13.3.2012 | 11:52
Já, ráðherra.
Maður spyr sig, hversu marga ráðuneytisstjóra þarf til þess að koma þessum gögnum áleiðis, sagði Tryggvi.
Er loksins komin skýring þess að ráðherrar Samfylkingarinnar komu ofan af fjöllum og virtust samkvæmt eigin vitnisburði hafa ekkert vitað um yfirvofandi hættu á falli bankakerfisins.
Einna helst mátti skilja að það væri allt Davíð Oddssyni að kenna, að hann hafi ekki hringt í hvert og eitt þeirra og upplýst þau um brauðfætur bankakerfisins.
En núna bendir Tryggvi Pálsson á einn augljósari hlut.
Ráðaneytisstjórarnir virtust ekki treysta yfirmönnum sínum fyrir viðkvæmum upplýsingum.
Hvað það segir svo um ráðherra Samfylkingarinnar er svo önnur saga.
En það má telja það þeim til tekna að þau taka ekki þátt í skrípaleiknum að skella skuldinni á einn mann.
Sem aftur vekur upp spurningu um æru Hæstaréttar.
Kveðja að austan.
Hvað þarf marga ráðuneytisstjóra til? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.