Hvaða hagsmuna er verið að gæta??

 
"Fulltrúar flestra hagsmunaaðila sem efnahags- og viðskiptanefnd kallaði á sinn fund í gær lögðust gegn hertum gjaldeyrishöftum".

 

Er þarna farið að glitta í 2007 hugsunarháttinn þegar að það þurfti að skoða seðlaveski manna til að vita hvað bjó að baki málflutningi þeirra á Alþingi.

Vita menn ekki að það er réttað yfir þessum hugsunarhætti í Þjóðmenninarhúsinu í dag þó augljóst sé að rangur maður sitji á sakabekk??

Vita menn ekki að landið varð gjaldþrota vegna þess að þykk Seðlabúnt tóku hagsmuni bankakerfis fram yfir almannahagt???

 

Hvaða hagsmunir eru varðir þegar menn leggjast gegn undanskotum krónubraskara á gjaldeyrishöftunum???  Halda viðkomandi þingmenn að lögin um gjaldeyrishöft hafi verið sett til að hamla kaupum á eBAy???

Og kvikna engar aðvörunabjöllur þegar þessi glefsa úr fréttinni er lesin???

"Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í efnahags- og viðskiptanefnd, sagði í umræðum um málið að með því að samþykkja frumvarpið væri verið að auka pólitíska óvissu vegna fjárfestinga á Íslandi. Önnur hliðarverkun væri líklegur órói á skuldabréfamarkaði þegar markaðir verða opnaðir í dag."

Síðast þegar ég man eftir að vitnað hafi verið í Tryggva var þegar hann vann sér inn salt í grautinn með því að skrifa skýrslu fyrir bankana um meinta ofsalega trausta stöðu viðkomandi banka.  Það eina sem stóðst raunveruleikann í þeirri skýrslu var að Tryggvi fékk fyrir saltinu.

 

Eigum við að gamni að skoða rökin núna??

Í það fyrsta hvað þýðir "órói á skuldabréfamarkaði"???  Að sæti hristist og menn fölni eða menn taki peninga sína af þeim markaði og fari?????, já hvert fara menn í landi gjaldeyrishafta??

Annað sem er kannski ekki alveg jafn augljóst fyrir þá sem hafa áhuga á eiginlega öllu öðru en lögum um gjaldeyrishöft en blasir samt svona við ef menn hugsa aðeins.  Og það er  þetta með pólitíska óvissu vegna fjárfestinga á Íslandi.

Hvað þýðir svona orðskrípi??  Það er fjárfest á Íslandi, erlendir fjárfestar hafa undanþágu frá höftunum og er einhver meiri eða minni pólitísk óvissa eftir þessa lagasetningu??  Einhver hefði haldið að hún væri minni því þar geta stjórnvöld bent á eitt dæmi um að þau hafi þingmeirihluta fyrir máli án þess að þurfa að treysta á Þór Saari.

 

Svo ég spyr aftur, hverra hagsmuna er verið að gæta???

Og þá er ég ekki að spyrja um hvaða hagsmuni Tryggvi Þór gætir, það er bara salti í grautinn.

 

En okkur er hollt að spyrja þessara spurningar þegar 2007 dúkkar sí og æ upp í orðræðu hinna meintu hagsmunaafla og þau fá endurróm inná Alþingi.

Heitir þetta ekki; Brennt barn vill ekki láta brenna sig, aftur!!!????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Óttast áhrif hertra hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert rangt við það að vilja fara að gildandi lögum - jafnvel þó að Tryggvi Þór vilji það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 08:42

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Ég held það hljóti að vera okkar hagsmunir félagi. Efast um að við höfum efni á að missa þessa peninga út fyrir landsteinana... kv

Eysteinn Þór Kristinsson, 13.3.2012 kl. 08:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elín, hver eru þessi gildandi lög???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 10:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eysteinn.

Já, ég reikna með að það sé hugsunin hjá þeim sem settu lögin en ég er að spyrja hvaða hagsmuna eru þeir að gæta sem lögðust gegn því að krónubraskarar fái að labba úr landi með krónur á yfirverði.

"Fulltrúar flestra hagsmunaaðila sem efnahags- og viðskiptanefnd kallaði á sinn fund í gær lögðust gegn hertum gjaldeyrishöftum"

Þeir eru ekki að gæta hagsmuna almennings, og í fréttinni kemur ekki fram um hvaða lobbýista er að ræða, svo það er eðlilegt að spyrja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 10:06

5 identicon

Gildandi lög eru þau lög sem eru í gildi. Menn miða við gildandi lög þegar þeir gera sínar ráðstafanir - hverjar sem þær kunna að vera. Stjórnvöld sem rjúka til á síðustu stundu hafa greinilega ekki verið að gæta hagsmuna almennings. Að kalla þá sem fara að gildandi lögum braskara er vörn vonlausra stjórnvalda. Það er óþarfi að hengja bakara fyrir smið.

http://www.ruv.is/frett/lagabreytingin-ryrir-ordspor-islands

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 10:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Elín, veistu að þetta er röksemd þeirra sem vildu hnekkja neyðarlögunum fyrir dómi??

Ef gildandi lög skaða almenning, þá ber almannavaldinu skylda til að grípa inní.

Það er ef þau þjóna almenningi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 10:45

7 identicon

Ef læknirinn skaðar sjúklinginn þá ber honum skylda til að grípa inní - ef hann ætlar að lækna sjúklinginn. Má biðja um annan lækni?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 11:05

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elín.

Það er heldur ekki rök gegn neyðarlögunum að þau hefðu getað verið skynsamari eða eftirfylgni þeirra hefði átt að vera með öðrum hætti.

Gjaldeyrishöftin eru af ákveðinni ástæðu og meðan þeim er viðhaldið, þá þarf að viðhalda þeim.

Afnám þeirra er svo allt annar hlutur.

Þriðji hluturinn er svo það stjórnvald sem situr, en ekkert af þessu fær breytt því sem ég sagði um rétt almannavalds að grípa inní þegar hagsmunum almennings er ógnað.

Slíkt er grunnréttur í löggjöf allra ríkja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 11:30

9 identicon

Mikið rétt. Við getum sleppt allri skynsemi. Við sitjum uppi með áhöfnina hvort sem okkur líkar betur eða verr.

http://www.youtube.com/watch?v=LPEeNBu1M94

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 12:09

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Sem er því miður kjarni málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 12:12

11 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þeir hafa þá eitthvað að gera, geta nú dundað sér við að ,,finna ný göt", eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins benti á að gert yrði ( rúv í gærkvöld). Svona rétt eins og ekki neitt væri sjálfsagðara. Kannski við ættum að gera það sama þegar herða á eftirlit og skerpa á löggjöf á öðrum sviðum, segja þá bara að það taki því ekki, það verði farið framhjá og fundnar nýjar leiðir. Heitir slíkt ekki einbeittur brotavilji?

Komi það í ljós að þessi lög eru of hörð, þá má slaka á þeim. Og það verður gert, á endanum amk.

Eitthvað myndi hafa heyrst ef ráðamenn þjóðarinnar hefðu vitað um þennan leka; þessi göt, og gert eins og fram að hruni, ekki neitt. Höftin voru sett í upphafi af sitjandi minnihlutaflókkum í dag ( nema Hreyfingunni sem ekki var til þá). Svo það er pínu erfitt að skilja andstöðu úr þeim ágætu röðum núna. Annars eiga svona mál ekki að vera flokkspólitísk, það þarf að huga að þjóðarhag allra, ekki bara að hag örfárra. Slíkt á að tilheyra sögunni en ekki að eiga pláss í nútíð né framtíð.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.3.2012 kl. 16:56

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Hjördís, einbeittur brotavilji.

Alveg eins og í tilfelli Hæstaréttardómsins vegna gengislána, þá var ný leið fundin til sniðgöngunar.

Á einhverjum tímapunkti þarf að takast á við þetta hugarfar því löggjafinn getur ekki endalaust fundið upp nýtt og nýtt orðalag til að bregðast við þá sem kaupa sér dýra ráðgjöf til að þurfa ekki að lúta lögum.

Meginmeinsemdin í dag er hið ríkjandi hugarfar að allt megi, ef það er ekki beinlínis bannað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 17:20

13 identicon

Þetta snýst ekki um orðalag heldur útgreiðslu. Að kalla það einbeittan brotavilja að fara að skýrum gildandi lögum er svolítið öfugsnúið. Sömuleiðis að kalla gildandi lög glufur. Ef glufurnar blöstu við öllum öðrum en stjórnvöldum þá er kannski kominn tími á sjónmælingu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 17:31

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Elín, blessaðir mennirnir vissu til hvers lögin voru sett og í þeim er kveðið á um yfirumsjón Seðlabankans.

Hafi þeir leitað til bankans og fengið grænt ljós, þá dreg ég til baka skoðun mína á einbeittum brotavilja, annars ekki.

En þarna játa ég skort á vitneskju.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2012 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 357
  • Sl. sólarhring: 705
  • Sl. viku: 5941
  • Frá upphafi: 1399880

Annað

  • Innlit í dag: 319
  • Innlit sl. viku: 5083
  • Gestir í dag: 311
  • IP-tölur í dag: 309

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband