Aumingja blessuð konan, ósköp á hún bágt.

 

Eitt er að taka að sér að ákæra rangt eins og ákærurnar á hendur Geir Harde eru, annað er að trúa ákærunni.

Og þegar maður er löglærður, en lætur eins og maður þekkir ekki til þeirra laga sem gilda um þau mál sem maður fjallar um, þá má velta því fyrir sér hvort um viljandi vanhæfni sé að ræða, og þá af hvaða ástæðum, eða hvort í starfslýsingu Alþingis hafi sérstaklega verið kveðið á um vanþekkingu og vanvitahátt þegar auglýst var eftir saksóknara Alþingis.

 

Í evrópska regluverkinu var það beinlínis bannað að stjórnvöld hlutuðust til um innri mál fjármálafyrirtækja.  

Og það var fátt kærkomara fyrir banka á brauðfótum að þær reglur væru brotnar.

Slíkt var bein ávísun á skaðabótaskyldu stjórnvalda með tilvísun í að ólögleg afskipti þeirra hefðu valdið falli þeirra.  

Gæfa þjóðarinnar var að Geir Harde áttaði sig á þessum sannindum og því sat þjóðin ekki uppi með mörg þúsund milljarða skaðabótaábyrgð á herðum sér.

 

Annað sem blessuð konan virðist ekki vita er að ákæra Alþingis varðandi að Geir Harde hafi ekki beitt sér fyrir að ICEsave reikningarnir væru settir í sérstakt dótturfélag, að hún er beinlínis röng.   Reglugerðin um innstæðutryggingar kveður skýrt á um frelsi fjármálafyrirtækja og að heimilisfesti þeirra skipti ekki máli, þess vegna voru jú reglurnar um innstæðutryggingar settar eins og þær voru.

"Samkvæmt markmiðum sáttmálans skal stefnt að sam- ræmdri þróun lánastofnana í öllu bandalaginu með því að fjarlægja allar takmarkanir á staðfesturétti og frelsi til að veita þjónustu og auka um leið festu í bankakerfinu og vernda hag sparenda.

Um leið og takmarkanir á starfsemi lánastofnana eru fjar- lægðar verður að huga að þeirri stöðu sem getur komið upp ef innlán í lánastofnun, sem hefur útibú í öðrum aðild- arríkjum, verður ótiltækt. Nauðsynlegt er að tryggja sam- ræmda lágmarksinnlánstryggingu, óháð því hvar innlánið er í bandalaginu. Slík innlánstrygging er jafnmikilvæg fyrir framgang sameiginlegs bankamarkaðar og varfærnisregl- urnar".    Tilskipun 19/94 EB

Og ef tryggingasjóður heimaríkis er ekki talinn nægilega traustur, til dæmis vegna smæðar landsins, þá á útibúið rétt á að tryggja innlán sín hjá tryggingasjóði gistiríkisins.

"Ef í bandalaginu verða kerfi sem bjóða innlánatryggingu umfram hið samræmda lágmark getur það leitt til þess að innan sama svæðis verði tryggingar mismunandi og sam- keppnisskilyrði ólík hjá innlendum lánastofnunum annars vegar og útibúum stofnana meðhöfuðstöðvar í öðrum aðild- arríkjum hins vegar. Til að vega upp þessa ókosti þurfa útibú að hafa heimild til að tengjast tryggingakerfum gistiríkisins svo að þau geti boðið innstæðueigendum sömu tryggingu og tryggingakerfi í löndunum þar sem útibúin eru"Tilskipun 19/94 EB

Þetta er það sem LÍ gerð, bankinn var með tryggingu hjá breska tryggingarsjóðnum.

 

Af hverju átti þá íslenskur forsætisráðherra að beita sér fyrir því árið 2008 að íslenskur banki veikti stöðu sína með því að flytja eignir úr móðurfélagi í dótturfélag??  Svo bankinn færi fyrr á hausinn???

Er Alþingi að vísa í fjárkúgun breta haustið 2008, hvernig átti Geir Harde að sjá hana fyrir þar sem innlán í LÍ voru tryggð eftir regluverkinu og bankinn var með viðbótartryggingu á Bretlandi.  Og það var breskra stjórnvalda að hafa áhyggjur af hvort tryggingar væru fullnægjandi, ekki íslenskra.

Ákæran á Geir Harde var sett fram til að réttlæta stuðnings meirihluta Alþingis við hina bresku fjárkúgun, og í greinargerð íslenskra stjórnvalda til EFTA dómsins kemur skýrt fram að sá rökstuðningur var rangur, það hvíldi aldrei greiðsluskylda á íslenskum stjórnvöldum vegna ICEsave.

Samt átti Geir Harde að brjóta evrópsk lög og þvinga ICEsave í dótturfélög.  

Sjá menn ekki hálfvitaganginn við að halda þessari röngu ákæru til streitu???

 

Og mikil er vanvirðing dómsstóla að hlusta á svona órök eins og saksóknari Alþingis slær fram.

Vanvirðing við þjóðina, lögin og réttarfarið.

Eitt er að Alþingi geri sig að fífli, annað er að réttarkerfið taki undir þessa fíflsku.

 

Svo er annað sem blasir við.

Málflutningur saksóknara gengur gegn stefnu stjórnvalda í ICESave deilunni.

Íslensk stjórnvöld eru búin að marka skýra stefnu gagnvart bresku fjárkúguninni og eftir það getur embættismaður ekki haldið fram málstað bresku fjárkúgarna.

Það var ekkert að því að LÍ rak ICEsave í útibúi, lögin gerðu ráð fyrir því, tryggingarkerfið breska gerði ráð fyrir því, og LÍ var með fullnaðartryggingu í Bretlandi.

Málflutningur saksóknara skyldi því ekki falla undir þessi orð hegningarlaga; "Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum".

 

Og ef Ísland væri réttarríki, þá yrði saksóknari ákærður fyrir ærumeiðingar sínar gagnvart Geir Harde.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Sakfelling Geirs blasi við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bachmann

,,...ef Ísland væri réttarríki." (!)

Er nokkru við að bæta?

Þórdís Bachmann, 15.3.2012 kl. 18:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þórdís.

Svona djúpur ætlaði ég mér ekki að vera.

Er aðeins að púkast að minna á að ákæran er á röngum forsendum.

En já, mikið vildi ég óska þess að Ísland væri réttarríki og gerði upp Hrunið eftir leikreglum þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2012 kl. 19:36

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu 'Omar!!!!!!Kveðja að sunnan!!!!

Haraldur Haraldsson, 15.3.2012 kl. 19:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Haraldur.

Ég er ekki alslæmur við þína menn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2012 kl. 20:19

5 identicon

Bjarki Kristjánsson er með betri bloggurum. Þó ekki allt of vinsæll, að því er virðist. En hann hefur þá leiðinlegu áráttu að kynna sér hlutina sem hann tjáir sig um, en það fer fyrir brjóstið á mörgum innbyggjurum. Þá er hann skemmtilega glöggur á ýmiss aulaleg og barnaleg einkenni landans og lýsir því á oft hnyttin og sarkastískan hátt. Hann var með hörku góð ummæli vegna sýningar á Vesalingunum í Þjóðmenningarhúsinu, en þeirri sýningu fer senn að ljúka. Ég vona að hann fyrirgefi mér að kópí-peista orð hans:

 

„Eg er búinn að sjá hvað gerðist er snýr að heildarmyndinni. Að á tímabili um 2003-2005 þá sækja bankarnir sér gígantískt lánsfé með útgáfu skuldarbréfa, aðallega í Evrópu. það er bara algjört: Búmm, þessi lán voru þess eðlis að þau voru til skamms tíma, þ.e. þurfti fljótlega að endurfjármagna. Þetta er svo stórtækt og yfirgengilegt að strax 2006 segja erlendir aðilar: Bíðum nú við! Hver ætlar að bakka þetta upp? Því erlendis er það vitað að bankar fást ekki staðist nema ríkið geta bakkað þá upp. Strax 2006 stóð tæpt að dæmið hryndi ekki barasta vegna lausafjárvandamáls. Þá Hætti Halldór Ásgrímsson og virtist afar feginn. Það sem gerðist í framhaldinu var, að bönkunum tókst að fá lausafé í Bandaríkjunum og í framhaldi var farið að seilast í vasa innstæðueiganda í Evrópu. Þannig framlengdu þeir víxilinn í um 2 ár. Söfnun innstæðna var sérlega hættuleg vegna þess hve viðkvæmt var fyrir rönni. Allt er þett gert með fullu samþykki stjórnvalda og viðkomandi stofnanna. Stjórnvöld og viðkomandi stofnanir virkuðu barasta sem PR stönt fyrir bankanna eftir atvik. Alveg fram á hrunstund. Ergo: Stjórnvöld og viðkomandi stofnanir brugðust big tæm. Þeir gættu ekki heildarhagsmuna hagkerfis og lands. Sinntu því í engu. Þegar þetta hefur verið sagt, þá er önnur umræða allskynns svindl og prett bankanna og manipúleringar eftir efni og aðstæðum. Það afsakar samt ekki brest stjórnvalda að hyggja að heildarhagsmunum hagkerfis og lands. Það er t.d. svo að skilja, að aldrei hafi átt sér stað umræða um að stórt bankakerfi væri til vandræða fyrir hagkerfi og land. Aldrei. Í framhaldi er aldrei spurt að því hvernig ísl. ríkið ætlar að bakka upp gígantíska innlánssöfnun útí heimi í erlendum gjaldmiðli af kerfislega mikilvægasta bankanum. Allur misbrestur á innlánum erlendis setti mikilvægasta atvinnuvegabanka á Íslandi strax í stórhættu með augljósum afleiðingum á Ísland. Það er ekki boðlegt að koma með það að: já, einkabanki og stjórnvöld eru bara grúpppíur. Það er ekki boðlegt og það snakk er eigi tekið gilt in real world.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 20:20

6 identicon

Hún Sigríður á svo sannarlega ekki bágt! Skil reyndar ekkert í sjálfri mér að benda á það svo augljóst er það hverju barni. Tek undir með Hauki Kr.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 20:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haukur, þú ert alveg að koma til eins og thin.

Veit ekki hvað ég hef átt mörg blogg um þessa hugsun en það sem þú ert að lýsa er kerfi sem brást.  Þá ekki bara í framkvæmd, hugmyndafræðilegur grundvöllur þess var rangur.

Geir er ákærður út frá gildandi lögum, sú ákæra er röng, bæði efnislega sem og forsendur hennar.

En kerfinu snjalla tókst að snúa ásökunum á hendur sér yfir á einn mann, og það með röngum ákærum.

Snilld, en ég held að þú sért að fatta að þú varst plataður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2012 kl. 21:16

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú vilt sem sagt meina að hún sé mútuþegi eða handbendi breta Anna???

Þá held ég að mín skýring sé mildari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2012 kl. 21:17

9 identicon

Ekki gera mér upp skoðanir eða tilfinningar, ég fullyrði að Sigríður eigi ekki bágt og sagan mun sýna að hún tókst á við erfitt verkefni og reynist málefnaleg og verðug. Það er greinilegt að hún vill ekki senda Geir í fangelsi, enda held ég að enginn vilji það.

Það er svo algent að menn ráðist á manninn en ekki boltann eins og sagt er. Að ráðast á saksóknara er lítilmannlegt heldur ber að halda sig við málflutninginn og rökstyðja andstæðar skoðanir.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 14:23

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Anna, ég er ekki á nokkurn hátt að gera þér upp skoðanir.

Ég er einfaldlega að benda á staðreyndir.

Það þarf gífurlega mikla vanhæfni til að ákæra þar sem forsenda ákærunnar er beint lögbrot.  Að þú hafir þurft að brjóta lög til að sleppa við ákæru.

Þar sem þú sættir þig ekki við framsetningu mína að vorkenna manneskjunni þá er gagnályktun mín eðlileg, að eitthvað annarlegt liggi að baki.  Þar sem ICEsave ákæran byggist á bretalygi, að Ísland sé á einhvern hátt ábyrgt fyrir ICEsave reikningum Landsbankans, þá er augljóst að benda á þau tengsl.  Og þetta með múturnar eru elsta ástæðu þess að menn svíkja föðurland sitt.

Vissulega er til þriðja skýringin, sem er sú augljósasta en ég læt þeim finna hana út sem styðja þessi skrýparéttarhöld. 

Þetta með frasann þinn um að ráðast á manninn ekki boltann, ættir þú að spara þér handa þeim sem kunna ekki að rökstyðja mál sitt.  Þú gæti kannski spáð í þetta sjálf.

Hér að ofan er gagnrýni mín á aumingja blessuðu konuna rökstudd með beinum tilvitnunum í staðreyndir laga.  Ég hefði vissulega getað haft rökstuðninginn ítarlegri, komið með viðkomandi lagagreinar í evrópska regluverkinu sem forbjóða afskipti ríkisvalds af frjálsa flæðinu en svona pistlar verða lúta ákveðnum lögmálum um lengd.

Ef hingað hefði komið manneskja sem hefði tekið boltann en látið leikmanninn eiga sig, þá er sá rökstuðningur tiltækur.  En það gerir það enginn, þrátt fyrir pirring gagnvart framsetningunni því þeir sem þekkja til evrópsku reglugerðarinnar, þeir vita nákvæmlega að ég fer með rétt mál.  Hinir hafa einfaldlega vit á að hætta sér ekki út í umræðu sem þeir ráða ekki við.

Sigríður Friðjónsdóttir á engin jákvæð orð skilið eftir þá lágkúru sem hún varð sek um í málflutningi sínum.  

Henni tókst ekki að sýna fram á í sóknarræðu sinni  hvað Geir Harde átti að gera sem var í samræmi við lög og hefði ekki valdið meira tjóni en það tjón sem aðgerðirnar áttu að hindra.  Rökstuðningur hennar er allur tekinn uppúr Samfylkingarbulli götunnar, bulli sem hefur aldrei staðist efnislega skoðun.

Það er ekki sýnt fram á að Geir hafi hundsað aðvaranir þeirra stofnanna sem áttu að hafa eftirlit með fjármálakerfinu, hvorki innlendra eins og FME og SÍ eða erlendra eins og matsfyrirtækja eða OECD.  Það voru engar aðvaranir, heldur voru umsagnirnar aðeins misjafnlega jákvæðar.  

Forsætisráðherra lýðræðisríkis getur ekki farið gegn áliti lykilstofnanna nema hann hafi einhverjar lykilupplýsingar sem þær höfðu ekki.  

Forsætisráðherra lýðræðisríkis hefur ekki boðvald einræðisherra eða beinan aðgang að valdheimildum eins og vopnaðri lögreglu eða her sem fær hann til að taka niður fjármálakerfi þjóðar sinnar án þess að hafa til þess stuðning löggjafarvaldsins. 

Forsætisráðherra þjóðar sem rís upp gegn lykilþáttum efnahagslífsins þarf að geta vísað í rökstuddar tillögur lykilstofnanna og byggt aðgerðir sínar á þeim.  Annað er geðþótti og þeir sem það reyna, þeim er útvegað kyrrlátt pláss á geðveikrarhæli á meðan þeir ná áttum.

Einfaldar staðreyndir sem blasa við öllu hugsandi fólki.

ICEsave ákæran er svo beinlínis röng, stjórnvöld hafa viðurkennt það með varnarskjali sínu til EFTA dómsins.  Það skipti ekki máli hvort LÍ rak ICEsave reikninga sína sem útbú eða dótturfélag.  

Alþingi hefur ekki beðist afsökunar á rangri ákæru og þeirri heimsku sem að baki bjó, en að saksóknari Alþingis skuli voga sér að halda fram hinni röngu ákæru, í þágu breskra hagsmuna, er með öllu ófyrirgeganlegt. 

Það er ekki hægt að afsaka það á neinn hátt.

Þetta eru rök með tilvísanir í staðreyndir laga og í hvernig raunveruleikinn funkerar hjá lýðræðisþjóðum.  

Þú getur Anna reynt að koma með rök á móti, reynt að taka boltann, en satt best að segja þá held ég að þú kunnir ekkert í fótbolta.

Þú hefur of lengi hlustað á götuskrumið til þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2012 kl. 16:17

11 identicon

Sæll.

Þessi réttarhöld sýna vel hve lítinn skilning fólk hefur á orsökum hrunsins. Á ríkið að bjarga okkur frá öllu? Líka okkur sjálfum?

Helgi (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 06:06

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Þú veist vel að svarið er já ef gjörðir okkar snerta aðra og síðan ef þær eru á þeim level að hafa samfélagslegar afleiðingar.

En vandi kreppunnar er miklu dýpri, á rætur mun lengra aftur og er óhjákvæmleg afleiðing af evrópska regluverkinu sem er hannað í kringum athafnasemi fjárjöfra sem vilja braska í stað þess að stunda heiðarleg viðskipti.

En í þrengra svari við spurningu þinni þá eiga menn að sæta ábyrgð gjörða sinna og tekjum samfélagsins á ekki að verja til bjarga fjárjöfrum.

En það á að taka þá niður og hindra að þeir rífi sig upp aftur í nánustu framtíð.

Því forsenda markaðar er frjáls viðskipti, ekki frjálst brask.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2012 kl. 11:42

13 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Því forsenda markaðar er frjáls viðskipti, ekki frjálst brask, og allavega ekki "frjálst brask" með öryggisneti, sem riðið er úr velferð almennings.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 17.3.2012 kl. 21:43

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Takk fyrir greinargóðan og sannan pistil.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.3.2012 kl. 23:06

15 Smámynd: Samstaða þjóðar

Skemmtilegt er að sjá Hauk Kristinsson (Ómar Bjarka Kristjánsson) hæla Bjarka Kristjánssyni (Ómari Bjarka Kristjánssyni). Þessi furðufugl birtist oft sem Ásmundur Harðarson, vonandi öllum til óblandinnar ánægju !

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 18.3.2012 kl. 18:30

16 Smámynd: Elle_

´Ásmundur Harðarson´ er alls ekki Ómar Kristjánsson, Loftur.  Hann er Ómar Harðarson.

Elle_, 19.3.2012 kl. 00:19

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Blessaðir Ómar minn, þetta er góður pistill hjá þér að vanda.

Það er afar athyglisvert að sjá hrós um málssókn Sigríðar Friðjónsdóttur, en hún er augljóslega ekki að verja góðan málsstað blessunin.

Við vitum það í dag, að regluverkið var ófullkomið og mörg mistök voru gerð. En það var ekki vitað á árunum fyrir hrun.

Misvísandi skilaboð komu frá matsfyrirtækjum árið 2006, en enginn gerði ráð fyrir hruni. Allir töldu bankanna standa vel að vígi, þrátt fyrir áhyggjur af því að fjármögnun gæti orðið erfið.

Dansi sérfræðingurinn sem oft er vitnað til, sagði í viðtali við Frjálsa verslun á síðasta ári, að hann hafi gert ráð fyrir harðri lendingu í efnahagslífinu. En honum datt aldrei í hug að bankarnir myndu falla.

Heimurinn var steinsofandi og trúði á fjármálakerfið, það héldu flestir hagfræðingar að það yrðu miklar og örar sveiflur, en hrun, það datt engum í hug, a.m.k. mjög fáum.

En varðandi málssókn Sigríðar þá kom hún með þau fáránlegustu rök sem ég hef heyrt.

Hún sagði að hægt væri að gera ríkari kröfur á Geir sökum menntunar hans, en hann er master í hagfræði. Skoðum það aðeins nánar.

Fyrir það fyrsta, þá voru það einmitt hámenntaðir hagfræðingar sem trúðu því að fjármálamarkaðir heimsins væru orðnir það þróaðir og peningastefna Bandaríkjanna það góð, þetta er hægt að lesa í fyrsta bindi Rannsóknarskýrslu alþingis, kaflinn byrjar á bls. 58 minnir mig.

Þannig að hagfræðipróf staðfestir ekki hæfni manna á þessu sviði, en Geir gerði vel í kjölfar hrunsins, eins og þú hefur bent á Ómar.

Megin hugsanavilla Sigríðar, sem er óásættanleg fyrir saksóknara í svona mikilvægu dómsmáli, er sú, að segja að ríkari kröfu megi gera á forsætisráðherra ef hann hefur mestaragráu í hagfræði.

Það segir ekkert um það í lögum um ráðherraábyrgð hér á landi og sennilega hvergi í heiminum, að ráðherra beri meiri ábyrgð ef hann hefur einhverja menntun í hagfræði.

Jón Ríkharðsson, 19.3.2012 kl. 01:05

18 Smámynd: Samstaða þjóðar

Jón þú virðist horfa fram hjá því, að Geir er ákærður fyrir brot á lögum 4/1963 um ráðherraábyrgð. Þessi lög fjalla um pólitíska ábyrgð sem ráðherrar bera umfram aðra landsmenn. Hér er umfjöllun:

 

Ákærur birtar í Landsdómi á hendur fyrrverandi forsætisráðherra

Ég vil sérstaklega benda þér á að lesa 10, grein, ákvæði b. Þarna kemur fram að brot þarf ekki að vera sérstaklega bannað í lögum til að verknaðurinn eða framkvæmdaleysið sé refsivert. Til að meta hvort brot er refsivert þarf að horfa til aðstæðna og menntun og reynsla ráðherra skiptir vissulega sköpum. Menntun og reynsla Geirs gerir meira en vega upp á móti þeirra einu afsökun sem hann hefur, að hafa fram að þessu hreint sakarvottorð. Líklega mun Geir hljóta hámarks refsingu og verða dæmdur 15:0.

  

Lög 4/1963, grein 10, ákvæði b:

  

b. ef hann framkvæmir nokkuð eða veldur því, að framkvæmt sé nokkuð, er stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu, þótt ekki sé framkvæmd þess sérstaklega bönnuð í lögum, svo og ef hann lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, er afstýrt gat slíkri hættu, eða veldur því, að slík framkvæmd ferst fyrir.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 19.3.2012 kl. 09:40

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið heiðurfólk hér að ofan.

Jón, ég held að kjarni þess sem snýr að Geir Harde er að siðuð þjóð stendur ekki fyrir pólitísku einelti í formi ríkisréttarhalda.

Þess fyrir utan þá ætti að heiðra Geir fyrir rétt viðbrögð á ögurstundu og að hafa ekki fallið í þá villugryfju að ætla að nota almannafé til að skera braskara úr snöru sinni.  Og setja þjóðina í staðinn.

Hins vegar deila menn um ástæðu fjármálahrunsins, en í mínum huga þá deilir ekki skynsamt fólk um það sem augljóst er.  Og það augljósa er að villutrúin kennd við Nýfrjálshyggju, hún féll haustið 2008 og Vesturlönd með henni.  

Endurreisn Vesturlanda er komin undir að skynsamt fólk taki sig saman og útiloki villtrúarfólkið frá öllu áhrifastöðum, hvort sem það er innan viðskipta, stjórnmála eða í akademíunni þar sem þessi villutrú átti hugmyndafræðileg upptök sín.

Og endurreisi kapítalismann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2012 kl. 12:56

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rauntekjur Íslands [PPP mælt eins allstaðar] lækkuðu um 50% síðan 1983 miðað við öll ríki á Vesturlöndum, þetta er sér Íslensk nýfrjálshyggja og kolólögleg t.d. í USA.  
Hér var sett á 1983 svo kallað uppsöfnunkefri lífeysisjóða og um 2000 þá eru langtíma grunnvextir hér minnst 3,5% opinber ávöxtunarkrafa 80% af aðilum markaðar [í kauphöll] Íbúðlánssjóðs og fjárveitenda [bréfa kaupenda] hans Íslensku lífeyrissjóðanna. Þá var samdráttur byrjaður í fjámálgeirum á Vestulöndum og lámarkraunvextir það  er grunnvextir á langtímaforsendum hvergi hærri en 1,99% sjá Danmörk.  Þetta kallast hávaxta stefna Seðlabanka. Íslensku Banki sem sækir um lánafyrirgreiðslur á langtíma forsendum [x x 5 ár] til dæmis í Ríki þar sem grunnvextir er 1,0% verður að borgar minnst 3,5% + 1% + 5,0% [meða verðbólga í UK því 150% verbólga er þar á 30 árum] það er 9,5%. Þessi vaxta kjör er einungs leyfileg vogunarsjóðum og ríkum áhættu fjárfestum [fjölskyldum, factorum], alls ekki lykilbönkum Vesturlanda sem eiga. m.a. að verðtyggingja smá upphæðir almennings. 

Eigiðfjársöfnum eða ávísanir á skuldir framtíðar hófust á fullu um 1983 og eðlilgt að eigiðfé [skuldirframtíðar] greiðsit út, óeðligt að það þurfa að pína aðila til greiða skuldir. Lífeyrisjóðarnir er ennþá ekki búnir að afskrifa alla sína skulda uppsöfnun. Íslenska hrunið er öllum ljóst utan Íslends , Hús byggt á sandi [áhættu] hrynur.

Júlíus Björnsson, 21.3.2012 kl. 11:46

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hvernig væri nú að ná í þá sem eru sekir og hafa stolið fé frá þjóðinni. Lifa flottu lífi í útlöndum á meðan þjóðin líður. Lánin vaxa fraðar er gorkúlur.  Geir stal engu ekki einu sinni smá salti í grautinn sinn. Furðulegt að frú Ingibjörg Sólrún og allir hinir í ríkisstjórninni eru ekki líka fyrir rétti. Sorry en mér finnst þetta lykta af pólitísku hatri og finnst mér þetta hatur hafi skinið í gegn hjá VG. Foringinn í þessu er Björn Valur og nú kannski fór ég yfir strikið Ómar þar sem þetta er kannski þinn flokkur :-)  Þú ert jú að austan frá Litlu Moskvu. 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2012 kl. 22:44

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Júlíus.

Skýrðu þetta betur með rauntekjufallið, mér finnst það ekki alveg ríma við minn raunveruleika en reikna með að þú sért að vísa til langtímaskuldasöfnunarinnar.  En án skýringa þá fylgir gatið manni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2012 kl. 08:07

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Rósa.

Það er í eðli andófs, og blogg mitt lyktar langar leiðir af andófi, að það fylgir ekki ríkjandi kerfi.  Og hér fyrir austan urðum andófsmenn eitthvað allt annað en kommar.   Kommar voru pabbapólitík líkt og íhald í Reykjavík eða SíS trú á Sauðarkróki.

En Hriflungur er ég að ætt og eðli og því alltaf kosið eitthvað til vinstri við borgaraflokka og líka kommana þegar gott hefur verið mannvalið.  Og þegar ég áttaði mig á að grunnforsenda virkjanaStalínismans væri lygi þá var eðlilegt að styðja VG og síðan nafna minn Ragnarsson þegar hann bauð fram.  Stalínismi hefur aldrei skilað öðru en hörmungum.

Og mun endalega ganga frá þessari þjóð ef ógæfufólkið sem olli Hruninu nær aftur völdum.  Nema við séum svo heppin að heimskreppan verði öllum ljós eftir næstu kosningar og jafnvel vitfirringar slái ekki víxil fyrir nýjum virkjunum með þjóð sína sem ábeking.

Þú minnist á hatrið Rósa, það er einmitt það sem skýrir svo mörg óhæfuverk núverandi ríkisstjórnar.  Jafnvel ICEsave var réttlætanlegt ef hægt væri að klína afleiðingum þess á Sjálfstæðisflokkinn.  Allt er betra en íhaldið segja gömlu vinstrimennirnir og réttlæta þar með stuðning sinn við mestu öfgahægristjórn sem saga Íslands kann frá að greina.

Og hvað hefur svo íhaldið gert á þeirra hlut???

Byggt verkamannabústaði, tryggt ódýrt rafmagn og hita, byggt upp heilbrigðiskerfi og menntakerfi í fremstu röð, tryggt ríkisstarfsmönnum mannsæmandi eftirlaun, eða er það velferðarkerfið sem tryggir sjúkum og öldruðum framfærslu sem fer svona í taugarnar á fólki.

Eitthvað voðalegt hefur íhaldið allavega gert fyrst það fylkir sér um stefnu mannhaturs og þjóðeyðingar að hætti ómenna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

En þetta hatur er ekki bara hreyfiafl ríkisstjórnarinnar, margt fólk í Andófinu er algjörlega svipt dómgreind vegna þess og sinnir lítt vörnum þjóðarinnar á meðan það er í skotgröfum fortíðar.  Hvernig sem fortíðin var og hvað sem betur mátti fara í henni, þá er hún eðli málsins vegna, liðin, hún er fortíð.  

Og það er núið sem ákveður framtíð okkar.

Málareksturinn á hendur Geir Harde er gott dæmi um hvernig Hrunverjar náðu að tvístra mótstöðunni gegn þeim og sjá til þess að umræðan snúist um allt annað en hún á að snúast um.

Umræðan á að snúast um uppgjör við kerfið sem felldi þjóðina, kerfi sem er er í  andstöðu við meginþorra þjóðarinnar, kerfið sem rændi okkur og er enn að eins og þú bendir réttilega á.

Græðgi og sérhyggja er ekki byggingarefni heilbrigðs þjóðfélags og græðgi og sérhyggja er hugmyndafræði neins flokks á Íslandi.  Samt móta þessir tveir lestir kerfið í dag,  og knýja Helreið þjóðarinnar.

Helreið endar aðeins á einn veg, í Hel.

Þeir sem vilja ekki þjóð sinni og afkomendum sínum slík örlög, þeir snúast gegn kerfinu því á meðan það er ekki gert, þá dugar ekki að fella verkfæri þess.  Því kerfið endurskapar aðeins ný verkfæri.  Það er til lítils að losna við Björn Val og Steingrím til að fá Sjálfstæðisflokkinn í stjórn, ekki á meðan núverandi forysta hans hefur ekkert lært af mistökum fortíðar og hefur ekki gert upp við hugsunarháttinn sem kom þjóðinni í þrot.

Það verða aðeins nýjir bílstjórar en Helreiðin heldur sinni stefnu.

Þetta er kjarni málsins Rósa.  Það þarf að endurvekja gömlu gildin í þjóðfélaginu, í stjórnmálaflokkunum, í atvinnulífinu.

Gömlu gildin stóðu fyrir sínu, þau skiluðu af sér góðu þjóðfélagi þar sem gott var að ala upp börn sín.  

Og þau standa fyrir sínu í dag, þau eru eðalmálmur sem tíminn fær aldrei unnið á.

Það er eitt orð sem kristallar þá hugsun sem býr í gömlu gildunum. 

Siðferði, að þekkja muninn á réttu og röngu, því sem má og því sem má ekki.

Réttarhöldin yfir Geir Harde er dæmi um það sem má ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.3.2012 kl. 09:00

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ic.html


https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2004rank.html?countryName=Iceland&countryCode=ic&regionCode=eur&rank=26#ic


Frá 1650 hafa helstu viðskipta Ríki heims komið sér saman um sameiginlega raunvirði mælikvarða sem er kallaður PPP og vanlaga gefinn upp í Dollurum. 1971 var miðað við alla jörðinna. 

Þetta er rauntölur því allt sem selst á hverju ári [vsk] er  mælt í magni og flokkað í hefðbundna gæða flokka [það geta verið nokkrir verðflokar t.d. á fiski sömu tegundar]  Síðan er reiknað  út miðað við tölugildi upphæð í peningum á öllum mörkuðum, hveðalverðið á raunvirðiseiginunni síðast ár.   

Næsta er farið yfir sölutölu og magntölur til dæmis OCED ríkis og uppreiknað raunverðmæti alls þess sem seldist innan þess ríkis árið á undan. Þetta tekur til útflutnings að útskipun.

Á manna máli má segja segja að þjóðartekjur þannig mældar á íbúa gefi upp samburðar mat á meðal neyslunotkun á  íbúa innan hversríkis, allavega mestu hugsanlegrar meðal notkunar.

Við vorum á svipuðum stað og Sviss og Noregur um 1974 til 1983 það er hvað meðal kaupþegi hafði til ráðstöfunar af sömu vöru og þjónustu og allir íbúar heimsins.

   
Um 2007 þá voru við komin í sömu notkun og meðal Dani nú eru mið kominn 10% undir Dani og neðst á Norðlöndum mælt eftir á.

Taíland getur komist af með færri krónur eða dollar en Ísland, hús er þar ódýrt og líka hrísgrjón [1 flokkur] og margt annað þar fæst ekki Íslensk vatn.

Þess borgar sig að bera ráðstöfunar notkun hér saman við Kanada  og Norðurlönd og þá kemur kauplækkuninn sannarlega fram.

Þegar Íslendinga byrjuð að taka lána fyrir sama magni og minna raunvirði  þá mældist magnið selt frá 1983 til 2007, þegar við fengum ekki lánað meira þá seldist ekki sama magn af raunvirði.

Þjóðleiðtogar meirháttar ríkja og Alþjóðafjármálastofna skoða allt PPP til samburðar og þess vegna geri ég það líka. Ég treysti reiknum eftir á sölu en ég treysti ekki mati hagmuna aðila á væntalegu raunverði á því sem ekki er selt  og sérstaklega ef þetta á seljast utan eigin heimamarkaða.  

Hér vilja menn ekki horfa á grófa heimskökuskiptingu eða þjóðartekjuskiptingu vegna þess að stjónmállega fær það kjósendur til að hata eigin stjórnsýslu.  Hér er hræðsla í sum geirum við að jafna stéttir í kjörum og fulltrúar þessar stétt reyna að nota sína eigin mælkvarða til að geta stjórnað umræðunni.

Hinsvegar á langtíma forsendum leiðir þetta samt til þess að þeir lækka í tekjum , því ekki geta allir flutt burt og ekki er hægt að svelta almenning nema að vissu marki. Þjóðarkanna minnkar og þess vegna skerðist hlutur allra fyrr eða síðar.  

Júlíus Björnsson, 22.3.2012 kl. 11:31

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 22.3.2012 kl. 14:12

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hinsvegar á langtíma forsendum leiðir þetta samt til þess að þeir lækka í tekjum , því ekki geta allir flutt burt og ekki er hægt að svelta almenning nema að vissu marki. Þjóðarkakan minnkar og þess vegna skerðist hlutur allra fyrr eða síðar. 

Júlíus Björnsson, 22.3.2012 kl. 16:32

27 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Frábært svar - Framsóknarflokkurinn mokaði út flórinn og nýtt fólk kom til starfa en það hafa Sjálfstæðismenn ekki haft vit á.

Tími til kominn að horfa fram á við, sammála um að við getum ekki breytt fortíðinni.

Það þarf að stokka upp en það er spurning hvernig. Fjórflokkurinn svokallaði er á spena hjá ríkinu og ef einhverjir nýjir vilja bjóða fram þá eru þeir fjársveltir á meðan fjórflokkurinn mergsýgur spenann. Nú eru þrjú framboð í fæðingu. Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn - Lilja Mósesdóttir án Sigga storms - Sýnist Þór Sari og co og Sigurjón Þórarson og fleiri vera að fara í eina sæng. Ég er ekkert viss um að þetta fólk geti gert betur. Þó ég sé ekki aðdáandi Davíðs Oddssonar þá var tillaga hans um þjóðstjórn í okt. 2008 skynsamleg. Þá hefðu allir borið ábyrgð í staðinn fyrir að mestur tími á Alþingi fer í að rífast á meðan heimilin í landinu brenna upp fjárhagslega. Lánin vaxa hraðar en Gorkúlur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.3.2012 kl. 23:59

28 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Gott hjá Júlíusi ! ekki það að þetta eru auðvitað sannindi sem á að vera auðvelt að muna og samþykkja, en flott þegar þetta er sett svona upp og bakkar svona vel upp pistil Ómars á undan.

Rósa ! skil vel að þú sért upptekin eins og flestir af "fjórflokknum" og hinum nýju flokksbrotum, þó auðvitað sé litla bjartsýni að finna hjá þér varðandi "gamla kerfið" en Ómar bendir okkur á að að í raun hefur þetta "gamla kerfi" virkað ágætlega þegar menn unnu saman, unnu saman í nafni þjóðarinnar, þó áherslurnar væru misjafnar, þá var leiðarljósið alltaf almenn velferð.

Hvar, hversvegna og hvenær vagninn byrjaði að síga í vegkantinum, er ekki gott að segja, menn geta deilt um það, hitt er svo staðreynd að hann er í dag til hliðar við "þjóð"veginn á "helreið", það þarf sameiginlegt átak, vilja og þor til að fá hann upp úr svaðinu og á "þjóð" veginn aftur, sameiginlegt átak allra skynsamra manna og kvenna í öllum flokkum, sá hópur er nógu stór til verksins, viljinn er til staðar, en hópurinn er því miður, alltof upptekinn við að karpa um aukaatriðin, til að sameinast um aðalatriðin, þar liggur áskorunin, fyrr en tekst að virkja þetta afl, heldur "helförin" áfram.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 23.3.2012 kl. 00:53

29 Smámynd: Júlíus Björnsson

Að mati USA, UK , EU, Kína þar öflugan her til græða á hreinum lánafyrirgreiðslum [ekki vsk: raunvirðiaukaskapandi, frekar eignahalds skapandi, tryggir ítök lándrottna inn í ákvarðannartöku skuldunauta sem skulda meiri á skammtíma forsendum en lándrottnarnir].

Júlíus Björnsson, 23.3.2012 kl. 10:05

30 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kristján, ég er ekki upptekin af fjórflokknum og þessum framboðum sem virðast spretta upp hraðar en gorkúlur. Mér finnst þessi stjórn vera ekta Helferðarstjórn og þau hafa gert mjög mörg misstök. Jóhanna lofaði að þau ætluðu ekkert að fara í aðildarviðræður við ESB en eitt af því fyrsta sem hún gerði var að koma því í gegnum þingið að hefja aðildarviðræður. Svo fór mikill tími í að þrasa um Icesave og búið að kjósa og kjósa og þjóðin sagði nei og forsetinn stóð með okkur og sagði nei. Dýrt að borga þessar kosningar og einnig kosningu í nóv 2008 fyrir stjórnlagaþing sem hæstiréttur dæmt ólöglegt og Hæstiréttur er búinn að fella fleiri dóma. Ég man ekki eftir öðru eins en ég er nú bara á sextugsaldri :-) ég vona að ég sé ekki að stofna til leiðinda en við Ómar erum nýorðnir bloggvinir!

Ég vil ekki ganga í ESB.

Ég vil ekki borga Isesave sem Björgólfur Thor á að borga og gamli Landsbankinn. Nú sýnist mér það alveg ætla að ganga og er það vel.

Kær kveðja úr hlýjunni á Vopnafirði.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.3.2012 kl. 00:32

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Rósa.

Hér eru aldrei leiðindi, allavega ekki í athugasemdarkerfinu.  Umræður og debat hressa sálina og oft verða menn vísari á eftir.  Til dæmis um skoðanir hvers annars.

Og þegar betur er skoðað, vil ég allavega meina, þá erum við flest að reyna orða þá hálfskrítnu skepnu, fílinn þó ólíkar lýsingar á rana eða búk virðast oft ekki stemma að um sömu skepnu sé að ræða.  Það er sannleikann, eins réttur og hann getur verið á hverjum tíma.

Ég hef oft orðað þetta þannig að við eigum ekki að flækja hlutina.  Lífið er nefnilega mjög einfalt, það snýst um að lifa því og skila af sér nýju lífi á þann hátt að það geti líka fjölgað sér, og helst þá í leiðinni lifað við sæmilega velsæld og öryggi.

