Hræsni.

 

Skrýtinn er málflutningur þingmanna í NorðAusturkjördæmi þegar þeir réttlæta svik sín gagnvart íbúum Austurlands með því að svína Vaðlaheiðargöngum fram yfir Norðfjarðargöng.

Hvati gjörða þeirra eru atkvæðaveiðar á Eyjafjarðarsvæðinu, stærsta byggðarkjarna kjördæmisins.

Vinnubrögðin síðan af ætt þeirrar spillingar sem felldi Ísland endanlega haustið 2008 en ólíkt gömlu kjördæmakóngunum þá hafa þeir ekki manndóm að kannast við verk sín.  Þeir segja ekki stoltir, "við náðum í þessa framkvæmd með handafli framhjá eðlilegum vinnubrögðum stjórnsýslunnar".

Heldur finna þeir ímyndaðan smið og hengja síðan raunverulegan bakara fyrir meintar misgjörðir hans.

 

Meira að segja Vestfirðingar  tóku ekki mark á Ólínu Þorvarðardóttur þegar hún goggaði í Norðfjarðargöng í grein sinni um nauðsyn Dýrafjarðarganga.  Þeir reiknuðu með að Ólína væri fyrst og fremst að vekja athygli á nauðsyn sinna gangna og að þau væru næst í röðinni á eftir Norðfjarðargöngum.

Þá koma menn eins og Kristján Möller og hnýta í Vestfirðinga og halda að það dugi til að fela sitt eigið pot í þágu fólks sem hefur það lítið geð að það þiggur potið þó það sé kostnað lífsnauðsynlegrar samgöngubóta.

 

Það eina sem er álitamál í þessu dæmi, hvort er aumara Kristján eða þeir sem ætla að þiggja svínaríið.  Það þarf allavega ekki að senda norður mælitæki sem nema æru, hins vegar mætti sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem mælir spillingu, koma norður og rannsaka  rætur spillingar á fræðilegan hátt.

Því baráttan við spillingu vinnst ekki fyrr en skorið er úr um, hvort kemur á undan hinn spillti þingmaður eða kjósendur hans.

 

En Kristján Möller fær ekki fylgi hér fyrir austan með því að hnýta í Vestfirðinga. 

Þeir eru líka fórnarlömb þess að heimskir menn byggðu höfn á sandi eða potarar telja brýnna að bæta þegar góðar samgöngur á láglendi á meðan lífshættulegir fjallvegir hamla þróun byggðar víða um land.

Stærsta fórnarlambið er svo þjóðin sem situr uppi með sömu vanhæfu mennina og komu henni á kné.  Mönnum sem er fyrirmunað að læra af því sem úrskeiðis fór.

 

Nei, Kristján Möller getur smíðað sínar keilur í öðrum byggðum en hér fyrir austan.

Hér eru menn metnir eftir orðum  sem þeir efna en ekki orðum sem þeir svíkja.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Kristján L. Möller: Alþingi setti Norðfjarðargöng í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomlega sammála. Skrifaði smá pistil við greininni sem að kom á BB

 Þetta er dæmigert fyrir stjórnmálamenn að etja fólki saman þannig að framkvæmdir tefjist og komi svo seint og illa og stundum allt of seint þannig að allt verði farið til adsk. þegar þær loksins líta dagsins ljós. Auðvitað er nauðsynlegt að fá bæði Dýrafjarðargöng og Norðfjarðargöng. Látum ekki misvitra pólitíkusa slá riki í augu okkar. Áfram með allar framkvæmdirnar og flýtið svo þeim sem á eftir eiga að koma. Að ætla að reyna að ljúga að fólki um að Vaðlaheiðargöng komi ekkert við budduna er algert bull. Hverjir gangast í ábyrgð þar? og hverjir eru meirihlutaeigendur í viðeigandi fyrirtæki? Leiðin um Norðfjarðargöng er eina leiðin út og inn fyrir heimamenn. Ef að menn hefðu unnið vinnuna sína þar þegar núverandi göng voru gerð væri þetta ekkert vandamál heldur hefði málið verið leyst til frambúðar. En það virðist fara stjórnvöldum best að hirða ávallt krónuna og henda þúsundkallinum, þ.e. að hugsa aldrei lengra heldur en nef þeirra nær. Þetta var líka raunin varðandi Strákagöng, Múlagöng og Vestfjarðagöng. Hvað Dýrafjarðargöng varðar þá ætla ég að koma með nokkrar staðreyndir varðandi kílómetratölur. Loflínan milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar er rúmir 60km. Styðsta vegalengd á milli staðanna er 173km og hefur sá vegur verið lokaður meira eða minna síðan í nóvember síðastliðnum. Ef að keyrt er frá Ísafirði til Hólmavíkur um Þröskulda í Bjarkarlund og þaðan til Patreksfjarðar eru þetta 455km. Þetta er það sem fólki er boðið upp á. Staðreyndirnar tala sínu máli.

Bestu kveðjur

Bróðir að vestan :-)

Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 15:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk kærlega Ólafur.

Það er alltaf gaman að vita að það finnist fólk sem hefur áhuga að koma Íslandi inní nútímann í samgöngum.  Að fara yfir fjöll og firnindi er háttur fortíðar, nútíðin með öllum sínum samskiptum krefst greiðra samgangna og í okkar landi er veðurfarið nógu erfiður farartálmi svo við bætum ekki ferðum um fjallvegi ofaná.

Það á að byrja bora á morgun og ekki hætta fyrr en síðustu göngin eru kláruð, eftir svona sirka 10-15 ár.

Það er viss hugmyndafræði á bak við þessa framsetningu mína.  Hún rifjaðist upp þegar ég las innslag þitt.  Ég pistlaði um hana í haust og ætla að endurbirta þann pistil.  

Ágætt að hann rúlli yfir efnisyfirlit bloggsins, það finnst kannski þriðji maðurinn sem hefur áhuga á nútímanum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2012 kl. 16:50

3 identicon

Rétt hjá þér Ómar!

Elín Anna hermannsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 23:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Elín.,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.4.2012 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband