Augljóst, svo augljóst að það var ótrúlegt að það skyldi ekki vera gert strax.

 

Á meðan krónan er verðtryggð þá getur þetta fjármagn ekki leitað úr landi, svo einfalt er það.

Á meðan stjórnvöld sinna velferð fjármagns þá mun þessi upphæð safna vöxtum og að lokum ná stjarnfræðilegum hæðum. 

Einmitt þess vegna, að hindra óyfirstíganlegan skuldavanda, hafa þjóðir Vesturlanda haft vexti sína í kringum núllið frá Hruni.  

Það er þær þjóðir Vesturlanda sem lúta ekki boðvaldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

En krónubraskarafjármagnið þarf að leita út, og það hefði átt að gerast fyrr en seinna.  

Leiðin til þess án þess að setja íslenskan almenning í skuldagapastokk, er mjög einföld.  

Kvikt fjármagn er skattlagt til hlýðni.

Það er sú leið sem siðaðar þjóðir sem ekki lúta boðvaldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, velja.

Margreynd og sönnuð og virkar með miklum ágætum.

 

Af hverju skyldi þessi leið ekki vera farin á Íslandi???

Það ættu kjósendur fjórflokksins að íhuga vel, það eru jú þeir sem eru fórnarlömb hagsmunagæslunnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hvaða velferð skiptir meira máli, velferð almennings eða velferð krónubraskara???

 

En á meðan skynsamt fólk stjórnar ekki landinu þá eru þessi gjaldeyrishöft það illskásta sem við höfum.

Hinn möguleikinn er þjóðargjaldþrot að hætti Grikkja.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Reynt að setja undir leka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband