðast á fólki dagsins í dag. Þú færir ekki einum réttlæti með því að taka réttinn af öðrum.
Og leggja til nútímaútgáfu af samyrkjubúskap Stalíns, það er grátlegra en tárum tekur. Ekki að það séu til fífl sem gera það, heldur að það sé til fólk sem ræðir við fíflin eins og að um vitborðið fólk sé að ræða.
Hættum þessu kellingarvæli og segjum hlutina hreint út.
Það er ekki alltí lagi með ykkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2012 kl. 18:14
Þessi hugmynd með fallöxina er góð, en væri enn betri ef hún stæði fyrir framan Stjórnarráðið. Það myndi ekki rýra hugmyndina ef þar stæðu líka tveir til þrír gapastokkar til að nota í hugsanlegri gúrkutíð
Jónatan Karlsson, 27.3.2012 kl. 18:28
Blessaður Jónatan.
Ýmislegt má gera, en menn eiga að ná sér niður á réttum aðilum.
Ekki blásaklausu fólki í byggðum landsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2012 kl. 18:57
Auðvitað vil ég persónulega aðeins sjá landráða "fólk" og drottinsvikara í vinsælustu aðalhlutverkum við Stjórnarráðið, en hugmyndin er eigi að síður reglulega skemmtileg.
Jónatan Karlsson, 27.3.2012 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.