Í grunninn erum við með mann, konu, börn, sem til samans mynda fjölskyldu.  Nokkrar fjölskyldur mynda stærri heild, sem við köllum samfélag.  Í samfélaginu fer fram athafnasemi sem miðast öll við að fjölskyldur hafi í sig og á, og þá með þeim megintilgangi að börnin lifa og komist á legg.

Samskipti samfélaga með vörur og þjónustu kallast viðskipti.  Séu þau frjáls, þá eru þau öllum til hagsbóta.

Stjórn efnhagsmála á að leitast við að hafa þetta ferli sem ótruflaðast.

Til þess þarf aðeins vit, skynsemi, þekkingu og láta ekki isma ljúga sig fulla.

Nýjasi isminn, ræningjaisminn gerir það. 

Hann telur fólk í trú um að það sé í þágu ótruflaðra viðskipta að stórar einingar og dautt fjármagn, fái að þrífast í sýndarheimi  fjármálabrasks og pappírsviðskipta sem engin verðmæti skapa.  Og þegar þessi sýndarheimur riðlast, þá er raunheimur truflaður.  

Og það er útbúið kerfi sem kæfir viðskipti raunheims.  

Dæmi um slíkt kerfi er vaxtahækkanir á krepputímum, ofsköttun, eða það sem verst er, gjaldmiðill sem endurspeglar ekki viðskipti samfélagsins.

Og þetta er vandinn sem þarf að glíma við, að brjóta ræningjasimann á bak aftur.

Og það gerum við fyrst og fremst með því að takast á við hugmyndaheim hans, að afhjúpa falsið á bak við ismann.  

Ég hef alltaf sagt, hættum að láta ljúga að okkur og þá mun heilbrigð skynsemi okkar sjá um restina.  Að reka þjóðfélag er ekkert öðruvísi en að reka heimili, og þrátt fyrir allt þá hefur íslensku þjóðinni bærilega gengið að koma börnum sínum til manns.

Það er hvatinn, það er markmiðið, og við eigum ekki að láta neina isma telja okkur í trú um að hlutirnir séu eitthvað flóknari en það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2012 kl. 10:01

32 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Rósa! ég biðst afsökunar á óheppilegu orðavali með orðinu "upptekinn" var eiginlega bara meint að þú eins og flestir aðrir eru með litla trú á "fjórflokknum" svo lagði ég út með góðu bjartsýnisívafi um að innann fjórflokksins og reyndar utan, væri fullt af fólki sem getur, ef hætt er að karpa um aukaatriðin (eða hætta að láta ljúga að sér eins og Ómar segir) sameinast um aðalatriðin og fengið "vagninn upp á "þjóðveginn" aftur.

Leiðindi !! alldeilis ekki, því fleiri sem blanda sér í umræðuna því betra, við bætum bara framsetningu hvers annars og færumst nær sannindunum við hvern pistil, Ómar er töluvert á undan okkur í þessu með að sjá gegn um "hismið", en þá er bara lesa vel það sem hann er að skrifa, þá endum við upp við hliðina á honum fyrr en varir.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 24.3.2012 kl. 11:54

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir, Kristján mér fannst þú misskilja mig og þá vildi ég bara leiðrétta en það er óþarfi að biðjast afsökunar á svona lítilræði. Við erum sammála um að alþingismennirnir eigi að sameinast um að koma okkur uppá þjóðveginn í staðinn fyrir að vera eins og lítil börn og karpa, liggur við um hvor sé nú í flottari fötum og hver á besta bílinn, bestu kerlinguna eða karlinn.

Ég bara vona til Guðs að þessi ríkisstjórn fari að deyja og kannski væri ráð að fá þjóðstjórn? Allavega þarf að koma hjólum atvinnunnar af stað sem er ekki í anda Jóhönnu og Steingríms. Núna er stefnan að gera alla gjaldþrota og senda gjaldþrotafólk  á atvinnuleysisskrá. Sorry en þetta minnir á Sovétríkin sálugu.

 Drepa niður allan baráttuvilja sem við höfum getað státað af í gegnum tímann. Þetta endar kannski þannig að fólk verði viljalaus verkfæri, fái skammatðan mat ofl. Verði hreppsómagar. Fólk er að missa húsin sín þar sem lánin þeirra vaxa hraðar er gorkúlur.

Búin að vera dásamlegt veður hér á Vopnafirði og það er bara mars ennþá. Verður páskahret?

Læt þessi skrif duga.

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.3.2012 kl. 00:58

34 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Kristján Hilmarsson, 25.3.2012 kl. 09:13

35 Smámynd: Elle_

Maður kemst ekkert fram veginn nema skoða fortíðina.  Líka þessvegna sem hann Ómar Geirsson rifjar söguna endalaust upp og segir að sagan endurtaki sig.  Í Bandaríkjunum sagði vitur maður einu sinni: ´The longer you can look back, the farther you can move ahead.´ 

En eðlilegt að enginn venjulegur maður kæri sig um að hlusta á endalausa flokkspólitíska þrasið í alþingi Íslands.  Sæjuð þið stjórnmálamenn í venjulegum löndum þrasa svona í alþingi þeirra??

Elle_, 26.3.2012 kl. 23:41

36 Smámynd: Ómar Geirsson

Já því miður Elle, því miður.  Enda óvinurinn eini alþjóðlegt vandamál.  Sammannlegt  vandamál.

Gaman að heyra í þér Elle.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.3.2012 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 446
  • Sl. sólarhring: 725
  • Sl. viku: 6177
  • Frá upphafi: 1399345

Annað

  • Innlit í dag: 375
  • Innlit sl. viku: 5230
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 340

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband